Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. Fréttir Slysið á Selfossi: Ætlaði að nota síðustu kraftana til að bjarga Sigrúnu - segir Vigdís Sísí Ólafsdóttir „Þaö er mikil lífsreynsla að missa tvo vini sína í slysi og komast sjálfur naumlega lífs af,“ segja þær Sisí og Sigrún. -DV-mynd BG „Maður gerir sér ekki fulla grein fyrir því hvað gerðist í raun. Líkam- lega er maður í lagi þrátt fyrir mikl- ar harðsperrur eftir glímuna við ána en andlega erum við gjörsamlega tómar. Það er mikil lífsreynsla að missa tvo vini sína í slysi og komast sjálfur naumlega lífs af. Við höfum verið stjarfar í allan dag og sennilega er versta áfallið eftir þegar maður gerir sér fulla grein fyrir hversu litlu mátti muna aö við létum lífið,“ sögðu þær Sigrún Hildur Guðmundsdóttir og Vigdís Sísí Ólafsdóttir, í samtali viö DV í gær. Þær björguðust naum- lega þegar bifreið, sem þær voru far- þegar í, lenti í Ölfusá aðfaranótt laug- ardags. Stúlkurnar voru á rúntinum um klukkan flmm á laugardagsnóttina ásamt tveimur vinumsínum. Raunar höfðu þau verið að rúnta saman sex en skömmu áður en slysið átti sér stað yfirgáfu tveir piltar bifreiðina og hugðust taka sér göngutúr og hitta svo hópinn aftur stuttu síðar. Skömmu eftir að piltarnir yfirgáfu bifreiðina lenti hún i ánni neðan við Tryggvaskála. Eftir að bifreiðin hafði skollið á botni árinnar tókst Sigrúnu að sparka annarri afturrúðunni út og á þann hátt komust stúlkumar út úr bifreiðinni. Piltamir tveir, sem voru spenntir í öryggisbelti, náðu hins vegar ekki að losa sig og kom- ast út. Stúlkumar náðu að komast upp á yfirborð árinnar en bárust nið- ur hana að stað sem kallaöur er Bás, skammt frá Selfosskirkju. Þar tókst Sísí að skríða á land en Sigrún náði taki á klettavegg og gat haldið sér þar uns hjálp barst. „Það er ótrúlegt hvað við hugs- uðum rökrétt. Ég reyndi að losa um öryggisbeltin hjá strákunum en tókst það ekki. Eftir að Sigrúnu hafði tek- ist að sparka rúðunni út, soguðumst viö báðar mjög hratt út úr bönum. Við reyndum strax að komast upp á yfirborðið tö að ná andanum en okk- ur fannst eins og viö værum alveg að kafna. Okkur fannst það óralangur tími sem við vomm að berjast í ánni, en allan tímann syntum við eins og við gátum. Ég sá Sigrúnu alltaf fyrir framan mig meðan ég var í ánni og það fannst mér gott. En eina hugs- unin var: Ég ætla ekki að deyja, ég ætla aö lifa af. Ég bað stöðugt tö guös um hjálp og á sama tíma hugs- aði maður um líf sitt. Það var eins og það sem hðið er þyti í gegnum hugann. Ég er sannfærð um að guð var meö mér. Ef hann hefði ekki fylgt mér væri ég ekki tö frásagnar í dag. Um leið og ég sá kirkjuna fylltist ég nýrri von og mér tókst að skríða á land,“ segir Sísí. „Ég hugsaði mjög sterkt tö ömmu minnar, sem lést fyrir tveimur árum, um leið og bíllinn fór út í ána. í hvert skipti sem mér skaut upp úr ánni hrópaði ég á hana. Ég er sannfærð um að hún sá til þess að ég héldi hfi. Það var óhugnanlegt að berjast um í ánni en ég ætlaði mér að lifa, ég ætlaði ekki að drukkna. Maður hugs- aði um að ná andanum en þess á möli hrópaði ég á ömmu og hugsaði til fjölskyldunnar, vina og ættingja. Ég náði á endanum taki á kletta- snös við Bás og hrópaði á hjálp eins hátt og ég gat því ég vissi að það var fuöt af fólki enn á ferðinni í