Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990.
Fréttir
DV
Vogalax:
Um 500 milljóna gjaldþrot
- risastórtilraunsemmistókst
Hafbeitarstöðin Vogalax hefur ver-
ið tekin til gjaldþrotaskipta. Talið er
að skuldir stöðvarinnar nemi allt að
500 milljónum umfrám eignir.
Meginástæða gjaldþrotsins eru lé-
legar heimtur á laxi úr sjó. í ár er
búist við um 1 prósent heimtum eða
svipuðum og í fyrra. Eðlilegar heimt-
ur eru hins vegar taldar um 7 pró-
sent.
Ekki liggur fyrir hvers vegna
heimtur hjá Vogalaxi eru svona lé-
legar. Meðal skýringa sem nefndar
hafa verið má nefna að of mikið af
hrognum hafi verið tekið úr laxi sem
hafi verið tvö ár í sjó. Lax úr þessum
hrognum hefur því erföafræöilega
tilhneigingu til að vera tvö ár í sjó
en talið er aö allt að 70 til 90 prósent
af slíkum laxi drepist í sjó miöað við
mun lægra hlutfall hjá löxum sem
ganga í ár eftir eitt ár. Onnur skýring
er sú að sjórinn fyrir utan stöðina
hafi einfaldlega ekki boðið upp á
næga fæðu handa þeim þremur millj-
ónum seiða sem sleppt var í fyrra.
Seiðin haíi því veslast upp og drepist
fyrir utan stöðina. Þá hefur og verið
bent á aö góðar heimtur hjá Vogalaxi
í fyrstu megi að hluta tii skýra með
því aö laxar s'em sluppu úr kvíum
hafi gengið í stöðina og eins að laxar
frá grannstöðinni Pólarlax hafi villst
til Vogalax.
Eins og sjá má af þessum skýring-
um, sem kastað hefur veriö fram, er
langt i land að traustur vísindalegur
grunnur hafi verið undir starfsemi
Vogalax. í raun hefur hvergi í heim-
inum verið sleppt álíka magni af
seiðum og Vogalax gerði. Það má því
segja að starfsemi stöðvarinnar hafi
verið risastór tilraun.
Eins og DV hefur greint frá á Fram-
kvæmdasjóður íslands útistandandi
mikla fjármuni hjá fiskeldisstöðvum
og hann hefur tapaö miklum hluta
þeirra á undanfomum misserum.
Við gjaldþrot Vogalax bætast um 70
milljónir viö. Þær eru tryggðar með
veði í stöðinni sem ef til vill reynist
verðlaus þar sem nánast ekkert fæst
fyrir fjárfestingar í fiskeldi eftir hrun
greinarinnar.
-gse
Það reynist nauðsynlegt að hreinsa göturnar öðru hverju og sprauta drullunni kröftuglega i burtu. Þessir hreinsun-
arbilar eru hins vegar fremur illa þokkaðir af bileigendum þar sem drullugt vatnið á það til að slettast yfir nýbón-
aða fjölskyldubíla. DV-mynd S
Takmörkun vígbún-
aðar í Norðurhöfum
Ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar
Háskóla íslands og Henry L. Stimson
Center um takmörkun vígbúnaðar
og traustvekjandi aðgerða í höfun-
um, sem haldin var á Akureyri, lauk
fimmtudaginn 16. ágúst eftir tveggja
daga umræður um það bil 30 sér-
fræðinga og embættismanna frá
Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi,
Spáni, Þýskalandi, Bretlandi, Dan-
mörku, Noregi og íslandi.
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, flutti setningarræðu
ráðstefnunnar og benti meðal annars
á að vígbúnaöur í höfunum væri í
reynd eina sviö vígbúnaðar sem enn
væri ekki gert ráð fyrir í viðræðum
um takmörkun vígbúnaðar og
traustvekjandi aðgerðir. Norðurhöf
væru einhver mikilvægasti vett-
vangur flotaumsvifa í heiminum og
á fáum svæðum væri jafnmikill fiöldi
kjamorkuvopna.
Ýmsir þátttakendur á ráðstefnunni
lögðu mikla áherslu á pólitíska nauð-
syn þes.sa að taka vígbúnað í höfun-
um inn í samningaviðræður í því
skyni að stuðla að uppbyggingu í
samskiptum austurs og vesturs sem
leiddi til varanlegs stöðugleika og
jákvæðra samskipta í framtíðinni.
