Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
Utlönd
Neita beiðni
Norðurianda
Sænsk yflrvöld afhentu í gær ír-
aska sendifulltrúanum í Stokkhólmi
harðorð mótmæli vegna neitunar
íraskra yfirvalda við beiðni Norður-
landa um að þegnar þeirra fengju að
fara frá Kúvæt. Kröfðust sænsk yfir-
völd þess í gær að allir sænskir ríkis-
borgarar sem þess óskuðu fengju að
fara heim.
Norrænu sendiherrarnir í Bagdad
í írak fóru á miðvikudaginn í íraska
utanríkisráðuneytið og fóru fram á
að Norðurlandabúar fengju leyfi til
að fara frá írak og Kúvæt. Þeir fengu
strax neitun og var þeim tjáð að eng-
ir Vesturlandabúar fengju fararleyfl
eins og er.
Sendiherra Noregs í Bagdad hefur
fengið hjartaáfall og hafa norsk yfir-
völd beðið um leyfl til að senda ílug-
vél eftir honum til íraks. Ekki er vit-
að hvort þeir tuttugu og sjö Norð-
menn sem eru í írak myndu fá að
fara með ef leyfl yrði veitt til að láta
sækja sendiherrann. Læknar í
Bagdad segja að hann verði að liggja
á sjúkrahúsi í að minnsta kosti viku.
Bandarísk og bresk yfirvöld óttuð-
ust þróun mála í gær er írakar skip-
uðu þúsundum Breta og Bandaríkja-
manna að safnast saman á hótelum
í miðhluta Kúvætborgar. Var þeim
hótað að þeir yrðu fluttir þangað með
valdi ef þeir kæmu ekki sjálfir. í
gærkvöldi höfðu aðeins fáir komið
til hótelanna. Óttast yfirvöld í
Bandaríkjunum og Bretlandi að
fjöldahandtökur standi fyrir dyrum.
TT, NTB og Reuter
Tveir egypskir flóttamenn frá Kúvæt með hafurtask sitt á leið yfir landa-
mæri íraks og Jórdaníu i gær. Símamynd Reuter
Viðbúnaður
vegna mögulegra
hryðjuverka
Starfsmönnum bandarísku alrík-
islögreglunnar, FBI, hefur verið fyr-
irskipað að vera í viðbragðsstöðu
vegna mögulegra hryðjuverka í sam-
bandi við ástandið á Persaflóa.
Síðustu vikur hefur verið á kreiki
orðrómur um að Abu Nidal, leiðtogi
hryðjuverkasamtaka sem af banda-
rískum yfirvöldum hafa verið sökuð
um níutíu árásir á óbreytta borgara,
væri kominn til íraks eftir sjö ára
deilur við stjóm Saddams Hussein
íraksforseta.
Fregnin um komu Abu Nidals til
íraks hefur ekki fengist staðfest en
bandaríska leyniþjónustan, CIA, hef-
ur sagt að önnur hryðjuverkasam-
tök, þar á meðal palestínsk samtök
undir forystu Abu Abbas, séu með
bækistöðvariírak. Reuter
Olíuverð
hækkar aftur
Olíumálaráðherra Saudi-Arabíu,
Hisham Nazer, sagði í gær að hann
væri að þrýsta á um skyndifund olíu-
útflutningsríkja, OPEC, til að ræða
afleiðingarnar af innrás íraka í Kú-
væt. Ráðherrann neitaði fregnum
um að Saudi-Arabía, stærsta olíuút-
flutningsríki heims, ætlaöi að
minnka þá olíufarma sem gerðir
hefðu verið langtímasamningar um
við önnur ríki. Ef af fundinum verð-
ur er gert ráð fyrir að rætt verði um
hvernig auka eigi framleiðsluna til
aö fylla upp í það skarð sem orðið
hefur í kjölfar innrásar íraka.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu
hækkaði aftur í gær vegna þróunar
mála við Persaflóa. Síðdegis í gær var
verðið 26,68 dollarar á tunnuna. Verð
á gulli stóð nokkurn veginn í stað í
gær og kostaði únsan 402,80 dollara
seinni part dagsins. Hlutabréf í
Tokýo féllu í verði í morgun í kjölfar
fréttarinnar um að Hussein Jórdan-
íukonungur hefði ekki verið með
bréf í fórum sínum frá íraksforseta
til Bandaríkjaforseta. Einnig olli fyr-
irskipun Bandaríkjaforseta um að
stöðva skipaferðir til og frá írak og
Kúvæt óróa á mörkuöunum.
