Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 14
28
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990.
Garðar og gróður
í garöinum
Ef gras og arfi eru farin að vaxa á milii gangstéttar-
hellnanna getur verið gott ráð að hella sjóðandi salt-
vatni á milli þeirra.
Til að fyrirbyggja grasvöxt á milli steinanna í stéttinni
er gott að strá salti á milli þeirra.
Þeir sem dunda sér við að rækta tómata ættu að rækta
kryddjurtir hið næsta þeim. Kryddjurtir eru nefnilega
náttúrulegt skordýraeitur.
Plantið radísum nálægt kartöflum. Kartöflubjallan hefur
andstyggð á radísum.
Eggjaskurn er kalkrík og því gott að setja hana í öll beð
í garðinum. Hún mun auka vöxt plantnanna.
Kál og jarðarber ættu aldrei að vera í sama beðinu. Það
þrífst einfaldlega ekki saman.
Af hverju að henda kaffikorgnum? Hann er gráuppfagð-
ur til að gera jarðveg súran.
—N0 F V l-X
'mm | \\ A
\ II f \ L V
HVERNIG VELJA SKAL SETLAUG
Áður en þú kaupir heitan pott eða nuddpott skaltu fara yfir (oennan lista og bera saman verð og gœði.
NORM-X
já nei • * ja nei • r ja nei
Full dýpt a.m.k. 90 cm. V
Litekta. V
Nær liturinn í gegn. V
Brothættur. V
Hætta á sprungum. V
Hætta á flögnun. V
Frostþolinn -40°C V
Hitaþolinn + 90°C V
Auðvelt að bora fyrir nudd- stútum o.s.frv. V
Mjúkur í viðkomu. V
Helst yfirborðsáferð óbreytt árum saman. V
Þolir hitaveituvatn. V
Auðvelt að gera við ef óhapp verður? V
Löng reynsla á íslandi. V
Verð 5-6 manna 39.900,-
Verð 8-10 manna 67.000,-
Nú þegar þú hefur sannfœrst um aó bestu kaupin eru í okkar pottum hafóu þá samband í síma 5 38 22 eóa komdu í Suðurhraun 1, Garðabæ, og sannreyndu að við erum líka sveigjanleg í samningum.
Vaxtarskilyrði og eiginleikar
trjá- og limgerðisplantna
Garðahlynur Rifs
Acer pseudoplatanus Ribessativum'Röd Hollandsk'
Fallegt stakstætt tré meö breiða krónu, þarf frjóan, vel Berjarunni, afar harðgerður um land allt, rauð ber, einnig
framræstanjarðveg, miðlungsharðgerður. góður í limgerði.
Fjalldrapi (ísl.) Rauðblaðarós
Betula nana Rosa glauca
Lágvaxinn runni, góður í steinhæðir. Harðgerð, vindþolin með fallegt lauf, viðkvæm fyrir ryð-
sveppi sérstaklega sunnanlands og vestan og ætti þess
Birki (ilmbjörk, ísl.)
Betula pubescens
Harðgert vindþolið garðtré, þarf sól, mjög góð í limgerði
og í þyrpingar.
Skriðmispill
Cotoneaster adpressus
Jarðlægursmávaxinn runni, góður í steinhæðir, miðl-
ungsharðgerður, skuggaþolinn.
Gljámispill
Cotoneaster lucidus
1 -1,5 m, glansandi dökkgræn blöð, harðgerður og mjög
góður í limgerði, fallegir rauðir haustlitir.
Geislasópur
Cytisus purgans
60-80cm, grænargreinaroggul ilmandi blóm íjúní-
júlí, harðgerður, þarf þurran sólríkan stað.
Einir (ísl.)
Juniperus communis
Lágvaxinn, sígrænn nær jarðlægur, einnigtil uppréttur,
harðgerður.
Himalajaeinir
Juniperussquamata, Mayeri'
Hálfuppréttur, útsveigðar greinar, sígrænt bláleitt barr,
nokkuð viðkvæmurfyrirvorfrostumannars harðgerður.
Fjallagullregn
Laburnum alpinum
6 - 8 m, þarf sólríkan og opinn vaxtarstað, þurran jarð-
veg, gulir blómklasar í júní, allharðgert.
Síberíulerki
Larix sibirica
Stórt barrtré, fellir nálar, fallegt garðtré, viðkvæmt fyrir
seinum vorfrostum, annars harðgert, gulir haustlitir.
Blátoppur
Lonicera caerulea
1 -1,5 m, Ijósgræn blöð og gul blóm á vorin, afar harð-
gerður og góður í limgerði, skuggaþolinn.
Gultoppur
Lonicera deflexiacalyx
1,5-4 m, stórvaxinn runni, gul blóm á vorin, mjög harð-
gerður og vindþolinn, saltþolinn.
Blágreni
Picea engelmanii
Fallegt barrtré, blágrænt barr, vex frekar hægt, harðgert,
hentugt garðtré.
