Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Qupperneq 17
MIÐVlKUDAGtJR ló. ÁGÚST 1990, y, Missum ekki sjónar af hugsjóninni Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! Bæjarstjórn Blönduóss haföi ákveðið að samhliða bæjarstjórn- arkosningum færi fram atkvæða- greiðsla um það hvort bæjarbúar óskuðu eftir því að opnuð yrði áfengisútsala í bænum. Þegar það kom á daginn að Blönduósingum hafði ekki tekist aö horfa upp fyrir tæmar á sér og samþykkt með miklum meirihluta að óska eftir áfengisútsölu þá var mér öllum lokið. Hryggur og sár ákvað ég að skrifa ekki meira, ég stæði víst einn með mínar skoðanir, en þá barst mér óvænt hvatning. Sú hvatning var slegin á ljóðahörpu Rúnars Kristj- ánssonar á Skagaströnd svo ég lifn- aði allur við. Vitinn í norðri Við sem nú erum komin yfir miðjan aldur og höfum verið áhorf- endur og þátttakendur í viðburða- ríkasta og glæsilegasta framfara- tímabili í ellefu hundruð ára sögu þessarar þjóðar eigum oft erfitt með að skilja athafnir og hugsana- gang þeirra sem tekið hafa við, jafnt ráðamanna sem almennings. Okkur var kennt að virða og elska fóstuijörðina og móðurmáhð og þetta, „heiðra skaltu foður þinn og móður“. Nú heyrum við talaö um þjóðern- isrembing og átthagaíjötra. Skjót- fenginn gróði er keppikefli nútíma- mannsins. Félög og fjölmiðlar ýta undir með því að hafa í boði stór verðlaun í oft ómerkilegum keppnisleikjum þar sem aðeins heppni ræður úrshtum. Stóru happdrættin ota fram svimandi upphæðum sem gera fólk að millj- ónamæringum á einu augnabliki. Augnabhki sem framkallar ofsa- gleði en verður síðan hjá mörgum að sorgarsögu, en sem betur fer ekki hjá öUum. Ég held að megi segja um okkur íslendinga eftir nýfengið sjálfstæði að við séum eins og ungUngur á gelgjuskeiði sem stendur uppi með stóran vinning sem hann veit ekki hvað hann á við að gera. Vonandi berum við gæfu til að ávaxta það pund sem foreldrar okkar, afar og ömmur, langafar og langömmur lögðu okkur í hendur. Við þurfum að endurskoða allt verðmætamat og gera okkur grein fyrir því að mælistika peninga verður ekki lögð á aUa hluti. Hvað er velferð og hvað er vel- ferðarríki? Er það opinber forsjá allra hiuta þar sem ríkið tekur frá okkur frumkvæðið til að fram- kvæma og dregur til sín það sem við öflum og deiUr síðan út á meðal okkar, okkur síðan taUn trú um að við eigum heimtingu á öllu og það sé lágmarkskrafa að hafa þetta og hitt. Hvað eru lífsgæði? Er það að geta í óhindraðri og í miskunn- lausri samkeppni náð yfirburðum og þannig náð til okkar meiru en aðrir hafa? AUt þetta höfum við fyrir augunum og á öllu þessu er klifað. Við íslendingar höfum hlotið stóran arf og við erum vel af guði gerð sem manneskjur. Þess vegna ættum við að geta metið hvað eru víti tíl varnaðar og hvað er takandi til fyrirmyndar. Kristur gaf okkur tíu lífsreglur sem eru svo hnitmið- aðar og markvissar aö ef eftir þeim væri farið væri heimurinn hrein- asta paradís. Á þeim reglum ættum við að byggja okkar stjórnarskrá. Strax í upphafi sjálfstæðisbarát- tunnar gerðu íslendingar sér ljóst að það þurfti sterk bein og mikið atgervi fyrir Utla þjóð í stóru landi til að halda uppi lýðveldi og sér- stöku ríki en þaö atgervi töldu for- ustumennirnir þjóðina hafa og það hafði þjóðin í upphafi hvað sem nú er orðið. HÁBERG ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 - 8 47 88 Úti á vegum verða ffest slys ^ í lausamöl beygjum ^ a ^viðræsi É og brýr ^ við blindhæðir YFIRLEITT VEGNA OF MIKILS HRAÐA! „Ef við ætlum að vera einhvers virði í þessum hrjáða heimi sem við lifuxn 1 þá er það fyrsta og stærsta verkefnið að endurreisa hjónabandið og heimil- in.