Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. Nýr kafli verðbólgusögunnar: Að þora að stjórna Um fátt er meira rætt og ritað þessa dagana en bráðabirgðalög ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar á samningana við BHMR. Ekki hefur nein ríkisstjóm síðari ára hlotið haröari dóma né vandlætingu, enda hrópað á gatna- mótum að hún eigi þegar í stað að fara frá. Meira að segja hefur hún verið sökuð um stjórnarskrárbrot. Er þá mikið sagt. Hvers vegnar allur þessi gaura- gangur? Jú, hann er vegna þess að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur leyft sér að stjórna. Hún hefur leyft sér að koma í veg fyrir nýja óðaverðbólgu, leyft sér að veria að sá árangur aö ná þjóð- arógæfunni niður fyrir 10% fari í hundana. Þeir sem gagnrýna þessi bráða- birgðalög vilja sjálfsagt að verð- bólgan ríöi úr hlaði. Þá skilst mér að allt tal um þá gömlu grýlu sé út í hött hjá stórum hópi þjóðarinnar, ef marka má skoðanakannanir. Að minni hyggju er með þessum „óvinsælu" aðgerðum brotiö blað í sögu verðbólgunnar á íslandi. í fyrsta skipti á áratugi þori ríkis- stjóm að gera þaö sem þarf, vegna erfiðrar stöðu þjóðarbúsins, sem eru afleiðingar langvarandi stjórn- leysis. Það er ekki aðgengilegt að standa í sporum ráðherranna þessa daga, en „með illu skal illt út reka“. Bráðabirgðalög eru ekkert annað en neyðarráðstöfun og ekki til þeirra gripið, nema þegar velferð þjóðarinnar er í voða. Vissulega var hún þaö í þetta sinn. Það viður- kenna vel þenkjandi menn. Kjark þarf til Ríkisstjómin hefur að viðbættu áður sögðu, þó einkum einn eða tveir ráðherrar, verið sökuð um nánast gáfnaskort. Vissir ráðherrar hafi gert vonlausa samninga, sem þeir nú afturkalli með vafasömum bráðabirgðalögum (svo notuð séu ummæli úr málflutningi manna). Verra getur það varla orðið. Lítum lauslega á þessi ósköp. Þessir „ógáfulegu" samningar við BHMR voru gerðir eftir langt óhæfuverkfall sem bitnaði hvað harðast á æsku landsins. Skal ekki frekar farið út í þá sálma. Við slík- ar aðstæður er sjálfsagt auðvelt að gera axarsköft, mistök stór og smá. Enginn er svo fuUkominn að þau 'nendi ekki oftar en einu sinni á lífs- leiðinni. Margur verður svo vitur eftir á. Það er auðvelt en er raunar merki um veikleika og lýðskrum. Hvað sem þessum samningum líður, sem hugsanlega hafa verið mistök, þá er hitt ekki síður stað- reynd að allir verða menn að meiri við að viðurkenna mistök sín. Til þess þarf kjark. Þá fyrst kemur manngildið best í ljós. Þá eru tekn- ar ákvarðanir sem lítt eru til þess fallnar að auka hróður manna. Hljóta slíkir menn ófrægingu stórra hópa. Þrátt fyrir það taka þeir hana á sig vegna þess að þeir < eru sannfærðir um að það sé þjóð- inni fyrir bestu. Ég er þeim fyllilega sammála. Og þegar áróðursraddirnar hljóðna, rámar af vígorðahrópum yfir landslýð, munu þessar ráðstafanir sýna réttmæti sitt. Við það eru sumir hræddir, kosningar aö vori. Það er ömurlega grátbroslegt að sjá og heyra ábyrga menn í þjóð- félaginu útblásna af vandlætingu yfir þessum margnefndu bráða- birgðalögum. Raunar hægt að sjá krókódílatár seytla niður vangana. Svo langt gengur valdafíknin að menn víla ekki fyrir sér að segja ráðherra núverandi ríkisstjórnar traðka á lýðræðinu. Þeir séu stjórnarskrárbrotamenn, hvorki meira né minna! „Rikisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur frá haustdögum 1988 fikrað sig hægt og bítandi út úr verð- bólgunni," segir greinarhöfundur m.a. KjaUarinn Guðjón Sveinsson rithöfundur Til hvers eru ríkisstjórnir? Ég álít að þær fái umboð meiri- hluta landsmanna