Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. Fréttir DV Sjálfstæðismenn á leið 1 prófkjör: Vonin um kosningasigur hægir á endurnýjuninni - Davíð í fyrsta sæti í Reykjavík eftir prófkjör Hér ræðast þeir Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson við en margir sjálf- stæðismenn vænta glæsilegs sigur undir þeirra stjórn. Sjálfstæðismenn eru nú óðum famir að huga að undirbúningi al- þingiskosninga og verður valið á framboðslista flokksins í haust en að öllu óbreyttu verður kosið í apríl á. næsta ári. Líklega verður prófkjör í öllum kjördæmum nema Norður- landskjördæmi vestra en þar fór fram skoöanakönnun í fyrra. Verður hún látin duga en þar var niðurstað- an að Pálmi Jónsson alþingismaður yrði í 1. sæti en Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs, í 2. sæti. Sjálfstæðismenn á Suðurlandi hafa ákveðið að hafa prófkjör 27. október og gæti reyndar farið svo að fleiri yrðu með prófkjör þennan dag eða allavega sömu helgi. Lítil endurnýjun Eins og staðan er í dag er útlit fyr- ir að ákaflega lítil endumýjun eigi sér stað í þingliðinu. Horfa menn gjarnan til þess að skoðanakannanir spá flokknum mikili fylgisaukningu. Umsjón: Sigurður Már Jónsson Er greinilegt að menn em að gæla við að bæta allavéga sjö til átta þing- mönnum við en þingmenn flokksins em nú 18. Einn viðmælandi úr ung- liðahreyfingu flokksins sagði að von- in um stóran kosningasigur myndi án efa hægja á endumýjunni. D-dagur Samkvæmt heimildum DV hefur komið til tals að hafa prófkjör Sjálf- stæðisflokksins um allt land á sama degi - nokkurs konar D-degi. Þykir ýmsum að það geti fært meiri stíl yfir valið. Þetta mun helst stranda á því aö það er engin ein valdastofnun í flokknum sem hefur vald til að ákveða það því það eru kjördæmis- ráðin í hverju kjördæmi sem ákveða hvort prófkjör verður í viðkomandi kjördæmi. Davíð efstur Flestir telja næstum víst að Davíð Oddsson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, verði efstur í Reykjavík og skiptir þá engu hvort prófkjör verður eða ekki. Benda menn á að það verði feikisterk staða fyrir flokkinn að hafa borgarstjórann í 1. sæti og gæla jafnvel við að flokkurinn bæti við sig tveimur mönnum þar og nái inn átta mönnum í Reykjavík. Þá er talað um að það hafi verið hluti af þeim samn- ingum sem gerðir voru við varafor- mannsskiptin að Davíð yrði tryggt efsta sætið. Gera má ráð fyrir að Friörik Sophusson, fyrverandi vara- formaður og núverandi 1. þingmaður Reykvíkinga, verði í 2. sæti. Engin núverandi þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík ætlar að hætta. Væntanlega verður sótt að sumum þeirra og eru sérstaklega nefnd til Ragnhildur Helgadóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson og Guð- mundur H. Garðarsson. Væntanlega mun baráttan þó helst standa um viðbótarsæti. Samkvæmt heimildum DV munu yfirgnæfandi líkur á að Ingi Björn Albertsson alþingismaður bjóði sig fram í Reykjavík. Faðir hans, Albert Guðmundsson, er á leiðinni til lands- ins fljótlega og er ekki ólíklegt að hulduherinn verði ræstur til að tryggja Inga Birni öruggt sæti. Þá heyrist það meðal sjálfstæðismanna að það væri ágæt aðferð til að innsigla sáttina við Albert að veita Inga Bimi gott brautargengi. Þá er ljóst að margir af fyrrverandi vonbiðlum flokksins munu reyna og má þar nefna Sólveigu Pétursdóttur, núverandi varaþingmann, og Sigur- björn Magnússon, lögmann og fyr- verandi framkvæmdastjóra þing- flokks sjálfstæðismanna. Einnig leggja frjálshyggjumenn í flokknum áherslu á að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur bjóði sig fram og mun hann