Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990. 25 DV Vinnuskólamir: Gróður og garðar Garðavinna fyrir almenning - öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá afslátt eða frítt Vinnuskólarnir á höfuðborgarsvæðinu munu í sumar bjóða eldri borgurum og öryrkjum að hreinsa til i görðum þeirra fyrir vægt gjald eða jafnvel ókeypis. Ekki er á færi allra að hirða vel um garðinn sinn þó að viljinn sé fyr- ir hendi. Um nokkurt skeið hafa vinnuskólamir á höfuðborgarsvæð- inu boðið fólki að hreinsa til í görð- unum fyrir þaö, en með þeirri þjón- ustu er þó sérstaklega verið að reyna að létta undir með öryrkjum og elli- lífeyrisþegum. Vinnuskóh Reykjavíkur sendir vinnuhópa áscimt leiðbeinanda ein- göngu til ellilífeyrisþega og öryrkjá. Venjulega er verðið frá 1.000 til 2.000 krónur og fer eftir stærð garðanna og þeim tíma sem það tekur að fegra garðinn. í verðinu er innifalinn slátt- ur, kantskurður og hirðing í beðum. Vinnuhópamir klippa ekki tré en geta gert margt annað sem til fellur. Vinnuskóh Garðabæjar býður al- menningi upp á garðahirðingu, en öryrkjar og eldri borgarar fá 50% afslátt. Verðið er 400 krónur á tím- ann og felst í þvi almenn hirðing, fyrir utan slátt sem kostar 2.500 krónur. í Kópavogi munu krakkar hirða garða fyrir öryrkja og ellilífeyris- þega. Ekki var búið að ákveða verðið er DV hafði samband en búist var við að það yrði staölað og færi eftir því hvað gert væri og stærð garð- anna. Hér er fyrst og fremst um slátt að ræða, auk smáhirðingar í beðum og kantskurð. Þeir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem búa í Hafnarfirði geta fengið ókeypis hirðingu á görðum sínum en aðrir verða að borga vægt gjald sem ekki er enn ákveðið. Hingað til hefur verið um fast verð að ræða, en ef garðarnir eru mjög stórir gæti komið til viðbótargjald. Garðavinna krakk- anna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar verður fólgin í slætti og almennu við- haldi garðanna. Búðu sjálf um þér og fjölskyldunni sælureit í garðinum í Húsasmiðjunni færðu allt efni í sólpalla, skjólveggi og girðingar. Og í bæklingi Húsasmiðjunnar um þessi efni er að finna hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og efnisstærðir sem henta best. Við gerurp tilboð eftir málum. Taktu nú upp tommustokkinn, mældu hvernig þúc vilt hafa sólpallinn, skjólvegginn eða girðinguna ög komdu svo í Húsasmiðjuna eða hringdu til okkar. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 • 104 Reykjavík ■ Sími 91-687700 Húsasmiðjan hjálpar þér að njóta sumarsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.