Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1990, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990. Andlát Jóhanna Jóhannesdóttir, Álakvísl 67, lést aö morgni 16. ágúst í Landa- kotsspítala. Valur H. Jóhannsson, Reynigrund 1, Akranesi, lést þann 15. ágúst. Sigurjón Sigurðsson, Höfðagrund 15, Akranesi, andaðist 16. ágúst. Jarðarfarir Ásdís Pálsdóttir, Lækjargötu 3, Hvammstanga, sem lést 13. ágúst, verður jarðsungin frá Hvamms- tangakirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 14. Eiríkur Einarsson frá Þóroddsstöð- um í Ölfusi, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Ölfusi laugardaginn 18. ágúst kl. 14. Útför Sigríðar Bachmann, fyrrver- andi forstöðukonu Landspítalans, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Lárus Á. Ársælsson, Kirkjuvegi 43, Vestmannaeyjum, verður jarösung- inn frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um laugardaginn 18. ágúst kl. 14. hennar var Karel Gíslason, en hann lést árið 1950. Þau eignuðust tvö börn. Seinni maður hennar var Carl Friðrik Jensen, en hann lést árið 1978. Þau hjónin ólu upp sonardóttur Aldísar. Útför Aldísar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Matthildur K. Gunnarsdóttir lést 7. Ný hárgreiðslustofa í Mjóddinni Opnuð hefur verið ný hárgreiðslustofa í Mjóddinni.- Eigendur eru Jóhanna Margrét Steindórsdóttir og Ásta Margrét Jóhannsdóttir hárgreiðslumeistarar. Möggurnar í Mjódd kalla þær sig og er opið daglega kl. 9-18 og laugardaga kl. kl. 9-13. Síminn er 77080. ágúst. Hún var fædd í Reykjavík 23. / febrúar 1923. Hún starfaði í 33 ár sem símavörður á Reykjalundi. Útför hennar verður gerð frá Langholts- kirkju í dag kl. 15. Aldís Kristjánsdóttir lést 9. ágúst. Hún fæddist í Stíghúsi á Eyrarbakka þann 14. september 1912. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Þóra Þórðardóttir og Kristján Guðmunds- son.. Aldís var tvígift. Fyrri maður Tapað-fundið Páfagaukur tapaðist Blár páfagaukur tapaöist frá Ásgarði 95 miðvikudaginn 15. ágúst sl. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 36153. Fress í óskilum Hvítbröndóttur hálfstálpaður fress, ca 6 mánaða, er í óskilum á Melunum. Upp- lýsingar í síma 18937. Tombóla Nýlega héldu þessar tvær stúlkur, þær Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir og Klara Sverrisdóttir, tombólu til styrktar Rauða krossi íslands. Alls söfnuðu þær 1.303 krónum. Tombóla Nýlega héldu þessar tvær stúlkur, þær Harpa Hannesdóttir og Sólborg Ósp Bjamadóttir, tombólu til styrktar Rauða krossi íslands. Þær söfnuðu 520 krónum. Fréttir Hin nýja sorpböggunarstöð höfuðborgarsvæðisins ris nú hratt í Gufunesinu en það er Ármannsfell hf. sem bygg- ir þetta áður umdeilda hús. Þarna verður allt sorp frá Reykvíkingum og nágrönnum flokkað og það ónýtanlega pressað í böggla sem síðan verða urðaðir. Af myndinni má ráða að þetta hús er engin smásmíði. DV-mynd S Akranes: Málefni Skipasmíða- stöðvar Þ&E í biðstöðu Sigurður Sverrissan, DV, Akxanesi: Málefni Skipasmíðastöðvar Þorgeri og Ellerts hf. á Akranesi eru í bið- stöðu um þessar mundir meðan beð- ið er eftir milliuppgiöri fyrir fyrri hluta þessa árs. Fyrirtækið á í mikl- um fjárhagserfiðleikum eins og íleiri fyrirtæki í sömu iðngrein og hefur fengið greiðslustöðvun. Sem kunnugt er var öllum starfs- mönnum fyrirtækisins sagt upp fyrr í sumar en gildistími uppsagnanna var framlengdur til 