bænum. Ég sá að Sísí komst á land og heyrði að hún stundi: Ég ætla að koma að hjálpa þér. En ég hrópaði: Nei. Ég vildi ekki að hún kæmi aftur út í ána,“ segir Sigrún. „Ég ætlaði að nota síðustu kraftana tö að bjarga Sigrúnu. En svo sá ég hvar Svanur Kristinsson lögreglu- þjónn óð út í ána og náði að bjarga henni - þá var mér ahri lokið. Eg gat ekki meira,“ segir Sísí. Stúlkumar muna ekki mikið frá fyrsta klukkutímann eftir björgun- ina. Líkamshitinn var kominn niður í 33 gráður og mátti engu muna að Sigrún dæi í höndunum á læknum og hjúkrunarfólki á spítalanum á Selfossi. En eftir baráttuna í ánni fannst þeim ekki hægt að gefast upp við svo búið og lífsviljinn varð öhu yfirsterkari. „Við hresstumst frekar fljótt og fengum að fara heim af sjúkrahúsinu um klukkan 18 á laugardaginn. Viö fórum niður að á um kvöldið og þá fannst okkur það hreint ótrúlegt að við skyldum bjargast úr þessari glórulausu iðu. í gær og dag hafa margir haft sam- band við okkur og sýnt okkur stuðn- ing og samúð. Eftir aö hafa lent í svona hræðilegri lífsreynslu er það ómetanlegt aö finna allan þennan hlýhug," segir Sigrún. „í framtiðinni ætla ég að beijast fyrir því að þaö verði sett grindverk á árbakkann þar sem bíllinn lenti í ánni. Þetta er stórhættulegur staður, sérstaklega í myrkri. En það er eins og það þurfi alltaf eitthvað hræðilegt að gerast tö að yfirvöld taki við sér og geri eitthvað í málunum," segir Sísí. -J.Mar Munum halda leit áfram næstu daga - segir Gunnar Einarsson Haldið var áfram að leita aö bifreiðinni, sem lenti í Ölfusá, aðfaranótt sunnudgas, í gær. Leitin beindist einkum að staðnum við Bás en þar töldu björgunarsveitarmenn hugsanlegt að bílinn væri að finna. -DV-mynd BG „Það er einn staður í ánni sem hefur gefið svörun við rafsegulleitar- tæki og við höldum að þ^r geti bílinn verið að fmna, án þess þó að geta nokkuð fullyrt um það,“ segir Gunn- ar Einarsson, formaður Björgunar- sveitarinnar á Selfossi. Staður þessi er í hringiðu í ánni yið Bás skammt neðan viö brúna á Ölfusá. Leit að bílnum, sem skah í Ölfusá um klukkan fimm aðfaranótt laug- ardas, stóð yfir frá klukkan 11 í gær- morgun og fram á kvöld en án árang- urs. í gær leituðu sex bátar með um 20 mönnum á ánni og var svæðið allt frá brúnni á Ölfusá og niöur að ósum hennar leitað. Þyrla Land- helgisgæslunnar sveimaði yfir ánni og tveir gúmmíbátar voru notaðir tö leitar í nágrenni við brúna og voru á möh 10 og 15 manns við leit þar. Fengið var að láni málmleitartæki hjá Landhelgisgæslunni en það var bilað en það tókst að koma því í lag rétt um klukkan 17 í gær. Þangaö tö var rafsegultækið notaö við leitina og gaf það svönm í hringiðunni í ánni við Bás. í dag er hugmyndin að slóðadraga botn Ölfusár, neðan við brúna, með akkerum og öðrum búnaöi. Skilyrði tö leitar í ánni eru mjög erfið, áin er straumþung neðan við brúna og mikið vatn er í henni vegna vorleysinga. -J.Mar Selfoss: Tveggja pilta saknað Aðfaranótt laugardags var bíl ekið í Ölfusá neðan við Tryggvaskála. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni þegar hann hugöist beygja á árbakkanum. Tveir pötar voru í bifreiðinni og tvær stúlkur. Piltarnir náöu ekki að losa sig úr bílnum en stúlkumar björguðust. 