til að stjórna landi og lýö gegnum meirihluta Alþingis. Ef þeim meirihluta mis- tekst geta landsmenn afturkallað umboðið að fjórum árum liðnum, afhent það frambjóðendum sem þeir álíta að muni stjórna betur. Þetta er lýðræði, byggt á stjómar- skrá. Æðstu völd landsins em hverju sinni í höndum meirihluta Alþingis. Um það mega menn ekki efast. Aftur á móti er það hættulegt lýð- ræðinu ef þrýstihópar ætla sér með öllum tiltækum ráðum að ná sínu ' fram, svífast ekki að koma óorði á ráðherra máli sínu til framdráttar. Lýðræði er fagurt og gott hugtak. En það er vandmeðfarið eins og „Ekki fer á milli mála að ef ríkisstjórn- in hefði misst kjarkinn nú væri þjóðin 1 algjörri upplausn. Þá myndu „hetjur ríða um héruð“ með verðbólguflagg við hún.“ flest sem fágætt er. Þess vegna er hægt að kalla fram stjórnleysi í skjóli lýðræöis, ef fólk heldur ekki vöku sinni. Múgsefjun gegnum fjöl- miðla er varasöm lýðræðinu, skoð- anakannanir hættulega mótandi, en hlutlaus, yfirvegaður frétta- flutningur einn af hornsteinum þess. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur frá haustdögum 1988 fikrað sig hægt og bítandi út úr verðbólgunni. Mér og fleirum hefur stundum fundist hægt miða og vissulega hefði t.d. mátt hraða vaxtalækkunum. Þrátt fyrir þenn- an hægagang, sjá landsmenn þetta Síðasta misseri umtalsverðan ár- angur. - í ljósi þessa árangurs setti núverandi ríkisstjórn umrædd bráðabirgðalög. Hefði hún ekki gert það, þá átti hún skilyrðislaust að fara frá - og það við lítinn orðstír. Þá var hún að svíkja almennt launafólk í landinu, sem hefur á hljóðlátan hátt beðið eftir hvað út úr starfi þessarar ríkisstjómar komi. Þaö eru sjálfsagt hinir óákveðnu í skoð- anakönnunum. Þeir bíða næstu kosninga. Kannski kemur út úr þessu stjórnarsamstarfi raunverulegur jafnaðarmannaflokkur. Kannski verða þessir atburðir til þess að verkafólk átti sig á þeim sannind- um að ekkert annað en öflugt, póli- tískt afl inni á gafli Alþingis geti veitt því brautargengi, varið kaup- mátt þess, verið brjóstvörn til nýrr- ar sóknar til jöfnunar lífsgæða. Eyjólfur hressist Eg var satt að segja farinn að verða uggandi „hvort Eyjólfur myndi hressast". Ekki fer milli mála að ef ríkisstjórnin hefði misst kjarkinn nú væri þjóðin í algjörri upplausn. Þá myndu „hetjur ríða um héruð“ með verðbólguflagg við hún. Þeir ríku héldu áfram auð- söfnun sinni, undirstöðuatvinnu- vegirnir og fólkið sem við þá vinn- ur enn fátækara. Ég óska ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tU hamingju með þennan siðferðilega sigur. Bráða- birgðalög eru slæm, en geta veriö síðasti kostur meðan siglt er á lygn- ari sjó. Þá koma dagar og ráð. Ég vona fastlega að fólk átti sig á hversu farsællega rættist úr þess- um vanda og þessi ríkistjórn hljóti umbun erfiðisins í næstu kosning- um. Guðjón Sveinsson Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum ferfram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, miðvikudaginn 22. ágúst 1990 og hefst kl. 10: Búðareyri 6, Reyðarfirði, þingl. eig. Markús Guðbrandsson. Uppboðsbeið- endur eru Hróbjartur Jónatansson hdl., Byggðastofhun, Gjaldheimta Austurlands, Innheimta ríkissjóðs, Ólafur Gústafsson hrl. og Sigríður Jósefsdóttir hdl. Eyjaland 3, Djúpavogi, þingl. eig. Karl Jónsson. Uppboðsbeiðendur eru Búlandshreppur, Byggingarsjóður ríkisins og Gjaldheimta Austurlands. Fífubarð 10, Eskifirði, þingl. eig. Jónas Þór Guðmundsson. Uppboðsbeiðend- ur eru Byggingarsjóður ríkisins, Jó- hannes Sigurðsson hdl. og Trygginga- miðstöðin hf. Fjarðarbraut 35, Stöðvarfirði, þingl. eig. Bragi