31. ágúst að sögn Þorgeirs Jósefssonar. Þorgeir sagði í samtali við DV að í raun væri ekkert hægt að segja um málefni fyrirtækisins að svo stöddu. Ákvarðanir um framhaldið yrðu teknar þegar milliuppgjörið lægi fyr- ir. Egilsstaðir: Víða heyjað með „hangandi hendi“ - þar sem skera á niður í haust Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Heyskap er nú að verða lokið á Hér- aði. Hann hófst í seinna lagi vegna þurrka en nýting heyja er mjög góð. Það er helst á Efri-Jökuldal sem fyrri slætti er ekki lokið. í mörgum hrepp- um er heyjað með „hangandi hendi,“ eins og einn bóndi komst að orði, það er þar sem fjárlaust var sl. ár eða skorið verður niður í haust en það er á milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Veður hefur verið hagstætt til hey- skapar. Þurrkar nægir og samfelldir og rigningar ekki miklar þó fari yfir í norðaustan sem er mesta úrkomu- áttin á Héraði. Er jörð jafnvel óvenju- þurr um þessar mundir. Fjölmiðlar Risinn og dvergurinn Mikið hefur verið rætt og ritað um réttmæti afnotagjalda Ríkisút- varpsins að undanförnu. Að mínu viti er allt í lagi aö greiða þessi af- notagjöld. Hins vegar fyndist mér eðlilegt aö hætta sölu auglýsinga hjá RÚV. Vera má að auglýsingar beri uppi starfsemi þessarar stofiiunar en spurningin hlýtur að vera hvort það sé réttlátt og hvort ekki megi reka þessa stofnun hagstæðar, Rás tvö átti upphaflega að vera rekin eingöngu á auglýsingatekjum en hún er heimtufrekari en svo að það dugi til. Þar ætti einna helst að skera niður. Ekki veit ég hversu margir starfsmenn koma við sögu á rás tvö á einum mánuði en segja mætti mér að þeir væru ófáir. í svip- inn raan ég eftir tíu föstum starfs- mönnum sem starfa einungis við dægurmálaútvarpið. Þá eruótaldir þáttagerðarmenn, pistiahöfundar og erlendir fréttaritarar. Rás tvö hiýtur að þurfa míklar fjárhæðir til að geta haldiö ailri þessari starfsemi gangandi. Það má líka segja að með öllu þessu fjármagni fáist mun betri dagskráenella. A meðan rás tvö blómstrar sökkva aðrar útvarpsstöðvar sífellt neðar í hlustun. Þar kemur best í ljós hversu RÚV er óvægið meö alla sina peninga og skylduafnotagjöid. Aug- lýsendur leita tii þeirra sem hafa mesta hlustun og þar hiröir rás tvö einu tekjulind annarra stöðva. Það veröur ekki sagt aö þetta sé heiðar- leg samkeppni eða eðlileg. Á meðan RUV hefur hæði afnotagjöld og aug- lýsingar og ríkið á bak við sig er lítil von til þess að litlar einkastöðvar geti spjarað sig. Á þeim eru sex til sjö dagskrárgerðarmenn sem halda úti þáttum alla daga vikunnar. Sjálf hlusta ég mest á rás tvö því hún hefur upp á mest aö bjóða og hefur efni á því. En til hvers var verið að gefa eftir frjálsan útvarps- rekstur ef starfsskilyrði eru engin á móti rikinu? Reyndar þykir manni ríkið alitaf vera að ota sínum tota meira út í samfélagið og boð og bönn sífelit vera að aukast. Hvar er nú allt hjalið um að ríkið eigi að fækka starfsmönnum og minnka hlutdeild sína í rekstri fyrirtækja? Kannski er fólk fljótt að gleyma lofræðum stjórnmálamanna fyrir kosningar," að minnsta kosti virðastþeir sjálfír haida það. Ólafur Ragnar hefur til dæmis ekki opnað munninn varð- andi matarskatt frá því hann fékk stól þrátt fyrir stóry rði í stórmörk- uðum og fiskbúðum fy rir örfáum árum. Það dettur hvort eð er engum íhugaðkvarta. -Elín Albertsdóttir c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.