“ Af hverju... ? Við skuium spyrja okkur nokk urra spurninga. Áf hverju öpum við allt eftir útlendingum, hversu lágkúrulegt sem það er? Af hverju erum við að taka gömlu íslensku númerin af bílunum okkar sem eru eins og persónuskilríki og segja okkur hvaðan hver er og hengja erlend númer í staðinn? Af hveiju standa íslenskir iðnað- armenn við að flytja inn og selja erlendar iðnaðarvörur í staðinn fyrir að framleiða þær sjálfir og skapa með því vinnu og spara gjaldeyri? Af hveiju eru menn svo áfjáðir í aö leggja niður íslenskan landbúnað og þar með þjóðlegasta þáttinn í menningu okkar og af hveiju erum við að byggja höfuð- borg fyrir 250 þúsund manna þjóð sem htur út eins og milljónaborg? Og þannig mætti lengi áfram spyrja. En ein spuming enn. Af hveiju byggjum við og ráðumst í framkvæmdir af stærðargráðu sem hæfir milljónaþjóðum? Svarið er auðsætt. Það em svo margir famir að horfa á okkur sem hluta af tugmilljóna stórveldi og sumir eru farnir að kveða upp úr með að spumingin sé ekki hvort, heldur hvenær við sækjum um aðild að EB. Við þurfum að vakna áður en það er um seinan. Við þurf- um ekki að ánetjast neinni blokk, hvorki í austri né vestri. Við þurf- um ekki að sæta neinum afarkost- um til að geta selt fiskinn okkar því að heimurinn þarf á honum að halda. Hornsteinninn Við þurfum að sníöa okkur stakk eftir vexti og ekki ganga með svo stóran hatt að hann falli niður fyr- ir augu. Ég sagði í fyrri grein um jafnréttishugsjónina að hún væri fallegasta hugsjónin en sú sem hefði borið lengst af leið og konum- ar gætu unniö stórvirki ef þær þekktu sinn vitjunartíma. Það var ekki ætlun þeirra sem hófu baráttuna fyrir aukinni menntun kvenna og sama rétti fyr- ir bæði kynin að húsmóður- og uppeldisstörfm yrðu lítilsvirt og að konurnar tileinkuðu sér alla lesti karlmannsins. Þessi svokallaði vinnumarkaður, sem dregið hefur konur út af heimilunum, hann var alls ekki í augsýn. Formæður okkar hefðu ábyggi- lega átt erfitt með að hugsa sér börnin alin upp í verksmiðjum, þ.e. uppeldisstofnunum eða þá uppeld- norðri getur lýst enn skærar en nokkru sinni fyrr, þar sem fóstur- landsins Freyja er hinn trúi og dyggi vitavörður. Snorri Bjarnason islaus með lykil um hálsinn. Ef við ætlum að vera einhvers virði í þessum hijáða heimi sem við lifum í þá er það fyrsta og stærsta verk- efnið að endurreisa hjónabandið og heimilin, það er hornsteinninn að góðu þjóðlífi og þar með góðu mannlífi. Það voru mæðurnar sem vísuðu börnunum veginn og vöruðu við hættunum sem biðu á lífsleiðinni. Það voru kvennadeildir Slysa- varnafélags íslands sem voru burð- arásar í að byggja skipbrotsmanna- skála og vita við klettóttar strendur landsins. Tölur um þá sem forðað hefur verið frá fjörtjóni og þau mannslíf sem hefur verið bjargað úr sjávarháska eru líklega háar. Enn stendur eyjan okkar hvíta sem klettur úr hafinu og vitinn í Kjallarinn Snorri Bjarnason ökukennari á Blönduósi Fjöldi bílasala, bíla- umboða og einstakllnga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góðum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.00 ti 122.00 nema laugardaga frá kl. 09.001iI 14.00 og sunnudaga frá kl.18.00til 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.