Þá var bent á að væru Norðurhöf
undanskilin í samningaviðræðum
væru líkurnar fyrir aukinni spennu
á norðurslóðum meiri en ella, enda
giltu þar aðrar reglur um hemaðar-
leg málefni en í Miö-Evrópu.
-J.Mar
Fróöir menn og konur hafa sjaldan séð eins mikiö af berjum um landið eins og i sumar, jafnvel er talað um
metberjasprettu. En ekkert met i berjasprettu virðist ætla að veröa slegið i Heiðmörk í ár. Alla vega var lítið um
ber um helgina er málið var kannað, eins og Petra Ingvarsdóttir gerir. Eitt og eitt ber á lyngi. DV-mynd G. Bender
Innbrot og
skemmdarverk
á ísafirði
Tvö innbrot vom kærð til lögregl-
unnar á ísafirði um helgina. Brotist
var inn á billiardstofu og þar var
peningum og fleiru stolið. Málið er
óupplýst. Einnig var brotist inn í
byggingarvöruverslun kaupfélags-
ins. Þar hurfu verkfæri og skot í
naglabyssu. Þýfið fannst síðan í poka
fyrir utan verslunina en ekki er vitað
hver var aö verki.
Átta rúður vom brotnar í ísafjarö-
arbæ aðfaranótt laugardagsins.
Tvær blómabúðir, sem eru hlið við
hlið, urðu fyrir barðinu á skemmdar-
vörgum. Fimm rúður voru brotnar í
annarri búðinni en tvær í hinni. Ein
rúða var síðan brotin í íbúðarhúsi.
Lögreglan segir rúðubrot vera orðin
algeng í bænum og brýna þörf vera
orðna á átaki gegn þessari þróun.
Ein líkamsárás var einnig kærð til
lögreglunnar. Karlmaður hafði feng-
ið glóðarauga í átökum við annan.
Að sögn lögreglunnar valt steypu-
bíll í Dýrafirði um helgina. Þar urðu
engin slys á mönnum. Orsökin var
aö vegkantur gaf sig með fyrrgreind-
um afleiöingum.
-ÓTT
Sjóstangaveiði-
mót á Eyjaf irði
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Sjóstangaveiðimenn víðs vegar af
landinu munu mæta til leiks þegar
26. Akureyrarmótið verður haldið,
fóstudaginn 31. ágúst og laugardag-
inn 1. september, og er búist við mik-
illi þátttöku.
Mótiö er hið fyrsta í röð móta þar
sem keppt er um íslandsmeistaratitla
í sjóstangveiði, annað verður í Eyjum
um hvítasunnuna á næsta ári og hið
þriðja á ísafirði um mitt næsta sum-
ar. Keppendur í mótinu á Eyjafirði
halda til veiða snemma morguns
fóstudaginn 31. ágúst og einnig dag-
inn eftir en verða komnir í land um
miðjan dag. Þá veröur afli vigtaður
og flokkaður en mótinu lýkur síðan
með hófi og verðlaunaafhendingu á
Hótel KEA.
Mótmæli kennara:
Vitum ekkert um
aðgerðirnar
- segir Guöni Guömundsson
„Við getum í raun ekkert gert því
við vitum ekki neitt um þessar að-
gerðir," sagði Guðni Guðmundsson,
rektor við Menntaskólann í Reykja-
vík, þegar hann var spurður að því
hvort skólayfirvöld viö MR hygöust
á einhvern hátt bregðast við aðgerð-
um kennara í haust.
- En nú er ekkert leyndarmál að
kennarar hyggja á skærur?
„Við getum ekki fengið nein svör
við því hvað við er átt. Félagið sem
slíkt getur ekki ákveðið neitt þannig
að þetta er spurning um það hvað
einstaklingarnir gera. Hvað kemur
upp er engin leið að spá fyrr en skól-
inn byrjar," sagði Guðni en MR byrj-
ar mánudaginn 3. september.
-SMJ
Leit að sæsleða-
köppumínótt
Björgunarsveitin Albert á Sel- Ijóslaus og var farið að óttast um
tjarnarnesi var kölluð út til að leita sæþórana í myrkrinu. Björgunar-
að tveimur sæsleðaköppum á öörum sveitarmenn fundu þá síðan heila á
tímanum í nótt. Farartækin voru húfi. -ÓTT