Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Síða 5
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
5
dv Viðtalid
Langur
námsferill
V —I .............- ✓
Nafn: Matthías Halldórsson
Aldur: 41 árs
Starf: Aðstoðarlandlæknir
„Mér list vel á starfið, þetta er
fjölbreytt og áhugavert og hér
starfar gott starfslið,“ segir Matt-
liias Halldórsson sera nýverið var
settur aðstoðarlandlæknir.
„Landlækniserabættið er ríkis-
stjórninni og heilbrigðisráðherra
til ráðuneytis um allt er varöar
heilbrigðisþjónustuna auk þess
sem embættið sér um faglegt eft-
irlit.“
Styrktur til náms
Matthías fæddist í Reykjavík og
er uppalinn i vesturbænum.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og hélt sið-
an í læknadeild Háskóla íslands
þaðan sem hann útskrifast árið
1974. „Við kandidatsnámið starf-
aði ég á ýmsum sjúkrahúsum,
mest á Akranesi, Akureyri og svo
á Kleppsspítala. Svo hélt ég til
Svíþjóðar þar sem ég stundaði
nám í heimilislækningum í þrjú
ár og vann síðan á félagslækn-
ingadeild í Stokkhólmi."
Arið 1980 kom Matthias aftur
heim til íslands og "hélt þá til
Hvammstanga þar sem hann
starfaði sem heilsugæslulæknir
þangað til í fyrra. Jafnframt
starfinu á Hvammstanga lauk
hann ýmsum námskeiðum við
Norræna heilsuverndarháskól-
ann í Gautaborg og fékk auk þess
sérfræðiréttindi í embættislækn-
ingum.
En Matthías lét ekki staðar
numið eftir allt þetta nám. Síðast-
liðið ár fékk hann styrk frá bresk-
a sendiráðinu til náms viö Lon-
don School of Economics þar sem
hann tók mastersgráðu í skipu-
lagningu og fjármáium heilbrigð-
isþjónustunnar.
Sveitarstjórnarstörf
„Aðaláhugamál mitt er mennt-
unin og ég stefhi á að halda kunn-
áttu minni stöðugt við. Þegar ég
bjó á Hvammstanga tóku sveitar-
stjómarmálin mikið af tima min-
um. Ég sat i sveitarstjórn fyrir
Alþýðubandaiagið á Hvamms-
tanga í átta ár, þar af sem oddviti
í nokkur ár. Núna hef ég hins
vegar hugsað mér að hætta öllu
stjórnmálastarfi - um tíma að
minnsta kosti.
Annars eru áhugamálin helst
bóklestur og ferðalög. Svo ætla
ég aö reyna að taka mig á og
hreyfa mig meira. Ég er talinn
vera latur við alla hreyfingu. Þeg-
ar ég var á Hvammstanga var
mikið gert grín að þessu og einu
sinni á skemmtun var eitt
skemmtiatriðið þannig að spurt
var: „Hvað gerir Matthias þegar
hann finnur hjá sér löngun til að
hreyfa sig? Svarið var: „Hann
leggst fyrir og lætur það iíöa
hjá!“ Ég bý núna á Seltjamar-
nesinu með þessa góðu sundlaug
i nágrenninu þannig að nú er ég
farin aö stunda sundið.
Matthías er giftur Theódóru
Gísladóttur og eiga þau 11 ára
dóttur sern einnig heitir Theód-
óra. -BÓl
________________________________________Fréttir
Fiskmarkaður Suðumesja:
Flytur f isk frá Eyjum
til Grindavíkur
- gamla Breiðafl arðarferj an Baldur notuð í flutningana
„Fiskmarkaður Suðurnesja er með
útibú í Vestmannaeyjum og hefur
fengið nokkrar sendingar af fiski
þaðan.
Það er gamia Breiðafjarðarferjan
Baldur, sem nú hefur hlotið nafnið
Árnes, sem flytur fiskinn frá Eyjum
til Grindavíkur,“ segir Ólafur Þór
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðar Suðurnesja.
