Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
Viðskipti
DV
Uppsafnaður hagnaður íslenskra aðalverktaka:
Um níutíu aðilar munu
fá 5 til 150 milljónir
hagnaðinum deilt út samkvæmt pólitískum skiptum fyrirtækisins
Eftir samkomulag eigenda Islenskra aöalverktaka verður ofvöxnum sjóðum þess skipt á milli eigendanna; ríkis-
ins, Sambandsins og eigenda Sameinaðra verktaka.
Sár vöntun Sambandsins á fjár-
munum til að greiða niður skuldir
sínar hefur orðið til þess að hluta af
uppsöfnuöum auði íslenska aðal-
verktaka hefur verið skipt upp á
milli eigenda þess. Um 2.400 milljónir
verða greiddar út úr fyrirtækinu og
tillaga er komin fram um að Samein-
aðir verktakar greiði til eigenda
sinna um 760 milljónir til viðbótar
úr sjóöum sínum. Þetta er gert þess-
um fyrirtækjum að skaðlausu, til
dæmis standa íslenskir aðalverktar
eftir með 1.050 milljón króna eigiö fé.
Þetta ber vott um gífurlega auð-
söfnun íslenskra aðalverktaka og
móðurfélaga þess í gegnum áratuga
einokun á verklegum framkvæmd-
um fyrir herinn. Núverandi eigið fé
íslenskra aðalverktaka, útgreiðslur
fyrirtækisins til eigenda og umrædd-
ar greiðslur til eigenda Sameinaðra
verktaka nema samtals 4.210 milljón-
um króna. Fyrir þessa íjárhæð má
kaupa 700 blokkaríbúðir á sex millj-
ónir stykkið. Þetta eru sjóðir fyrir-
tækjanna þrátt fyrir að þau hafi
greitt út arð með einum eða öðrum
hætti á undanfomum áratugum.
Pólitískur aögangur
að gífurlegum auði
Það er því ekki furða þótt þetta
fyrirkomulag, að veita Islenskum
aðalverktökum einokun á fram-
kvæmdum fyrir herinn, hafi verið
gagnrýnt í gegnum árin. Gagnrýnin
hefur ekki síst beinst að því að auðn-
um hefur verið ráðstafaö eftir pólit-
ískum leiðum. Sambandið með sterk
tengsl við Framsókn fékk 25 prósent,
Sameinaðir verktakar með þekktar
ættir sjálfstæðismanna fengu 50 pró-
sent og síöan fékk ríkissjóður 25 pró-
sent.
Nú hefur hluta af þessum auði ver-
ið skipt upp en jafnframt hefur verið
tryggt að Islenskir aöalverktakar og
eigendur þess munu áfram hafa ein-
okun á framkvæmdum fyrir herinn
til 1995 en hingað til hefur þessi ein-
okun verið framlengd eitt ár í senn.
Þó eigendumir fái óheyrilegar upp-
hæðir til sín nú mun enn bætast við
hagnað þeirra af einokunni á næstu
árum. *
Sambandið fær
rétt tæpan milljarð
Samkvæmt samkomulagi eigenda
íslenskra aðalverktaka fær Sam-
bandið 670 milljónir greiddar út úr
fyrirtækinu. Sambandið á eftir 16
prósent í fyrirtækinu eða um 160
milljónir sé miðað við eigið fé þess.
Þessu til viðbótar fengi Sambandið
um 157 milljónir ef tillaga um 2,1
milljarða útgreiðslu úr Sameinuðum
verktökum næði fram að ganga þar
sem Reginn, dótturfyrirtæki Sam-
bandsins, á um 7,5 prósent í Samein-
uðum. Samanlagt myndi það gera
um 990 milljónir króna.
Sambandinu veitir ekki af þessum
Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri;
Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur
fengið heimild til að auka hlutafé sitt
um 100 milljónir króna að nafnvirði
og hefur verið ákveðið að bjóða út
hlutabréf fyrir helming þeirrar upp-
flármunum. Fyrirtækiö er stórskuld-
ugt og skuldabagginn liggur þungt á
rekstri þess.
Sigurður Markússon, formaður
Sambandsins, sagðist í samtali við
DV ekki vilja segja til um hvað gert
yrði við útgreiðslu á eign Sambands-
ins í íslenskum aöalverktökum en
sagði ljóst að fyrirtækiö yrði að laga
skuldastöðu sína.
Eign Sameinaðra ekki
undir 2,5 milljörðum
Eins og áður sagði áttu Sameinaðir
verktakar 50 prósent í íslenskum
aðalverktökum. Samkvæmt sam-
komulaginu fá þeir 1.340 milljónir
útgreiddar og eiga eftir 32 prósent
eða um 320 milljónir í fyrirtækinu.
