Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990.
Fréttir
Hættuleg eiturefni fundust í tengslum viö morðmálið:
Höfðu grafið blásýru
og arsenik í jörð
- Snorri og Guðmundur höfðu brotist inn í geymslur Iðunnarapóteks
Rannsóknarlögreglan komst á
laugardaginn yfir nokkra tugi kílóa
af eiturefnum og stórhættulegum
hráefnum sem notuö eru við að
laga lyf. Mál þetta tengist þeim
Snorra Snorrasyni og Guðmundi
Helga Svavarssyni, þeim sem grun-
aðir eru um morðið í bensínstöö
Esso við Stóragerði þann 25. apríl
síðastliðinn. Efnin voru grafin upp
fyrir utan Reykjavík en þar höfðu
þau verið falin.
Mennirnir tveir brutust inn í
gamlar geymslur í Iöunnarapóteki
við Laugaveg, nokkru áður en
morðið var framið. Innbrotið var
kært þann 23. apríl. Mennirnir
komust þarna yfir margs konar
stórhættuleg efni sem höfðu verið
geymd i langan tima. Samkvæmt
heimildum DV var hér um að ræða
nítróglyserín, blásýru, arsenik,
sem er rottueitur, og efni sem með-
al annars tengjast amfetamíni og
sterkum fikniefnum. Efnin munu
þeir Snorri og Guðmundur Helgi
hafa ætlað að selja eða útbúa með
einhveiju móti og nota til fíkni-
efnasölu og neyslu. Við innbrotið
gerðu þeir sér þó ekki grein fyrir
hvað þeir voru með í höndunum.
Eiturefnin sem fundust við upp-
Út um dyrnar, þar sem vörumóttaka fer fram við Iðunnarapótek á Laugavegi, báru Snorri Snorrason og
Guðmundur Helgi Svavarsson nokkra þunga kassa sem i voru sprengivökvi, blásýra og ýmis lyfjaefni sem
voru geymd í bakhúsi. Þetta stórhættulega þýfi fannst niðurgrafið fyrir utan Reykjavik síðastliðinn laugardag.
DV-mynd JAK
gröftinn voru í mjög miklu magni
- meðal annars í flöskum og hylkj-
um með fljótandi vökva í. Þetta
hafði verið látið standa í geymslu-
plássi í húsnæði apóteksins. Efni
þessi eru stórhættuleg og heföu
getaö valdið stórtjóni í höndum
innbrotsþjófanna - jafnt mönnum
sem umhverfi. Apótekarinn í Ið-
unnarapóteki vildi ekkert ræða um
þetta mál við DV og vísaði á Rann-
sóknarlögreglu.
DV hefur upplýsingar um að eftir
að ljóst varð að eiturefnin hurfu
hafi lögregla og þeir sem til þekktu
orðið mjög uggandi um afdrif þýfis-
ins vegna hættunnar sem hefði get-
aö skapast. Til að mynda er nítróg-
lyserín sprengiefni, sem verður að
handleika með mikilh varúð auk
þess sem blásýran og önnur af lyfj-
unum eru hreinu formi og ban-
eitruð.
Úrskurður um gæsluvarðhald
yfir Snorra Snorrasyni, Guðmundi
Helga Svavarssyni og sambýlis-
konu hans rann út í dag. RLR fer
fram á það hjá Sakadómi í dag að
gæsluvarðhald yfir karlmönnun-
um veröi framlengt.
-ÓTT
Magnús Hjaltested um lausagöngu hrossa sinna um borgarlandið:
Lýsi allri ábyrgð á
hendur Davíð Oddssyni
„Eg lýsi allri ábyrgð vegna þessa
máls á hendur Davíð Oddssyni. í
þinglýstum kaupsamningi á milli
mín og Reykjavíkurborgar á að vera
löglegt rörahhð á þjóðveginum við
Vatnsendalandið. Þetta hlið hefur
ekki verið sett upp á umsömdum
stað. Hhðið sem stendur þama núna
hefur valdið umferðaróhöppum.
Meðal annars hefur þurft að lóga
einu hrossi frá mér. Hliöið er ólög-
legt á allan hátt. Ég hef því lýst allri
ábyrgð á hendur borginni. Ég geri
ekki við neinar girðingar fyrr en
þessu hefur verið kippt í lag,“ sagði
Magnús Hjaltested bóndi á Vatns-
enda við DV þegar hann var inntur
álits á nær daglegri lausagöngu
hrossa hans í Breiöholti og Selás-
hverfi að undanfórnu vegna óheldra
girðinga í landi hans.
