Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. 3 Fréttir Islendingamir í Kúvæt: Vitum ekki annað en þau séu heil á húf i - seglr Hjalti, sonur Gisla Sigurössonar læknis „Við verðum bara að vona að allt sé í góðu lagi. Samt höfum við engar nákvæmar fréttir haft af þeim frá því á innrásardaginn,“ sagði Hjalti Gíslason, sonur Gísla Sigurðssonar, læknis í Kúvæt, og Birnu G. Hjalta- dóttur, þegar DV ræddi við hann um möguleikana á að foreldrar hans fái að yfirgefa hernámssvæði íraka í Kúvæt. „Það eina sem við vitum með vissu er að þau eru á lista sem sænska sendiráðið í Kúvæt hefur yfir Norð- urlandabúa þar í landi og að ekki er annað vitaö en það fólk allt sé heilt á húfi,“ sagði Hjalti. Hins vegar er ekki vitað hvar for- eldrar hans eru nákvæmlega staddir þessa stundina. Engar orðsendingar hafa gengið á milli þeirra og fjöl- skyldunnar hér heima og símasam- band er að sjálfsögðu rofið. „Við ætlum að reyna að koma ein- hveijum boðum til þeirra í gegnum sænska utanríkisráðuneytið, sem hefur enn telexsamband við sænska sendiráðið í Kúvætborg, en það eru þó einhverjar takmarkanir á skeyta- sendingum," sagði Hjalti. Á meðan ekkert fréttist bíða Hjalti og Þorbjörg og Halldór, systkini hans, hér heima hjá ömmu og afa og vona hið besta. „Við tölum um þetta ástand öll kvöld. Það er þó ef til vill best að hugsa sem minnst um þetta allt því það hjálpar ekkert. Það er ekki hægt að vera eins og milli vonar og ótta öllum stundum," sagði Hjalti. „Ég reikna með að faðir minn hafi snúið aftur til vinnu sinnar á sjúkra- húsinu enda er nóg fyrir lækna að gera eftir innrásina. Það er mögu- leiki að allir útlendingar verði sendir úr landi ef matarskortur kemur upp en það er líka möguleiki að írakar fari þá að beina spjótum sínum að útlendingunum." -GK Stórageröismorðið: Ákært í september Ákæra vegna morðsins, sem var framið á bensínstöð Esso við Stóra- gerði í Reykjavík, verður gefin út í september. Tveir menn eru í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Þeir hafa báðir játað að hafa verið á morð- staðnum. Hvorugur vill kannast við að hafa orðið stöövarstjóranum að bana. Morðið var framið að morgni 25. apríl í vor. Mennirnir tveir, Guð- mundur Helgi Svavarsson, 28 ára, og Snorri Snorrason, sem er 34 ára, hafa játað að hafa verið á bensínstöð- inni þegar morðið var framið, eru báðir í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins. Þeim hefur verið gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 26. september næstkomandi. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari segir að stefnt verði að því að gefa út ákæru áður en gæsluvarð- haldsúrskurðirnir renna út. -sme Skoðanakönnun Skáís: Þriðjungur styður stjórnina Samkvæmt skoðanakönnun Skáís, sem gerð var um helgina, styður rétt rúmur þriðjungur þeirra sem tóku afstöðu ríkisstjórnina. Þetta er nokk- uð minni stuðningur en fram kom í könnun DV fyrr í mánuðinum. Þá sögðust 43,4 prósent styðja ríkis- stjórnina en þau voru ekki nema 34,3 prósent hjá Skáís. Fylgi einstakra flokka er mjög svip- að í könnun Skáís og var í könnun DV. Sjálfstæðisflokkurinn er með 51,8 prósent, Framsókn 15,7 prósent, Alþýðubandalagið 11,6, Alþýðuflokk- urinn 9,9 prósent og Kvennalistinn 8,9 prósent. Þessi könnun virðist því styðja meginniðurstöður könnunar DV. Fylgi Framsóknarflokksins hef- ur minnkað undanfarna mánuði og sömuleiðis Kvennahstans, sem er ekki svipur hjá sjón miðað við bestu útkomu hans í skoðanakönnunum á kjörtímabihnu. Þá virðist mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins vera nokkuð stöðugt. -gse Fomlelfagröfturinn á Ströndum: Þúsund ára gamalt skálarbrot úr tálgusteini fannst á Gjögri Regina Thorarensen, DV, Gjögri Ég fékk Emil Bóasson, sem vinnur hjá framkvæmdastofnun og var hér á ferð um helgina, með mér norður í TrékylUsvík til fomleifafræðing- anna sem halda til í hinni skemmti- legu skólastjóraíbúð á Finnbogastöð- um. Emil fékk ég sem túlk til að tala við hina prúðu fornleifafræðinga sem eru af báðum kynjum. Ég verð að segja að ég dáðist að því hvemig þeir geyma brotin sem þeir fundu. Þeim var innpakkað eins og um guU og silfur væri að ræða á vandvirkasta hátt. Pakkað í mjúkan pappír fyrst, síðan bómuU og álpapp- ír utan um og ekki hægt að gera þetta betur. Við ræddum við Tom Amorosi, yfirmanninn í fornleifagreftrinum hér, en hann er frá fornleifadeUd Hunter-háskóla í New York. Viðtalið er svona orðrétt eins og Emil túlkaði það fyrir mig. Spuming: Hefur eitthvað markvert fundist? Tom: Markverðast er skálarbrot úr tálgusteini sem við fundum í botni bæjarhólsins á Gjögri. Brotið er frá því um árið 1000. Spurning: Hvað funduð þið í Akur- vík? Tom: Allt bendir til að Akurvík hafi verið útgerðarbær um 1400. Spurning: Hvemig hefur vinnan gengið? Tom: Vegna málareksturs, sem flestir þekkja úr fjölmiðlum, urðum við að ljúka 2 mánaða vinnu á einum mánuði. Spurning: Hvað gerðist í Bæ í Tré- kyllisvík? Tom: Það var allt á misskilningi byggt. Við ætluðum bara að teikna kort af bæjarsvæðinu. Spurning: Hvemig finnst ykkur fólkið hér í hreppnum? Tom: íslendingar eru mjög hjálp- fúsir, vingjarnlegir og hreinskiptnir á öllum sviðum. Ég hef unnið hér í fimm ár og líkar sérlega vel við ís- lendinga og einkum fólkið í Árnes- hreppi. Það er alveg frábært og að- búnaður með því besta sem ég hef haft hér á landi. M0BLER FAX 91-673511 SIMI 91-681199 BILDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVIK ■■"IF... MiRumTm I haust leggjum við áherslu á sterk, falleg og nytsöm húsgögn frá Þýskalandi fyrir ungt fólk. línan fyrir ungt fólk er sýnd í 5 mismunandi gerðum og viðarlitum. Ertu ungur - Fáðu þér - Jugend. REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.