Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
Fréttir___________________________
KÍ gengur til þjóðarsáttar:
Samningsstaða
okkar var vonlaus
- segir Svanhildur Kaaber, formaður KÍ
„Menn geta nú rétt ímyndað sér
hvort það sé ekki erfitt að kyngja
þessu eftir það sem á undan er geng-
ið. Hins vegar mat fulltrúaráðið þetta
svo að það gæti hagsmuna félags-
manna í Kennarasambandi íslands
best með þessu. Það eru okkar skyld-
ur en það hefur ekki einum einasta
manni þótt ljúft að gera það,“ sagði
Svanhildur Kaaber, formaður KÍ.
Fulltrúaráð Kennarasambands ís-
lands veitti kjararáði umboð í gær
til að ganga frá nýjum kjarasamn-
ingi.
Sá samningur verður byggður á
þjóöarsáttinni svokölluðu og felast í
samningnum sömu áfangahækkanir,
verðlagsviðmiðanir, samningstími
og orlofsuppbót og þar voru. Svan-
hildur sagðist reyndar ekki vilja nota
orðið þjóðarsátt um þann samning.
„Því miður er það nú þannig að
þessi ríkisstjórn hefur sýnt launa-
fólki í landinu ótrúlegan yfirgang
með þessum bráðabirgðalögum og
ekki síður því launafólki sem ekki
fellur undir lögin. Samningsstaða
okkar er nefnilega næsta vonlaus og
við sáum ekki möguleika til að brjót-
ast undan þessu ægivaldi," sagði
Svanhildur en umræður fulltrúa-
ráðsins um samningsumboðið stóðu
í sex tíma í gær. í dag hittir kjara-
nefnd KÍ samninganefnd ríkisins
vegna viöræðna um kjarasamning-
inn sem kennarar munu greinilega
ekki skrifa undir með glöðu geöi.
-SMJ
Lífeyiissjóðanefnd:
íslandsmet í
nefndarskipun
Fjármálaráðherra hefur nú
skipað milliþinganefnd um lífeyr-
ismál. í nefndinni sitja hvorki
fleiri né færri en 25 fulltrúar og
samkvæmt heimildum DV mun
þaö vera nálægt íslandsmeti. 22
eru tilnefndir af sjö stjómmála-
flokkum og tíu félagasamtökum
en þrjá fulltrúa skipar ráðherra
sjálfur og þar á meðal formann
nefndarinnar, Má Guðmundsson
hagfræöing, efnahagsráðgjafa
fjármálaráðherra.
Þessi nefnd er enn stærri en
síðasta lifeyrissjóðsnefnd en í
henni vom 17 menn. Sú nefnd
starfaði i 11 ár, frá 197& 1987, og
skilaði frá sér frumvarpsdrögum
sem Ólafur Ragnar lagði síðan
fram á síðasta þingi í formi frum-
varps. f greinargerð irieð því var
sagt að ekki væri gert ráð fyrir
að afgreiða máliö heldur yrði því
vísað til milliþinganefndar.
-SMJ
Einar Björn skipstjóri við vængtankinn á Höfn. DV-mynd Ragnar
Fékk f lugvélatank í trollið
Byggingarverkfræðingar:
Sultarlaun
Það kemur nokkuð á óvart hve litl-
ar tekjur þeir byggingarfræðingar,
sem skoðaðir vom, höfðu mánaðar-
lega samkvæmt skattframtali. Ragn-
ar Halldórsson var þó með 740.000 í
tekjur mánaðarlega og áætlun á
Gunnar Inga Ragnarsson gerir ráð
fyrir að hann hafi haft tæplega hálfa
milljón í tekjur. Það sem vekur hins
vegar mesta athygli að helmingur
þeirra aðila sem teknir voru til at-
hugunar var aðeins með á annað
hundrað þúsunda í tekjur.
í fyrri dálkinum eru sýndar skatt-
skyldar tekjur á mánuði árið 1989. í
seinni dálkinum eru þessar sömu
tekjur sýndar framreiknaðar til
verðlags í ágúst 1990. Þá er miðað við
hækkun framfærsluvísitölu sem
nemur 1'5,86% frá meðaltali ársins
1989 til ágústmánaðar 1990. Ekki má
blanda saman hugtökunum tekjur
og laun og einnig verður það að vera
ljóst aö seinni dálkurinn sýnir fram-
reiknaðar tekjur í fyrra, ekki tekjur
þessaraaðilaídag. -pj
Tekjurá mán.'89í þús. kr. Áverðl. ágúst '90 í þús. kr.
Ragnar Halldórsson 639 741
Gunnarlngi Ragnarsson* 417 483
Ragnar G. Ingimarsson 314 364
Gunnar H. Pálsson 303 351
Helgi G. Samúelsson 174 202
Þráinn Karlsson 168 194
Gunnar Rósinkranz.. 144 167
Einar B. Pálsson 140 162
Guðmundur Óskarsson 113 131
"Virðist áætlað á viðkomandi
Rafgeymamóttakan hjá íslenska stálfélaginu:
Júlía Imsland, DV, Hö&u
Hvanney SF fékk óvenjulegan afla í
síðustu humarveiðiferðinni en það
var rúmlega sex metra langur
vængtankur af flugvél. Einar Bjöm
Einarsson, skipstjóri á Hvanney,
sagði að þeir hefðu veriö að veiðum
vestur í Meðallandsbug, austan við
Skaftárdýpið, og hefðu ekki orðið
varir við neitt óvenjulegt meðan tog-
að var og því ekki vitaö hvar tankur-
inn kom í trollið.
