Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 8
Útlönd MIÐVIKUDAGÚÍÍ' lð.‘ J^Cítfsf 1990. DV Hussein vingast við írani með vopnahléi 1988. Friðarsamning- ar hafa ekki verið undirritaðir. íran- ir segja íraska hermenn hafa her- numið 2,600 ferkílómetra af þeirra landi frá því að vopnahléð var sam- þykkt. Hafa íranir krafist brottflutn- ings hermannanna og sett hann sem skilyrði fyrir friðarsamningum. Hvor aðili um sig hefur nú í haldi um 100 þúsund stríðsfanga. Allar til- raunir til að fá þá lausa hafa verið árangurslausar vegna tortryggni hvors í garðs hins. Stjórnarerindrekar í Bagdad tjáðu Reuterfréttastofunni í morgun að íraskir samningamenn hefðu þegar lagt af stað til Teherans í íran til að ræða hið óvænta boð Saddams Hus- sein um lausn á áratuga langri deilu við írönsk yfirvöld. Reuter Saddam Hussein Iraksforseti til- kynnti í morgun að hann hygðist hefls brottflutning íraskra her- manna frá íran og láta lausa íranska stríðsfanga. Auk þess kvaðst hann viðurkenna landamærasamning ríkjanna frá 1975 þar sem kveðið er á um að landamærin liggi um hina umdeildu Shatt al-Arab siglingaleið. í yfirlýsingu hans sem var lesin í útvarpinu í Bagdad sagði að írakar byðu Irönum heildarsamkomulag til þess að þeir gætu beint kröftum sín- um að öðru. Þykir augljóst að forset- inn hafl átt við herflutninga Vestur- landa á Persaflóa. Samkvæmt yfirlýsingunni hefst brottflutningur írösku hermann- anna frá íran á fostudaginn og verða aðeins lögreglumenn og landamæra- verðir eftir við landamærin. íran og írak áttu í stríði í átta ár og lauk því Saddam Hussein, forseti Iraks. Hann vill nú vingast við írani. Simamynd Reuter Shatt al-Arab siglingaleiðin hefur lengi verið ágreiningsefni írans og Iraks. Hussein hefur nú viðurkennt að landamæri ríkjanna liggi þar um. Svíar heimta tryggingu Heimildarmenn innan sænska ut- anríkisráðuneytisins hafa tjáð sænsku fréttastofunni TT að Svíar í Kuwait fari ekki þaðan fyrr en írösk yfirvöld hafi tryggt þeim örugga flutninga. Sænska sendiráðið í Kuwait gætir hagsmuna íslending- anna sem eru í Kuwait. í sænska utanríkisráðuneytinu segja menn að írösk yfirvöld hafi ekki svarað bréfi sænskra yfirvalda þar sem þau krefjast þess að sænskir ríkisborgarar fái að fara frjálsir ferða sinna frá Kuwait og írak. íraski sendifulltrúinn í Svíþjóð fullyrðir hins vegar að Svíar hafi fengið svar. Sænska utanríkisráðuneytið hefur heldur ekki fengið sams konar til- kynningu og Vestur-Þjóðverjar fengu á mánudaginn. í þeirri tilkynningu var því vísað á bug að útlendingar fengju að fara fijálsir ferða sinna. írakar hafa tilkynnt að erlendum sendiráðum í Kuwait verði lokað í síðasta lagi 24. ágúst en sendiráðs- starfsmenn munu verða um kyrrt eftir það ef þeim verður ekki vísað úr landi. Embættismenn aðildarríkja Evr- ópubandalagsins tilkynntu í gær að stjórnarerindrekar landa þeirra myndu ekki yfirgefa sendiráð sín í Kuwait á meðan þegnar aðildarríkj- anna væru í landinu. írakar hafa sagt að óbreyttir borgarar geti einnig farið til íraks þar sem eru erlend sendiráð, að því er embættismaður í danska utanríkisráðuneytinu sagði. Hann sagði einnig að Danir vildu tryggingu fyrir því að óbreyttir borg- arar fengju að fara frá írak ef þeir yrðu fluttir þangaö. TT og Ritzau Bush samþykkir vopnaflutninga á laun Bandarískir sjóliðar svipast um eftir tundurduflum á Omanflóa. Simamynd Reuter Jórdaníukoniingur ræðir við Bush - Öryggisráðið fundar um alþjóðlegan heraíla George Bush Bandaríkjaforseti hefur á laun samþykkt