Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Kæra á hendur 45 ára gomlum manni:
Sagður haf a svikið
2,5 milljónir af
blindum öryrkja
- lofaðiendurgreiðsluoggóðriávöxtun
Rannsóknarlögreglunni hefur bor-
ist kæra á hendur manni þar sem
honum er gefið að sök að hafa svikið
1.300 þúsund krónur af 75 prósent
öryrkja árið 1986. Ef lánið er fram-
reiknað samkvæmt lánskjaravísitölu
þá er upphæð þess um 2,5 milljónir
í dag. Þá eiga vextir eftir að bætast
við. Ef mið er tekið af venjulegum
vöxtum þá er upphæðin komin vel
yfir þrjár milljónir króna.
Öryrkinn, sem er blindur á öðru
auga og með 10 prósent sjón á hinu, '
kynntist þeim sem nú hefur verið
kærður lítillega á árinu 1986. Með
þeim tókst samkomulag um að ör-
yrkinn lánaði hinum peningana. Sá
sem sætir kærunni rak þá tískuvöru-
verslun við Laugaveg í Reykjavík og
var í fjárþröng. Bú hans hefur nú
verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Öryrkinn fékk engar kvittanir þeg-
ar hann lét peningana af hendi en
fékk tvær ávísanir. Hann hefur ávís-
anirnar tvær í sínum fórum, samtals
að upphæð 1.300 þúsund. Engin inn-
stæða var fyrir þessum ávísunum og
þær hafa því ekki fært öryrkjanum
greiðslu á þeim peningum sem hann
lánaði.
Öryrkinn fullyrðir að maðurinn
hafi fuUvissað sig um að hann væri
borgunarmaður fyrir láninu og eins
hefði sér verið boðin góð ávöxtun
sem yrði greidd síðar.
Kæran hefur nýlega borist til rann-
sóknarlögreglu ríkisins.
-sme
Eiríkur Ragnarsson, útgerðarmaður 1 Sandgerði:
Þessir bátar
eru hættulegir
- á nýjan norskan bát sem gallar hafa komið fram í
„Það segir sig sjálft að þessir bátar
eru hættulegir. í apríl losnaði stýri í
innsiglingunni til Sandgerðis og í
maí losnaði véhn af stæði sínu í
róðri. Það sér hver maður að bátar
sem svo er ástatt um eru hættuleg-
ir,“ sagði Eiríkur Ragnarsson, út-
gerðarmaður í Sandgerði.
Eiríkur keypti fyrr á þessu ári nýj-
an 9 tonna norskan plastbát. Hann
segist aðeins hafa getað róið á bátn-
um í tvo og hálfan mánuð. Nú stefnir
í að báturinn verði á þurru í aUt að
fimm mánuði vegna galla sem komið
hafa í ljós.
í kaupsamningi segir að seljandi
hafi rétt til úrbóta. Seljandinn hefur
fárið fram á við mig að ég faUi frá
kröfum um skaðabætur. Það geri ég
aldrei. Hóflega reiknað hefur veiði-
tapið, vegna galla á bátnum, verið
um 5 milljónir króna.“
EirUíur segir að eftir að vél bátsins
losnaði hafi komið tveir viðgerðar-
menn frá söluaðila. Þeir hafi komið
vélinni á sinn stað - að þeir töldu.
Eiríkur segir að viðgerðin hafi ekki
dugað betur en svo að ekki hafi verið
hægt að róa á bátnum. Hann er nú
í slipp í Njarðvík þar sem matsmenn
hafa skoðað hann.
„Það eru fleiri bátar sömu tegund-
ar sem ekki hafa reynst í lagi. Ég
keypti minn bát fullbúinn. Það eru
gallar í tveimur bátum sem voru
keyptir plastklárir. Annar þeirra er
aUtof þunnur á stórum hluta, það
vantar efni í hann. í hinn bátinn
vantar bönd og dekkið situr ekki á
dekkfestingunum. Það hefur verið
erfitt að eiga við umboðsmennina
hér og eins við framleiðanda í Nor-
egi,“ sagði Eiríkur Ragnarsson.
-sme
Islensk kona
Norðurlanda-
meistari í
hjólreiðum
Jóhanna Jónsdóttir Lysgárd, ís-
lensk kona sem búsett er í Noregi,
varð Norðurlandameistari í hjólreið-
um í flokki 35 ára og eldri í keppni
sem haldin var í Hofors í Svíþjóð
dagana 11. og 12. ágúst.
Jóhanna hjólaöi tvær vegalengdir,
30 km, og var tími hennar á þeirri
leið 55 mín. og 18 sek, og hafnaði hún
í fyrsta sæti. Hún hjólaði einnig 60
km og var önnur í þeirri keppni á 1
klst. 52 mín.
Jóhanna keppti fyrir hönd Noregs
á mótinu en hún hefur margoft áöur
keppt á hjólreiðamótum og ávallt
verið í efstu sætunum.
Hún hefur verið búsett í Noregi
síðastUðin 16 ár, hún er fædd og upp-
aUn á Selfossi, dóttir Guðríðar Magn-
úsdóttur og Jóns Á. Hjartarsonar.
