Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Síða 12
12
Spumingin
Ætlarðu að taka þátt í
skemmtiskokki eða mara-
þonhlaupi um helgina?
Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir
læknafulltrúi: Nei, ég hafði ekki
hugsað mér það. Ég hleyp þó svolítið
en yfirleitt fer tíminn í annaö.
Gréta Jónsdóttir húsmóðir: Nei, ég
er tábrotin og sleppi því. Annars
hefði ég líklega hlaupið.
Vilhjálmur Guðjónsson stoðtæknir:
Nei, alls ekki. Það er hægt að gera
ýmislegt skemmtilegra en að hlaupa
svona hlaup.
Páll M. Pálsson nemi: Nei, æth það.
Ég hleyp þó stundum en það er bara
fyrir sjálfan mig.
Gunnar Larsson: Nei, ég held ekki.
Ég er ekkert fyrir svoleiðis.
Karl E. Vemharðsson meðferðarfull-
trúi: Nei, ég verö að vinna. Ég hefði
samt sennilega ekki hlaupið en þaö
er gaman að fylgjast með þróuninni
í þessum máium.
Lesendur
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
Sendiherrafrúr segja frá
Kristín Jónsdóttir skrifar:
Ég hlýddi á viðtal við tvær sendi-
herrafrúr í þættinum Björtu hhðam-
ar á Stöð 2 sl. sunnudagskvöld. Að
mínu mati fór nú minna fyrir björtu
hhðunum í viðtahnu því frúmar
héldu sig mjög við sinn leista; eril-
samt starf sendiráðsfrúa, mikið af
boðum og veislum til skiptis og að
það þyrfti sterk bein tíl að komast
sæmilega frá stöðunni. Þama var
hvorki til umræðu „létta leiðin ljúfa“
né „ormar í ormagryfju" eins og
kunnir menn gáfu starfsvettvangi
sínum í utanríkisþjónustunni á sín-
um tíma.
Ég hafði á tilfmningunni að þessi
þáttur hefði verið gerður sérstaklega
til aö undirbúa jarðveginn fyrir
kröfu á hendur ríkinu af hálfu ís-
lenskra sendiherrakvenna sem væm
ekkert ofsælar .með hlutverk sín og
gætu því vel hugsaö sér að þiggja
eftirlaun að loknum starfsdegi, jafn-
vel örhtla launasporslu á meðan þær
gegndu eiginkonuhlutverki innan ís-
lensks sendiráðs erlendis. - Að vísu
kom fram að sendiherrar frænda
vorra, Dana og svo Finna, em einir
í stöðum sínum í Bandaríkjunum og
er ekkert að vanbúnaði!
Hinum þræðinum fannst mér sem
þessi þáttur ætti að vera eins konar
uppbót (yfirklór vildi ég nú kalla
hann) á frásögn sendiherrafrúarinn-
ar sem gaf út jólabókina um síðustu
jól, Sendiherrafrúin segir frá. - Þar
mátti einnig kynnast lííi sendiherr-
afrúar og annarra íslenskra sendi-
manna sem em nefndir fuhtrúar ís-
lands á erlendri grundu. Saga þess-
ara sendiherrafrúa var allt öðru vísi!
Mér fannst þær líka ekki verá nógu
fágaðar í umsögn um hinar erlendu
þjóðir sem þær nutu gistivináttu hjá.
Hefði ég t.d. verið Frakki myndi ég
hafa móðgast sárlega á ummælum
þeirra um þá eiginleika sem þær
töldu helst einkenna þá þjóð. Heldur
tóku þær sig þó á í lokin og töldu
frönsku þjóðinni ýmislegt th ágætis,
svo sem gott litaval, mikiö matarúr-
val og ýmis skemmthegheit, þegar
sá gállinn væri á henni.
Mér fannst þessi viðtaisþáttur í röð
Björtu hliðanna vera dæmigerður
þáttur fyrir að gera viðmælendum
th hæfis, eins konar thboö um að
koma og gera „hreint fyrir sínum
dymm“ hkt og stundum er gert fyrir
vissa stjórnmálamenn þegar þeir
hafa orðið viöskha við fótabúnað
sinn og em á sokkaleistunum einum
saman.
