Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Síða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 23. MÁÍ 1990.
Afrnæli
Sigurborg Ágústa Jónsdóttir
Sigurborg Ágústa Jónsdóttir,
bóndi að Báreksstöðum í Andakíls-
hreppi, verður sextug á morgun.
Sigurborg fæddist að Gestsstöðum
í Tungusveit viö Steingrímsíjörð.
Hún ólst upp í foreldrahúsum að
Heiöarbæ við Steingrímsfjörð til
tveggja ára aldurs en missti þá föður
sinn. Eftir þaö var hún um tíma hjá
ömmu sinni að Heydalsá og síðan
hjá móður sinni að Tröllatungu, en
þegar Sigurborg var níu ára fluttu
þær mæðgur til elstu systur Sigur-
borgar að Drangsnesi þar sem Sig-
urborg bjó þar til fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur 1947.
Sigurborg stundaði nám við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur þegar hún
var sautján ára. Hún stundaði
sauma í Reykjavík og í Svíþjóð en
þangað fylgdi hún unnusta sínum
sem þar var við nám í landbúnaðar-
háskólanum við Ultuna. Unnusti
hennar og síðar eiginmaður var Ól-
afur Guðmundsson, f. 10.11.1927, d.
26.5.1985, deildarstjóri bútækni-
deildarinnar á Hvanneyri á vegum
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins, en hann var sonur Guðmund-
ar Jónssonar, fyrrv. skólastjóra
Bændaskólans á Hvanneyri og konu
hans, Ragnhildar Ólafsdóttur hús-
móöur.
Sigurborg og Ólafur giftu sig í
Uppsölum í Svíþjóð, 10.10.1952. Þau
bjuggu fyrstu hjúskaparárin í
Reykjavík en fluttu að Hvanneyri
1955 og bj uggu þar til 1975 er þau
fluttu að Báreksstöðum þar sem Sig-
urborgbýr enn.
Sigurborg hóf hrossarækt á
Hvanneyri útfrá Skeifu frá
Kirkjubæ og hefur hún lagt mikla
vinnu í það starf, en mörg þekkt
hross hafa komið úr þeirri ræktun.
Sigurborg hefur löngum verið list-
hneigð. Hún lærði málaralist hjá
Guðrúnu Jónsdóttur Ösp, en nú síð-
ustu árin hefur Sigurborg endur-
vakið þennan áhuga og tekur nú
þátt í samsýningu áhugalistamanna
í Borgarnesi 31.5. n.k. Þá hefur hún
unnið að steinaslípun og við skart-
gripagerð á síðustu árum.
Sigurborg og Ólafur eignuðust
fimm böm. Þau eru Ragnhildur
Hrönn, f. 5.10.1953, fóstra í Borgar-
nesi, gift Óskari Sverrissyni húsa-
smiði og eiga þau þrjú böm; Jón, f.
9.4.1955, búfræðingur og rafvirki á
Báreksstöðum; Guðbjörg, f. 4.9.1957,
sjúkraliði og húsfreyja að Oddsstöð-
um í Lundareykjadal, gift Sigurði
Oddi Ragnarssyni bónda og bú-
fræðikandidat þar og eiga þau þrjú
börn; Guðmundur, f. 16.5.1959, bú-
fræðingur og vélvirki á Brattavöll-
um á Árskógsströnd, kvæntur
Guðnýju Höllu Gunnlaugsdóttur
sjúkraliöa og húsmóður og eiga þau
tvö börn; Sigríður Ólöf, f. 19.5.1963,
starfsmaður að Hvanneyri, búsett
aðBáreksstöðum.
Systkini Sigurborgar eru Aðal-
björg Jónsdóttir, f. 15.12.1916, lista-
kona í Reykjavík; Ólöf Jónsdóttir,
f. 3.4.1919, skrifstofumaður við MH,
búsett í Garðabæ; Stefán Jónssson,
f. 3.12.1921, frystihússtjóri í Hólma-
vík; HaOdór Jónsson, f. 21.2.1928,
fyrrv. bifreiðastjóri.
Foreldrar Sigurborgar voru Jón
(Níelsson), f. 16.6.1885, d. 10.11.1932,
bóndi að Gestsstöðum og síðar Heið-
arbæ og kona hans, Guöbjörg Aðal-
steinsdóttir, f. 15.3.1897, d. 21.2.1981,
húsmóðir.