„Við erum ekki að taka fiskinn frá
vinnslustöðvunum úti í Eyjum þó við
flytjum hann upp á land. Það er að
okkar mati algert lykilatriði að
vinnslustöðvar þar hafi sömu tæki-
færi á að bjóða í fiskinn um leið og
fiskkaupendur á suðvesturhomi
landsins. Það sitja því allir við sama
borð þegar fiskurinn er boðinn upp.
Þetta fyrirkomulag gefur Eyjamönn-
um einnig tækifæri til að bjóða í all-
an þann fisk sem boðinn er upp á
fiskmarkaðnum og fá hann fluttan
út í Eyjar með Árnesinu.
Það er komið á annan mánuð síðan
við fórum að fá fisk frá Vestmanna-
eyjum en það hefur ekki verið neitt
að gagni fyrr en nú í vikunni. Árnes-
ið kom með á milli 65 og 70 tonn á
mánudag og annað eins magn kom á
miðvikudaginn og við eigum svo von
á svipuðu magni í dag. Þetta hefur
því gengið vel þessa vikuna og fisk-
urinn selst háu verði. Kíló af stórum
þorski hefur farið á 100 til 110 krón-
ur, kílóið af smáþorski á um 85 krón-
ur og ufsinn hefur farið á 48 til 52
krónur kílóið,“ segir Ólafur Þór.
-J.Mar
Trillukarlar:
Óttaslegnir vegna breytinga á veðurfréttum
„Okkur Hka ekki þessar nýju veð-
urspár í sjónvarpinu. Þær eru væg-
ast sagt þunnur þrettándi. Það má
eiginlega segja að þær séu það lélegar
að við gætum búið þær til sjálfir,
enda hafa margir smábátaeigendur
kvartað við sjónvarpið vegna veður-
fréttanna. Það hlýtur öllum að vera
Akureyri:
Hótelnýting
betri en und-
anfarin ár
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við erum ánægð hér á bæ enda
hefur sumarið í heild verið mjög gott
hjá okkur,“ sagði Gunnar Karlsson,
hótelstjóri á Hótel KEA á Akureyri,
er DV kannaði nýtingu gistirýmis á
hótelum í bænum í sumar.
Sömu sögu var að segja hjá Hótel
Norðurlandi. Þórgunnur Stefáns-
dóttir, sem þar varð fyrir svörum,
sagði sumarið hafa verið mjög gott,
sérstaklega hefði júlímánuður komið
vel út. Þá væri vel bókað í ágúst þar
sem af er og ágætt útlit framundan.
Inga Árnadóttir hjá Hótel Stefaníu
tók í sama streng: „Sumarið kemur
vel út hjá okkur og framhaldið lítur
ágætlega út,“ sagði hún.
Hótelfólkið, sem DV ræddi við, var
sammála um að hlutur erlendra
ferðamanna hefði aukist mjög varð-
andi gistingu á Akureyri og þeir
væru í meirihluta hótelgesta yfir
sumarmánuðina. Gunnar Karlsson
sagði að bókanir hefðu staðist betur
en áður enda hefði sérstaklega verið
gengið eftir því að þær stæðust. Hann
vildi sérstaklega nefna hlut erlendu
ferðaskrifstofunnar Saga Reisen og
sagði bókanir þess fyrirtækis hafa
staðist 100% og jafnvel meira en það.
Niðurstaðan af þessari lauslegu
athugun er því sú að nýtingin á gisti-
rými hótelanna á Akureyri hafi verið
mjög góð í sumar þrátt fyrir að gisti-
rými hafi aukist mjög frá því sem
áður var.
ljóst að góðar veðurspár skipta okk-
ur miklu máli,“ segir Haraldur Jó-
hannsson, stjórnarmeðlimur í
Landssambandi smábátaeigenda.
Stjórnarfundur Landssambands-
ins hefur vegna þessa máls sent RÚV
ákorun og í henni segir meðal ann-
ars: Smábátaeigendur skora á for-
ráðamenn RÚV og veðurfræðinga að
ná þegar samkomulagi um sín mál.
Veðurfregnir ættu að vera eftirsóttur
varningur fyrir fjölmiðla í landi eins
og á íslandi. Góðar veðurspár, vel
fram settar í sjónvarpi og hljóðvarpi
hafa örugglega oft og mörgum sinn-
um komið í veg fyrir manntjón á
fiskimiðunum við ísland.