Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990.
Lesendur
13
Eru feður óábyrgir?
Gísli skrifar:
Samkvæmt uppgefnum tölum
ábyrgra aðila verða u.þ.b. 600
krakkar skilnaðarbörn árlega á ís-
landi. Samkvæmt skrifum kvenna,
m.a. í lesendadálkum DV, ættu þau
sjálf, foreldrar þeirra eða stjórn-
völd ekki að þurfa að velta rétt-
indamálum skilnaðarbarns fyrir
sér varðandi forsjármálefni eða
önnur kjör eftir skilnað foreldra
og oftast þýðir þetta röskun eða
upplausn heimilis.
Sett hefur verið fram einfóld
kenning um „náttúrleg eignar-
haldsyfirráð kvenna gagnvart af-
kvæmum sínum“ sem á að öðlast
sérstakt gildi við skilnað. Sam-
kvæmt þessari kenningu skipta
málavextir engu, viljaafstaða barns
er ómerk, samráðsskylda foreldra
við stálpuð börn er úr sögunni,
réttur barnsins verður enginn. -
Óþarfi er að blanda opinberum
úrlausnaraðilum í forsjármál
skilnaðarbarna því að varla vinna
þeir gegn sjálfum „náttúrulögmál-
unum“.
Sú kenning, að afnema beri
mannréttindi barna og unghnga í
samræmi við ofanskráð „náttúru-
lögmál" nú árið 1990, felur í sér
stuðning við það sjónarmið sumra
karlmanna að þeir hafi enga
ábyrgð eða skyldur við börn sín,
þ.e. að böm hafi engar kröfur að
gera til ástar og umhyggju feðra
sinna.
Viss tegund karla og viss tegund
kvenna getur áreiðanlega samein-
ast um að vanvirða einstaklingsrétt
barna með því að afla fylgis við
hleypidóma um kynjahlutverk
gagnvart börnum, alhæfa með stoð
í ókennilegum náttúrulögmálum
um eignaryfirráð kvenna gagnvart
börnum og unglingum.
Sem betur fer eru þau þó fleiri,
konur og karlar, sem hafna slíku
bulli og líta á svona kenningar sem
annarlegan tilbúnað og árás á
mannréttindi barna og unglinga
sem saklaus verða vitni að skilnaöi
foreldra.
Þvert á móti ber að efla ábyrgðar-
tilfinningu karlmanna gagnvart
afkvæmum sínum og að efla rétt
barns til að njóta þess besta sem
faðir þess hefur að bjóða. Við vissar
kringumstæður er hagsmunum
barna sannanlega best borgið hjá
fóður í kjölfar skilnaðar.
Andstaða við að gera skilnaðar-
barni kleift að njóta fóðurforsjár
við þær aðstæður að það sé i sam-
ræmi við tilfinningaþarfir barnsins
og aðra hagsmuni þess er annarleg
árás á grundvallarréttindi barns.
Elftingin:
Lækningajurt og fjársjóður
Hellen L. Georgsdóttir hringdi:
Ég var að lesa bréfið um elftinguna
í DV í dag, Illviðráðanlegt „illgresi".
Máhð er það að hér er um að ræða
algjöra búbót fyrir bændur, t.d. þá
er stunda sauðfjárbúskap, vegna eig-
inleika elftingar á ullina. - Elftingin
er nefnilega einstök gæðaplanta fyrir
húð og hár.
Framleiddar eru töflur sem nefnast
„sihca“, þær eru ætlaðar þeim sem
vilja fá fegurri húð og ræktarlegt
hár. Þessar töflur eru eingöngu
framleiddar úr jurtinni elftingu.
Einnig er elftingin mjög góð til að
nota í jurtate, ekki síst ásamt með
blóðbergi. í bókinni íslenskar lækn-
ingajurtir fær elftingin stjörnu fyrir
lækningamátt sinn.
