Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Side 10
30
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Garðar og gróður_________________________________________________________________________pv
Eiturefni:
Fólk gleymir að lesa
leióbeiningamar
- segir Hjalti G. Lúðvíksson
„Jafnvel hafa komið upp tilvik þar sem greiðviknir einstaklingar hafa boðist til að úða hjá nágranna sínum
en ekki notað rétt eiturefni og þar með var allur gróður dauðans matur i viðkomandi garði,“ segir Hjalti
G. Lúðvíksson. DV-mynd BG
Varúðar er þörf þegar eiturefnum er dreift i skrúðgarða og best er að vera með hanska, í regngalla og með
grímu fyrir andlitinu.
„Þaö er hægt aö dreifa illgresi-
seyði allt þangað til runnarnir
byrja aö blómgast en þaö fer aö
sjálfsögöu eftir veðurfarinu ár
hvert hvenær þaö er, en yfirleitt
er hægt aö dreifa þeim fram í miöj-
an maí. Varast ber þó aö úða eitur-
efnunum á trjábeö þar sem fyrir
eru mjög ungar plöntur. Best er að
miöa við að tré hafi verið í beðinu
í um tvö ár til aö rótarkerfi þeirra
hafi náö nægjanlegum þroska.
Einnig ber aö varast notkun eitur-
efna þar sem matjurtir eru ræktað-
ar,“ segir Hjalti G. Lúövíksson hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna.
„Á markaðnum eru fjórir flokkar
illgresiseyða en einungis tveir
þeirra eru seldir til almennrar
notkunar.
Flokkarnir eru X, A, B og C og
tekur ílokkunin mið af því hversu
hættuleg efnin eru mannfólkinu.
Ef efni er merkt með X eða A þýðir
það að um mjög hættuleg efni er
að ræða. Það þarf sérstakt leyfl til
að kaupa illgresiseyði í þessum
ílokkum og leyfið fæst ekki nema
að undangengnu tveggja daga eit-
urefnanámskeiði og eru það Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins og
Eiturefnanefnd sem gangast fyrir
þeim. Enda eru þaö ekki nema
garðyrkjubændur og aðrir sem
rækta matvæli í stórum stíl sem
þurfa á þessum efnum að halda.
Efni í flokki B og C eru seld al-
menningi. Þó með þeim fyrirvörum
að efni í B flokki eru ekki afgreidd
nema fólk kvitti fyrir móttöku efn-
anna og fólk þarf að vera orðið fög-
ráða til að fá efnin í hendur. Efni í
C flokki geta svo allir keypt enda
eru þau algengustu efnin á mark-
aðnum.“
Algengustu eitur-
efnin í C-flokki
Casoron G eyðir grösum og ýmsu
breiðblaða Olgresi, einnig illgresi
með djúpstæðu rótarkerfl, sem er-
fitt er að útrýma, til dæmis netlu,
þisli, græðisúrum, hóflifli, elftingu,
fifli, súrum og geitakáli. Erfitt er
þó að eyða smára með efninu.
Casoron er fjölvirkt örgresisefni,
sem notað er til þess að eyða öllu
grasi og illgresi.
Casoron G er torleyst en hið virka
efni leysist smám saman upp á
vaxtarskeiðinu. Efnið flyst ekki til
í jarðveginum.
Casoron má nota:
Á svæðum þar sem engin ræktun
er.
Við ræktun aldintijáa.
Við ræktun berjarunna.
Undir smáum tijám.
Rounduper notað gegn húsapunti
og öörum fjölærum grastegundum
svo og tvíkímblaða illgresi í slegn-
um ökrum, á óræktuðum svæðum,
og í skógum.
Efnið má ekki nota þar sem rækt-
aðar eru jurtir til manneldis eða
fóðurs.
Roundup er kerfisvirkt rótarefni
sem berst með safastreymi plön-
tunnar til róta og jarðvegsstöngla.
Húsapuntur og aörar grastegundir
eru mjög næmar fyrir efninu. Velf-
lestar tvíkímblaöa illgresistegund-
ir aðrar eyðileggjast einnig við
meðferðina. Ef meðferðin á að vera
árangursrík er miklvægt að blað-
vöxturinn sé ör þegar úðað er.
Ugress Kverk-D deyðir fífla og
annað illgresi á grasflötum, golf-
völlum, íþróttavöllum og svo fram-
vegis.
Ugress Kverk-D er virkt gegn
margs konar tvíkímblaða jurtum,
svo sem fíflum, sóleyjum, græns-
úru og arfategundum. Efnið virkar
kerfisbundið og einungis meðan
jurtin er að vaxa.
Efni í flokki B
Preeloneer notað til eyðingar á
grasi og breiðblaða illgresi undir
trjám og runnum. Einnig í göngum
í gróðurhúsm, á gangstígum, bíla-
stæðum, tennisvöllum og meöfram
limgerðum.