vera að íhuga framboð þessa dagana. Sömuleiðis er Hreinn Lofts- son nefndur til sögunnar. Þá er vitað að ungir sjálfstæðismenn vilja koma einhverjum sinna manna að. Óbreytt á Reykjanesi Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, þau Matthías Á. Mathie- sen, Ólafur G. Einarsson og Salome Þorkelsdóttir munu öll ætla að bjóða sig fram aftur. Þó að það veki ekki mikla hrifningu meðal allra þá eru líkur á að þau haldi sínum sætum. Ljóst er að Ellert Eiríksson, sem er núverandi varaþingmaður flokks- ins, mun ekki verða í framboði en hann er nú orðinn bæjarstjóri í Keflavík. Þá er ólíklegt talið aö þeir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, og Gunnar G. Schram lagaprófessor verði í framboði en allir þessir þrír voru óánægðir með sinn hlut síöast. Hreggviður Jónsson alþingismaður er ekki talinn líklegur til stórræða í prófkjöri á Reykjanesi. Margir bjuggust við að Friðjón Þórðarson alþingismaður myndi hætta á Vesturlandi en nú þykir víst að hann muni ætla að halda sæti síhu. Sjálfstæðismenn horfa mikið til Stnrlu Böðvarssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, en hann leiddi flokk- inh til glæsilegs sigurs þar í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. Þykir staða hans sterk og er talið aö mikill slagur gæti orðið á milli hans og Frið- jóns um 1. sætið. Gömlu mennirnir áfram á Vestfjörðum Sérkennileg staða er komin upp á Vestíjöröum en þar áttu flestir von á rótttækri endurnýjun. Hins vegar hafa þeir Matthías Bjarnason og Þor- valdur Garðar Kristjánsson lýst yfir áhuga sínum á að sitja áfram. Mælist framboð Þorvaldar misjafniega fyrir en hann er nú um sjötugt og vilja margir að hann hleypi yngri manni að. Þorvaldur hefur hins vegar unnið ötullega að framboði sínu undanfarið og minnir menn gjaman á að Konrad Adenauer, fyrsti forseti þýska Sam- bandslýðveldisins, hafi verið um sjö- tugt þegar stjórnmálaferill hans hófst. Þá eigna margir Vestflrðingar honum Dýrafjarðarbrúna sem nú er verið að smíða. Matthías er sagður vilja hætta en hyggst verða áfram ef Þorvaldur verður í framboði. Óhklegt er talið að Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveit- endasambandsins, verði í framboði þó enginn efist um styrk hans. Einar K. Guðfinnsson, varaþingmaður í Bolungarvík, er líklegur vonbiðill þó erfiðleikar í fyrirtækjarekstri hans spilli fyrir. Hrafnkell öflugur á Austfjörðum Hægt er að fara hratt yfir sögu á Norðurlandi eystra en þar er Halldór Blöndal fastur fyrir og sömuleiðis er Tómas Ingi Olrich menntaskóla- kennari talinn öruggur í 2. sæti. Á Austurlandi gæti hins vegar orð- ið nokkur breyting í efstu sætum þó líklegast sé talið að Egill Jónsson fái 1. sætið. Margir telja líldegt að Hrafnkell Jónsson, verkaiýðsfröm- uður á Eskifirði, verði í 2. sæti og hirði þar með þingsætið af Kristni Péturssyni sem datt inn á þing þegar Sverrir Hermannsson varð banka- stjóri. Á Suðurlandi er formaður flokks- ins, Þorsteinn Pálsson, ömggur um efsta sætið. Þeir Eggert Haukdal al- þingismaður og Árni Johnsen blaða- maður hafa marga hildi háð og Egg- ert oftast haft betur. Þeir munu án efa berjast eina ferðina enn. I dag mælir Dagfari I fréttatíma sjónvarps í fyrra- kvöld vakti það langmesta athygli áhorfenda að formaður Hins ís- lenska kennarafélags, Eggert Lár- usson, lét þess getið að kennara- stéttin væri ekki nógu kurteis. Ver- ið var að spyrja Eggert um við- brögð kennara í kjölfarið á bráða- birgðalögunum, enda munu kenn- arar vera að hittast þessa dagana til að undirbúa kennslustarfið í vetur. Eggert svaraði því aðallega til að kennarar hefðu ekki tamið