Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 12
26
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990.
Garðar og gróöur
Garðskálar:
Hér sést gott dæmi um garðskála sem fellur skemmtilega að útliti hússins. DV-myndir BG
Vinsældir garðskála hafa aukist
mikið síðustu árin. Úti um allan bæ
er verið að byggja við hús eða klæða
svalimar með gleri. Fólk vill njóta
þeirrar btlu sólar sem það á kost á
og garðskáb er sniðug aðferð til þess
að lengja sumarið um nokkra mán-
uði. Á íslandi njóta margir þess að
geta setið inni í hlýjunni og finna
hvemig veðrið bylur á húsinu.
Garðskálaeigendur sem DV ræddi
við sögðust allir nota skálann mjög
mikið. Fólk sækir í birtuna og vib
helst vera þar öllum stundum. AlUr
voru á því að notkun á gömlu stof-
unni væri lítil sem engin og það er
því vel athugandi fyrir húsbyggjend-
ur að sleppa stofunni og hafa garð-
skála í staðinn. En vilji maður við
húsið bæta er margt sem að þarf að
gæta.
í upphafi skyldi
endirinn skoða
Þegar fólk ræðst í byggingu garð-
skála verður það að átta sig á því að
það er að fara út í miklar og kostnað-
arsamar framkvæmdir. Verið er að
byggja við húsið og verður því að
athuga vel þær breytingar sem verða
á útUti húsins. Auk þess verður skál-
inn að samræmast þeim kröfum sem
gerðar em til hans.
Til þess að halda kostnaðinum
niðri og tryggja að peningunum sé
rétt variö er sjálfsagt að leita ráða
hjá arkitektum eða hönnuðum. Þeir
eiga að setjast niður með viðkomandi
og ræða þau atriði sem upp kunna
að koma. Hvað á húsið að vera stórt?
Hversu mikið má það kosta? í hvað
á að nota það? Hvemig á það að líta
út? Þá þarf að athuga vel öll atriði í
sambandi við birtu, skjól, tengingu
við íbúðina sjálfa og svo mætti lengi
telja. Ráðgjafarnir eiga að vinna með
fólki en ekki bara fyrir það.
Hönnun og útfærsla
Eyjólfur Bragason arkitekt sem
hefur unnið mikið með garðskála
segir að aðalatriðið sé að fá góðar
teikningar fyrir verkið. „Síðan þarf
að fá fastákveðið verð, því það kemur
fyrir að fólk fær bakreikninga fyrir
hlutum sem það taldi sig vera búið
að greiða fyrir. Arkitektinn á ekki
aðeins að teikna fyrir fólkið, hann á
að teikna húsið með fólkinu og leið-
beina því gegnum alla þætti verks-
ins.“
MikUvægt er að skáli sé annað-
hvort byggður um leið og húsiö eða
að hann falU sem allra best að útUti
þess, helst þannig að það Uti út fyrir
að skáUnn hafi alltaf verið til staðar.
GarðskáUnn verður að faUa inn í
heUdarmynd húsins og taka mið af
stíleinkennum þess.
„Staðsetning skálans er með því
mikUvægasta. Hann verður að liggja
vel við sólu og birtu og helst að vera
í skjóh. Þá verður að vera góður sam-
gangur á mUli garðs og íbúðarhúss.
Þess ber þó að gæta að skálinn taki
ekki eingöngu glugga í burtu ef hann
er tengdur stofu eða íverustað þar
sem birta verður að vera.“
í upphafi verður að ákveöa hvemig
skáUnn tengist íbúðinni sjálfri.
Mörgum finnst skemmtUegra að hafa
Vaxtarhraði gróðursins margfaldast.
Einu vandræðin eru að halda aftur
af honum.
hann aöeins lægra en íbúðina til þess
pð brjóta myndina aðeins upp. Þetta
gefur líka möguleika á meiri lofthæð
því þakskegg hússins setur henni oft
skorður. Aðrir hugsa sér garðskála
frekar sem framlengingu á stofunni
og vUja hafa skUin sem óljósust.
„Það verður einnig að gera sér
skýra grein fyrir því áður en hann
er byggður hvemig maður ætlar sér
að nýta skálann tU þess að gera ráð
fyrir þeim lausnum sem viðkomandi
stefnir að. Sem dæmi um þetta má
nefna að nokkuð er um að sett séu
hitarör í gólfplötu og skálinn hitaöur
upp á þann hátt á meðan aðrir láta
sér nægja að hafa gólf vel einangrað
og koma svo upp ofni við útvegg skál-
ans. Nauðsynlegt er að huga að gólf-
hita strax og byggt er. Einnig er gott
að gera sér í grófum dráttum grein
fyrir því hvaða gróður maður ætlar
að hafa í skálanum því talsvert er
Heildsölubirgðir:
HRÍM heildverslun - sími 61-42-33
GARÐTENGI OG SLONGUSTATIF
Fást í öllum helstu bygglngarvöruverslunum
og hjá Solufélagi garðyrkjumanna.