Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Ofurhuginn Kristinn Einarsson ekki af baki dottinn:
„Reyni aftur í næstu
viku ef vel viðrar“
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi;
„Ég er staöráðinn í því að reyna aft-
ur í næstu viku ef vel viðrar. Núna
er Reykjavíkurmaraþonið næst á
dagskrá hjá mér því ég ætla að
hlaupa hálfmaraþon. Ef ekki viðrar
vel í næstu viku verð ég sennilega
að sleppa sundinu í ár því ég er bú-
inn að einsetja mér að hjóla hring-
veginn og ætla að leggja upp á
fimmtudag í næstu viku. Maður get-
ur þá alltaf fengið sér sundsprett í
Jökullóni á Breiðamerkursandi ef
ekki vfll betur,“ sagði ofurhuginn frá
Akranesi, Kristinn Einarsson, þegar
DV ræddi við hann eftir að hann
varð að hætta við sund sitt yfir Hval-
fjörð í fyrradag vegna erfiðra skil-
yrða.
Kristinn var stálsleginn og ekki hið
minnsta þrekaður eftir 10 km hlaup
og hálfs annars tíma sund í miklum
straumi og úfnum sjó. Úthald hans
og líkamsstyrkur er með ólíkindum
enda æfir hann stíft árið um kring.
„Ég synti yfir Hvalfjörð árið 1980
og var þá rúman klukkutíma á leið-
inni. Skilyrði þá voru betri, logn en
sjórinn að vísu kaldari en núna.
Hann var einar 12 gráður þegar ég
stakk mér á miðvikudag. Ég er hins
vegar miklu betur á mig kominn nú
en þá, - bæði með meira úthald og
þoli kuldann betur en áður.“ Þess
má geta að Kristinn synti ósmurður
á miðvikudag, aðeins í sundskýlu og
með sundhettu á höföi.
Kristinn sagðist ætla að láta það
ráðast af því hvernig hann væri upp-
lagöur eftir hálfmaraþonið hvort
hann hlypi 10 km eins og á miðviku-
dag áöur en hann styngi sér til sunds.
Hugsanlega myndi hann aðeins
synda yfir fjörðinn og hjóla síðan til
Reykjavíkur. Það yrði þó að koma
betur í ljós.
t
Kópasel starfar áfram:
Ekkert ákveðið hverjir
taka við rekstrinum
- segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri
„Það hefur ekki verið gerður neinn
samningur við Waldorf-hópinn.
Hann lagði hins vegar fram ósk um
að fá húsnæði til að reka leikskóla
og við höfum lýst okkur reiðubúna
til að hlusta á þá og vita hvað það
er sem þeir bjóöa upp á. Málið er nú
ekki komið lengra en þetta,“ segir
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, um mótmæh foreldra við
breyttu rekstrarfyrirkomulagi leik-
skólans í Kópaseli.
Leikskólinn, sem er í Lækjarbotn-
um, hefur undanfarin ár, líkt og
Marbakki í Kópavogi, verið rekinn
samkvæmt ítölsku kerfi sem kallast
Reggio en þar er lögö mikil áhersla
á listir og tjáningu. Foreldrar hafa
verið mjög ánægðir með þetta fyrir-
komulag og vilja engar breytingar
þar á.
„Leikskólinn er rekinn með miklu
tapi. Á síðasta ári nam tapið um 10
milljónum króna sem gerir um 'A
milljón á bam. Það sér það hver
maður að svona getur það ekki hald-
ið áfram. Leikskólinn var aldrei full-
nýttur. Þama vom um fimm fóstmr
en aðeins 20 böm. Það er hins vegar
ekki rétt hjá foreldrunum aö vannýt-
ingin sé vegna þess að bæjaryfirvöld
hafi ekki kynnt .leikskólann nægi-
lega. Hann hefur verið auglýstur og
kynningarbæklingur fór í hvert hús
í Kópavoginum. Það hefur verið gert
allt til að rétta reksturinn við.
Það á ekki að leggja þennan leik-
skóla niður heldur einungis að fela
öðmm reksturinn. Það getur því vel
komið til greina að foreldramir taki
við rekstrinum, vilji þeir það. Það
kemur mér á óvart að þetta skuli
vera blásið svona upp. Foreldramir
hafa ekki komið og rætt við okkur í
rólegheitum. Þeir virðast fyrirfram
gera því skóna að við viljum ekkert
við þá ræða sem er algjör misskiln-
ingur,“ segir Sigurður.
Að sögn Sigurðar hefur fóstrunum,
sem unnu á Kópaseli, verið boðið
starf á öðrum leikskólum bæjarins
og einnig em nóg leikskólapláss fyrir
öll bömin sem þar voru. Þessi börn
gætu jafnvel komist á leikskólann
Marbakka sem er rekinn með sama
sniði og Kópasel.
„Það vom alveg sömu lætin og for-
dómarnir og þegar byijað var með
Reggio-stefnuna á Marbakka. Þá var
þetta sama fólk mikið á móti öllum
breytingum. Nú kemur ný hugmynd
og þá endurtekur sagan sig. Wald-
orf-hópurinn boöar nokkurs konar
afturhvarf til náttúrunnar. Þessi
stefna er til um allan heim og líkar
vel. Mér finnst gott að það séu ein-
hverjir kostir í boði og mér finnst að
það eigi að gefa svona hugmyndum
tækifæri en ekki að vera með fyrir-
fram fordóma," sagði Sigurður.