Þessar sendiherrafrúr vora þó eng-
an veginn á sokkaleistunum en þær
geisluðu heldur ekki beinhnis af
þeirri ánægju sem hlýtur að fylgja
því að eiga þess kost að vera sverð
og skjöldur eiginmanna sinna og fá
aö aöstoöa þá m.a. við að vinsa úr
u.þ.b. 150 boöum sem að sögn berast
th íslensks sendiráös erlendis á ári
hveiju. Einhvem veginn stóð hug-
skoti mínu næst heildarmynd bókar-
innar Sendiherrafrúin segir frá - en
ekki sendiherrafrúrnar sem freistuð-
ust til að sitja í björtu hliðunum í
samnefndum þætti á Stöð 2 sl. sunnu-
dagskvöld.
Hafa ráöherrar skuldbundið sig til að leysa fjárhagsvandræði SS sem liggja
að mestum hluta í þessu húsi?
Salan á SS-húsinu:
Ráðherrar f ikra
sig áfram!
Valhallarþankar
um veitingar
Skattborgari skrifar:
Ég sé í frétt í Morgunblaðinu í
morgun (15. ágúst) að fjármálaráö-
herra er farinn aö hðsinna forsætis-
ráðherra (Framsóknarflokknum) í
því vandamáli sem hann hefur á
sinni könnu með því að hafa að lík-
indum gefið Sláturfélagi Suöurlands
ádrátt um að leysa peningavandræði
þess með því að kaupa hið nýbyggða
hús á Kirkjusandi.
í fréttinni segir Ólafur Ragnar fjár-
málaráðherra að „komiö hafi th tals
að ríkið leigi hluta af nýju húsi Slát-
urfélagsins undir ríkisstofnanir".
Það er nú líklega! Sérstök nefnd var
einmitt sett á stofn á vegum ríkisins
Oíklega launuð af skattborgumum)
th að finna leiðir th að nýta SS-húsið
eða með einhverjum leiðum að koma
því þannig fyrir að réttlæta mætti
kaup ríkisins á því.
Þetta mál er náttúrlega aht með
eindæmum og hinum siðlausasta
hætti. Að ráðherra skuli vera farinn
að gera því skóna að í þessu vand-
ræðahúsi Sláturfélagsins megi stað-
setja t.d. myndhstarskóla, Þjóö-
minjasafn eða hvað annað sem í hef-
ur hlaupið ofvöxtur vegna óverð-
skuldaðs örlætis Stórabróður er
meiriháttar feilspark hinna þjóð-
kjömu þjóna í almenning í landinu.
Nú em þrír ráðherrar í þann veg-
inn eða búnir að hygla vissum hóp-
um samkvæmt reglum suðrænna
bananalýðvelda. Utanríkisráðherra
er búinn að láta semja um kaup ríkis-
ins á meirihluta í Aðalverktökum
svo að hluthafar fái smápening í vas-
ann. Og nú leggja forsætisráðherra
og fjármálaráðherra sameiginlega
fram krafta sína til að bjarga Slátur-
félaginu fyrir hom í fádæma klaufa-
legum og ónauðsynlegum fjármála-
þrengingum þess. - Viö skattborgar-
ar hljótum að mótmæla kröftuglega
fyrirhuguöum kaupum eða afskipt-
um ríkisins af SS-húsinu. Sala þess
húss er ekki mál þjóöarinnar.
Kristinn Snæland skrifar:
Ég varð fyrir svo óhepplegri
reynslu um síðustu helgi að mér
finnst að ég veröi að láta hana koma
fram. Þannig var að hópur fólks safn-
aðist saman á Þingvöllum á laugar-
dag til sameiginlegrar skemmtunar
og samvera. Hópurinn hafði pantaö
mat í Valhöll. Víst var að matargest-
ir yrðu um 200 en sú tala var ekki
nákvæm. Seldir höíðu verið 217 mat-
armiðar og var þaö tilkynnt til Val-
hallar.
Þegar þangað kom höfðu nokkrir
gestir bæst við og er skemmst frá því
að segja að veitingastaðurinn réö
ekki viö þessa viðbót, enda munu
hafa verið tíndir fram 217 stólar, þar
sem umframstólar hefðu verið send-
ir niður í Hveragerði í hótehð þar.
Þeir stólar sem boðnir vom til setu
í voru auk þess svokallaðir klapp-
eða felhstólar, óþægilegir og óvand-
aöir. Særðu t.d. fótleggi ef fætur voru
dregnir inn undir sig.