Jón, sem skráður var Níelsson var
sonur Eymundar Guðjónssonar, b.
aö Bæ á Selströnd, ættaður frá
Syðri-Brekku á Langanesi. Alsystir
Jóns var Guðbjörg, amma Gunnars
Þórðarsonar hljómlistarmanns.
Móðir Jóns var Sigurborg Jóns-
dóttir, systir Guðrúnar, móður Stef-
áns frá Hvítadal. Foreldrar Guð-
bjargar voru Aðalsteinn Halldórs-
son og Ágústína Sveinsdóttir. Móðir
Ágústínu var Jórunn Pálsdóttir af
Pálsætt. Systir Aðalsteins var Ragn-
heiður Halldórsdóttir á Bæ, ætt-
móðir Bæjarættarinnar. Móðir Að-
alsteins var Vigdís af Broddanesætt.
Sigurborg tekur á móti gestum á
Sigurborg Ágústa Jónsdóttir.
Báreksstöðum á aímælisdaginn frá
klukkan 17:00 ásamt Sverri Hall-
grímssyni, vélstjóra við Andakíls-
virkjun og konu hans, Rósu Óskars-
dóttur en Sverrir varð sextugur 3.5.
s.l.
Guðrún Guðmundsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir, Sóleyj-
argötu 35, Reykjavík er sextug í dag.
Guörún er fædd í Garðhúsi í Garði
og ólst upp í Garði. Guðrún giftist
7. júlí 1951 Guðmundi K. Elíssyni,
f. 3. desember 1907, d. 18. janúar
1963, forstjóra. Foreldrar Guðmund-
ar eru: Elís Pétursson, málari og
trésmiður í Rvík og kona hans Ingi-
björg Ólafsdóttir. Börn Guðrúnar
og Guðmundar eru: Ingibjörg Elsa,
f. 16. ágúst 1951, kennslufræðingur;
Jenný Erla, f. 2. janúar 1953, mynd-
listarmaður; Gunnar Rafn, f. 21. jan-
úar 1954, leikari og Áslaug E va, f.
3. október 1958, húsmóðir. Systkini
Guðrúnar eru: Eiríkur, f. 24. nóv-
ember 1927; Júlíus Helgi, f. 6. júlí
1932; Agnes Ásta, f. 26. október 1933,
d. 28. nóvember 1982; Knútur, f. 31.
desember 1935 og Vilhelm, f. 15. júlí
1937.
Foreldrar Guðrúnar voru: Guð-
mundur F. Eiríksson, f. 1. nóvember
1903, d. 28. mars 1971, útgerðarmað-
ur í Garðhúsi í Garði og kona hans
Jenný K. Júlíusdóttir, f. 30. október
1906, d. 5. október 1976. Guðmundur
var sonur Eiríks, b. á Garðhúsum í
Garði Guðmundssonar b. á Ketils-
stöðum í Mýrdal Snorrasonar b. á
Rauðhálsi í Mýrdal Þorsteinssonar.
Móðir Eiríks var Friðbjörg Eiríks-
dóttir b. á Ketilsstöðum Jónssonar
b. á Steinum undir Eyjaíjöllum Ei-
ríkssonar b. á Steinum Jónssonar.
Móðir Guðmundar F. Eiríkssonar
var Guðrún Sveinsdóttir b. á
Smærnavöllum í Garði Sigurðsson-
ar b. á Stóruborg í Grímsnesi Gísla-
sonar b. á Stóruborg Ólafssonar.
Móðir Sveins var Vilborg Jónsdóttir
prests á Klausturhólum Jónssonar
prests í Hruna Finnssonar biskups
í Skálholti Jónssonar. Móðir Vil-
borgar var Ragnhildur (systir Stein-
gríms biskups). Ragnhildur var
dóttir Jóns prests í Holti undir Eyja-
fjöllum Jónssonar og konu hans
Helgu Steingrímsdóttur, (systur
Jóns„eldprests”). Móðir Jóns á
Klausturhólum var Vilborg Jóns-
dóttir prests á Gilsbakka Jónssonar.
Móðir Guðrúnar Sveinsdóttur var
Margrét Guðnadóttir b. í Haga í
Biskupstungum Tómassonar b. í
Helludal Sæmundssonar. Móðir
Margrétar var Margrét Guðmunds-
dóttir b. í Austurhlíð í Biskupstung-
um Magnússonar b. í Laugardals-
hólum Rögnvaldssonar.
