Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Page 15
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990. 15 Unglingar til fyrirmyndar á Galtalækjarmóti Aö aflokinni verslunarmanna- helgi, einni mestu ferðahelgi árs- ins, er gaman aö rii]a upp hvemig til hafi tekist. Hvernig gekk um- ferðin, hvar var fólkiö og hvernig hagaði það sér? A bindindismótinu í Galtalækjar- skógi var mikið fjölmenni en þar var fagnað 30 ára afmæli þessara móta. Fjölskylduskemmtunin í Galtalækjarskógi um verslunar- marínahelgi hefur orðið æ vinsælli á síðari árum og nú er mjög al- gengt að heilu fjölskyldurnar hitt- ist þar og tjaldi og eigi ánægjulega helgi í góðum félagsskap. Unglingar fyrirmyndarfólk Mikið er jafnan rætt um það hvernig unglingar hagi sér um þessa helgi, þeir safnast jafnan saman á útihátíðum eða annars staðar og haga sér alla vega. Stærstu orðin eru höfð um þá ungl- inga sem hæst hafa og þá sem haga sér illa að mati fullorðinna. Á Bindindismótinu í Galtalæk var áberandi hvað margir ungling- ar voru mættir til leiks. Það var greinilegt að þeim börnum, sem hafa farið á bindindismótið með foreldrum sínum undanfarin ár, hefur líkað vel á þessum samkom- um og vilja koma aftur. Einhverjir reyndu að hafa með sér áfengi á mótið en gæslumenn mótsins gengu vasklega fram í að fjarlægja allt slíkt, enda áttu allir að vita að ekki var ætlast til að slíkt nesti væri með í för. Það er sem betur fer ekki lengur „fínt“ að vera drukkinn og slangra um á útisamkomu. Unghngar eru famir að hugsa meira um heilsu sína og framtíð, það er hægt að skemmta sér án vímuefna. „Heil- brigður lífsstíll“ einkenndi ung- Kjallariiin Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður framsóknar- manna á Suðurlandi mennin í Galtalækjarskógi um þessa verslunarmannahelgi. Velheppnaðar kvöldvökur Á fjölskylduhátíðinni í Galta- lækjarskógi var boðið upp á tvær ágætar kvöldvökur þar sem fjöl- margir skemmtikraftar komu fram. Þarna ríkti einstök stemmn- ing, þúsundir mættu til að taka þátt í skemmtuninni. Þeir yngstu í vögnum og kerrum, þeir elstu i afa- og ömmu hlutverkinu. Unghngarnir vhdu líka vera á kvöldvökunum því mótshaldarar reyna að höfða th ahra aldurshópa svo að allir geti skemmt sér saman. „Klósettbiðröðin“ í Galtalækjarskógi höfum við kynnst því undanfarin ár hvernig það er að standa lengi í biðröð til þess að komast á salerni. Það er í sjálfu sér ekkert skrítið þegar mörg þúsund manns koma saman eina helgi að salernin anni ekki því álagi sem þá verður. Ekki er þó aht slæmt við „klósett- biðröðina" því þar er gjaman tæki- færi th að hitta vini og kunningja sem maður myndi annars ekki hitta. Þannig er auðvelt að stytta biðtímann og hafa gaman af tilver- unni þrátt fyrir allt. Allirvilja komaaftur I Galtalækjarskóg Bindindismótið í Galtalækjar- skógi má kallast sigurvegari þess- arar verslunarmannahelgar. Þar var flest fólkið og framkvæmd öll th mikillar fyrirmyndar. Hundruð sjálfboðaliða unnu skipulagt starf á mótinu svo að gestir gátu notið helgarinnar í dá- samlegu veðri og fallegu umhverfi. Allir gátu fundið eitthvað viö sitt „Hundruö sjálfboðaliða unnu skipulagt starf á mótinu svo að gestir gátu notið helgarinnar í dásamlegu veðri og fall- egu umhverfi.“ „Það er sem betur fer ekki lengur „tint“ að vera drukkinn og slangra um á útisamkomu", segir hér m.a. hæfi og skemmt sér og öðrum. á sinn hátt og þeir eldri gerðu það Þama var ekkert kynslóðabh, líka. unghngarnir slettu úr klaufunum Unnur Stefánsdóttir Dómstólar landsins: Er réttlætið flúið úr landi? Margar spurningar hafa vaknað undanfarin ár í svipuðum dúr og yfirskrift þessarar greinar. Margir hafa orðið sárir og reiðir yfir því virðingarleysi fyrir manneskjunni sem alltof oft lýsir sér sterkt í um- fjöllun dómstóla um hin ýmsu mál er fyrir þá em lögð. Undanfarin ár hefur það orðið æ algengara að rekast á niðurstöður dómstóla sem stangast þvert á við ghdandi lög í þessu landi okkar. Virtir lögfræðingar, sem jafnvel hafa tekið sæti sem hæstaréttar- dómarar, hafa talað óviðurkvæmi- lega um stjórnarskrá landsins og sagt hana einungis pappírsgagn sem heppilegt sé