Sitkagreni
Picea sitchensis
Fyrirferðarmikið barrtré, harðgert.
Stafafura
Pinuscontorta
Umfangsmikið beinvaxiðfagurgrænt barrtré, harðgert.
Dvergfura
Pinus mugo 'Pumilio'
Frekarsmávaxinn hægvaxta greinótturrunni, harðgerður.
Bergfura
Pinus unicinata
Beinvaxið greinótt tré eða stórgerður runni, harðgerður.
Alaskaösp
Populustrichocarpa
Hávaxið beinstofna tré, blaðstórt, ekki mjög vindþolið,
vlðast harðgert.
Runnamura
Potentilla fruticosa
1 -1,5 m, gul blóm mest allt sumarið, afar blómsæl, má
nota í limgerði, harðgerð.
Runnamura, lág
Potentilla fruticosa 'Micrantha'
60-100 cm, þéttvaxinn runni, sítrónugul blómfrá júlí,
blómsæll og harðgerður, góður í steinhæðir eða í lág lim-
gerði.
Heggur
Prunus Padus
Margstofna tré eða stór runni, skuggaþolinn, allharðgerð-
ur, blómstrar hvítum blómklösum á góðum sumrum.
Fjallarifs, Alparifs
Ribeswalpinum
Góður í smágerð limgerði, hægvaxta, 1 -1,5 m, skugga-
þolinn, harðgerður.
vegna ekki að nota í limgerði.
Meyjarós
Rosa moyesii
2-3 m, rauðeinföld blóm í júlí, blómviljug, harðgerð,
rauð aldin á haustin.
Hansarós, garðarós
Rosa rugosa 'Hansa’
1 -1,5 m, stór rauðbleik fyllt blóm í júlí, afar harðgerð,
vindþolin, saltþolin, nothæf í limgerði, ilmsterk blóm.
Alaskavíðir
Salixalascensis
Grófgert tré eða runni, hraðvaxta, falleg blöð meðsilfruðu
neðra borði, notist í stórgerð limgerði eða stakstætt, harð-
gerður.
Selja
Salix caprea mas
Fallegt tré eða stór runni, mjög harðgerður, grá blöð og
stofn, karlplöntur blómstra áberandi gulum reklum fyrir
laufgun.
Loðvíðir (ísl.)
Salix lanata
Lágvaxinn runni, grá loðin blöð, harðgerður.
Loðvíðir
Salix lanata mas
Lágvaxinn runni, blágræn loðin blöð, sérstaklega fallegir
gulir reklar á vorin, karlplöntur, harðgerður.
Viðja, dökkvíðir
Salix nigricans var. borealis
Hávaxiðfrekar grófttréeða stór runni, harðgerður, notist
í stórgerð limgerði.
Gljávíðir
Salix pentandra
Ljósgræn glansandi blöð, góður í limgerði, en þolir illa
rakan jarðveg, erað mestu laus við lús, miðlungsharð-
gerður.
Tröllavíðir
Salixsp.
Stórvaxinn mjög hraðvaxta grófur runni eða tré, afar harð-
gerður, í skjólbelti og stórgerð limgerði, áður kallaður
brúnnalaskavíðir.
Brekkuvíðir
Salixsp.
Afar harðgerður, vindþolinn og saltþolinn, góður I lim-
gerði, 1,5-2 m.
Ilmreynir
Sorbusaucuparia
Hávaxið fallegt harðgert garðtré, þolir illa sjávarloft, hvít-
ir blómsveipir í júní, rauð ber á haustin, gulir og rauðir
haustlitir.
Úlfareynir
Sorbusx hostii
Frekar lágvaxið, oft margstofna, harðgert lítið tré, bleik
blóm í júní, rauð ber á haustin, góð í sultu, gulir haustlitir.
Silfurreynir
Sorbus intermedia
Stórt garðtré, hægvaxta, neðra borð blaða silfurlitað,
harðgerður.
Birkikvistur
Spiraea betulifolia
Ca. 1 m, þéttgreinóttur runni, hvít blóm í júlí, harðgerð-
ur, gulir og rauðir haustlitir.
Loðkvistur
Spiraea mollifolia
Ca. 1 m, runni með útsveigðum greinum, gráloðin lítil
blöð, hvít blóm, mjög harðgerður, þolir vel þurran jarðveg.
Síberíukvistur
Spiraea trilobata 'Sibirica'
60-80cm, hvlt blóm, þéttur, harðgerður, blómsæll,
góðurísteinhæðir.
Elinorsírena
Syringa x prestoniae 'Elinor'
1,5- 2 m, bleikir blómklasar í júní-júlí, hægvaxta, upp-
réttargreinar, harðgerður, mjög blómsæll.
Álmur
Ulmusglabra
Seinvaxið stórt tré, þarf frjóan þurran jarðveg, skuggaþol-
inn, vindþolinn, má nota í limgerði, miðlungsharðgerður.