-J.Mar
Gamli miðbærinn:
„Þessi afgreiðsla borgarráðs, að Nú drepa þeir verslun í Kvosinni skyni.“
hafa Austurstræti áfram sem algerlega," segir Jón Siguijónsson, - Hvaö gera samtökin núna?
göngugötu, er rosalegt áfall fyrir stjórnarmaður í samtökunum „Þau geta ekkert gert. Þeir kaup-
okkur sem höfum starfað í samtök- Gamli mlðbærinn. menn sem eru í Kvosinni eiga eftir
unum Gamli miðbærinn og þrýst á - Var samtökunum lofaö fyrir aö hætta og hverfa annaö. Borgar-
aö opnað verði fyrir bílaumferð um kosningar að opnað yrði fyrir bíla- yfirvöld ætla greinilega aö gera
götuna. Til þess að verslun geti umferö í Austurstræti? miöbæinn að miöborg með börum,
þrifist í Kvosinni verður að leyfa „Viö fengum ekki beint loforð en pöbbum, næturlifi og opinberum
bílaumferö um allt Austurstrætiö. gefið var í skyn aö það væri kominn byggingum.“
Þaö þarf að hafa blóðstreymi í lík- meirihluti fyrir því aö gatna yrði -JGH
amanum til aö hann geti þrifist. opnuð fyrir bílaumferð í tílrauna-
Frægð Sykurmolanna verður til þess að ísland kemst víða í heimspressuna.
Grein um ísland í áströlsku blaði:
Miðnætursólin
gerir íslendinga
svona skrýtna
Andfætlingar okkar, Ástrahr, virð-
ast misvel að sér í íslenskum fræðum
ef marka má litla grein sem birtist í
dagblaði þar fyrir skömmu.
Það er hljómsveitin Sykurmolarnir
sem er tilefni greirfarinnar en þar er
fjallað um hvernig hljómsveitin fór
að því að fjármagna sína fyrstu
hljómplötu meö póstkortaútgáfu í til-
efni leiðtogafundar Reagans og Gor-
batsjovs árið 1986.
Síðan segir: „Landið, sem hljóm-
sveitin er frá, er á margan hátt skrý-
tið. Bjór er þar bannaður og það voru
hljóðfæri einnig, allt fram á 18. öld.“
í greininni segir að fólksfjöldi hér sé
240 þúsund sem sé minna en í Geel-
ong sem er lítill bær, rétt sunnan við
Melbourne.
Blaðið greinir einnig frá því að ein-
ungis séu um 50 íslendingar atvinnu-
lausir, að bóklestur sé með því mesta
sem gerist í heiminum og að hljóm-
plötufyrirtæki Sykurmolanna sé
með jafnmörg ljóðskáld og hljóm-
sveitir á mála hjá sér.
Eina skýringin, sem Ástrahrnir
geta fundið á allri þessari skrítnu
hegðun okkar íslendinga, er að mið-
riætursóhn fari svona með okkur!
-BÓl
Tannlæknar með tannréttingar sem sérgrein:
Tannréttingar gefa
milljón á mánuði
- sá hæsti með 1,7 mUljón króna mánaðarlaun
Tekjur tannlækna með tannrétt-
ingar sem sérgrein eru ekki af verri
endanum. Meðaltekjur þeirra sem
skoðaðir voru eru 914 þúsund krónur
á mánuði og sú efsta er með nærri
1,7 milljón krónur í tekjur á mánuði!
Helmingur þeirra sem teknir voru til
skoðunar höfðu um eða vel yfir millj-
ónina á mánuði. Tvö þeirra eru hins
vegar með hálfgert „vinnukonuút-
svar“ miðað við hina en tekjur þeirra
eru „aðeins" um 300.000 krónur á
mánuði.
Það verður að hafa í huga að svo
virðist sem áætlað sé á Gísla Vil-
hjálmsson sem lendir í öðru sæti á
hstanum. Einnig eru tannlæknar í
raun fyrirtæki frekar en einstakling-
ar og hér er því ekki aðeins um
launatekjur að ræða.
j fyrri dálkinum eru sýndar skatt-
skyldar tekjur á mánuði áriö 1989. í
seinni dálkinum eru þessar sömu
tekjur sýndar, framreiknaðar til
verðlags í ágúst 1990. Þá er miðaö við
hækkun framfærsluvísitölu sem
nemur 15,86% frá meðaltali ársins
1989 til ágústmánuðar 1990. Ekki má
blanda saman hugtökunum tekjur
og laun og einnig verður það að vera
ljóst að seinni dálkurinn sýnir fram-
reiknaðar tekjur í fyrra, ekki tekjur
þessara aðha í dag.
-PÍ
Tekjurá mán. '891 þús. kr. Áverðl. ágúst '901 þús. kr.
Guðrún Ólafsdóttir 1.448 1.678
Gísli Vilhjálmsson* 1.168 1.353
Ólafur Björgúlfsson 1.044 1.209
Helgi Einarsson 841 975
Þórður Eydal Magnússon 670 777
PéturH.ÓIafsson 593 687
Ólöf Helga Sigurðardóttir Brekkan 292 338
Ragnar MagnúsTraustason 250 289
Líklega áætlað á viðkomandi