að vitna í við há- tíðleg tækifæri. Virðingarleysi fyr- ir réttlæti viröist vera að verða aðalsmerki á íslandi. Félagsdómur Eitt af okkar dómsstigum er Fé- lagsdómur. Frá þessu dómsstigi er ekki hægt að áfrýja niðurstöðum og er hann því æðsta dómsstig þeirra mála er hann fjallar um. Nýlega íjahaði þessi dómur um dehumál milh ríkisins og BHMR. Ég þykist vita að dómarar í þessú máli hafi verið thnefndir sam- kvæmt 39 gr. laga um stéttarfélög og vinnudehur. Hitt virðist vera ljóst að Hæstiréttur hefur í þessu máli brugðist trausti því sem borið hefur verið til óhlutdrægni hans. Samkvæmt heimildum úr fjöl- KjaUarinn Guðbjörn Jónsson framkvæmdastjóri G-samtakanna miðlum voru fjórir af fimm dómur- um í máhnu óhæfir th setu í dóm- arasæti í þessu máh vegna hags- munatengsla við niðurstöðu dóms- ins. Samkvæmt áðurnefndri laga- grein átti Hæstiréttur að thnefna þrjá dómendur í þennan dóm, sem tryggja áttu hlutleysi hans, en einn að vera frá hvorum dehuaðila. Mjög svo hnignandi virðing Hæsta- réttar meðal þjóðarinnar þolir ekki svona axarsköft. Þetta er virðing- arleysi fyrir réttlætinu sem ein- ungis götustrákar geta leyft sér. Neðra dómsstig réttarkerfisins Flest mál, sem fyrir þetta dóms- stig lenda um þessar mundir, eru innheimtumál ýmiss konar. Ferill- inn frá innheimtubréfi lögmanns th dóms í málinu er svo lítið kynnt- ur almenningi að alltof margir skhja ekki möguleika sína á vörn í máhnu eða treysta sér ekki til þess, fjárhagslega, að fá lögmann th þess að verja sig. Álltof margir lögmenn fara á þessum forsendum með ólögmæta pappíra fyrir dómstóla ogþví mið- ur fyrir virðingu dómskerfisins fá þeir uppkveðna dóma sem byggðir eru á þessum gögnum. Dæmin eru fjölmörg en lítum aðeins á eitt. í málinu nr. 94/1986, við eitt af auka- dómsþingum sýslumannsembættis á landsbyggðinni, var einmitt leik- inn svona leikur. Þarna var kveðinn upp dómur þar sem aðila var gert að greiða reikninga sem voru honum óvið- komandi, voru falsaðir, byggðir á ljósritum með nöfnum óskyldra aðha og lögmaður sá er sótti málið vissi ahan tímann að hann var með ólögmæta pappíra í höndunum. Honum var skrifað bréf þar sem færðar voru sönnur á þetta ólög- mæti en hann skapaði sér áhættu með því að skjóta þessu bréfi undan er hann lagði málið fyrir í dómi. Þegar máhð haföi verið tekið fyr- ir og dæmt, án vitundar dómþola, var athygh sýslumanns vakin á þessum atriðum, ásamt heimild hans th endurupptöku málsins vegna undanskots lögmanns á gögnum er hugsanlega hefðu breytt niðurstöðu dómsins. Það tók að vísu rúmt hálft ár að fá svar frá sýslumanni og þegar það kom vant- aði efnið í svarið. Það var bara blaður. Hæstiréttur Hæstiréttur á að vera vagga rétt- lætis í hverju þjóðfélagi er kennir sig við lýðræði og réttlæti. Nokkuð hefur mér fundist skorta á vitn- eskju dómenda á þessu æðsta dómsstigi þjóðarinnar um þessar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Alltof oft hefur mér fundist dóm- endur þarna gleyma réttlætinu í fimleikum sínum um lagagreinar lagasafns okkar. Þetta hefur að vísu fram th þessa einungis veriö tilfmning, eins og ég sagði. Nú er þetta hins vegar ekki lengur tilfinning, því fyrir skömmu.barst mér staðfesting um óafsakanlegan flumbrugang af hálfu dómenda Hæstaréttar í mál- inu nr. 327/1988: Þar segir orðrétt í dómsorði. (Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 592.800 krónur með 36% ársvöxtum af 307.800 krónum frá 1. júlí 1987 til 15. sama mánað- ar, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 592.800 krónum frá þeim degi til greiðsludags.) Nú spyr ég dómend- ur Hæstaréttar í þessu máli. Hvernig heimfærið þið þaö við gild- andi lög í landinu að dæmd krafa hækki um 285.000 krónur á fimmt- án dögum. Er hugsanlegt að öll umfjöllun réttarins um málið sé með álíka mikilli ábyrgðartilfinn- ingu? Hvar eiga þegnar þjóðfélags- ins að leita réttar síns þegar Hæsti- réttur framkvæmir svona flumbrugang? Guðbjörn Jónsson „Hitt virðist vera ljóst að Hæstiréttur hefur 1 þessu máli brugðist trausti því sem borið hefur verið til óhlutdrægni hans.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.