Þessu til viðbótar hefur verið lagt til
að Sameinaðir greiði út um 760'millj-
ónir til viðbótar við 1.340 milljónir
til eigenda sinna. Þetta gefur til
kynna mikinn auð Sameinaðra en
ársskýrslur þess fyrirtækis eru og
hafa verið mikil leyndarplögg. Miðað
við þetta er hrein eign fyrirtækisins
ekki undir 2,5 milljöröum króna.
Sameinaðir verktakar eru í eigu
um 166 aðila. Þar eru nokkur skúffu-
fyrirtæki með stóran hlut, einnig
nokkrir einstaklingar en mestur
íjöldinn er einstaklingar sem eiga til-
tölulega lítinn hlut í fyrirtækinu. Það
ræðst að nokkru af því að eftir and-
lát stofnenda fyrirtækisins hefur
hlutur þeirra dreifst til erfingjanna.
Eins og áður sagði hefur verið litiö
á hlut Sameinaðra í íslenskum aðal-
verktökum sem hlut Sjálfstæðis-
flokksins í hagnaðinum af fram-
kvæmdum fyrir herinn. Meðal eig-
enda Sameinaðra eru því ýmsar
kunnar ættir sjálfstæðismanna.
Fjölmörg skúffufyrirtæki
Reginn, dótturfyrirtæki Sam-
bandsins, er reyndar stærsti hluthaf-
inn í Sameinuðum verktökum en
eins og áður sagði fengi Sambandið
um 157 milljónir ef tillaga um 2,1
milljarðs greiðslu úr fyrirtækinu
hæðar á næstunni.
Fjölmargir aðilar, bæði einstakl-
ingar og aðrir, hafa sýnt áhuga á að
kaupa hlutabréf í fyrirtækinu sem
er eitt af best reknu og stöndugustu
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum
landsins. Þessir aðilar hafa þegar
yrði samþykkt.
Næststærsti eigandinn er Félag
vatnsvirkja hf. sem fengi um 147
milljónir í sinn hlut. Þetta er eitt af
stofnfélögum Sameinaðra verktaka
en þaö var myndaö úr nokkrum
verktakafélögum.
Sameinaðir verktakar eiga sjálfir
þriðja stærsta hlutinn en þar næst
kemur Byggingarfélagið Brú, Bygg-
ingarfélagið Stoð og Byggingarfélag-
ið Goði, sem fengju um 94 milljónir
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
hvert um sig. Þetta eru allt skúffufyr-
irtæki.
Á eftir þessum hluthöfum koma
enn fleiri skúffufyrirtæki; Rafvirkja-
deildin, Byggingarmiðstöðin, Iðn-
samtök og Gulltoppur með eign sem
myndi gefa þeim um 61 til 77 milljón-
ir ef til útgreiðslu kæmi.
Á bak við þessi skúffufyrirtæki
sækir til dæmis Halldór H. Jónsson,
stjórnarformaður Sameinaðra, at-
kvæðastyrk á hluthafafundum og
þau tryggja þeim sem mestu hafa
ráðiö í fyrirtækinu völd sín.
90aðilar fá meira
en 5 milljónir
Sá einstaklingur sem á stærstan
hlut í Sameinuðum verktökum er
Þorkell Ingibergsson byggingameist-
ari en hann á 2,2 prósent og kemur
á eftir ofantöldum skúffufyrirtækj-
um. Ef til útgreiðslu kæmi fengi Þor-
kell um 47 mflljónir í sinn hlut. Af
einstaklingum koma næstir Kristín
Guðmundsdóttir, Jón G. Halldórs-
son, Jón Bergsteinsson, Jónína Þórö-
ardóttir, Anton Sigurðsson og Katrín
Vigfússon, hvert um sig með hlut frá
21 til 41 milljónar ef til útgreiðslu
kemur.
Á eftir þessum einstaklingum kém-
ur langur hsti fólks sem flest er af-
skráð sig fyrir kaupum á bréfum fyr-
ir 40 til 50 milljónir króna.
Akureyrarbær er langstærsti
eignaraðili Útgerðarfélags Akur-
eyringa og samkvæmt lögum félags-
ins um forkaupsrétt hluthafa á hluta-
bréfum hefur Akureyrarbær rétt til
komendur upphaflegra stofnenda
Sameinaðra verktaka. Alls eru það
um 90 aðilar sem fengju 5 milljónir
eða meira í sinn hlut.
Þurfa ekki
að borga skatta
Bæði Islenskir aðalverktakar og
Sameinaðir verktakar eru sameign-
arfélög en ekki hlutafélög. Þegar
eignir þeirra eru greiddar út til eig-
enda þarf ekki að greiða af þeim
skatta öfugt við ef um arð hlutafélaga
væri að ræða. Sameignarfélagið hef-
ur þegar greitt skatt af þessum fjár-
munum og því verða þeir ekki skatt-
lagöir aftur sem tekjur einstaklinga.
