Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. 43 Lífsstm Fj ármögnunarleiga: Leigus amningur Margar leiðir eru færar til að koma á fót atvinnurekstri. Hafa ófáir kosið að gera fjármögnunarleigusamning til að flármagna kaup á tækjum og öðru til reksturs. Sumir hveijir hafa undrast það, þegar fyrstu greislu á að inna af hendi, að ekki koma fram upplýsingar á greiðsluseðli eins og um lán væri að ræða, þ.e. eftirstöðv- ar eru hvergi nefndar. Fjármögnun- arleigusamningar eru ekki með- höndlaðir sem skuldabréf þar sem um leigu er að ræða. Um er að ræða leigusamning en ekki lánasamning. Er það ástæða þess að nefndar upp- lýsingar eru ekki uppgefnar. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu aö fá upplýsingar um þá upphæð sem ógreidd er. Nær aðeins til atvinnurekstrar Samningur um fjármögnunarleigu nær eingöngu til atvinnustarfsemi. Bílar hafa þó einnig verið fjármagn- aðir á þennan máta en það er aðeins mögulegt ef hann er ætiaður til nota í atvinnuskyni. Tæki til atvinnu- reksturs teljast allt frá tölvum og upp í stórvirkar vinnuvélar. Kostir þess að gera fjármögnunar- leigusamning felast einkum í því að í flestum tilfellum þarf ekki trygg- ingu fyrir leigunni en leigumunir eru eign leigusala. Þó er óskað eftir tryggingu ef fyrirtæki hefur ekki sterka fjárhagsstöðu. Tækin eru þó megintryggingin. Að auki getur verið hagstætt út frá skattalegu tilliti að - ekki lánasamningur hafa fjármagnað atvinnutæki með kaupleigu. Er hægt að gjaldfæra leigugreiðslur í ársuppgjöri fyrir- tækisins. Þetta á þó ekki við um bíla. Þriðji kosturinn er sá að tækin eru staðgreidd og getur kaupandi því á stundum fengið góðan staðgreiðslu- afslátt. Ókostir felast einkum í því að vext- ir íjármögnunarieigu eru hærri en almennir bankavextir og er ástæða til að benda á að menn skoði vand- lega leiguskilmála áður en gengið er til samninga. Vextir, sem viðskipta- maður greiðir, eru þó misháir. Sterk- ari er samningsstaða hans ef það hefur sýnt sig að hann er skilvís greiðandi. Fyrir afnot af leigumunum greiðir leigutaki leigugjald. Leigutími er venjulega 36 mánuðir og er viðmið- unarverð leigumuna í flestum tilfell- um kaupverð þeirra. Reiknuð er út vaxtaprósenta sem lögð er til grund- vallar við ákvörðun mánaðar- greiðslna. Viðmiðunarverð leigu er uppfært miðað við lánskjaravísitölu hveriu sinni. Ef hluti leigugjalds er í erlendri mynt er það gengistryggt. Ekki eru slíkir samningar óalgengir. Auk leigunnar greiðir leigutaki alla skatta og opinber gjöld. Ekki staðið í skilum Ef ekki er staðið í skilum er reynt að komast að samkomulagi um greiðslur en ekki er til ákveðin þum- alputtaregla um það hversu langur frestur mönnum er gefinn til að greiða skuld sína. Dráttarvextir reiknast ef ekki er greitt á réttum gjalddaga. Ef ekki tekst að finna samkomu- lagsgrundvöll og leigutaki innir ekki af hendi tilskildar greiðslur á réttum gjalddögum, gerist að öðru leyti sek- ur um vanefndir, bú hans tekið til gjaldþrotaskipta eða aðhefst eitthvaö sem hefur áhrif á eignarétt leigusala er leigusala heimilt að rifta samn- ingi. Nokkuð hefur dregið úr því að tækjakaup séu fjármögnuð með kaupleigu. Má ástæður meðal annars finna í almennum samdrætti efna- hagslífsins og minnkandi kaupgetu. - -tlt Politiken: Skaðlegir geislar frá tölvum valda áhyggjum Umræðan um skaðsemi hættu- legra geisla frá tölvum hefur nú haf- ist af miklum krafti eftir að virt bandarískt tímarit birti grein um efnið. Samkvæmt því er tahð að menn hafi til þessa einbeitt sér að rannsóknum á röngum geislum, en þar segir meðal annars að geislar sem koma frá tölvuskjám geti aukið hættuna á hvítblæði og krabba- meini. Hafa stóru tölvuframleiðend- urnir nú hafið