'Róbert Agnarsson, 14 ára drengur, varð sjónarvottur að slysinu. Hann lét foreldra sína þegar í stað vita og þau höfðu samstundis samband -viö lögregluna, sem kallaði út björgun- arsveitina á Selfossi. Það var Svanur Kristinsson lögregluþjónn sem var fyrstur á vettang og tókst honum að bjarga annarri stúlkunni úr ánni en hinni tókst að komst í land af sjálfs- dáðum. Piltanna tveggja, 20 og 26 ára, er enn saknað. -J.Mar Islandsmótiö í tvímermingi í bridge: Naumur sigur Vals og Sigurðar Valur Sigurðsson og Sigurður Vil- hjálmsson náðu þeim merka áfanga að vinna íslandsmótið í tvímenningi, en mótið var haldið um helgina á Hótel Loftleiðum. Þar með hafa þeir Valur og Sigurður unnið í flestum stærstu bridgemótum ársins sem hlýtur aö teljast mikið afrek. Sigur- inn í íslandsmótinu í tvímenningi gat þó varla veriö naumari því aöeins sködu 2 stig að þá og Hrólf Hjalta- son-Ásgeir Ásbjörnsson. Hrólfur og Ásgeir voru næstum því búnir að endurtaka leödnn frá því árið 1988 þegar þeir unnu í þessari keppni með miklum endaspretti. Fyrir síðustu umferðina á íslands- mótinu nú, var staðan þannig að Sig- urður og Valur höfðu forystu með 208 stig, en næstir á eftir komu Hrólf- ur og Asgeir með 196 stig. Sigurður og Valur áttu góða setu í lokaum- ferðinni, en Hrólfur og Ásgeir áttu enn betri setu, og var því spennan mikö þegar menn biðu eftir útreikn- ingnum. Sigurður og Valur fengu 29 stig í plús í lokasetunni, en Hrólfur og Ásgeir.náðu 39 stigum í plús, sem dugöu þó ekki tö að brúa böið. Loka- staða efstu para varð sem hér segir. 1. Valur Sigurðsson-Sigurður Vö- hjálmsson 237 2. Hrólfur Hjaltason-Ásgeir Ás- björnsson 235 3. Guðmundur Sv. Hermannsson- Bjöm Eysteinsson 193 4. Guðmundur Páö Arnarson-Þor- lákur Jónsson 156 5. Sigurður B. Þorsteinsson-Gylfi Baldursson 150 6. Magnús Ólafsson-Jón Þorvarðar- son 145 7. Ásmundur Pálsson-Guömundur Pétursson 133 8. Þröstur Ingimarsson-Ragnar Jónsson 97 Guðmundur Sveinn Hermannsson og Björn Eysteinsson byijuöu mótiö mjög vel og virtust á tímaböi ætla að stinga aöra keppendur af. Þegar fyrri keppnisdegi af tveimur var lok- ið og 21 umferð af 31, voru Guðmund- ur og Bjöm meö 199 stig, og Valur og Sigurður í öðm sæti með 144. Sig- uröur og Valur byrjuðu strax, síðari keppnisdaginn að saxa á forskotið og náðu forystunni í 23. umferð. Þeir leiddu síðan flestar umferðir eftir það, og tryggðu sigur sinn með goð- um árangri í lokasetunni. Sigur þeirra er sérstaklega athygl- isveröur fyrir þær sakir að þeir eru nýbakaðir íslandsmeistarar í sveita- keppni, auk þess sem þeir eru núver- andi Reykjavíkurmeistarar í tví- menningi. Til viðbótar þessu vom þeir í þriðja sæti á Bridgehátíð Flug- leiða í febrúarmánuði síöastliðnum. Fáir spilarar hafa náð jafngóöum árangri á einu spöaári en þeir félagar byijuðu einmitt að spila saman nú í vetur. Þetta er í þriðja sinn sem Val- ur Sigurðsson verður íslandsmeist- ari í tvímenningi, en Sigurður Vil- hjálmsson vann þarna í fyrsta sinn tö þessa eftirsótta titils. Mótið þótti fara vel fram undir öruggri stjórn keppnisstjórans, Jakobs Kristins- Þeir voru að vonum ánægðir með sigur sinn á íslandsmótinu í tvi- menningi, Valur Sigurðsson og Sig- urður Vilhjálmsson, sem hér hampa verðlaunagripum sínum. DV-mynd JAK sonar og reiknimeistarans, Kristjáns Haukssonar. ts

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.