Þeir einstaklingar, sem fá þessa gíf-
urlegu fjármuni útgreidda á næstu
árum, munu því geta ráöstafað þeim
öllum.
Óljóst hvers virði
Aðalverktakar verða
Þrátt fyrir að 2,4 milljarðar verði
greiddir út úr íslenskum aðalverk-
tökum á næstu fimm árum mun
nokkuð stöndugt fyrirtæki standa
eftir. Samkvæmt samkomulagi eig-
enda fyrirtækisins á að stefna að því
að selja hlutabréf í því á almennum
markaði innan fimm ára. Ef af verð-
ur mun markaðurinn ákvarða
hversu mikils virði eign núverandi
eigenda í íslenskum aðalverktökum
er.
Eins og áður sagði er eigið fé fyrir-
tækisins um 1.050 milljónir eftir að
2,4 milljarðar hafa verið greiddir út.
Hugsanlegt er að fyrirtækið verði
ekki meira virði á hlutabréfamark-
aði. Fyrir það fyrsta er það ekki al-
gengt að íslensk almenningshlutafé-
lög séu metin langt umfram innra
virði, þaö er eigið fé þess. Methafmn
á þessu sviði, Eimskip, er þannig
ekki metið hærra en 49 prósent um-
fram innra viröi. Þess eru dæmi að
fyrirtæki séu metin undir innra virði
eins og Olíufélagið þegar hlutabréf í
því voru fyrst boðin út.
í öðru lagi er allt óljóst um framtíð
að kaupa um 70% af hinum nýju
hlutabréfum. Það mál er nú til af-
greiðslu hjá bæjaryfirvöldum en
samkvæmt heimildum DV eru ekki
taldar lýkur á að bærinn muni not-
færa sér þennan forkaupsrétt.
Islenskra aðalverktaka. Einokun
þeirra er tryggð til næstu fimm ára
en búast má við að þrýstingur vaxi
á að afnema þessa einokun. Jafnvel
þótt einokunin verði framlengd er
allt á huldu um framhald á verkleg-
um framkvæmdum hersins þar sem
með breyttum aðstæðum í heims-
málum er hætt við að hlutverk her-
stöðvarinnar verði endurmetið. Auk
þess er stöðin að verða að fullu upp-
byggð miöað við núverandi hlutverk.
Það mun því sjálfsagt ráöa miklu
um verðmæti hlutabréfa í íslenskum
aðalverktökum hvort fyrirtækið
haslar sér völl í öðrum framkvæmd-
um og hvernig til tekst.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) h'æst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 3.0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 34 ib.Sb,-
' - Sp
6 mán. uppsögn 4-5 ib.Sb
12mán. uppsógn 4-5.5 lb
18mán.uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0.5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3.0 Allir
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb
Innlán meðsérkjörum 2,5-3.25 Ib
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7.25 Lb.Sb
Sterlingspund 13.6-14.25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6.75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 13.5-13.75 Bb.Sb
Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17.5 Bb
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16.8-17 Sp
Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4.0
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23.0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. ágúst 90 14.0
Verðtr. ágúst 90 7.9
VISITÖLUR
Lánskjaravisitala ágúst 2925 stig
Lánskjaravisitala júlí 2905 stig
Byggingavisitala ágúst 550 stig
Byggingavisitala ágúst 171.9 stig
Framfærsluvisitala júli 146.8 stig
Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% l.júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5.045
Einingabréf 2 2.746
Einingabréf 3 3,322
Skammtimabréf 1.702
Lifeyrisbréf
Gengisbréf 2.174
Kjarabréf 4.995
Markbréf 2,658
Tekjubréf 2,007
Skyndibréf 1.490
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2.425
Sjóðsbréf 2 1,786
Sjóðsbréf 3 1,693
Sjóösbréf 4 1.442
Sjóðsbréf 5 1.019
Vaxtarbréf 1.712
Valbréf 1,610
Islandsbréf 1,046
Fjórðungsbréf 1.046
Þingbréf 1.045
öndvegisbréf 1.043
Sýslubréf 1.048
Reiðubréf 1,033
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 525 kr.
Flugleiðir 205 kr.
Hampiðjan 171 kr.
Hlutabréfasjóður 167 kr.
Eignfél. Iðnaöarb. 164 kr.
Eignfél. Alþýðub. 126 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 162 kr.
Eignfél. Verslunarb. 140 kr.
Oliufélagiö hf. 536 kr.
Grandi hf. 184 kr.
Tollvörugeymslan hf. 107 kr.
Skeljungur hf. 546 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Útgerðarfélag Akureyringa:
Hlutafé aukið um 50 milljónir
- margir sýna bréfunum áhuga