Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990.
7
dv__________________________________________________________________________________Viðskipti
Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala:
Hef enga trú á að það
verði verðsprenging
Þórólfur Halldórsson, formaður
Félags fasteignasala, segir að það sé
mikil oftrú að ætla að verösprenging
verði á fasteignamarkaðnum eftir 15.
maí næstkomandi þegar húsbréfa-
kerfið opnast öllum við kaup á not-
uðu húsnæði. Miklar vangaveltur
eru nú á fasteignamarkaðnum um
aö húsnæði eigi eftir að stórhækka í
verði við þessa breytingu á húsbréfa-
kerfinu.
Ekki verið að dæla
inn nýju fjármagni
„Það er ekki hægt að líkja þessari
opnun húsbréfakerfisins við það sem
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Spa.isjóðsbækur ób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán.uppsögn 4-5,5 lb
18mán.uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,6-1 Aliir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán meðsérkjörum 2,5-3 Lb.Bb,-
Sb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9.25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. maí 90 14,0
Verðtr. maí 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2873 stig
Lánskjaravisitala apríl 2859 stig
Byggingavísitala maí 541 stig
Byggingavísitala mai 169,3 stig
Húsaleiguvísitala 1,8% hækkaði 1. april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,850
Einingabréf 2 2,652
Einingabréf 3 3,193
Skammtímabréf 1,646
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,123
Kjarabréf 4,808
Markbréf 2,561
Tekjubréf 1,968
Skyndibréf 1,439
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,337
Sjóösbréf 2 1,752
Sjóðsbréf 3 1,634
Sjóðsbréf 4 1,385
Vaxtasjóösbréf 1,6500
Valsjóösbréf 1,55035
HLUTABRÉF
Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 500 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiöir 145 kr.
Hampiðjan 152 kr.
Hlutabréfasjóður 178 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 152 kr.
Skagstrendingur hf. 320 kr.
Islandsbanki hf. 163 kr.
Eignfél. Verslunarb. 170 kr.
Olíufélagið hf. 415 kr.
Grandi hf. 164 kr.
Tollvörugeymslan hf 102 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
Inn birtast i DV á fimmtudögum.
gerðist á fasteignamarkaðnum
haustið 1986 þegar nýtt húsnæðis-
lánakerfi var tekið í notkun. Þá var
nýju fjármagrti dælt inn á markaðinn
í stórum stfi og verð á húsnæði snar-
hækkaði í kjölfarið. Nú er ekki að
koma nýtt fjármagn inn á markaðinn
heldur eru seljendur húsnæðis að
lána kaupendum. Þeim skuldabréf-
um er svo aftur hægt að breyta í rík-
istryggð húsbréf til 25 ára. Munurinn
er því sá að aukist eftirspurnin vegna
þess að húsbréfakerfið stendur öllum
opið við kaup á notuðu húsnæði má
ætla að framboðið aukist líka. Sá sem
er búinn að selja og er með húsbréf
í hendi þarf jú að verða sér úti um
annað húsnæði."
Að sögn Þórólfs munu um 90 pró-
sent þeirra, sem hafa haft samband
við húsbréfadefid Húsnæðisstofnun-
ar til að spyijast fyrir um breyting-
una á húsbréfakerfinu þann 15. maí,
vera eigendur notaðs húsnæöis sem
hafa í huga að stækka við sig.
Verðlækkun vegna mikillar
útgreiðslu á skömmum tíma
Þá segir hann aö ekki megi horfa
VIBROVALTARAR
TIL Á LAGER
Á GÓÐU VERÐI
Skútuvogi 12 A, s. 91-82530
Suzuki
VITARA
4x4
Sportbíll
á malbikinu
Jeppií
óbyggðum
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF.
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 68 51 00
„Ég hef enga trú á að það verði verðsprenging á fasteignamarkaðnum
eftir 15. maí.“
fram hjá því að með húsbréfunum
fái seljendur iðulega um 80 prósent
af verði fasteignarinnar greitt á inn-
an við hálfum mánuði. „Það að selj-
endur fá greitt svo mikið út á
skömmum tíma þýðir að kaupendur
vilja fá einhvern afslátt þó ekki sé
beint hægt að tala um staðgreiðsluaf-
slátt.“
- Nú bentir þú einmitt á þessi verð-
lækkunaráhrif þegar húsbréfakerf-
inu var komiö á 15. nóvember síöast-
liðinn. - Hefur þetta orðið raunin?
„Já, ég tel svo vera.“
- En fari svo að seljendur hús-
næðis hækki verð eignanna eftir 15.
maí vegna þess að þeir telja að mark-
aðurinn leyfi það?
„Ég tel að svar markaðarins við
slíkri hækkun verði það að kaup-
endahópurinn minnki. Rökin eru
þau að greiðslugeta kaupenda eykst
ekki að sama skapi og færri geta þvi
keypt eignir á hærra verði. Því má
ætla að eftirspurnin minnki og verð-
ið lækki í kjölfarið.“
Nýtt húsnæði inn í
kerfið 15. nóvember
Húsbréfakerfinu var hleypt af
stokkunum 15. nóvember. Þeir einir
voru þá gjaldgengir sem áttu inni
lánsumsókn fyrir 15. mars 1989. Þann
15. maí fá allir aðgang að kerfinu til
að kaupa notað húsnæði. Þann 15.
nóvember verður svo húsbréfakerfið
opnað fyrir kaupum á nýju húsnæði.
Að sögn Þórólfs hefur fasteigna-
markaðurinn verið sæmilegur frá
áramótum og verð fasteigna nokk-
urn veginn fylgt almennu verðlagi.
„Markaðurinn tók ágætlega viö sér
upp úr áramótum. Salan hefur veriö
jöfn og stöðug. Mér sýnist glitta í það
að með hjaðnandi verðbólgu sé hið
gullna jafnvægi loks að nást á fast-
eignamarkaðnum." -JGH
~\
ALGJÖR NÝJUNG1ÞJÓFAVÖRN
iBlLUM
ENGIN ÍSETNING! ENGAR TENGINGAR! ENGIN VANDAMÁL!
Road Alert er knúið rafhlöðu, íétt og handhægt, og þess vegna
hægt að nota sem þjófavörn i fleira en bila, t.d. báta, húsbila,
heimili og jafnvel hótelherbergi fýrír óboðna gestí.
Road Alert er fyrsta þjófavörn í heiminum sem byggist á loft-
þrýstingstækni. Það hefur mjög nákvæman skynjara sem fer
í gang víð skyndilega loftþrÝstingsbreytingu.
Næmur skynjari nemur skyndilega loftþrýstíngsbreYtingu, t.d.
ef brotin er rúða (eða sprengdar upp dyr) og setur i gang sír-
enu með 110 db. hávaða, nóg til að fæla alla óboðna gesti frá.
Verð aðeíns kr.
6.480,-
D__
Kaaio
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,
Opið laugardag kl. 10-14