Þá hófst máltíðin, fyrir hveija voru
Júlíus Jónsson skrifar:
Það hefur talsvert verið rætt hvort
ríkisstjórninni sé sætt eftir aö hún
setti bráðabirgðalögin á dögunum og
hvort ekki væri skynsamlegt aö efna
til kosninga núna í haust. - Ég er
einn þeirra mörgu sem finnst að
núverandi ríkisstjórn hafi ekki þann
styrk sem til þarf til að takast á við
vandann sem við blasir. Kosningar
nú í haust myndu færa þjóðinni nýja
von og ný ríkisstjórn fengi siðferði-
legan og pólitískan styrk til að standa
að þeim aðgerðum sem nú þarf að
gera.
Það er allt of mikið í húfi til þess
að nokkur ábyrgur stjórnmálaflokk-
ur eöa forystumenn þeirra geti lokað
augunum fyrir nauðsyn á kosning-
um í haust. En hver er hugur þeirra
til kosninga í raun? - Jú, Sjálfstæðis-
flokkurinn og forystumenn hans -
sumir en ekki allir - hafa lýst þeirri
skoðun að kosningar væru besti
kosturinn í stöðunni. Á þessu hamr-
ar Morgunblaðið einnig af og til.
Þaö er hins vegar vont að átta sig
á heilindum þessara yfirlýsinga,
jafnvel þótt þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins hafi samþykkt þetta áht.
Ekki hefur veriö upplýst hvort þar
vom einhveijir á móti. Ekki trúi ég
t.d. því a6 þeir þingmenn flokksins,
sem hafa hvað mest oröið varir við
andstöðu gegn áframhaldandi þing-
setu þeirra, séu mjög fylgjandi kosn-
greiddar 1500 krónur. Fram voru
bornar tvær litlar lambakjötssneiðar
á mann og grænmeti með. Var það
svona á aö giska 5 til 10 baunir, þrjár
til fimm litlar gulrótarsneiöar og
hálf lítil kartafla, reyndar skorin í
þrjá smá laska, og eitt grænt blað að
auki. Einnig fylgdi vatnsþunn sósa
með nokkrum pipárkornum. - Þá var
eftirréttur; vel úti látinn ís með
rjómahomi, súkkulaði og möndlu-
flísum og loks kaffi en mjólkin sem
fylgdi skildi sig frá í bollanum og
varð að htlum rjóma- eða fituflyks-
um.
Anda gestanna er best lýst með
orðum stúlku einnar í hópnum, en
hún er kunnug veitingarekstri. Hún
sagði: Ekki trúi ég að það borgi sig
að hafa fólk á launum viö að telja
baunir á hvern disk. - Fengu þessi
orð góðan hljómgmnn hjá gestunum,
sem væntanlega geyma í huga sér,
en ekki gleyma, viðurgjörningi í Val-
höh þetta kvöld.
ingum í haust. í pólitíkinni gildir
nefnilega sífellt hugsunin „einn
hring enn“ og það í fleiri málum en
þaulsetu á Alþingi.
Ekki er vafi á að Sjálfstæðisflokk-
urinn fær mikið fylgi í næstu kosn-
ingum. Hinu mega menn ekki
gleyma að þótt Sjálfstæðisflokkurinn
fengi ríflegan meirihluta í kosning-
um myndi ekki hvarfla að mönnum
þar á bæ að mynda ríkisstjóm án
þátttöku einhvers annars flokks til
viðbótar. Þetta er gallinn á íslensk-
um stjórnmálum. Ábyrgðartilfinn-
ingin er naumt skömmtuð í hjarta
hérlendra stjórnmálamanna og því
fer sem fer. Stjóm Reykjavíkurborg-
ar er sérfyrirbæri í íslenskum stjórn-
málum og þar er komin hefð á eins
flokks yfirráð.
En vita mega núverandi þingmenn
Sjálfstæðisflokks - og reyndar ann-
arra flokka líka, að hugur fólks
stendur til mikihar endurnýjunar í
þingliði, jafnt í Reykjavík sem ann-
ars staðar. Prófkjör, opin eða lokuð,
eöa listauppstilhng leikur hér mikil-
vægt hlutverk. En uppstilhng á fram-
boðshsta Sjálfstæðisflokksins t.d.
kemur þó ekki í veg fyrir kröfur um
umtalsverðar breytingar. Það er því
áfallaminnst að leyfa fólkinu sjálfu
að ráða í þeim efnum. Og haustkosn-
ingar eru áreiðanlega einnig krafa
fólksins. Leyfum lýðræöinu að ráöa.
„Kröfur um umtalsverðar breytingar á þingflokki sjálfstæðismanna. Uppstill-
ing á framboðslista kemur ekki i veg fyrir það.“
Kosningar
íhaust?