sér íslenska kurteisi sem skyldi og nú stæði til að ráða bót á því. Heilsa öllum nemendum með handa- bandi, spyrja almæltra tíðinda og inna hvem og einn um heilsufar nákominna. Auk þess kvað Eggert kennara þurfa að fara að lögum og mundu þeir einbeita sér að því í haust og í vetur að kynna sér lög og fara eftir þeim. Það er dálaglegt að heyra, ef rétt er, að kennarar kunni hvorki lög né kurteisi. Ekki er annað hægt en gagnálykta út frá oröum formanns- ins og komast aö þeirri niðurstöðu að kennarar hafi haft uppi dóna- skap við nemendur sína og viðmæl- endur í háa herrans tíð og auk þess virt lög að vettugi. Að öðram kosti þyrftu kennarar varla að tileinka Kurteisi kennara sér nýja framkomu og lögmæta siði, ef þeir hefðu hingað til verið kurteisir og löghlýðnir. Það er sem sagt ljóst að íslensk börn og ís- lenskir unghngar hafa veriö alin upp í skólakerfinu án þess að hafa hugmynd um kurteisisvenjur eða muninn á réttu og röngu. Er nema von að uppeldið hafi farið forgörð- um og unga kynslóðin sé baldin þegar allan aga hefur skort í námið og kennsluna? Hvernig geta kennarar ætlast til þess að fá kauphækkanir þegar þeir hafa ekki einu sinni kunnað venjulega mannasiði? Hvernig get- ur heil stétt farið fram á bætta kjarasamninga þegar stéttarmeð- limir kunna ekki skil á lögum og verða nú að taka sér tíma í að kynna sér lög og reglur sem hingað til hefur ekki verið farið eftir? Það var svo sannarlega tímabært hjá ríkisstjórninni að setja bráöa- birgðalög á þetta fólk og koma því niður á jörðina. Kennarar segjast ekki lengur taka heimavinnuna með sér heim. Þeir ætla að neita að matast í skól- unum vegna ófullnægjandi matar- aðstöðu og þeir segjast ekki lengur lána ríkinu og skólunum ókeypis afnot af tölvunum sínum. Þeir ætla að taka sér tíma að heilsa nemend- unum og halda tíða fundi í skólun- um til að kynna sér lögin. Allt mun þetta væntanlega bitna á kennsl- unni og nemendunum sem hingað til hafa ekki átt því aö venjast að kennarar sýndu þeim kurteisi. Sú hefnd kemur engum á óvart, enda hafa kennarar farið í árleg verkfóll og lagt skólastarf í rúst fyrir hveijum árganginum á fætur öðrum. Nemendur eiga ekkert gott skilið og það er rétt mátulegt á krakkana að gjalda fyrir bráð- birgðalög ríkisstjórnarinnar með óþolandi kurteisi og brenglaðri stundaskrá af hálfu kennara. Það mun ríkja neyðarástand í skólunum í haust, ef og þegar kennaraliðið fer að stunda kurteisi í stað kennslu og heldur uppi fræðslustarfi fyrir sjálft sig í stað nemendanna. Enda er Dagfari þeirrar skoðunar að það séu kenn- arar en ekki nemendur sem hafi þörf fyrir nýrri skólagöngu, þegar fullorðið fólk í þeirra hópi vill læra mannasiði á gamals aldri. Allt er skólastarfið á íslandi að þróast með þessum hætti til nútím- ans. Nemendur fá ekki kennslu vegna skæruhernaðar hjá kennur- um. Kennarar hafa ekki lengur efni á að kenna vegna þess að ríkisvald- ið tímir ekki að greiða þeim mann- sæmandi laun. I skólunum verður kennsla að mestu lögð niður en í staðinn koma verkfóll, fundarsetur og leiðbeiningar í mannasiðum. Kurteisin verður svo yfirmáta full- komin að kennarar og nemendur taka upp þéringar á ný á milli þess sem sögð eru almælt tíðindi af heilsufari og veðurfari. Löghlýðni verður í algleymingi og upp munu spretta einkaskólar þar sem efn- ilegir nemendur munu geta bætt sér það sem upp á vantar í skyldun- áminu. Á endanum sitja skólamir uppi með kennara en enga nem- endur, enda hafa nemendur alltaf verið til ama fyrir kennara sem eru í skólunum fyrir sjálfa sig en ekki nemendur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.