Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Page 15
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. Skipaútgerð ríkisins Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur. - Er m.a. ætlað að flytja vöruflutninga- bifreiðar frá Stykkishólmi til Brjánslækjar. Þannig er það landsvæði einnig komið í vegasamband við höfuðborgarsvæðið. Þrjú skipafélög flytja vörur, í misríkum mæli, á hafnir kringum landið. Eitt þeirra er Skipaútgerð ríkis- ins, sem rekin er með styrkjum af almanna fé, en bæði stærri skipafé- lögin, sem ekki eru ríkisrekin, þ.e. Eimskipafélag íslands og Skipa- deild Sambandsins reka strand- flutninga í vaxandi mæli. Eimskip hefur nýverið keypt skip, sem ætlað er í reglubundnar strandsiglingar, sem viðbót við það sem fyrir var. Nú er nýafstaðin eða í undirbúningi endurnýjun á flest- um flóabátum sem eru í siglingum milli hafna. Landflutningar í fyrirrúmi Nú er það samt staðreynd að þun- gaflutningar milli staða hérlendis eru að mestu magni með bifreiðum. Stöðugt er veriö að styrkja vega- kerfið, og snjómokstur á vetrum orðinn þannig að fært er á nær alla þéttbýlisstaði a.m.k. einu sinni í viku, þegar verst lætur. Öllum ætti að vera í fersku minni hve illa ætlaði að ganga að dreypa bjór á ísfirðinga í vetur sem leið í byrjun bjórvertíðar, vegna þess að fyrsti bjórfarmurinn sat veður- tepptur á Hólmavík vegna ófærðar á Steingrímsfjarðarheiði og allt til- tækt lið Vegagerðar var ræst út í kolvitlausu vetrarveðri til þess að svala þorsta íbúanna. Þótt mikið lægi við að koma bjómum á áfangastað var það ekki borið við að senda hann með Ríkis- skipum, þótt þaðan væru vikulegar ferðir til ísafjaröar. KjáOariim Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri Megnið af landsbyggðinni fær all- ar nauðþurftir sínar landleiðis frá Reykjavík eða allt svæðið frá mörkum Austur- og Vestur-Barða- strandarsýslu og suður um að mörkum Austur- og Vestur-Skafta- fellssýslna, en sérstök fisktökuskip sækja að hluta sjávarafurðir á hafnir á Snæfellsnesi og til Þor- lákshafnar. -tímaskekkja Einn verslunarstaður á strönd- inni er ekki í vegasambandi yflr veturinn, en er áfangastaður Ríkis- skipa. Það er Norðurfjörður á Ströndum. Meðan vegir eru færir eru flutningar þangað og þaðan landleiðina, en vegurinn er ekki mddur eftir að snjóa festir. Flugá- ætlun á Gjögur er tvisvar í viku og umtalsverðir vöruflutningar loftleiðis þangað. Flóabátar geta brúað flest bil í vor sem leið hóf nýtt 300 smá- lesta flutningaskip áætlunarferðir á Eyjafjarðarhafnir og til Gríms- eyjar. Yfir veturinn er gengið út frá vikulegum ferðum. Ekkert er lík- legra en að þetta skip geti einnig annað flutningum á Norðurfjörð og þess vegna aðrar Húnaflóahafn- ir, ef ástæða væri til, og á hafnir á NA-ströndinni, þegar hagkvæmt þætti. Umsvif Djúpbátsins hafa dregist umtalsvert saman eftir að Djúpvegur opnaðist og eru lítil verkefni yfir vetrartímann. Skipið fer á Suðureyri, Flateyri og Þing- eyri þegar landleiðin er ófær á vetr- um, ef Mjólkursamlag ísfirðinga óskar þess en það gerist ekki „fyrr en í síðustu lög“. Nýja skipinu á Breiðafirði, Baldri, er m.a. ætlað að flytja vöru- flutningabifreiðar frá Stykkis- hólmi til Brjánslækjar sem aka síð- an á Suðurfirði með þungaflutning, þannig að það landsvæði er þar með einnig komið í heils árs vega- samband við höfuðborgarsvæðið. Að loka, selja og spara Með skynsamlegri nýtingu á svæðisbundnum flóabátum og með skipulögðum flutningum frá stærri höfnum samræmt við ferðir skipa hinna félaganna hlýtur sú spurn- ing að verða áleitin hvort ekki sé ástæða til þess að leggja Ríkisskip niður og selja skipin og aðstöðuna vítt um hafnir landsins. Losa þar með mikla bundna íjármuni og hlífa þjóðinni við stórfelldum ár- legum taprekstri. Benedikt Gunnarsson „Megnið af landsbyggðinni fær allar nauðþurftir sínar landleiðis frá Reykjavík.