Þeim sem þekkja th Haralds
hárfagra og halda að hann hafi feng-
ið hárvöxt sinn með kúahlandþvotti
eða öðrum álíka seinni tíma meðul-
um skal bent á hitt að hann er sagð-
ur hafa drukkið jurtaseyði af elftingu
hvern morgun og notað hana sem
bragðbæti í salöt sín. í Svíþjóð eru
heilu akrarnir til staðar vegna
vinnslu úr elftingu. Hún er því ekki
eins mikið „illgresi" og sumir kynnu
að halda.
Karlmennska
„Þakklátur“ skrifar:
Til er fólk sem veit vömm sína. Og
ávaht munu verða til lýti á þjóðfélag-
inu. Hugsandi menn munu aldregi
þurfa að rýna í skarann til þess að
þekkja hin göhuðu fljóð. - Þau munu
ávallt, með atferh sínu, aðferðum og
ágangi verða deginum ljósari og
verða th th þess að útskúfa sjálf sig
og læða efanum að eigin hjarta sem
og þeirra er ef th vill báru eitt sinn
hug th þeirra.
Og síst þarf íslensk karlþjóð að ef-
ast um eigið ágæti, hvað þá að verða
vandræðaleg er úrköst suðrænna
þjóða ná, fyrirhafnarlaust, að ota sín-
um tota í skaut síðri kvenna. - Og
má hver maður vita að betri flokkun-
arleið er ekki til staðar, því að meö
sanni má segja: Gott er að vita að
hverju skal gengið. - Lifið heilar.
ÓLAFSFJÖRÐUR
Nýr umboðsmaöur okkar frá 13. ágúst er Elfa Hann-
esdóttir, Bylgjubyggð 5, sími 96-62105.
BJORWwHOLUN,
HF.
HELDUR UPPIFJORI
ALLA DAGA
VIKUNNAR
Miðvikudagur 15. 8. kl. 18-1.00
Ann Anderssen og Einar Jónsson leika fjöruga
kántrítónlist o.fl.
Fimmtudagur 16. 8. kl. 18-1.00
Einar Jónsson og Torfí Ólafsson leika hressa
tónlist fyrir þá sem eru að undirbúa helgina
með smáforskoti.
Munið dansgólfíð þar sem léttir snúningar eiga
sér stað og ástin blómstrar.
Snyrtilegur klæðnaður
BJOR ¥3 HOLUN
HF.
GERÐUBERGII
111REYKJAVÍK SIMI75B00
Skilafrestur er til 1. september
0G FERÐAMÁLAÁRS EVRÓPU1990
FF.RDASKRIFSTOFA ÍSLANDS BSÍ f11 ini fifup
1 r LL/uLC/L//n
iðfangsefni keppninnar er ferðalög og útivist og verða myndirnar að tengjast
því efni á einhvern hátt. Þær geta verið bæði svarthvítar og í lit eða litskyggnur
af ferðalögum og útivist innanlands sem utan. Glæsilegir vinningar eru í boði
fyrir bestu myndirnar.
1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flugleiðum.
Innifalin er hótelgisting mcð morgunverði í
þrjár nætur.
2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo til áætlunar-
staða Flugleiða innanlands.
3. Dvöl á Edduhóteli, Ferðaskrifstofu íslands.
að eigin vali fyrir tvo, gisting og morgun-
verður í fimm nætur.
4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með
sérleyfisbílum BSÍ.
5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk með Ferða-
skrifstofu BSÍ og Austurleið.
6. -10. Bókaverðlaun.
enda skal myndirnar til DV fyrir 1. september og merkja þær:
Ljósmyndasamkeppni, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Með myndunum skal fylgja lokað umslag með nafni, heimilisfangi
og'símanúmeri þátttakenda.
Sú mynd, sem verður í fyrsta sæti í þessari ljósmyndakeppni, mun taka þátt í sérstakri keppni á
vegum Ferðamálaárs Evrópu 1990 í Grikklandi seint á þessu ári. Þar munu ellefu Evrópuþjóðir
auk íslands keppa um bestu myndina um ferðalög og útivist.