flutninga orr- ustuþotna og eldflauga að andvirði milljarös dollara til Egyptalands. Þetta kom fram i bandaríska dag- blaðinu The Washington Post í dag. Bandaríska þingið þarf að sam- þykkja vopnaflutningana og íjárveit- ingu fyrir þeim . I fréttinni var það haft eftir emb- ættismönnum að í Hvíta húsinu væru menn einnig að íhuga aukna vopnasölu til Saudi-Arabíu, Oman, Bahrain, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Marokkó og Tyrk- lands. Öll hafa þessi lönd samþykkt viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak. Reuter Spumingin um það hver eigi að vera í forystu fyrir alþjóölegum her- afla undir fána Sameinuðu þjóðanna við Miðausturlönd virðist nú vera helsta ágreiningsefnið í Persaflóa- deilunni. Fastafulltrúamir fimm í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hittust í Washington í gær til þess að ræða myndun alþjóðlegs herafla sem framfylgja á viðskiptabanni Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn írak. Boðað var til fundarins eftir að nokkrir fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna lýstu yfir áhyggjum yfir ákvörðun Bandaríkjanna um að hindra ferðir skipa til og frá írak til þess að framfylgja viðskiptabanninu. Ágreiningur er um hvaða aöferðum beita má til að framfylgja banninu. Spennan á Persaflóasvæðinu fer nú stöðugt vaxandi. George Bpsh Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann sæi enga diplómatíska lausn á Persaflóadeilunni í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en viðskipaþvinganir gegn írak fæm að hafa áhrif. Hussein Jórdaníukonungur er nú kominn til Bandaríkjanna til að ræða við Bush forseta. Ekki er ólíklegt að hann hafi í farteskinu bréf frá Sadd- am Hussein íraksforseta til Banda- ríkjaforseta. Hussein Jórdaníukon- ungur kom beint frá viðræðum við íraksforseta. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hafði það eftir jórdönskum heimild- armönnum aö í bréfinu lýsti Saddam Hussein yfir vilja sínum til að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu til að ræða brottflutning íraskra her- manna frá Kúvæt. Hussein setur það skilyrði fyrir ráðstefnunni að Banda- ríkin íjölgi ekki bandarískum her- mönnum við Persaflóa. í Hvíta hús- inu hafa menn ekki viljað tjá sig um frétt sjónvarpsins. Bandaríkjastjórn hefur boðist til að aðstoða Jórdaníu ijárhagslega ef með þarf vegna stöðvunar flutninga til og frá Irak gegnum Jórdaníu. Flutningabílar héldu í gær áfram feröum sínum frá hafnarborginni Aqaba í Jórdaníu. Varnarmálaráðherra ísraels, Mos- he Arens, útilokaði í gær aðild ísra- ela að hafnbanni á Aqaba í því skyni að stöðva vöruflutninga til Iraks. Sagðist Arens ekki sjá ástæðu til þess þar sem á svæðinu væri stór floti Bandaríkjanna og Evrópulanda. Hefur Bush Bandaríkjaforseti sagt að það gæti orðið nauðsynlegt að setja hafnbann á Aqaba til þess að skera á helstu líflínu íraka. Eigendur norsks flutningaskips sögðu frá því á mánudaginn að lög- reglan í Aqaba hefði í síðustu viku neytt áhöfn skipsins til að landa farmi sem fara átti til íraks. Hafði áhöfnin hætt við uppskipun til að framfylgja viðskiptabanni Samein- uöu þjóðanna. Yfirvöld í Póllandi tilkynntu í gær að íraskt flutningaskip, sem er á leið til Aqaba, gæti verið hlaðiö pólskum vopnum. Bandarísk sjónvarpsstöð skýrði frá því í gær að verið gæti að vestræn herskip myndu stöðva flutn- ingaskipið á næstu dögum. Reuter Vel vopnum búinn hermaður um borð í bandaríska skipinu Antietam. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.