Reuter og TT
Bandarískt herskip á siglingu á Omanflóa. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað beitingu hervalds þegar í stað
ef þðrf krefur til að stöðva skipaferðir til og frá írak. Símamynd Reuter
Aukin hætta
á átökum
Hussein Jórdaníukonungur ræðir við fréttamenn í Washington í gær. Hann
kvaðst ekki verið með í fórum sínum friðartillögu frá íraksforseta og þótti
þá mörgum sem horfurnar á diplómatiskri lausn á ástandinu við Persaflóa
væru orðnar litlar. Símamynd Reuter
Aukin hætta þykir nú á átökum á
Persaflóasvæðinu eftir að George
Bush Bandaríkjaforseti skipaði í gær
bandarískum herskipum að beita
þegar í stað valdi ef með þyrfti til að
framfylgja hafnbanni á Irak og Kú-
væt. Irösk yfirvöld tilkynntu fyrr í
þessari viku að öllum tilraunum af
hálfu Bandaríkjamanna eða annarra
til að stöðva vöruflutninga til og frá
írak yrði mætt með hefndaraðgerð-
um.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Javier Perez de Cuellar,
sagði í gær að hernaðaraðgerðir í
þeim tilgangi að framfylgja við-
skiptabanni Sameinuöu þjóðanna án
samþykkis Öryggisráðsins brytu í
bága við reglugerð stofnunarinnar.
Sagði Perez de Cuellar að Öryggis-
ráðið þyrfti að samþykkja hafnbann.
Talsmaður hans í New York tjáði
hins vegar fréttamönnum að fram-
kvæmdastjórinn hefði ekki dregið til
baka fyrri ummæli sín um rétt þjóða
til að veija sig.
Þó svo að Saddam Hussein íraks-
forseti haíi formlega bundið enda á
eitt stríð virtist í gær sem hann væri
reiðubúinn að hefja annað fremur
en að láta undan þrýstingi þeirra sem
vilja brottflutning íraskra hermanna
frá Kúvæt. íraksforseti svaraði ásök-
unum Bush forseta um að hann væri
lygari og morðingi og sagði Banda-
ríkjaforseta ljúga. í opnu bréfi; sem
lesið var í ríkisútvarpinu í Bagdad í
gær, sagði Saddam Hussein að hann
myndi aldrei fara frá Kúvæt og að
emírnum af.Kúvæt yrði aldrei leyft
að snúa aftur.
Horfurnar á diplómatískri lausn á
ástandinu við Persaflóa virtust litlar
í gær eftir að Hussein Jórdaníukon-
ungur lauk viðræðum sínum við
Bush Bandaríkjaforseta. Margir
höfðu talið hann líklegastan til að
miðla málum. Hafði verið búist við
að hann hefði í fórum sínum friðar-
tillögu frá íraksforseta en konungur-
inn kvaðst ekkert bréf vera með.
Hann hét því að framfylgja viðskipta-
þvingunum Sameinuðu þjóðanna
gegn írak en tók það fram að hann
væri ekki reiöubúinn að loka höfn-
inni í borginni Aqaba, helstu líflínu
íraka.
Reuter
Telur íraka munu bjarga sér
írakar munu flnna fyrir viðskipta-
þvingunum Sameinuðu þjóðanna en
þær munu ekki verða afgerandi. Það
getur vel verið að Saddam Hussein
Iraksforseti geti bæði séö löndum
sínum fyrir nauðsynjum og haldið
völdum. Þetta er álit Peters Wallenst-
ens, prófessors við Uppsalaháskóla í
Svíþjóð. Hann hefur sérhæft sig í
milliríkjadeilum og sérstaklega
rannsakað áhrifin af viðskiptaþving-
unum. Niðurstaða hans er sú að í
flestum tilfellum náist ekki tilætlað-
ur árangur af þvingunum.
„Það þarf tvennt til að refsiaðgerð-
ir verði árangursríkar. í fyrsta lagi
að alþjóðasamhugur ríki um þær og
í öðru lagi að það sé stjómmálaand-
staða í landinu sem notfæri sér
ástandið," segir prófessorinn.
Með tilliti til þessa þykir honum
athyglisvert hversu lítill gaumur
hefur verið gefinn að ástandinu í írak
sjálfu. Þjóðir heims bindi vonir sínar
næstum eingöngu við þann ytri
þrýsting sem nú sé beint að írak.
Það er skoðun Wallenstens að
næstu mánuðir verði afgerandi. Því
lengri tími sem líði því meiri verði
möguleikar íraka á að aðlaga sig að
nýjum aðstæðum. Næsta öruggt sé
að þeir fái varning landleiðina. Wal-
lensten telur að Hussein Jórdaníu-
konungur þori ekki að stöðva flutn-
ingana til Iraks af ótta við að verða
steypt af stóli. Mikill meirihluti Jórd-
ana styður íraka, að sögn Wallen-
stens.
Hann álítur að Bandaríkjamenn
muni fara sér hægt í sakimar með
að þrýsta á Jórdaníu þar sem jórd-
önsk stjórn hliðholl írak myndi
verða ógnun við ísrael. „Líklega vilja
Bandaríkjamenn að Jórdaníukon-
ungur stöðvi hluta flutninganna til
íraks en ekki svo mikið að hann eigi
á hættu að verða steypt,“ segir Wal-
lensten. TT