Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Síða 3
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990. 3 Fréttir Sjávarútvegurinn getur tekið við olíukreppu Sjávarútvegur okkar er reiöubún- ari en oftast áður til að standa af sér olíuverðshækkun. Stjórnarliðar spauga með, að setja þurfi bráða- birgðalög á Hussein í írak. Við getum gert ráð fyrir hækkun olíuverðs á næstunni. En hve tilbúnir erum við? Staða sjávarútvegs hefur batnað mikið að undanfórnu. Saman hefur farið hækkandi afurðaverð, hófleg laun og lágt olíuverð. Ef við setjum stöðu sjávarútvegs sem 100 stig 1979, er hún nú 115 stig og hefur batnað um 15 prósent. Þetta kalla menn vísi- tölu samkeppnisstöðu. Öðru máli Sjónarhomið Haukur Helgason gegnir mn útflutningsiðnaöinn. Sé sú staöa sett sem 1001979, er hún nú 88 stig og hefur versnaö sem því nem- ur. Samkeppnisiðnaðurinn stendur betur. Vísitaia hans er 103 stig, miðað við 100 1979. Því munar miklu á greinum. Ýmsar leiðirtil að áætla skatta Margir einstaklingar og fyrirtæki skiluðu ekki skattframtölum á rétt- um tíma og fengu því áætlaða á sig skatta. Framtalsskyldan er ótvíræð og sé ekki taliö fram á réttum tíma ber skattstjóra skylda til að áætla á viðkomandi. Lögin segja að þá beri skattstjóra skylda til að áætla svo hátt að ekki sé nokkur hætta á að viðkomandi hagnist á því að telja ekki fram. Ótal leiðir eru notaöar til þess að áætla skatta en almennt eru framtöl áranna á undan notuð, reiknað með verðlagsbreytingum og síöan lagt allt að 25% álag ofan á. Varðandi rekstr- araðila er málið nokkuð flóknara. Ársreikningar þeirra geta rokkað nokkuð mikið milli ára svo sérstakr- ar varúöar þarf að gæta gagnvart rekstraraðilum. Þeir sem fá á sig áætlaða skatta hafa frest til 29. ágúst til þess að kæra áætlunina. Sú dagsetning er eins í öllum umdæmum. Skattstjóri hefur síðan írest til 29. október til þess að úrskurða í kærumálum. Sá frestur dugar þó sjaldnast í stærri umdæmum og má búast viö að Reykjavíkurumdæmi fái framhalds- frest allt að áramótum. Þegar búið er að úrskurða í málinu koma of- greiddir skattar strax til endur- greiðslu. Það er tiltölulega lítill hópur sem fær áætlað á sig en sá hópur kostar ómælda vinnu fyrir alla aöila. Áætl- að er á færri nú en í fyrra. Á landinu öllu var áætlað á 8551 einstakling nú en 9225 í fyrra. Áætlað var á 2859 félög í ár en 2843 í fyrra. -pj Kartöflurækt á Héraði: Góð uppskera Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum: Vel lítur út með kartöflusprettu á Héraði og er nú von til að Austfirð- ingar verði sjálfum sér nógir meö kartöflur í ár. Þegar um síðustu mánaðamót hófst uppskera á fljót- sprottnum tegundum og gullauga er að koma á markaðinn. Grænmetis- rækt hefur stóraukist á Héraði und- anfarin ár. Kartöflubændur á Héraði reka heildsölu- og dreifingarstöðina Akurgull í Fellabæ. Og Þjóðhagsstofnun hefur unnið úr ársreikningum. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækja í heild sem hlutfall af tekjum batnaði um 1,1 prósent í fyrra, en var enginn áður. Eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna var óbreytt í fyrra eða 13 prósent. Afkoma fyrirtækja í almennum iðn- aði versnaði í fyrra. En afkoma í sjáv- arútvegi batnaði. Þetta segir okkur enn, hvað hefur verið að gerast. Fiskvinnslan er fyrir ofan núllið. Það hefur ekki gerzt oft, en gerist nú. En þegar rætt var um möguleika á gengishækkun krónunnar snerist fiskvinnslan gegn því. Afsökunin var, að mörg fyrirtæki í sjávarútvegi væru með margra ára skuldir á bak- inu. Það er rétt. Engu að síður sjáum við, að fiskvinnslan er tilbúnari en áður til að taka við nokkurri hækkun olíuverðs, án þess að útgerðin fari höfuðið. Til dæmis ætti útgerð að geta tekið við 20 prósent hækkun olíuverðsins. En olíukreppum fylgir vaxandi viöskiptahalli við útlönd, halli sem kannski er 7 milljarðar nú. Og hvað hafa frystihúsin gert við batann? Jú, þau hafa notað hann til að yfirborga hvert af öðru. Og verðjöfnunarsjóður kemur ekki í gagnið strax. Greitt hefur verið inn á hann og hugsanlegt að fara að greiða út úr honum bráðlega. Að samanlögðu komumst við að þeirri niðurstöðu, að við getum lifað Hussein af. Fiskverð hefur hækkað mikið á mörkuöum í Evrópu og Ameríku. Þetta virðist halda áfram. Þó gæti reynzt okkur erfitt, ef gengi dollars fer að falla, sem vel gæti orðið í fram- haldi af Persaflóadeilunum. Við þekkjum mörg slík dæmi. Það er ekki nóg, aö 64 prósent bandarísku þjóðarinnar vilji senda her til Saudi- Arabíu, fjárfestendur eru oft annarr- ar skoðunar. Því gæti gengi dollars fallið á næstunni. Þá fengi íslenzk útflutningsframleiðsla minna í sinn hlut. Við búum við viöskiptahalla við útlönd. En við búum við verulegan afgang á vöruskiptajöfnuði. Það eru vextirnir af erlendu lánunum, sem setja okkur úr jafnvægi. rétti tíminn til að reyna sig! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.