Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990. 21 Gróður og garðar Rósir, hin sólelsku blóm í margra huga er rósin tákn ástar og væntumþykju og því eitt vinsæl- asta blómið til gjafa. Það er hægt að kaupa rósir í öllum blómabúðum á þessum árstíma, en því ekki að rækta þær sjálfur? Hjá Láru Jónsdóttur í Blómavah fengust þær upplýsingar að ef fólk hefði áhuga á að rækta rósir í gróður- húsi væri um tvo kosti að velja, að rækta í beðum eða pottum. í gróður- húsum eru ræktaðar stilkrósir og skúfrósir og regla er að jarðvegsdýpt sé 60 cm. Vaxtarrými rósarinnar þarf einnig að vera 60 cm. Jarðvegurinn á að vera vel framræstur, ekki blaut- ur og þungur, en halda sæmilega raka. Rósii fást keyptar í mars og fram á vor sem rótaðir sprotar og eru þeir þá annahvort í pökkum eða pottum. Verður að bíða með að planta þeim þangað til allt frost er farið úr jcrðu og jarðvegurinn er orðinn vel þíður, og að sjálfsögðu gildir það sama um innirósir og útirósir. Flestar rósategundir, sem ræktað- Það fer mjög eftir veðurfari og sól hvenær rósirnar blómstra, en hér á landi er tími rósanna í ágústmánuði þó að þær séu komnar af stað í júlí. En í gróðurhúsum geta þær farið snemma af stað. Rósir þarf að vökva og gefa áburð reglulega, t.d. vikulega. Þegar hver rós er búin að blómstra á stilk þá er hann gjarnan klipptur niður alla- vega um helming og aðeins skilinn eftir smástilkur. Á útirósum er allt í lagi þó að ágræðsluhnúðurinn, sem er á milli stilks og róta, fari 10 cm undir jarðvegsyfirborð því ef plönt- una kelur alveg niður þá er þarna stilkur undir yfirborðinu sem á möguleika. Það má alls ekki klippa rósir niður að haustinu því alltaf er hætta á kali og því betra að bíða með að klippa þær til vors. Þegar gengið er frá úti- rósum fyrir veturinn má gjarnan setja eitthvað loftgott og einangrandi að stilkunum eða binda þá saman og setja í kringum þá akrýldúk eða striga. . Lára Jónsdóttir í Blómavali heldur á rótarsprotum rósa sem hægt er aó fá I pökkum eða pottum. Verðið er á bilinu 500 til 900 krónur. DV-mynd GVA ar eru í gróðurhúsum, má einnig rækta úti. Það er samt meiri hætta á afFóllum úti eins og gefur að skilja, en það eru til harðgerðar rósir sem ekki eru ræktaðar inni, eins og runnarósir. Dæmi um mjög harð- gerða runnarós er t.d. hansarósin, sem ekki væri notuð undir suður- vegg. Hún er jafnvel notuð í hmgerði og er seltuþolin. Undir suðurvegg má rækta rósir sem eru ræktaðar inni og gildir þá það sama um jarðvegsrými og -dýpt. Gott er að setja húsdýraáburð í jarð- veginn, en það má alls ekki blanda sterkum áburði saman við jarðveg sem settur er að nýjum rótum því þaö getur sviðið ræturnar og þar með drepið rósina eða dregið mjög úr vexti hennar. Alltaf er hætta á að óþrif eins og lús komi á rósir, en rós í góðum vexti bjargar sér alveg. Hægt er að losna við lúsina á eins einfaldan hátt og úða bara með hreinu vatni, en einnig eru til sterkari efni. Rósir geta farið illa ef það kólnar snemma og hlýnar síðan snögglega aftur. Þær eru ein- staklega sólelskar. í gróðurhúsum er Queen Elizabeth mikið ræktuð en hún er langmest í bleiku. Önnur rós sem mikið er rækt- uð jafnt úti og inni er Peace rósin. Aðrar rósir eru t.d. Whisky Mac, sem er, eins og nafnið gefur til kynna, gul með brúnu, og Hanna, sem er dökk- rauð stórblómstrandi rós. Dornrósin er vinsæl útirós en hún blómstrar stórum blómum, rauðbleikum að lit og er ágætlega harðgerð. Síðan má nefna runnarósir eins og hansarósina, meyjarrós og fjallarós sem verða allt að 1 'A til 2 metrar, blómstra einfóldum rósum en geta verið virkilega fallegar. Svo er ýmis- legt til af öðrum útirósum og má þar nefna gullrós og mjallhvíti sem er mjög góð skúfrós. Verðið á rósunum er á bilinu 500 til 900 krónur. Að lokum má geta þess að ef rósir eru ræktaðar lengi á sama stað getur komið jarðvegsþreyta og því er gott að skipta um jarðveg á fimm til sjö ára fresti. -GHK Peace rósin er mikið ræktuð, jafnt inni sem úti. Garðverkfæri Hagstætt verð Opið til kl. 19 föstudaga. Lokað á laugardögum í sumar. Eigum allt sem prýtt getur garðinn (iAUIH'LOMril * Sumarblóm * Fjölær blóm * Grasfræ * Áburður * Tré og runnar * Rósir * Blómaker * Garðyrkjuáhöld Gróörarstöóin iGARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð - sími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.