Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Síða 27
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990.
35
LífsstOI
PAPRIKA
I
0Q
1
698 280
SVEPPIR
O)
640 199
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Veruleg verðlækkun á
íslensku kartöflunum
- kílóið af smælki á 39 krónur
Eins og fram hefur komiö í fréttum
undanfarna daga virðist verðstríö
vera í uppsiglingu meðal kartöflu-
bænda. Lögbundiö verð til bænda er
55 krónur en nú er kílóverð á kartöfl-
um mjög misjafnt. Lægst er það 39-40
krónur. Það skal tekið fram að í þeim
tilfellum, sem verð þeirra er svo lágt,
er um smælki að ræða og eru stærri
gullaugakartöflumar eðlilega á
nokkru hærra verði. Það er hins veg-
ar ljóst að veruleg verðlækkun hefur
orðið á kartöflunum frá því að þær
komu á markað fyrir nokkrum vik-
um.
Meöalverð á tómötum er 172 krón-
ur en munur á hæsta og lægsta verði
er 85%. Er verðið lægst í Hagkaupi
og kostar kílóið þar 135 krónur.
Hæst er verðið í Kjötstöðinni í
Glæsibæ en þar er kílóið á 250 krón-
ur. Tómatar eru einnig á tilboðsverði
og kosta þá 220 krónur. Kílóverð á
tómötum hjá versluninni Bónus er
139 krónur. Mikligarður selur sína á
145 krónur og er það tilboðsverð. Er
þeim pakkað í eins kílóa poka og eru
þeir vel þroskaðir. Þá er einnig hægt
aö fá í lausu en kosta þá 228 krónur.
Kílóverð í Hagkaupi er 159 krónur
en 165 í Fjarðarkaupi.
Gúrkur em á lægsta verðinu í Bón-
usi og kosta þar 153 krónur kílóið.
Dýrastar era þær hjá Kjötstöðinni
og em á 275 krónur. Kílóverð hjá
Bónusi getur veriö mismunandi þar
sem gúrkumar eru seldar í stykkja-
tali og ræður þyngd þeirrar gúrku
sem keypt er nokkru um kílóverð.
Þær eru á 169 krónur hjá Hagkaupi,
187 krónur hjá Fjarðarkaupi og 215
í Miklagarði. Meðalverð er 200 krón-
ur og er munur á hæsta og lægsta
verði 80%.
Það er ríflega 200% verðmunur á
sveppum. Eins og í síðustu viku ber
að taka fram að þeir em mjög mis-
jafnir að gæðum og sést það best á
því að sama verslunin býður hæsta
og næstlægsta verðið. Ber því að taka
mið af því þegar spáð er í sveppa-
Islensku kartöflurnar hafa lækkað verulega i verði.
verð. Sumar verslananna merkja
sveppina sem fyrsta og annan flokk.
Síðarnefndi flokkurinn er venjulega
seldur á tilboðsverði. Verslunin Hag-
kaup er með lægsta sveppaverð og
er það 199 krónur. Verslunin skiptir
vörunni í tvo flokka og er sá dýrari
á 459 krónur. Hæsta verð er að finna
í Kjötstöðinni og er kílóverð þá kom-
ið í 640 krónur. Sama verslun selur
sveppi á 250 krónur og er það tilboðs-
verð. Bónus selur kílóið á 299 krón-
ur. Sveppirnir hjá Fjarðarkaupi
kosta 460 krónur en í Miklargarði 488
krónur. Meðalverð er 389 krónur.
Grænu vínberin eru á lægsta verð-
inu í Hagkaupi og kosta 269 krónur.
Mikligarður selur þá á 285 krónur,
Fjarðarkaup á 288 krónur og Kjöt-
stöðin á 398 krónur. Að vanda er
Bónus ekki með vínber. Meðalverð á
vínberjum er 310 krónur og munur
á hæsta og lægsta verði er 48%.
Meðalverð á grænni papriku er 454
krónur og er lægsta verð að finna í
Bónusi þar sem kílóverö reiknast 280
krónur. Kílóverð í Hagkaupi er 415
krónur, 433 í Miklagarði, 445 í Fjarð-
arkaupi og Kjötstöðin rekur lestina
með 698 krónur. Tæplega 150% mun-
ur er á hæsta og lægsta verði.