Eins og fram hefur komið í DV
hefur það gerst allt að þrisvar á dag
að hross frá Vatnsenda og víðar
sleppa úr girðingu og inn í borgar-
landið. Tugir kvartana hafa borist
frá húseigendum vegna skemmda á
gróðri og túnflötum í einkagöröum
að undanfornu.
„Ég hef verið algjörlega svikinn
samkvæmt kaupsamningnum. Þetta
hlið, sem átti að vera greiðsla til
mín, var sett upp í bhndbeygju og
þar er hætta á stórslysum. Ábyrgðin
er því í höndum Davíðs núna. Ég
geri ekki við neinar girðingar fyrr
en hliðamálin eru komin í lag sam-
kvæmt kaupsamningi," sagði Magn-
ús Hjaltested.
DV hafði samband við Inga U.
Magnússon gatnamálastjóra en þessi
mál heyra undir hann hjá borginni.
Ingi sagðist ætla að halda skyndifund
með vörslumanni borgarlandsins,
sem hefur þurft að reka hrossin nær
daglega úr húsagörðum í borgar-
landinu, og bera undir hann til hvaða
aðgerða skuh grípa vegna þessarar
tíðu lausagöngu hrossanna frá
Vatnsenda. -ÓTT
- sjá nánar bls. 5
Saltfiskframleiðendur:
Vilja einokun
á útflutningi
áfram
Á aðalfundi SÍF í gær komu
fram harkaleg viðbrögð gegn
hugmynd utanríkisráöherra um
aö útflutningsleyfi á saltfiski
veröi gefin öðrum aðilum en SÍF.
I ræðu sinni sagöi formaöurinn,
Dagbjartur Einarsson, meðal
annars: „Hugmyndir utanríkis-
ráðherra, og hann virðist dyggi-
lega studdur af nafna sínum í við-
skiptaráöuneytinu, um að svipta
SÍF því sérleyfi sem það hefur
haft í nær 60 ár, er vanhugsuö
aðgerð sem byggist fyrst og
fremst á þekkingarleysi viðkom-
andiaöila.“ pj
Norræn skólaskák:
Harðskeytt sveit
til Danmerkur
Frækin sveit ungra skákmanna
heldur til Esbjerg í Danmörk í dag
til að taka þátt í norrænni skólaskák
1990. Þetta er hin árlega einstakhngs-
keppni og verður teflt í fimm aldurs-
flokkum og á hvert Norðurlandanna
rétt á að senda tvo keppendur i hvern
flokk. Tefldar verða sex umferöir eft-
ir Monradkerfi í öllum flokkum.
í einstaklingskeppninni á síðasta
ári unnu íslendingar fjóra flokka af
fimm og þótti það frækilegt afrek
enda hafði það ekki gerst áöur síðan
keppnin hófst að eitt land nýti slíkrar
velgengni.
Fyrir sveit íslendinga fara tveir
alþjóðlegir meistarar en þeir Hannes
H. Stefánsson og Þröstur Þórhallsson
tefla í elsta flokknum. Aörir kepp-
endur eru Snorri Karlsson, TR,
Ragnar Fjalar Sævarsson, TR, Magn-
ús Örn Úlfarsson, TR, Þórleifur
Karlsson, SA, Helgi Áss Grétarsson,
TR, Stefán Freyr Guðmundsson, SH,
Jón Viktor Gunnarsson, TR, og Matt-
hías Kjeld, TR.
Athygli vekur að Héöinn Stein-
grímsson fer ekki með að þessu sinni
en hann hefur átt fádæma velgengni
að fagna á þessum mótum til þessa.
Mun ástæða þess vera deilur á milh
foreldra Héðins og taflfélagsmanna.
-SMJ
Fyrir sveit íslendinga fara tveir alþjóðlegir meistarar en þeir Hannes H. Stefánsson og Þröstur Þórhallsson tefla
í elsta flokknum. Aðrir keppendur eru Snorri Karlsson, TR, Ragnar Fjalar Sævarsson, TR, Magnús Örn Úlfarsson,
TR, Þórleifur Karlsson, SA, Helgi Áss Grétarsson, TR, Stefán Freyr Guðmundsson, SH, Jón Viktor Gunnarsson,
TR, og Matthías Kjeid, TR. Með þeim á myndinni eru Ólafur H. Ólafsson unglingafrömuður og Rikarður Sveins-
son fararstjóri. DV-mynd BG