Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 18
32 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990. frá HjÚP HF ^ veítir piöntunum bínum örugga vernd gegn vindum og vá. HJÚPUR HF SÍMI 98-66700 j við blómin þfn? Úrvais gróöurmoid | og blómavikur tii íblöndunar bædi í I beð og biómapoíta. „Þaö eru 17 ár síðan viö fluttum upp í Árbæ og tveimur árum síðar hófumst viö handa viö aö koma lóð- inni í rétt horf. Eiginlega má segja aö fyrstu tvö árin hafl ekki sprottið annað en arfi og njóh á lóðinni en þá tókum við okkur til og settum upp limgerði og tyrfðum lóðina með grasi. Síðan hefur hún verið í stöð- ugri þróun og nú er svo komið að það er nær ekkert gras eftir,“ segir Hulda Filippusdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Árni Kjartansson, hafa búið sér til sérlega fallegan garð við hús sitt sem stendur við Hlaðbæ og þar fær ýmiss konar gróður að njóta sín. „Eigum við ekki að byrja í vor- blómadeildinni nyrst í garðinum,“ segir Árni þegar við komum út í garð. Þar er að frnna margs konar plöntur sem eiga það sameiginlegt að blómg- ast snemma vors eða um leið og snjóa leysir. „Hér byrja plönturnar að blómgast í byrjun maí og svo tekur hvað við af öðru út allt sumarið og langt fram á haust. „Ég er sérlega stoltur af þessari, þetta er jöklasóley úr Suðursveit en Hulda sáði fyrir henni fyrir nokkrum árum. Hún er einstaklega falleg. Það er mjög erfitt að rækta jöklasóleyj- una í görðum hér á landi en hún þrífst vel hér og ég hugsa að það sé ekki í mörgum görðum sem finnst svo falleg jöklasóley.“ Auk þess eru í beðinu margar teg- undir af prímúlu, riddarasporar, ýmsar laukblómategundir auk íjölda annarra blóma. Þegar þau hjón eru að því spurð hversu margar teguridir blóma finn- ist í garðinum segjast þau ekki hafa hugmynd um það. „Ég reyndi ein- hvern tímann að telja prímúluteg- Á EINUM STAÐ Sláttuvéla- & Ul\/£illi ,r Hjólamarkaður rlvtíllUr Smiðjuvegi 4c, Kóp. S: 689699 og 688658 ALLT FYRIR GARÐINN Almenna ouglysingostofon hf. Sláttuvélar fyrir mismunandi stærðir garða. Vélorf, raforf, kantklippur, traktorar. Einungis viðurkennd hágæðamerki: MURRAY, ECHO, AL-KOo.fl. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. Póstsendum um land allt. Hulda og Arni í garðskálanum en þar er að finna margar tegundir blóma DV-myndir Hanna undirnar en gafst upp þegar ég var kominn vel á sjötta tuginn,“ segir Árni og hlær. Maður þarf að merkja plönturnar svo maður sé viss um rétt nafn á viðkomandi plöntu. Þegar þær eru orðnar svona margar er það nauð- synlegt." Hendum engu Þau Árni og Hulda henda aldrei plöntum þegar þau eru að grisja í beöum heldur reyna þau að koma þeim út til vina og vandamanna eða annarra blómaáhugamanna. Þau eru með sérstakan stað í garðinum þar sem þau forrækta plöntur auk þess sem þau hafa komið sér upp garð- skála og gróðurhúsi. „Auðvitað tekur það tíma að koma sér upp svona garði, en taka ekki öll áhugamál mikinn tíma. Þetta er hins vegar eitt besta áhugamál sem fólk getur átt sér í ellinni. Þetta er alveg yndislegt. Það er líka alltaf svo spennandi að sjá hvað kemur upp á vorin og hvað hefur lifað af veturinn. Annars gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað það eru margar bómateg- undir sem gefa lifað í göröum hér á sumrin,“ segja þau hjón. Hófsóley úr Elliðaárdalnum greinilegt að mikil vinna hefur verið Skrá sig í klúbba Svo er hægt að skrá sig í ýmiss konar klúbba úti í löndum og fá fræ hjá þeim. Þá fær maður sendan plöntulista og getur pantað fræ eftir honum. Maður fær ekki að panta ótakmarkað heldur er hverjum og einum úthlutað ákveðnum kvóta, en maður getur fengið meira ef maður sendir fræ til klúbbanna. Við höfum hins vegar ekki sent fræ úr landi heldur höfum við látið okkar fræ í Garðyrkjufélagið. Það er mjög erfitt að verða sér úti um sumar frætegundir, til dæmis er slegist um fræ af jöklasóleynni, því bæði er hún sjaldgjæf og svo er mjög erfitt að rækta hana í görðum og hún drepst oft hjá fólki.“ Það er svo sannarlega margt að skoða í garöi þeirra Huldu og Árna og ekki síður í garðskálanum. -J.Mar Hófsóley sem Árni og Hulda fluttu úr Ellióaárdalnum. Árni og Hulda hafa fengið blóm og runna eftir ýmsum leiðum. Fallega hófsóley náðu þau sér í í Elliðaárd- alnum og það er ekki annað að sjá en hún þrífist vel í garðinum hjá þeim. Svo hafa þau fengið blóm víða að af landinu, auk þess sem blómaá- hugamenn skiptast á tegundum. Þau eru í Dalíuklúbbnum en félagar í honum skiptast á fræjum einu sinni á ári. „Það er ekki svo erfitt að safna fræjum. Maður þarf að vera þolin- Garóurinn er einstaklega fallegur og lögð í hann. móður á haustin og fylgjast vel með þroska fræjanna og gæta að að taka þau ekki of snemma, svo þarf maður náttúrulega að passa að tapa þeim ekki í roki,“ segir Árni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.