Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1990, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91J27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Kannanir og kosningar
Þessa dagana er kosningabarátta frambjóðenda í
byggðakosningunum í hámarki. Á laugardaginn munu
líklega um 150 þúsund kjósendur nota kosningaréttinn
til að velja sér forystumenn til fjögurra ára.
Víða er úrslitanna beðið með nokkurri eftirvæntingu,
ekki síst þar sem búast má við umtalsverðum breyting-
um á fylgi flokkanna og jafnvel meirihlutasamstarfi.
í höfuðborginni virðist spurningin hins vegar ekki
hvort Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum,
heldur hversu mikill sá meirihluti verði.
Að undanförnu hafa birst þrjár skoðanakannanir um
stöðu framboðslistanna í Reykjavík. Ýmsir hafa undrast
þann mun sem er á birtum niðurstöðum þessara kann-
ana. Þegar nánar er að gáð er raunverulegur munur
þó minni en virðist við fyrstu sýn.
Skoðanakönnun um fylgi framboðslista endurspeglar
viðhorf kjósenda eins og þau eru á þeim tíma sem könn-
unin er gerð. Slik könnun er þess vegna engin spá um
það sem gerast muni einhvern tíma í framtíðinni. Niður-
stöður nýjustu skoðanakönnunar DV sýna þess vegna
einungis hug reykvískra kjósenda til framboðslistanna
í borginni um síðustu helgi þegar könnunin var gerð.
Hins vegar er hægt að sjá hvert straumar fylgis liggja
með því að bera saman nokkrar kannanir sem gerðar
eru á sambærilegan hátt yfir lengra tímabil. Kannanir
DV að undanfórnu sýna þannig að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins hefur farið dalandi á sama tíma og Nýr vett-
vangur hefur bætt við sig, og sömuleiðis að aðrir fram-
boðslistar eiga í mikilli baráttu um að fá mann kjörinn.
Af tólf hundruð reykvískum kjósendum í könnun DV,
sem birt var á mánudaginn, tóku rúmlega 65 prósent
afstöðu til framboðslista. 70,1 prósent þeirra sem afstöðu
tóku lýsti fylgi við Sjálfstæðisflokkinn, sem var um 5
prósentustigum minna en í könnun DV fyrir þremur
vikum. 14,6 prósent kváðust styðja Nýjan vettvang og
var það aukning um 5,8 prósentustig frá fyrri könnun.
Slík úrslit hefðu í för með sér að Sjálfstæðisflokkurinn
fengi þrettán borgarfulltrúa, Nýr vettvangur tvo en aðr-
ir hstar engan - þótt þeir væru sumir mjög nærri því
að ná manni. Skoðanakönnun sem Skáís gerði á svipuð-
um tíma og DV sýndi mjög hliðstæðar niðurstöður.
Félagsvísindastofnun breytti hins vegar niðurstöðum
sinnar könnunar áður en þær voru birtar á þann hátt
að tekið var tillit til þess munar sem varð á niðurstöðum
könnunar stofnunarinnar fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar og kosningaúrslitunum þá - en í öllum þeim
þremur könnunum sem birtar voru í vikunni fyrir kosn-
ingarnar 1986 var Sjálfstæðisflokkurinn með um 5 pró-
sent meira fylgi en hann fékk í sjálfum kosningunum.
Slík lagfærð niðurstaða gaf Sjálfstæðisflokknum níu
borgarfulltrúa, Nýjum vettvangi þrjá og Alþýðubanda-
lagi, Framsóknarflokki og Kvennalista einn hverjum.
Þegar DV birti niðurstöðu könnunar sinnar á mánu-
daginn var jafnframt vakin athygli á því hverju það
breytti um úrslit hennar ef gera mætti ráð fyrir sams
konar breytingu á fylgi frá könnun til kosninga nú og
varð vorið 1986. Þeir útreikningar sýndu að Sjálfstæðis-
flokkurinn fengi tíu fulltrúa í borgarstjórn, Nýr vett-
vangur þrjá og Framsóknarflokkur og Álþýðubandalag
einn fulltrúa hvor. Hvað borgarfulltrúa snertir er það
því mjög hliðstætt og hjá Félagsvísindastofnun.
En slíkir útreikningar eru fremur í ætt við kosninga-
spá en hefðbundna niðurstöðu skoðanakönnunar.
Elías Snæland Jónsson
NJÓTUM LANDS
■ - NÍÐUM El .
Aðaláherslan hjá ráöinu hefur verið á landkynningu án rökrétts framhalds af mótaðri ferðamálastefnu, seg-
ir greinarhöfundur m.a.
Landkynning og ferðamálastefna:
Á annarra kostnað
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur verið iðinn við
að skipa nefndir sem ætlað er að
koma með tillögur um hvemig
kynna megi ísland erlendis. Þannig
hefur hann á síðastliðnum 3-4
árum skipað 3 nefndir um þessi
mál ásamt því að bjóða nokkrum
Bretum í mat hingað til lands og
um leið til skrafs og ráðagerða.
Nefndaskipan Steingríma
En forsætisráðherra er ekki einn
um að skipa nefndir sem tengjast
landkynningarmálum. - Sam-
gönguráðherrann, sem samkvæmt
lögum um skipulag ferðamála nr.