Varðskipi var tilkynnt um fundinn
en þar var ekki áhugi á gripnum svo
ekki er enn vitað hvaðan hann er
tilkominn eða hvað um hann verður.
Verðlagsstofnun:
Hert eftirlit með verðlagi
- hefur hækkað um 3,7% frá því þjóðarsáttin var gerð
Til að ná markmiðum ríkissljóm-
arinnar og samningsaöila um hjöðn-
un verðbólgu hefur verið farið fram
á þaö við verðlagsyfirvöld að þau
veiti strangt aðhald í verðlagsmál-
um. Hefur Verðlagsstofnun því
skerpt áherslur sínar við fram-
kvæmd og fyrirkomulag eftirhts. Al-
mennt verðlag hefur hækkað um
3,7% frá því að kjarasamningar vom
gerðir en á sama tíma árið 1989
hækkaði þaö um 12%.
Að sögn Georgs Ólafssonar verð-
lagsstjóra hefur viðskiptaráðherra
óskað eftir strangara verðlagseftir-
liti. Tilkynningaskylda fyrirtækja
um hækkanir veröa hertar og lögð
verður meiri áhersla á eftirUt með
verðmerkingum á vömm og þjón-
ustu og að auki verða verðkannanir
áfram mikilvægur liður.
Georg sagði að hugarfarsbreyting
gagnvart verðbreytingum hefði
greinilega átt sér stað meöal neyt-
enda og stjórnenda fyrirtækja sem
stuðlað hefði að stöðugleika verð-
lags. Hugsunin um sjálfvirkar hækk-
anir væm á undanhaldi. Til marks
um það sagði hann að sumum fyrir-
tækjum hefði tekist að halda
óbreyttu verði nær allt árið en aukið
aðhald neytenda og hagstæð skilyrði
í kjölfar hjaðnandi verðbólgu heíði
gert þeim þaö kleift. Dæmi um hið
gagnstæða væri þó einnig til og yrði
krafist viðhlítandi skýringa á verö-
lagshækkunum og færu málin fyrir
Verðlagsráð ef rökstuðningur teldist
ekki nægjanlegur.
Stofnunin gerði könnun á verð-
breytingum í matvömverslunum og
sýna helstu niðurstöður að meðal-
talshækkun á vörum sem könnunin
náði til á tímabilinu apríl til júlí, var
2,8%. Vakti athygli að 56% vömteg-
undanna hafði ýmist óbreytt verð
eða höfðu lækkað. Sem dæmi um
hvar meðaltalshækkun var mest má
nefna verslanimar Plúsmarkaöinn
Efstalandi og Verslunina Laugalæk.
Meðalverö reyndist lægst í verslun-
um Bónus en þar var vömúrval einn-
ig af skornum skammti. Fjarðarkaup
í Hafnarfiröi reyndist vera með
lægsta meðalverð af stórmörkuðun-
um. Meðalverðhækkun varö mest í
stærri hverfaverslunum, eða 3,1%.
-tlt
Vöktuð allan
sólarhringinn
- segir Páll Halldórsson framkvæmdastjóri
„Við höfum reynt að takmarka
móttöku rafgeyma þangað til við er-
um búnir að koma okkur upp full-
nægjandi aðstöðu en alls höfum við
einungis tekið á móti um það bil 400
rafgeymum,“ segir Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri íslenska stálfé-
lagsins.
„Hingað til höfum við tekið geym-
ana og raðað þeim 1 fiskiker úr stáli.
í rafgeymunum er hins vegar brenni-
steinssýra sem vinnur á stálinu
þannig að núna erum við að taka í
notkun plastker sem sýran vinnrn-
ekki á. Viö tökum alla rafgeymana
upp úr ruslagámunum og handröö-
nm þeim í körin tiTað þeir verði ekki
fyrir hnjaski og brotni þannig að
sýran geti lekið út. Að auki erum við
með vakt allan sólarhringinn á svæð-
inu hjá okkur til að fólk fari sér ekki
að voða með snertingu við þessi stór-
hættulegu efni eða fái yfir sig bílhræ
sem hér staflast upp,“ segir Páll.
Að sögn Páls stendur íslenska stál-
félagið í viðræðum við Eimskip um
útflutninga á geymunum til endur-
vinnslu. „Við erum að reyna að finna
viðunandi lausnir á flutningsvanda-
málunum. Líklegast verður niður-
staðan sú að rafgeymunum verður
fyrst staflað í sérstök plastker með
loki áður en þeim verður stungið í
gáma og komið fyrir í skipunum. Það
verður að standa vel að þessum mál-
um. Rafgeymamir eru mikið vanda-
mál, sérstaklega ef þeir brotna og
sýran lekur út.“
Ásmundur Reykdal, stöðvarstjóri
hjá Sorpeyðingu höfuðborgarsvæð-
isins, segir að til standi að Efnamót-
taka höfuðborgarsvæðisins, sem nú
er við Dalveg 7 í Kópavogi, komi sér
upp aðstöðu til að taka á móti raf-
geymum. Áætlað er að Efnamóttak-
an flytji í sérstakt hús viö hliö vænt-
anlegrar sorpböggunarstöðvar í
Gufunesi. Þar verður komið upp full-
kominni aðstöðu til að taka á móti
öllum umhverfismengandi úrgangi,
þar með talið rafgeymum.
-BÓl