“ Á að banna notkun bifhjóla? Lesandi góður. Það er kunnara en frá þurfi að segja aö umferðin á íslandi er sá þáttur þjóðlífsins sem krefst árlega mestra mannfórna. Umferðin tekur líka 'mikinn toll í slysum, stórum og smáum, hjá okkur íslendingum. Átakanlegt er að horfa upp á það hversu stór hluti af þessum alvarlegu umferðarslys- um tengist notkun bifhjóla. Nú nýverið gat að lesa í flölmiðlum að þýsk hjón hefðu misst stjórn á bif- hjóli sínu og ekið út af, ekki urðu alvarleg slys í það skipti. Nokkru áður gat að lesa í fjölmiðlum að ungpr maður hefði slasast mikið á bifhjóli við Kerlingarfjöll. Ekki er langt um liðið síðan tveir ungir menn létust í bifhjólaslysi í Ölfusi. Einn lögreglumaður hefur látist á íslandi við skyldustörf, það var fyr- ir mörgum árum, hann var á bif- hjóli og lenti í umferðarslysi. Og þannig má áfram telja. Bifhjólaslysin Saga bifhjólsins á íslandi er af- skaplega ljót, vegna hinnar gríðar- legu slysatíðni á þeim. Þegar horft er til þess hversu lítið bifhjól eru notuð hér á landi og hinna mörgu og alvarlegu slysa sem af þeim hafa hlotist hlýtur að vakna sú spuming hvemig við skuli bregðast. Verst er þó að hugsa til þess að fórn- arlömb bifhjólaslysanna em lang- mest ungt fólk. Flest bifhjólaslys eru hræðileg á að horfa fyrir þá sem eru svo óheppnir að þurfa að verða vitni að slíku, miklu ljótari en bifreiða- slys. Ástæðan er sú að við bifhjóla- slys kastast bifhjólamenn iðulega af hjólumun sínum ogfljúga langar leiðir í loftinu áður en þeir koma niður, ef þeir eru þá svo heppnir að lenda ekki á einhverju í loftköst- unum. Ökumenn bifhjóla og far- þegar þeirra eru ekki bundnir við hjólin og kastast af þeim, jafnvel við smávægilega árekstra. Einu öryggistækin, sem eitthvað kveður KjaUaiinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur Leiktæki fullorðinna Bifhjólin em í flestum tilfellum aðeins leiktæki fyrir fullorðna, leiktæki til að leika sér á í um- ferðinni. Bifhjól eru ákaflega hættuleg leiktæki, sérstaklega þeim sem ferðast á þeim. En í um- ferðinni á fullorðið fólk bara ekki að leika sér, það er megurinn máls- ins. Vilji fullorðið fólk leika sér ein- hvers staðar á bifhjólum á það að gerast á vernduðu æfingasvæði, fjarri annarri umferð, líkt og gert er með kvartmílubifreiðar og tor- færubifreiðar. Bifhjól í nútímaþjóðfélagi þjóna engum nytsamlegum tiigangi. Meira að segja lögreglan gæti vel komist af án þeirra, og löggáeslan í landinu yrði ekkert lakari þótt löreglan hætti að nota bifhjól. „Einfaldasta, öruggasta og ódýrasta leiðin til að fækka alvarlegum um- ferðarslysum er að banna notkun bif- hjóla í almennri umferð á íslandi.“ að, og hægt er að nota á bifhjólum, em hjálmar. Það hefur sýnt sig að það er bara ekki nóg. Að verða vitni að ljótu bifhjólaslysi er lífsreynsla fyrir hvern mann sem aldrei gleymist. Það er hálfhjákátlegt að skylda notkun bílbelta í bifreiðum, en leyfa notkun bifhjóla. Menn sem lenda í slysi á bifhjólum eru alltaf í verulega meiri slysahættu en menn í bifreiðum, þó ekki séu not- uð bílbelti. Aðstæður til bifhjólaaksturs eru sjálfsagt óvíða verri en hér á landi. Veðrátta, myrkur, hálka á vetmm, ástand vega, tillitsleysi bifreiða- stjóra og glannaskapur margra bif- hjólamanna em sennilega helstu ástæöur hinna tíðu bifhjólaslysa. Það hefur oft verið haft á orði að saga þyrluflugs á íslandi sé með endemum ljót, en þyrlur em samt sem áður bráðnaynleg björgunar- tæki sem hafa bjargað fjölda manns, mun fleiri mannslífum en notkun þeirra hefur kostað. Bif- hjóhn hafa kostað okkur ófá mannslífm, að ógleymdum öllum þeim sem hafa örkumlast meira eða minna viö notkun þeirra, og af þeim er engin ávinningur, hvorki fjárhagslegur né öðruvísi. Hnefaleikar, byssur og bifhjól Við íslendingar sýndum þann manndóm af okkur að banna hnefaleika á íslandi. Það efast eng- inn um það í dag að slíkt bann Flest bifhjólaslys eru hræðileg á að horfa, og miklu Ijótari en bifreiða- slys ..., segir m.a. í greininni. hafi ekki verið af hinu góða. Við íslendingar bönnuðum almenna notkun og meðferð skotvopna fyrir um þrjátíu árum. Það efast enginn um það í dag að það bann sé af hinu góða. Ef við íslendingar hefð- um bannað notkun bifhjóla í um- ferðinni af svipuðum ástæðum og við bönnuðum hnefaleika og al- menna meðferð skotvopna á sínum tíma hefðu mun færri látist í um- ferðinni á síðastliðnum árum og alvarleg umferðarslys hefðu orðið verulega færri en raun bar vitni. Lesandi góður. Einfaldasta, ör- uggasta og ódýrasta leiðin til að fækka alvarlegum umferðarslys- um er að banna notkun bifhjóla í almennri umferð á íslandi. Það ættum við að gera af þeirri einfoldu ástæðu að sagan hefur sýnt okkur að þau henta ekki til notkunar hér á landi. Brynjólfur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.