Jenný var dóttir Júlíusar b. á
Bursthúsum á Miðnesi Helgasonar
b. á Moshúsum á Miðnesi Eyjólfs-
sonar b. á Vælugerði í Flóa Gests-
sonar b. á götu á Landi Eyjólfsson-
ar. Móðir Júlíusar var Guðrún
Gísladóttir b. í Ásakoti í Biskupst-
ungum Einarssonar b. í Gröf í
Hrepp Geirmundssonar. Móðir
Guðrúnar var Ingiríður Bjarnadótt-
ir b. í Kringlu í Grímsnesi Ólafsson-
ar og konu hans Guðrúnar Ásgríms-
dóttur b. á Seli í Grímsnesi Sigurðs-
Guðrún Guðmundsdóttir.
sonar b. á Syðra Apavatni Ásbjarn-
arsonar. Móðir Jennýar var Agnes
Ingimundardóttir b. á Hlöðunesi á
Vatnsleysuströnd Ingimundarsonar
b. í Tjarnakoti á Vatnsleysuströnd
Sigurðssonar b. á Byggðarhorni í
Flóa Einarssonar. Móðir Agnesar
var Sigríður Þorkelsdóttir b. á Suð-
urkoti á Vatnsleysuströnd Oddsson-
ar b. á Morastöðum í Kjós Guð-
mundssonar b. á Neðra-Hálsi í Kjós
Þóröarsonar. Móðir Sigríðar var
Solveig Jónsdóttir b. í Gufunesi
Bjarnasonar og kona hans Solveig
Björnsdóttir b. á Hrólfsstöðum í
Skagafirði Guðmundssonar.
Til hamingju með afmcdið 23. mai
____________________ 26. mars eftir kl. 15.00
80 ára
Helga Ingibjörg Stefánsdóttir,
Vífilsgötu 23, Reykjavík.
Sæmundur Kristjánsson,
Staðarhrauni 18, Grindavik.
ÓlafurÁrnason,
Suöurengi 14, Grindavík.
Jóhann Sölvason,
Meðalholti 9, Reykjavík.
70ára
Þórunn Jónsdóttir,
Vesturvegi 34, Vestmannaeyjum.
Sesselja Guðmundsdóttir Banks,
Hátúni 10, Reykjavík.
60ára________________________
Elísabet Guðrún Ólafsdóttir,
Hlíðarvegi 19, Hvolhreppi.
. Einar Guðmundsson,
Barðavogi 26, Reykjavík.
Margrét Sighvatsdóttir,
Efstahrauni 34, Grindavík. Hún og
maður hennar Páll H. Pálsson út-
geröarmaður munu taka á móti
gestum á heimili sínu laugardaginn
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Hvassaleiti 10, Reykjavík.
Hörður Guðjónsson,
Kirkjuvegi 35, Selfossi. Þau hjón
taka á móti gestum á heimili sínu
fimmtudaginn 24. maí eftir kl. 14.00
Rristín Gunnlaugsdóttir,
Byggöavegi 138, Akureyri.
50 ára
Markús Benjamínsson,
Fíflholti, Hraunhreppí.
Páll Vilhjálmsson,
Baugsvegi3, Seyðisfiröi.
Þorgeir Theódórsson,
Stafnaseli 2, Reykjavík.
Sigríður Bry ndís Helgadóttir,
Hjarðardal, Mýrarhreppi.
Snæbjörn O. Ágústsson,
Norðurbrún l, Reykjavík.
40 ára
Sigrún Guðmundsdóttir,
Kleppsvegi 26, Reykjavík.
Erla Sighvatsdóttir,
Ánalandi 2, Reykjavík.
Óskar Herbert Þórmundsson,
Grænaási 3B, Njarðvík.
Tómas Ástvaldsson,
Barmahlíð 3, Sauðárkróki.
Ámi Óskarsson
Helga Ingibjörg Stefánsdóttir hús-
móðir, Vífilsgötu 23, Reykjavík, er
áttræö í dag.
Helga Ingibjörg fæddist aö
Smyrlabergi í Austur-Húnavatns-
sýslu og ólst þar upp til sextán ára
aldurs er hún fór að heiman að
vinna fyrir sér. Hún hóf nám við
Kvennaskólann á Blönduósi þegar
hún hafði aldur til og starfaði síðan
bæði til sjós og lands, m.a. sem
þema á gömlu Esjunni og í mörg
ár á Heilsuvemdarstöðinni og síðan
við rannsóknarstofu Borgarspítal-
ans til sjötíu og þriggja ára aldurs.