Preeglone verkar fljótt og eyðir
öllum grænum plöntuhlutum, sem
úðavökvi lendir á. Efnið verkar
ekki á brúnan vel þroskaðan börk
og má þess vegna nota inni á milli
trjáa og runna. Preelogne missir
eiturhrif í jarðvegi og sogast þess
vegna ekki upp um rætur nytja-
jurta. Preelglone myndar engar
skaðlegar loftegundir og er þess
vegna nothæft í ganga og undir
borð í gróðurhúsum.
Afalon má eingöngu nota á ill-
gresi í kartöflugörðum og gulrótar-
beðum en ekki í trjábeðum. í kartö-
flugörðum er því úðað yfir áður en
fyrstu grösin koma upp. í gulrótar-
beð er ýmist hægt að úða strax að
lokinni sáningu eða þegar gulræt-
umar eru komnar með tvö blöð
fyrir utan kímblöð.
Best er að úða í þurru veðri en
æskilegt er að jarðvegurinn sé ör-
lítið rakur. Sé illgresið þegar komið
upp er best að gróðurinn sé þurr.
Nenna ekki að lesa
„Það gildir það sama við notkun
og meðferða allra eiturefna að það
á alls ekki að geyma þau þar sem
börn ná til og eiturefnin má heldur
ekki geyma í námunda við mat-
væli. Þegar efnin eru notuð á að
dreifa þeim í lygnu veðri svo þau
fjúki ekki á fólk eða gróður sem
ekki á að eitra. Efnin á skilyrðis-
laust að blanda eftir leiðbeiningun-
um á umbúðunum, en þær eru ítar-
legar og á íslensku.
Það koma alltaf upp á tilvik þar
sem fólk gleymir að lesa leiöbein-
ingarnar og geta þau haft hinar
hroðalegustu afleiöingar fyrir
gróðurinn í viðkomandi garði.
Sumt fólk, einkum eldra fólk, lætur
sér nægja munnlegar leiðbeiningar
sem það fær í versluninni en þegar
heim er komið nennir það svo ekki
að setja upp gleraugun til að lesa
leiðbeiningarnar. A hverju ári
koma upp eitt eða fleiri tilvik þar
sem runnar og tré eru úðuö með
Ugress Kverk D eiturefni sem er
arfaeyðir fyrir grasflatir, í stað
skordýraeiturs, og það þýðir að all-
ur sá gróður sem úðaður er með
efninu er dauður. Jafnvel hafa
komið upp tilvik þar sem greið-
viknir einstaklingar hafa boðist til
að úða hjá nágranna sínum en ekki
notað rétt eiturefni og þar með var
allur gróður dauðans matur í við-
komandi garði.
Casoron G er algengasta eituref-
nið sem notað er í görðum, það er
í mjög handhægum umbúðum eða
i strástauk. Það sem þarf að hafa í
huga er að efniö fari ekki út fyrir
það svæði sem á að eitra því það
þýðir dauða plantna á þeim svæð-
um.
Efnið heldur grasi og illgresi í
skeíjum í tvö ár en fólk verður að
athuga að ekki er hægt að gróður-
setja sumarblóm eða lauka í beð
sem Casoron G hefur verið borið í
og það er heldur ekki hægt að
breyta svæðum sem eiturefnið hef-
ur verið notað á í matjurtagarða.
Þegar efnin eru notuð verður eins
og áður sagði að fara nákvæmlega
eftir leiðbeiningunum á umbúðun-
um. Það þarf að varast að efnin
lendi á óvörðu hörundi. Best er að
nota grímu þegar efnunum er
dreift, vera í góðum regngalla sem
hægt er að þvo í þvottavél strax
eftir eitrunina, nota hanska og þeg-
ar verkinu er lokið á að þvo sér vel
úr volgu sápuvatni og þvo vel þau
ílát sem notuö hafa verið við verkn-
aðinn.
Það er hægt að geyma eiturefnin
frá ári til árs en hins vegar eru
margir sem vilja losa sig við alla
afganga. Sumir grípa til þess ráðs
að sturta þeim niður um klósettiö
sem má alls ekki því þá liggur leið
efnanna beina leið út í sjó. Sölufé-
lag garðyrkjumanna tekur á rftóti
afgöngum svo og eiturefnamóttak-
an og á þessa staði á að fara með
afganga en það á ekki henda þeim
á staði þar sem þeir geta hugsan-
lega valdið tjóni,“ segir Hjalti að
lokum.
Loks má geta þess að hjá Sölufé-
lagi garðyrkjumanna er ætíð til
staöar sérfræðingur í eiturefna-
deild. Því getur fólk ýmist komið
eða hringt sé það í vafa um notkun
þeirra efna sem það hyggst nota.
-J.Mar