Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Page 32
F
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Át skrlft - Dreifing: Sími 27022
Frjalst,ohaö dagblaö
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990.
Ekið á barn
í Hnífsdal
Ekiö var á 11 ára gamlan dreng á
Ísaíjaröarvegi í Hnífsdal um níuleyt-
ið í gærkvöldi. Vegurinn liggur á
'’milli ísafjarðar og Bolungarvíkur.
Drengurinn slasaöist ekki alvarlega
en var fluttur á sjúkrahúsið á
ísafirði. Slysið varð með þeim hætti
að drengurinn var að hjóla eftir göt-
unni þegar hann varð fyrir bílnum.
Þarna er 35 km hámarkshraði.
Að sögn lögreglu á ísafirði eiga
ökumenn oft erfitt með að virða há-
markshraðann og bendir hún mönn-
um á að fara varlega þegar þeir aka
í gegnum Hnífsdal. Þarna eru börn
oft að leik. -ÓTT
Steingrímur Hermannsson:
Tekur myndir
* fyrir Stöð 2
„Steingrímur Hermannsson er
okkar maður í Egyptalandi og
Tékkóslóvakíu. Hann er með mynda-
tökuvél sem við eigum og tekur
myndir fyrir okkur. Steingrímur hef-
ur mikinn áhuga á myndavélum og
þegar sú spuming kom upp hvort
hann vildi ekki hafa með sér góða
tökuvél og mynda fyrir okkur var
hann til í það. Þetta eru allt hálf-
skuldbindingar milli okkar en við
'’sjáum til hvað kemur út. Við borgum
honum fyrir ef hann kemur með góð-
ar myndir,“ sagði Ómar Ragnarsson,
fréttamaður á Stöð 2, við DV. -hlh
Hafísinn
lokar fyrir
LOKI
Er þá ekki hægt að stunda
grálúðudorg?
Tilkynntir þjófnaðir 1 verslunum fyrstu íjóra mánuðina:
Hnupl hefur aukist
100 prósent frá í fyrra
þrír af hverjum tjórum búðarstuldum í Kringlunni
Þrir af hverjum flórum búðarst-
uldum eiga sér stað í Kringlunni
miðað við tilkynningar til lögregl-
unnar í Reykjavík. Fulltrúar frá
lögreglunni og Securitas héldu
kynningarfund með hagsmunaað-
ilum og starfsmönnum í Kringl-
unni í morgun um hvernig skuli
sporna við búðahnupli.
Fyrstu góra mánuði ársins 1989
var 31 tílfelli tilkynnt til lögregl-
unnar i Reykjavík vegna búða-
hnupls. Fyrstu ijóra mánuði þessa
árs var hins vegar tilkynnt um 60
tilfelli. Hér er því um nær 100 pró-
sent aukníngu að ræða. 75 prósent
k'ærðra tilfella voru vegna búða-
hnupls í Kringlunni, þar af lang-
flest i Hagkaupi. Aðrir algengustu
staðirnir sem kært hafa vegna
þjófnaða eru Mikiigarður og Hag-
kaup í Skeifunni.
Þessar tölur gefa þó ekki alveg
rétta mynd af heildarfjölda allra
tilfella því oft eru málin leyst á
staðnum með viðkomandi eða að
foreldrar eru kallaöir til án þess
að hringt sé á lögreglu. Flest tilfelli
vegna búðahnupls tengjast aldurs-
hópnum 16 ára og yngri. Hér koma
þó flestir aldurshópar við sögu, allt
að fólki um sextugt. Það sem einnig
hefur áhrif á tölumar er að eftirlit
með búðahnupli i Kringlunni hefur
verið hert á síðastliönu áii. Því er
ástæða til að ætla að upp hafi kom-
ist um fleiri en ella.
Lögreglan og Securitas hafa unn-
ið bæklíng i sameiningu og var
hann kynntur með starfsmönnum
og eigendum verslana í Kringlumii
í morgun. Bæklingnum er ætlað að
leiðbeina starfsmönnum meðfyrir-
byggjandi aðgerðir gegn hnupli.
