Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990. Kvikmyndir Regnboginn: Hjólabrettagengið ★★ Ekki bara brettamynd Hjólabretti og kúnstir þær er mögulegar eru viö ákveönar aðstæður (tómar sundlaugar eru víst vinsæl- ar) eru einungis uppfyllingin í annars ágætri sögu. Allir nema Brian Kelly (Slater) trúa því að víetnamsk- ur bróðir hans hafi framið sjálfsmorð en hann reynir að komast að hinu sanna og þar á hjólabrettið hans eftir að koma að góðum notum. Brettin eru ekki, ólíkt því sem mætti ætla, aðalatriði myndarinnar og gæti það valdið áhugamönnum dálitl- um vonbrigðum. Þetta gerir þó myndina mun aðgengi- legri fyrir aðra því að brettaatriðin eru vel felld inn í söguna. í þeim er engu líkara en þyngdarlögmálið sé ekki lengur lögmál og þau eru hvert öðru mikilfeng- legri án þess þó að draga athyglina frá söguþræðinum. Hann er ekki ýkja frumlegur en frambærilegur þó þar til næstu brettakúnstir koma á skerminn. Christian Slater er upprennandi leikari og taktar hans minna á Jack Nicholson. Hann skautar ágætlega sjálfur en flest áhættuatriðin eru í höndum manna á borð við Mike McGill, Mark Rogowski og Rodney Mulien. Þeir sem dýpst eru sokknir í brettamennskuna ættu að kannast við þá. Titillinn „Gleaming the Cube“ þýðir nokkurs konar hugarástand sem brettari kemst í þegar hann gefur sig allan í flugkúnstirnar og á að vera brettasletta en var reyndar búinn til af handritshöfundinum. Gleaming the Cube. Bandarísk 1988-89, 105 min. Höfundur: Michael Tolkin Leikstjóri: Graem Clifford (Frances, Burke & Willis) Hinn efnilegi Christian Slater er hér með forláta bretti sem kemur honum að góðum notum i loka- slagnum. Leikarar: Christian Slater, Steven Bauer, Richard Herd, Le Tuan, Min Luong, Art Chudabala, Ed Lauter, Nicole Mercurio, Peter Kwong. Gísli Einarsson Laugarásbíó: Úlfurinn hún mamma 0 Mjög lengi getur vont versnað Nafnið lofaði ekki góðu en mig óraði ekki fyrir því hvers lags hörmungar myndu dynja yfir mig í nær einn og hálfan tíma. Þessi „mynd“ fjallar um húsmóður sem breytist í varúlf og þetta á að vera gamanmynd. Látum nægja að segja að það væri skemmtilegra að horfa á stilli- myndina, meira fjör að detta í það með líftryggingar- sölumanni og meira spennandi að vaka kosninganótt- ina í Albaníu. Myndin er misheppnuð að öllu leyti, allt frá frámuna- lega asnalegu handritsskrípi til falskrar tónlistar með viðkomu í máttlausri leikstjórn, afspymulélegum leik og marflatri kvikmyndatöku. My Mom's a Werewolf. Bandarísk 1989, allt, allf, allt of löng (81 min.) Handrit: Hah! þessi var góöur, Mark Pirro skrifaði „söguna". Leikstjóri: Leggið nafnið vel á minnið og forðist hann: Mic- hael Fischa. Leikarar: Susan Blakely (hræðileg), John Saxon Susan Blakely i einum misheppnaðasta kvikmynda- leik sögunnar sem mamman sem varð að varúlfi. (skárri), Katarina Caspari (þolanleg), John Schuck (ómögu- legur) Ruth Buzzi (pirrandi), Marcia Wallace (verri). Gísli Einarsson Tilkyimingar Nýjung í ferðamanna- þjónustu á Patreksfirði I sumar gefst brottfluttum Patreksfirð- ingum sem öðrum ferðamönnum kostur á að dvelja vikutíma í senn að Aðal- stræti 65 á Patreksfirði. í húsinu eru 2 íbúðir, 4 uppbúin rúm verða í hvorri ibúð ásamt eldhúsáhöldum og öðrum búnaði sem þarf til stuttrar dvalar. Margir sem aldir eru upp fyrir vestan en eiga enga ættingja þar lengur eiga þess nú kost að koma vestur og dvelja þar stuttan tíma. Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir ferða- menn sem vilja skoða sig um í nágrenni Patreksfjarðar, t.d. Látrabjarg og aðra staöi, eða skreppa til berja í haust. Með tilkomu nýrrar ferju yfir Breiðafjörð eru nú daglegar ferðir milli Stykkishólms og Bijánslækjar, einnig er flogið 5 sinnum í viku til Patreksfjarðar. Með bættum Andlát Ása Gunnarsdóttir Skógargerði 3, Reykjavík, andaðist í Landspítalan- um 31. maí. Þormóður Benediktsson, Höfðahlíð 2, Akureyri, lést í Landspítalanum þann 31. maí. Jarðarfarir Þórður Þorsteinsson, fyrrverandi póstþjónn frá Meiritungu, verður jarðsunginn frá Ábæjarkirkju í Holt- um laugardaginn 2. júní kl. 13.30. Útför Vigdísar Kristdórsdóttur frá Sævarlandi, Þistiisfirði, fer fram í dag, fóstudaginn 1. júní, frá Foss- vogskapeliu kl. 13.30. Elín Ólafsdóttir, Akurgerði 35, verð- ur jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fóstudaginn 1. júní, kl. 13.30. Hólmfríður Jónsdóttir frá Skagnesi, Norðurbrún 1, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 1. júni, ki. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Flosi Gunnarsson skipstjóri lést 26. maí. Hann fæddist á Hólmavík 24. ágúst 1933, sonur hjónanna Jakobínu Guðmundsdóttur og Gunnars Guð- mundssonar. Fiosi stundaði lengst af sjómennsku. Hann var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Margrét Helga Jóhannsdóttir og eignuðust þau tvö böm. Síðari kona Flosa var Aida Kjartansdóttir og eru dætur þeirra tvær. Sonur Öldu óist einnig upp á heimiii þeirra. Útfór Flosa verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag kl. 15. Tónleikar Langholtskórinn með tónleika á Vesturlandi Sem kunnugt er stendur nú yfir M-hátið á Vesturlandi. í tilefni af því heldur Lang- holtskórmn tónleika að Hlöðum laugar- daginn 2. júní og hefjast þeir kl. 15. Stjómandi kórsins er Jón Stefánsson. Tónleikamir eru á vegum Tónlistarfélags Borgarijarðar. í Grunnskólanum í Borg- amesi stendur yfir sýning 14 frístunda- listamanna í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Sýningin er opin tii 10. júni kl. 16-22 alla virka daga og kl. 14-22 um helg- ar. Einnig stendur þar yfir sýning á handavinnu eldri borgara og er hún opin á sama tima. Henni lýkur 4. júní. Þá stendur yfrr mynd- og handmenntasýn- ing á verkum nemenda í Varmalands- skóla í Þinghamri. Sýningin er opin kl. 10-22 virka daga og kl. 14-22 um helgar. Tilkyimingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Aldrei skín júnísólin bjartar en núna og ilmurinn af trjám og blómum fyllir vitin. Góð byrjun á góðri helgi er að koma með i bæjar- röltið. Markmiðið er samvera, súrefni og hreyfmg. Nýlagað molakaffi. Púttvöllur Hana nú á Rútstúnier opinn öllum með- an holur leyfa. Félag eldri borgara í Kópavogi fer stutta ferð til Akraness laugardaginn 9. júní. Farið verður af stað frá Sparisjóði Kópavogs kl. 13. Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudagskvöld í símum 41564 Stefán, 41566 Anna og 41359 Sveinn. Tvöfaldur íslandsmeistari í hárskurði Ómar Diðriksson hefur hafið rekstur á hárgreiðslustofunni Eddu, Sólheimum 1, sími 36775 en auk hans á stofunni er Ólöf Ólafsdóttir hárgreiðslumeistari. Ómar hóf nám á Rakarastofunni á Klapparstíg 1980 og varð tvívegis íslandsmeistari nema í hárskurði á þeim tima, síðan hélt hann til Noregs og tók þar eitt besta sveinspróf sem um getur, auk þess sem harrn hefur unnið til fjölda verðlauna í hinum ýmsu hárkeppnum. Ómar býður upp á alla almenna hársnyrtiþjónustu fyrir karla, konur og börn. Stofan er opin virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 9-13. samgöngum til Patreksfjarðar má búast dvelji þar í vikutíma. Allar nánari upp- við að margir ferðamenn notfæri sér lýsingar eru veittar í síma 94-1275 á þessa nýjung í ferðamannaþjónustu og kvöldin og 94-1280 á daginn. Ný verslun á Siglufirði Fyrir skömmu opnaði ný verslun Torgið . .hf. að Aðalgötu 32 á Siglufirði. Eigendur verslunarinnar eru Rafbær sf. og Jón Sigurðsson og fjölskylda. Þessir aðilar ráku sitt hvora verslunina við Aðalgötu til síðustu áramóta en síðan var rekstur- inn sameinaður á einum stað. Torgið er með byggingarvörur, auk þess fatnað, raftæki og sportvörur. Á myndinni eru verslunarstjóramir Jón Sigurðsson og Kristján Möller. Tombola Amardóttir og Sigurlín Ellý Sigvalda- j Nýlega héldu þessar stúlkur, þær Jó- dóttir, tombólu til styrktar Sjálfsbjörgu. hanna Dögg Olgeirsdóttir, Anna Kristín Alls söfnuöu þær 1.109 krónum. Fjölmiðlar Atök 09 sápur Stöð 2 byrjaði að sýna enn eina sápuna í gærkvöidi, Aftur til Eden. Virðist sápan sú ekki ætla að gefa öðrum sápum neitt eftir. Helming- urinn af aðalpersónur eru hinar vænstu manneskjur, hinn helming- urinn er vont fólk. í fyrsta þætti voru flækiumar kynntar sem nátt- úrulega munu snúast um peninga, ástir og valdabaráttu þeirra góðu og slæmu. Og að iokum er leikurinn eins og í öðrum sápum ekki sá vand- aðasti sem sést hefur. Stöö 2 virðist vera að verða ein alherjarsápuópera, auk þessar get- um við fengiðað fylgjastmeð Dall- as, Fálkahreiðrinu og Santa Bar- bara sem mun nú raunar vera að renna skeið sitt á enda. í staðinn fá sjónvarpsáhorfendur þáttinn Ná- grannar sem verður kannski há- punkturinn á sápusýningum Stöðv- arinnar. Það er svo spurningin hvort aö landinn fer ekki að verða mettaður af allri þessari froðu. I Morgunblaðinu í gær birtist einkar athygiisverö grein um „átök“ eför Ragnar Gestsson. Þar fer greinarhöfundur á kostum yfir öllum þeim „átökum“ sem eru að tröiiríða þjóöfélaginu. Enda eru svo sem allir að gera átak í hinu og þessujafnvel er orðið svo langt gengið að heyri maöur að einhver ætli að fara að gera átak þá lokar maður eyrunum og reynir að gleyma á stundinni þvi sem maður heyrði. Fyrir utan það hvað þetta orðasamband er löngu orðið illilega misnotaö og hljómar ankanalega. Maður býður svo spenntur yfir að fá eltth vaö nýtt orðasamband i mál- ið sem verður jafnofnotað, svona svo maður geti endanlega hætt að blusta. -Jóhanna Margrét

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.