Fegurstu garöar HafnarQaröar:
Garðurinn verk f rúarinnar
- segir Eyjólfur Einarsson sem nú fær verðlaun ööru sinni
Eyjólfur Einarsson í garðinum sinum að Þrastahrauni 6 en hann fékk viður-
kenningu frá Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar. DV-mynd Brynjar Gauti
„Það er mikil vinna að halda þessu
við. Það má segja að við gemm eitt-
hvað í garðinum á hverjum degi,"
segir Eyjólfur Einarsson sem ásamt
konu sinni, Ástu Lárusdóttur, fékk
viðurkenningu frá Fegmnarnefnd
Hafnarfjarðar fyrir fallegan og
snyrtilegan garð í áraraðir.
Þetta er í annað sinn sem þessi
garður hlýtur viðurkenningu en
hann var fyrst verðlaunaður árið
1976. Að sögn Eyjólfs em 25 ár síðan
þau fluttu í Þrastahraunið og byrj-
uðu að byggja garðinn upp.
„Frúin skipulagði og hannaði garð-
inn þannig að hann er að mestu
hennar verk. Húsið er byggt í hraun-
inu og því er töluvert af klettum sem
við gróðursettum í. Viö notum garð-
inn mikið. Þetta er friðsæl, lokuð
gata svo að það er auðvelt að slappa
af í garðinum,“.segir Eyjólfur.
Fegrunamefnd Hafnaríjarðar veit-
ir árlega viðurkenningar fyrir fallega
garða, snyrtimennsku og fegrun á
vegum bæjarins. Valdir em nokkrir
mismunandi garðar, gamlir og nýir,
víðs vegar um bæinn.
Aðrir garðar, sem hlutu viður-
kenningu í ár, em Brekkuhvammur
9, fyrir fallegan garö með fjölbreytt-
um gróðri, Brattakinn 31, fyrir sér-
stakan garð í gömlu hverfi, Glitvang-
ur 3, fyrir fallegan og hlýlegan garð,
Krosseyrarvegur 7, fyrir fallegan
garð, unninn við erfið ræktunarskil-
yrði, Skjólvangur 6, fyrir fallegan og
gróskumikinn garð þar sem hraunið
fær að njóta sín, Fagrihvammur 11,
fyrir fallegan garð sem fellur vel að
húsi, Blómvangur 18, fyrir snyrti-
mennsku, Bæjarhraun 2, fyrir
snyrtilegt umhverfi. Að auki var gat-
an Glitvangur valin stjömugata bæj-
arins í ár.
-BÓl
Kristinn Einarsson á leið í Hvalfjarðarsundið á dögunum. Hann ætlar að
reyna aftur í næstu viku ef sjólag leyfir. DV-mynd Sigurður Sverrisson
Ungir sjálfstæöismenn viljá endumýjun:
Erum með elsta þing-
flokk á Norðurlöndum
- segir Davíð Stefánsson, formaður SUS
„Þetta hefur verið rætt við mig en
framboð af minni hálfu er ekki inni
í dæminu," sagði Davíö Stefánsson,
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, þegar hann var spurð-
ur að því hvort hann hygðist taka
þátt í prófkjörsslag sjálfstæðismanna
en því hefur verið haldið fram að
hann ætlaði í framboð í Reykjavík.
Mörgum ungum sjálfstæðismönn-
um þykir ekki stefna í mikla end-
urnýjun í þingflokknum og er nú
ákaft leitað að frambærilegum fram-
bjóðendum. Davíð staðfesti að ein-
hveijir félagsmanna SUS væru aö
hugsa sig um en tréysti sér þó ekki
til að nefna nein nöfn.
„Ég á nú eftír að sjá að það verði
ekki breyting. Það verður að eiga sér
stað einhver endurnýjun en það lítur
út fyrir að mikið af eldra liðinu verði
áfram. Þetta er elstí þingflokkur á
Norðurlöndum. Auðvitað er hann
ekkért verri fyrir það en það þarf að
sýna fram á ákveðna möguleika fyrir
yngri kjósendur. Við næstu kosning-
ar verða 73.000 kjósendur á sama
aldri og félagsmenn SUS en enginn
úr þingflokknum er á þeim aldri. Við
í SUS ætlum að minna á þessa stað-
reynd,“ sagði Davíð Stefánsson.
-SMJ
Tunglið:
Lögreglustjóri bú-
inn að skila um-
sögn vegna kæru
„Við erum búnir aö skila inn um-
sögn vegna kæru Þorleifs Björnsson-
ar veitingamanns og nú er beðið eftir
niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins
vegna þessa máls,“ segir Böðvar
Bragason lögreglustjóri.
Þann 23. júlí sendi Þorleifur
Bjömsson veitingamaður dóms-
málaráðuneytinu kæra vegna þess
að veitingastaðurinn Tunghð, sem
hann rekur, hafði verið sviptur vín-
veitinga- og skemmtanaleyfi auk
þess sem hann kærði vegna aðgerða
lögreglu föstudagskvöldiö 20. júlí síð-
astliðinn en þá lokaði lögreglan
Tunglinu.
Þorleifur taldi að lögregluyfirvöld
hefðu meö þessum aðgerðum skaðað
sig og aðstandéndur „Listahátíöar
næturlífsins" en samtökin voru með
dansleik í húsinu umrætt kvöld.
Málið er sem fyrr sagði statt í
dómsmálaráðuneytinu og er úr-
skurðar í því að vænta á næstunni.
-J.Mar