Eins og fram hefur komið er kart-
öfluverð rokkandi og fer best á því
að lýsa útliti þeirra um leið og verð
er nefnt. Bónus er með lægsta kíló-
verð og er það 68 krónur. Kartöflurn-
ar eru þokkalega stórar. Smælkið er
á 39 krónur. í Hagkaupi er dýrast að
kaupa kartöflur en þar er selt gull-
auga á 132 krónur og 50 aura. Þær
líta vel út og eru að því er virðist
búnar að ná fullum þroska. Hagkaup
selur einnig premierkartöflur og
kostar kílóið af þeim 70 krónur. Þær
eru minni en hinar. Það eru einnig
á boðstólum smáar kartöflur á 39
krónur kílóið. Verðmerkingar og
vörumerkingar eru í einstaklega
góðu lagi hjá versluninni og til hag-
ræðingar fyrir neytandann. Fiarðar-
kaup selur kílóið á 72 krónur en þar
er smælki einnig selt og kostar 40
krónur. Kjötstöðin selur kartöflurn-
ar á 90 krónur kílóiö og eru þær að
norðan. Þær líta vel út og hafa náð
þokkalegri stærð. Smælkið er selt á
40 krónur. Mikligarður selur kílóið á
94 krónur og 50 aura.
Verðlag á grænmeti er svipað og í
síðustu viku. Grænmetisverö getur
verið breytilegt milli sendinga, að
sögn verslunarmanna, og getur því
verið annað að morgni en það er að
kvöldi. -tlt
Ávaxtamarkaður:
Epli, appelsínur, bláber...
DV kannaði fimm mismunandi
tegundir ávaxta og fer niðurstaða
könnunarinnar hér á eftir. Mesti
verðmunur var á banönum, eða 94%,
en minnsti verðmunur var á bláberj-
um, eða 9,5%.
Rauð epli voru ódýrust í Bónusi og
kostuðu þar 120 krónur. Hæsta verð
var aö finna í Kjötstöðinni og kostaði
kílóið þar 159 krónur. Verðmunur
reyndist vera 32,5% og meðalverð 135
krónur. Ephn kostuðu 128 krónur í
Fjarðarkaupi, 129 krónur í Hagkaupi
og 137 krónur í Miklagarði.
Appelsínur voru ódýrastar í Bón-
usi og kostuðu 85 krónur kílóið. Það
er nokkuð langt undir meðalverði
sem var 116 krónur. Kílóverð hjá
Kjötstöðinni var 155 krónur. 106
krónur kostuðu þær í Miklagarði, 115
í Fjarðarkaupi og 119 í Hagkaupi.
Bananar em mjög viðkvæm vara
og eru fljótir aö skemmast. Er þá því
oft að finna á tilboðsverði. Slík var
raunin í Kjötstöðinni en þar voru
þeir á 90 krónur kílóið. Einnig voru
bananamir dýrastir þar og var verð-
ið 175 krónur. 122 krónur kostuðu
þeir í Bónusi en 135 krónur í öllum
hinum verslununum. Munur á
Mjög fjölbreytilegt úrval er af ávöxtum en það er af sem áður var að einung-
is var hægt að fá epli og appeisínur fyrir stórhátíðir.
hæsta og lægsta verði var 94%.
Kílóverð á kiwi var lægst í Fjarðar-
kaupi, eða 224 krónur. Bónus seldi
kílóið á 225 krónur, Hagkaup á 259
krónur, Mikligarður á 298 krónur og
Kjötstööin á 348 krónur. Meðalverð
var 271 króna og munur á hæsta og
lægsta verði 55%.
Bláber fengust aöeins í þremur
verslananna: í Fjarðarkaupi, þar
sem verðið var 273 krónur og jafn-
framt lægst, í Kjötstöðinni á 275
krónur og í Miklagarði, en þar var
verðið hæst, 299 krónur. Meðalverð
var 282 krónur og munur á hæsta
og lægsta verði 9,5%. Það er vonandi
ekki langt að bíða þess að íslensk
bláber komi í verslanir en þau sem
fást núna em bandarísk.
-tlt
Paprika
Verð í krónum
Jaa F#o. Mars Aprl Mal Júnl Júil A^»i
soo- 400 - 300- p Tómatar Verð í krónum
100-
Jaa Foo. Mars AprS Mal Júnl Júil Agltl