Helga Ingibjörg giftist 23.5.1936,
Friðrik Halldórssyni, f. 19.3.1907,
d. 18.11.1944, loftskeytamanni, en
hann var sonur Halldórs Friðriks-
sonar, skipsfjóra í Hafnarfirði og
konu hans, Önnu Ragnheiðar Er-
lendsdóttur.
Böm Helgu og Friðriks em Sjöfn
Friðriksdóttir, f. 7.10.1936, kennari,
gift Skúla Jóni Sigurðssyni deildar-
stjóra og eiga þau tvö höm, Friðrik
Skúlason tölvunarfræðing og Sig-
urð Darra Skúlason nema; Alda
Guðrún Friöriksdóttir, f. 3.2.1938,
kennari, gift Guðna F. Guðjónssyni
tæknifræðingi og er sonur þeirra
Friörik Guðjón Guðnason nemi;
Hulda Friöriksdóttir, f. 15.2.1939,
kennari, gift Sigurbjarna Guðna-
syni byggingafræðingi og eru börn
þeirra Guðni Sigurbjamason stúd-
ent og Helga I. Sigurbjarnadóttir
nemi.
Helga Ingibjörg var næstelst tíu
systkina. Systkini hennar: Jón
Bergmann, sem er látinn; Krist-
mundur, sem er látinn; Páll, sem er
látinn; Hjálmar, sem er látinn;
Steinunn; Sigurlaug; Sigríður; Gísli,
sem er látinn, og Unnur.
Foreldrar Helgu Ingibjargar vom
Stefán Jónsson frá Sauðanesi, f. 20.9.
1863, d. 1924, bóndi að Smyrlabergi
og Guðrún Kristmundsdóttir frá
Melrakkadal, f. 5.12.1883, d. 1947,
húsmóðir.
Helga Ingibjörg tekur á móti gest-
Helga Ingibjörg Stefánsdóttir.
um á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar að Haukshólum 5, eftir
klukkan 16:00.
Árni Óskarsson, bifreiðastjóri á
Nýju-Sendibílastöðinni, til heimilis
að Miðvangi 85, Hafnarfirði verður
fimmtugur á morgun. Árni er fædd-
ur í Húnakoti í Þykkvabæ í Rangár-
vallasýslu og ólst þar upp. Ámi
kvæntist 17. júní 1960, Guðmundu
Siguröardóttur, f. 11. mars 1941.
Foreldrar Guðmundu eru: Sigurður
Jónsson, trésmíðameistari frá
Brekkum í Holtum og kona hans
Regína Jakobsdóttir. Börn Árna og
Guðmundu eru: Lúðvík Óskar, f. 15.
apríl 1960, trésmíðameistari á Stöðv-
arfirði, kvæntur Helgu Pálsdóttur
og eiga þau tvö böm: Maríu Krist-
björgu, f. 14. maí 1983 og Friðgeir,
f. 7. júlí 1986; Ingibergur, f. 23. ágúst
1964, trésmiður í Hafnarfirði,
kvæntur Berglindi Finnbogadóttur,
sendibílstjóra, þau eiga eina dóttur:
Eddu Dögg, f. 10. nóvember 1988 og
Sæmundur, f. 28. júlí 1971. Systkini
Árna eru: Gísli Garðar, f. 3. maí 1942
b. í Húnakoti II í Þykkvabæ, kvænt-
ur Sigrúnu Ósk Bjarnadóttur og
eiga þau þrjú böm; Katrín, f. 1. sept-
ember 1944, gift Gunnari Alexand-
erssyni, þau búa í Rvík og eiga þrjú
börn og Margrét Auöur, f. 1. maí
1958, gift Pétri Kuld, þau búa á Sel-
fossi og eiga þrjú böm.
Árni Óskarsson.
Foreldrar Árna eru: Óskar Gísla-
son, f. 4. febrúar 1918, b. í Húnakoti
í Þykkvabæ og kona hans Lovísa
Anna Árnadóttir, f. 24. nóvember
1920. Óskar er sonur Gísla b. í Suð-
ur-Nýjabæ Gestssonar og konu hans
Guðrúnu Magnúsdóttur. Lovísa er
dóttir Árna Sæmundssonar b. í Bala
í Þykkvabæ og konu hans Margrét-
ar Loftsdóttur. Árni tekur á móti
vinum og vandamönnum í Kiwanis-
húsinu Brautarholti 26, á afmæhs-
daginnkl. 17-19