79 frá 1985 fer með yflrstjórn ferða-
mála, skipaði í fyrra 9 manna nefnd
sem ætlað er m.a. að endurskoða
opinbera stefnu í ferðamálum.
Nefnd samgönguráðherra kynnti
stefnumótunarvinnu sína á ferða-
málaráðstefnu sem haldin var á
Egilsstöðum um miðjan febrúar sl.
Nefndarmenn höfðu rætt við hina
og þessa sem tengjast ferðaþjón-
ustu á íslandi og höfðu í framhaldi
af því sett upp tillögur að markmið-
um í ferðamálum og bent á leiðir.
En eins og þeir sem þekkingu hafa
á stefnumótun vita, á þetta lítið
skylt við stefnumótun!
Mótun ferðamálastefnu á að
ganga út á þaö að staðsetja íslenska
feröaþjónustu þannig í framtíðinni
í samkeppni við erlenda ferðaþjón-
ustu, að sú íslenska sé sem arð-
bærust.
Til þess að þetta sé hægt þarf að
vega og meta hvar styrkur þeirrar
íslensku hggur og hvar helstu veik-
leikar hennar eru samhliða því að
meta hvar helstu tækifærin liggja
og hverjar séu helstu hættumar.
Á ferðamálaráðstefnunni var
ekkert rætt um áhrif innri markað-
ar Evrópu 1992 eða þær breytingar
sem átt hafa sér stað í Austur-
Evrópu, rétt eins og þær komi ekki
til með að hafa nein áhrif á kcmur
erlendra ferðamanna til landsins!
Áhugaverðustu umræðurnar á
ráðstefnunni voru um það hvort
taka ætti gjald af útlendingum fyrir
notkun á útikömrum!!
Nefndin sem Steingrímur forsæt-
isráðherra skipaði áður en hann
skipaði nefndina sem hann skipaði
síöast „og átti að undirbúa sérstakt
KjaUarinn
Friðrik Eysteinsson
rekstrarhagfræðingur
kynningarátak íslands á sviði
markaðs- og sölumála og ferða-
mála“ lagði til „að varið yrði um
250 milljónum króna á ári til að
skapa ímynd fyrir Island og íslen-
skar vörur erlendis. - ímyndin átti
að vera sú að ísland sé hreint og
ómengað land og þangað geti fólk
sótt sér heilsubót og hollustu" eins
og sagði í frétt í DV 5. okt. sl.
Væri helber ósannindi
Við sem fylgjumst með því sem
er að gerast í kringum okkur vit'-
um, að ísland er langt frá því að
vera hreint og ómengað land, og
að setja má spurningarmerki við
heilsubótina og hollustuna líka!
Landkynning sem byggðist á ofan-
greindu væri því helber ósannindi
sem örugglega myndi skaða okkur
meira en við högnuðumst á henni
þegar til lengri tíma væri litið.
En þeir eru fleiri sem berja höfð-
inu viö steininn á kostnað skatt-
borgaranna þegar nútíma þekking
er annars vegar. Ferðamálaráð ís-
lands er í þessum hópi, en meðal
verkefna ráðsins er skipulagning
og áætlanagerð um íslensk ferða-
mál, landkynning og markaðsmál.
Það er skemmst frá því að segja
að aðaláherslan hjá ráðinu hefur
verið á landkynninguna, án þess
að hún væri í rökréttu framhaldi
af mótaðri ferðamálstefnu, leiddi
af markaðsrannsóknum eöa væri
hluti af stærri markaðsáætlun.
Steininn tók þó úr hvað Ferða-
málaráð varðar þegar ráðið var í
stöðu markaðsstjóra ráðsins fyrir
skömmu og í það starf ráðinn mað-
ur sem ekki hefur hlotið menntun
á sviði markaðsmála eða í stjórnun
fyrirtækja. Starf hans á þó m.a. að
vera fólgið í yflrumsjón með skipu-
lagningu markaðsmála fyrir ís-
lensku ferðaþjónustuna í heild og
á ennfremur að veita fyrirtækjum
almenna ráðgjöf. - Það mætti halda
að Spaugstofan væri hér í försvari!
Á villigötum
Hér að ofan hefur verið tæpt á
tveimur málum, annars vegar
kynningu íslands og hins vegar
mótun stefnu í ferðamálum. Það
verður að segjast alveg eins og er
að bæði þessi mál sýnast vera á
algjörum villigötum, ekki síst fyrir
það að þeir sem um þau fjalla eða
taka endanlegar ákvarðanir hafa
ekki þá lágmarkSmenntun sem til
þarf.
Það væri þó ekkert við þetta að
athuga ef þeir aðilar sem um var
rætt hér að ofan væru aö hætta
sínum eigin fjármunum. Málið
snýst bara því miður um skatt-
peningana okkar hinna og óskyn-
samleg notkun þeirra hefur þegar
skert lífskjör okkar og komandi
kynslóða nóg. - Mál er að linni.
Friðrik Eysteinsson
„Málið snýst bara því miður um skatt-
peningana okkar hinna og óskynsam-
leg notkun þeirra hefur þegar skert lífs-
kjör okkar og komandi kynslóða nóg.“