Pálsson. Uppboðsbeiðendur eru Ámi Halldórsson hrl, Byggingar- sjóður ríkisins og Guðmundur Óli Guðmundsson hdl. Fjós á lóð íbúðarhússins Eskifjörður, Eskifirði, þingl. eig. Bjami Björgvins- son. Uppboðsbeiðendur eru Bjami G. Björgvinsson hdl. og Ólafur Axelsson hrl. Fumvellir 13, Egilsstöðum, þingl. eig. Heimir Ólason. Uppboðsbeiðendur em Brynjólfur Eyvindsson hdl., Gjald- heimta Austurlands, Innheimta ríkis- sjóðs, Kristján Ólafsson hdl., Ólafur Axelsson hrl, Sigurður G. Guðjónsson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Hafnargata 43, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Guðlaugur Einarsson. Uppboðs- beiðandi er Iðnlánasjóður. Hlíðarendavegur lb, Eskifirði, þingl. eig. Lára Thorarensen. Uppboðsbeið- endur em Ásgeir Thoroddsen hdl., Bjami G. Björgvinsson hdl., Bjöm Jósef Amviðarson hdl., Byggingar- sjóður ríkisins, Elvar Öm Unnsteins- son hdl. og Jón Egilsson hdl. Koltröð 10, Egilsstöðum, þingl. eig. Þórhallur Hauksson. Uppboðsbeið- endur em Ásgeir Thoroddsen hdl., Byggingarsjóður ríkisins, _ Gjald- heimta Austurlands, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Tryggingastofiiun rík- isins. Hvammur, Vallahreppi, þingl. eig. Borgþór Jónsson._ Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki íslands. Miðás 4, Egilsstöðum, þingl. eig. Loð- mundur hf. Uppboðsbeiðendur em Byggðastofnun, Egilsstaðahreppur, Gjaldskil sf., Innheimta ríkissjóðs, Jónas A. Aðalsteinsson hrl., Kristinn Hafigrímsson hdl. og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Miðás 18, Egilsstöðum, þingl. eig. Bílabót hf. Uppboðsbeiðandi er Inn- heimta ríkissjóðs. Miðgarður 2, jarðh. t.h., Egilsstöðum, þingl. eig. Þóra Halldórsdóttir. Upp- boðsbeiðandi er íslandsbanki hf. Miðgarður 7a, Egilsstöðum, þingl. eig. Ámi Aðalsteinsson. Uppboðsbeiðend- ur em Byggingarsjóður ríkisins og Innheimta ríkissjóðs. Selnes 8, Breiðdalsvík, þingl. eig. Gerður Helgadótth. Uppboðsbeiðend- ur em Jón Þóroddsson hdl. og Trygg- ingastofhun ríkisins. Síldírrverksmiðja, Djúpavogi,. þingl. eig. Búlandstindur hf. Uppboðsbeið- andi er Landsbanki íslands. Slétta, Reyðarfirði, þingl. eig. Sigurð- ur J. Baldursson. Uppboðsbeiðandi er Innheimtustofhun sveitarfélaga. Stekkjartröð 9a, Egilsstöðum, þingl. eig. Áðalsteinn Gíslason. Uppboðs- beiðendur em Byggingarsjóður ríkis- ins, Gjaldheimta Austurlands, Grétar Haraldsson hrl. og Sveinn Skúlason hdl________________________________ Stuðlaberg, Reyðarfirði, þingl. eig. Bergsplan hf., Reyðarfirði. Uppboðs- beiðendur em Ásgeir Thoroddsen hdl., Bmnabótafélag íslands, Brynjólfur Eyvindsson hdl., Byggðastofhun, Gjaldheimta Austurlands, Iðnþróun- arsjóður og Jón Ingólfsson hdl. Sæberg 13, Breiðdalsvík, þingl. eig. Guðmundur Björgólfsson. Uppboðs- beiðendur em Gjaldheimta Austur- lands og Jón Eiríksson hdl. ' Tjamarbraut 19, Egilsstöðum, þingl. eig. Gunnar Jónsson. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimta Áusturlands og Ævar Guðmundsson hdl. Útgarður 2, Egilsstöðum, þingl. eig. Vilhjálmur Einarsson. Uppboðsbeið- andi er Islandsbanki hf. Varða 14, Djúpavogi, þingl. eig. Eð- vald Ragnarsson. Úppboðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hdl., Bygging- arsjóður ríkisins, Gjaldheimta Áust- urlands, Sigurmar K. Albertsson hrl. og Elvar Öm Unnsteinsson hdl. Jörðin Þvottá, Geithellnahreppi, þingl. eig. Kristinn Guðmundsson o.fl. Uppboðsbeiðendur era Gjaldheimta Austurlands og Jón Kr. Sólnes hrl. BÆJARFÓGETINN Á ESKMRÐI SÝSLUMAÐURINN í SUÐUR-MÚLASÝSLU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.