Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 13
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. 13 DV Lesendur Af brotamenn í öryggisgæslu Öryggisfangi skrifar: Frá árinu 1970 hafa alls 15 manns verið úrskurðaðir í öryggisgæslu, og hafa þeir setiö inni í 2 til 10 ár. í dag eru alls 5 menn í öryggis- gæslu. Einn þeirra er á Litla- Hrauni, einn er á Vogi, tveir eru í Svíþjóð og svo sá er hér heldur á penna sem dvelst á F.S.A. Svíþjóðarfangarnir eru á lokaðri deild í algjörri einangrun. Afbrota- mannadeildin á Vestervik í Svíþjóð er reyndar eins og rammgert fang- elsi, með rimlum fyrir gluggum, strangri gæslu og engri útivist nema í fangelsisgarði. Það er dýrt að kaupa þessa þjónustu af Svíum. Sólarhringurinn þar kostar um 20 þúsund kr. íslenskar á dag en það gerir um 8 milljónir á mann á ári. - þar eru þeir nánast eins og rifnir upp með rótum frá sínu eigin sam- félagi, ókunnugir menn í framandi landi. Það er áhtamál hvort afbrota- hneigð sé ekki sjúkdómur eða hvort hægt sé að kveða skýrt upp úr um það hverjar ástæður afbrota eru. Fangar fá að vísu læknisþjón- ustu, félagsráðgjöf og viðtalstíma hjá afbrotafræðingi en ekkert fast skipulag er á því. - Almennir fang- ar gætu notiö góðs af deild eða stofnun fyrir ósakhæfa geðveika afbrotamenn. Þeir geta veikst eins og annað fólk og þá þurft á þessari þjónustu að halda. Yfirlæknir Kiepps- og geðdeilda Landspítalans hefur lengi vel neit- að að taka fanga inn á geðdeildir ríkisspítalanna. Almennir fangar gætu þurft á tímabundinni geð- hjúkrun að halda eins og dæmið sannar sem kom upp nú í sumar. Þar var fanga mismunað vegna dóms þess sem hann hafði hlotið, og var hann vistaður í fangelsi. í athugun er hjá mér að höfða mál, í samráði við fangahjálpina Vernd, og stefna dómsmálaráð- herra fyrir vanrækslu í málefnum öryggisgæslufanga. - Ekkert „við- eigandi hæli“, sbr. hegningarlög, er starfrækt og ég hyggst fá yfir- menn dómsmála í landinu skyld- aða með dómi til að hlutast til um aö hæli þetta verði stofnsett svo fljótt sem kostur er. Þetta er að sjálfsögðu spuming um mannréttindi og réttlæti fyrir öryggisgæslufanga. Þessu máli mun ég vinna að á vetri komanda. Möguleiki er að koma upp bráða- birgðaaðstöðu, t.d. á deild 33 E á Landspítaianum. Ég tel það brýnt að réttur þeirra sem eru á öryggis- gæsludómi verði tryggður á mann- sæmandi hátt. Málin eru í algjörum ólestri og tími tii kominn að að- hafast eitthvað í þessum málum. (Bauknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI Hugmyndir til að nýta SS-húsið: Nýtt baðhús eða langleguspítali Dagný húsmóðir skrifar: Mig langar til að koma á framfæri hugmyndum um hvemig megi nota þetta margumrædda SS-hús sem Sláturfélag Suðurlands er aö vand- ræðast með og vill helst að ríkið kaupi, rétt svona einn, tveir og þrír. Þar sem gera má ráð fyrir að þetta hús standi nú þarna nokkra áratugi, úr því það var byggt, má hka gera því skóna að það verði notað í þágu einhverra þegar og ef að þvi kemur að það verður selt. Auðvitað eru skattborgarar á móti hvers konar afskiptum ríkisins af þessu máli og þá fyrst biti það höfuð- ið af skömminni ef það færi að festa kaup á SS-húsinu fyrir starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að ríkið sjái fyr- ir, svo sem óperuhús, tónlistarhús, safnhús eða eitthvað í þá veru. Hins vegar má til sanns vegar færa að ef ríkið kemur þarna nærri þá sé það með þvi skilyrði, aö húsið verði notað til starfsemi sem brýnt er að hýsa og er sannanlega á hrakhólum. Þama vil ég koma með eftirfarandi hugmyndir: Annaðhvort verði þarna komið á fót nýju baðhúsi Reykjavík- ur sem mikil þörf er á hér i borg eins og annars staðar í borgum erlendis. - Eða þar verði komið upp langlegu- plássum fyrir aldraða. í Reykjavík eru margir þótt ótrú- legt sé sem ekki hafa aðgang að baði, eða geta ekki sjálfir séð um sig í þeim efnum. Hér er aðallega um að ræða aldraða sem ekki vilja eða geta farið t.d. í sundlaugar og verða að fá að- stoð við böð í heimahúsum þar sem alls ekki er nógu góð aðstaöa þegar kemur að öldruðu eða lasburða fólki. - Þarna mætti koma upp allsherjar baöaðstöðu og annarri skyldri þjón- ustuaðstöðu, gufuböðum og heilsu- böðum af ýmsu tagi líkt og maður hefur séð í hinum vinsælu og þekktu bæjum í Evrópu og víðar. Langleguspítah er annað sem hér sárvantar og langlegupláss eru engin til í Reykjavík í dag. Fólk bíður nán- ast örmagna eftir því að pláss losni á hinum og þessum stofnunum, en úrlausn virðist ekki framundan. - Ég er þess fullviss að ef einhver hús- næöiseigandinn aö stórbyggingu eða sæmilegu húsnæöi (þarf ekki endi- lega að vera stórhýsi) innréttaði hús- næðið með tilliti til langlegusjúkl- inga, keypti rúm og innréttaði á ann- an viðunandi hátt, myndi hann fá arðvænleg viðskipti á stundinni. - En hér eru mínar hugmyndir, aðrir koma svo e.t.v. með sínar. Baðhús eða langlegudeild? Þörf á hvoru tveggja. - Síðasta baðhúsið í Reykjavík stóð við Grandagarð þar sem nú er Grandakaffi. flflflf S SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN omRon SJÓÐSVÉLAR Gera meira en að uppfylla kröfur fj ármálar áðuneytisins. Yfir 15 gerðir fyrirliggjandi Verð frá kr. 26.400.- SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf HVERFISGÖTU 33 - SÍMI 623737 NÝBÝLAVEGI 16 - SÍMI 641222 ■tækni og þjönusta á traustum grunni ALAN Á FULLU KlblIÍ Sendum i póstkröfu < humnél JLA 40, REYKJAVlK, SÍMI 83555 RGI 11,2. HÆÐ, SELTJ. SiMI 611055.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.