rannsóknir til að kom- ast til botns í máhnu, segir í danska blaðinu Politiken. Mynd sem birtist með greininni í bandariska tímaritinu Macworld sem kom- ið hefur umræðu af stað um rafsegulmagnað svið umhverfis tölvur og mögulega skaðsemi þess. Það var bandaríska tölvublaðið Macworld sem vakti athygli á því að geislar sem finnast í kringum tölvu- skjái geti verið mun skaðlegri en áður var tahð. Rannsóknarmenn beindu augum sínum að geislum sem ganga undir heitinu ELF (extremely low frequency) sem hafa hingað til verið áhtnir meinlausir. Menn hafa til þessa verið uppteknir að mestu af því að skoða VLF-geisla (very low freguency). Þeir sem staðið hafa að rannsóknunum hafa á síðustu tíu árum fundið aukinn vitnisburð sem bendir til þess að ELF-geislar geti verið skaðlegir. ELF-geisla er ekki aðeins að fmna í kringum tölvuskjái heldur einnig í kringum öh rafmagnstæki. Athugan- ir á áhrifum þeirra hafa verið gerðar um liðlega áratugaskeið en til þessa hafa þær aðallega beinst að öðrum hópum og atvinnugreinum en þeim sem starfa við tölvur. Rafvirkjar hafa verið meðal þeirra hópa sem hafa fengið hvað mesta athygli í þessu sambandi. Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á síðast hðnum tíu árum hafa bent til þess að langvarandi snerting við rafsegulmagnað svið geti aukið hættuna á hvítblæði. Rannsókn, sem gerð var árið 1979 í Bandaríkjunum, leiddi í ljós að börn- um, sem bjuggu mjög nálægt há- spennustöðvum, væri mun hættara við að fá hvítblæði en öðrum börn- um. Árið 1988 voru niðurstöður athug- ana, sem gerðar voru í Texas, túlkað- ar á þá leið að hættan á krabbameini væri 13 sinnum meiri hjá rafvirkjum, og þeim sem störfuðu við skyldar atvinnugreinar en öðrum. Stöðlum, sem notaðir voru í rannsókninni, svipar til þeirra sem nefndir voru í grein tímaritsins Macworld. Ekki hafa fengist sönnur fyrir því að ELF-geislar geti verið skaðlegir fóstri í móðurkviði. Tilraunir, sem bandarískir og sænskir vísindamenn hafa gert á dýrum, benda þó til þess að geislarnir geti haft áhrif ef þá er að finna í miklu magni í umhverfmu. Fram th þessa hefur umræðan um rafsegulmagnað svið í kringum raf- magnstæki, og þá sérstaklega í kring- f um tölvur, hlotið takmarkaðan hljómgrunn. Nú virðist orðin breyt- ing þar á og hafa stór u tölvuframleið- endurnir, svo sem IBM og Apple, lýst sig reiðubúna til að taka á máhnu. Fyrirséð er að það getur tekið langan tíma að finna hver áhrifin eru nám- kvæmlega og hversu mikh þau eru. -vtlt Ef penslar eru hreinsaðir samkvæmt kúnstarinnar reglum ætti að vera * hægt að nota þá oftar en einu sinni. DV-mynd JAK Málningarvinna: Vel hreinsaða pensla er hægtað nota aftur Það rekast eflaust margir á það að erfitt reynist að nota pensla eft- ir að búið er að nota þá í eitt skipti og þeir hafa legið ónotaðir í ein- hvern tíma. Þá er ekkert annaö að gera en að fleygja þeim og kaupa sér nýja, eöa hvað? Þær upplýsingar fengust hjá fag- mönnum að grundvallaratriði væri Neytendur að hreinsa penslana vel og væri þá hægt að nota þá aftur. Yfirleitt eru notuð vatnsþynnanleg efni og næg- ir þá að hreinsa penslana upp úr volgu sápuvatni. Olíumálning krefst þess að pensl- ar séu hreinsaðir með terpentínu. Pensla með olíumálningu er hægt að geyma í vatni í nokkra daga og haldast þeir þá mjúkir. Þá verður þó að nota reglulega th að þeir harðni ekki. Ef notuð eru sterkari efni, th að mynda epoxy, á að nota þynni sem passar fyrir hvert efni. Einnota áhöld henta þó yfirleitt betur því það svarar varla kostnaði að hreinsa þau eftir notkun. Ef farið er út í að nota sterk leysiefni th að hreinsa áhöld ber þó að varast að nota plastílát því þau leysast upp. -tlt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.