Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990. 33 ■ : Þægilegur legubekkur til að njóta sólar í á heitum dögum. Garðhúsgögn: Fjölbreytt úrval - mismunandi gæði Hér á landi fæst íjöldinn allur af mismunandi tegundum garðhús- gagna í mörgum gæða- og verðflokk- um. Ódýrustu húsgögnin eru yfirleitt ekki íburðarmikil eða sterkbyggð, þau sem dýrari eru þola hins vegar meira, jafnvel þola þau að standa úti yfir veturinn. Garðhúsgögn eru einkum úr þrem- ur efnum; áh, plastí og svo eru á markaðnum tréhúsgögn, bæði inn- lend og erlend. Sumar tegundir plasthúsgagna þola að standa úti allan ársins hring, ál- og tréhúsgögnin þola það hins vegar ekki. Húsgögnin sem eru úr málmi geta ryðgað og tréhúsgögnin fúnað. Raunar þarf að fúaveija flest- ar tegundir þeirra að minnsta kosti einu sinni á ári. Þegar fólk kaupir sér garðhúsgögn þarf það einnig að hafa í huga hvort Sniðugir stólar sem þjóna bæði sem hægindastólar og stólar til að standa við borð. hægt er að leggja húsgögnin saman, að minnsta kosti þeir sem hafa lítið geymslupláss. Húsgögn úr plasti. Þegar húsgögnin upp stólunum. eru tekin saman er auðvelt að-stafla Einnig þarf að huga að ef keyptar eru setur og dýnur í húsgögnin hvernig áklæði er á þeim og svo hvaða efni er notað til að setja innan í seturnar og dýnurnar. Sum áklæði þola til að mynda ekki að blotna því þá hlaupa þau og það sama gildir um þau efni sem notuð eru innan í set- urnar og dýnurnar. Það borgar sig að vanda valið vel ef á að kaupa húsgögn sem eiga að endast. Gallinn er bara sá aö slík húsgögn eru oft á tíðum dýr og það borgar sig-að fara á milli verslana og gera verð- og gæðakönnun. Ekki kaupa þaö fyrsta sem skoðað er. í Reykjavík eru það verslanimar Orka, Útihf, Ellingsen, Seglageröin Ægir og Geysir þar sem er að finna einna fjölbreyttast úrval garðhús- gagna. Verðið er mjög misjafnt, sem dæmi má taka að stólar kosta frá rétt um 1000 krónum upp í 7-8000 þúsund krónur, borð fyrir fjóra kosta á bilinu 2000-4000 krónur, stillanlegir sól- bekkir með dýnum frá 7000-24.000 króna. Yfirleitt eru plasthúsgögnin dýrust enda eiga þau að þola mesta veðrun, í miðjuverðflokknum em tréhús- gögnin og ódýrust eru húsgögn úr málmi. Margar stærðir - gott verð , Heildsölubirgðir: HRÍM heildverslun - simi 61-42-33 /Í3ARÐEIGENDUR ATHUGIÐ! Garður er húsprýði, en verður hann það án b/óma? öfum langa reynslu í ræktun blóma og úrvalið af sumarblómum, fjölær- um blómum, rósum og kálplöntum hefur aldrei verið meira. Komið, skoð- ið eða hringið, það borgar sig. GARÐYRKJUSTOÐ Ingibjargar Sigmundsdóttur, Heiðmörk 38, Hveragerði. V Sími 98-34800, hs. 98-34259. RÆKTAÐU GARÐINN ÞINN! Náðu betri árangri í kartöflu- ræktun þinni og notaðu góða garðplastið okkar. Sólþolið plast fyrir vermireiti og garðhús. Hjá okkur er uppsett Límtrés gróðurhús. Svo uppsker hver sem sáir! Leitaðu upplýsinga hjá okkur r .os KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.