Auk þess er starfsmönnum kennt
hvernig þeir eiga að bera sig að
þegar þeir eru vissir um að þj ófnað-
ur hefur átt sér stað. Lögregla
bendir á að erfiðast sé að eiga við
en
skipulagða þjófa þar sem fleiri
einn eru að verki
í bæklingnum er látið að því
liggja að búðahnupl hækki verðlag,
að hinn heiðarlegi viðskiptavinur
greiði fyrir óheiðarleika annarra.
Þar er þess einnig getiö að það séu
hagsmunir viðskiptavina að draga
úr þjófnuðum. Hins vegar er ekki
minnst á með hvaða hætti þeir geti
gertþað. -ÓTT
Játar nú að
hafa framið
morðið
með félaga
sinum
„ísinn liggur yfir grálúðuslóðinni
þannig að þar var ekki hægt að vera
lengur. Við erum því á heimleið,"
sagði Heiðar Gunnarsson, stýrimað-
ur á Kolbeinsey ÞH 10, í samtali við
DV í morgun en lítil sem engin grá-
*lúðuveiði hefur verið undanfarið
vegna hafíss á grálúðumiðunum við
miðlínu á milli Græniands og ís-
lands.
Heiðar sagði að það væri nokkuð
síðan hafísinn fór að gera vart við
sig í kjölfar vestanáttar. Sagði hann
'aö síöustu tvo sólarhringana hefði
verið erfitt að stunda veiðarnar en
þarna voru margir togarar á veiðum.
„Það má búast við því að næsta
vika verði ónýt hvað varðar grálúð-
una svo að við verðum bara að leita
að einhveiju öðru,“ sagði Heiðar og
bætti því við að ef vindáttin breyttist
myndi ástandið án efa batna fljót-
lega.
Gert er ráð fyrir því að vindáttin
'■breytist í vikulok og er þá búist við
að hafísinn hopi. -SMJ
Það var glæsileg sveifla á Fógetanum I gærkvöldi þegar þessir gamalkunnu herramenn tóku létta sveiflu i tilefni
djasshátíðarinnar sem nú stendur yfir. Fyrir miðri mynd má sjá Guðjón Einarsson fréttaljósmyndara þenja básúnu
en hann sagði að viðtökur hefðu verið mjög góðar og hefði fólk orðið undrandi á að sjá og heyra þessa gömlu
sveiflu en hljómsveitin lék tónlist allt frá dixielandi til Billy Joel. Guðjóni á vinstri hönd er Bragi, bróðir hans, en
Kristján Kjartansson þenur trompetið. Aðrir i hljómsveitinni, sem fékk nafnið Sveiflusextettinn, eru Hrafn Pálsson,
píanó, Guðmundur Steingrímsson, trommur, og Friðrik Theódórsson, bassi. DV-mynd BG
Maðurinn sem játaði fyrir helgi að
hafa átt aðild að morðinu við Stóra-
gerði þann 25. apríl síðastliðinn, ját-
aði við yfirheyrslur í gær að hafa
framið sjálfan verknaðinn í félagi við
28 ára gamlan mann sem einnig er í
gæsluvarðhaldi. 20 ára gömul stúlka,
sambýliskona þess sem er 28 ára,
hefur játað að hafa búið yfir vitn-
eskju um morðið. Hún átti þó ekki
aðild að því.
Ekki er gert ráð fyrir að rannsókn-
arlögreglan muni krefjast úrskurðar
um áframhald á gæsluvarðhaldi yfír
konunni og þrítugum karlmanni sem
voru úrskurðuð í varðhald til 9. maí.
Hinir tveir, sem talið er að hafí fram-
ið hið hrottalega morð, voru úr-
skurðaðir í varðhald til 23. maí.
Að sögn Helga Daníelssonar yfir-
lögregluþjóns gengu yfírheyrslur vel
í gær. „Staðan styrktist í gær. Þetta
er allt í áttina og það veröur unnið
áfram af fullum krafti," sagði Helgi
í samtali við DV í morgun.
-ÓTT
Veörið á morgun:
Rigning á
suðvestur-
horninu
Á morgun verður sunnan og suð-
austan kaldi með rigningu suðvest-
anlands og þegar líður á daginn um
allt sunnan- og vestanvert landið
en þurrt og bjart veður að mestu
norðaustanlands. Hiti víðast hvar
5-12 stig, hiýjast norðaustanlands.
NYR GLÆSILEGUR
VEITINGASTAÐUR
I MIÐBORGINNI
VJUJ
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
é