Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Blaðsíða 24
32
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Ný umferðaræð um Sæbraut
- framkvæmdum lýkur í næsta mánuöi
Nú standa yfir miklar vegafram-
kvæmdir viö Sætún og Skúlagötu.
Verið er að tvöfalda Sætúnið frá
Kringlumýrarbraut að Kalkofnsvegi
en þar mun í framtíðinni verða um-
ferð í tvær áttir meö eyju á milli. Nýi
vegurinn liggur töluvert neðar eða
næstum alveg í íjöruborðinu. Stefnt
er að að þessum framkvæmdum ljúki
í næsta mánuði. Nafni Sætúnsins
verður breytt í Sæbraut og Skúlagat-
an verður gerð að rólegri húsagötu.
Gatnaframkvæmdirnar eru nú
komnar alveg að Ingólfsgarði en þar
mun vegurinn verða tekinn í boga
inn á Kalkofnsveginn. Til að geta það
reynist nauðsynlegt að brjóta niður
lágan vegg sem þar skilur á milli.
Þessi veggur er hlaðinn úr hand-
höggnu grjóti úr Öskjuhlíðinni. Að
sögn Inga Ú. Magnússonar gatna-
málastjóra verður þessu grjóti ekki
hent heldur verður það notað í
hleðslur við opinberar byggingar og
í garða borgarinnar.
Ingi segir að í framhaldi af þessu
verði hugað að umferðarhnútnum
sem iðulega myndast í Tryggvagöt-
unni. Það hefur komið til tals að taka
veginn niður fyrir Hafnarhúsið en
ennþá hefur ekkert verið ákveðið
með það.
Formaður og varaformaður Verkamannasambands íslands, þeir Guðmund-
ur J. Guðmundsson og Karl Steinar Guðnason, fylgjast af athygli með upp-
boðshaldi í Fiskmarkaði Suðurnesja. Þessi fiskmarkaður starfar á ýmsan
hátt öðruvísi en aðrir markaðir því uppboðshaldið fer fram í gegnum tölvur.
DV-mynd ÆgirMár
:■'..
:
úr Öskjuhliðinni, verður að vikja fyrir gatnaframkvæmdum
DV-mynd Sveinn
Þessi veggur, sem hlaðinn er úr handhöggnu grjóti
við Sæbrautina.
Vandamál velferðarþjóðfélagsins
Margt hefur verið rætt og ritað
um bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar á samninginn við BHMR. -
Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti
krefjast afsagnar ríkisstjórnarinn-
ar og að efnt verði til kosninga sem
fyrst. Varla getur það verið af um-
hyggju fyrir þjóðfélaginu.
Skyldi Þorsteinn Pálsson hafa
gleymt því að hann setti í stjórnar-
tíð sinni lög sem afnámu öll helstu
grundvallarréttindi alls launa-
fólks? Þessi lög afnema þó hvorki
samnings- né verkfallsrétt og þorri
launafólks áttaði sig áreiðanlega á
því að þau voru óumflýjanleg eins
og málin stóðu. - Engan langaði
víst til að verðbólgan ryki upp í þá
tölu, sem ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar skildi við hana í.
Líklega hefur flestu láglaunafólki
fundist að þær fórnir sem það hafði
fært í þjóðarsáttinni, svokölluðu,
væru fullmiklar til þess að sætta
sig við að enginn árangur næðist í
baráttunni og aldrei hefur fylgi rík-
isstjórnarinnar veriö meira en nú
eftir skoðanakönnunum að dæma.
Fólk vill vafalaust sjá hvort ríkis-
stjómin getur eða vúl efna loforð
sín um eitt og annað t.d. niðurfell-
ingu lánskjaravísitölu svo eitthvað
sé nefnt. - Kannski fækkaði þá eitt-
hvað þeim sem verða að missa
íbúðir sínar á nauðungaruppboð. -
En Sjálfstæðisflokkur og Kvenna-
hsti hafa líklega takmarkaðan
áhuga fyrir slíku.
Viðhorf þessara flokka er ótrú-
lega ábyrgðarlaust, að vilja etja
þjóðinni nú út í kosningar og
kannski langvarandi stjórnleysi.
KjaUarinn
Aðatheiður Jónsdóttir
verslunarmaður
Tilvistarkreppa
Kvennalistans
Pólitískur ferill Kvennahstans er
heldur dapurlegur. Líklega hefur
þaö undarlega mikla fylgi sem
skoðanakannanir veittu honum,
stigið konunum svo til höfuðs að
þær þorðu ekki að gera eitt eða
neitt af ótta við að þá væri allt búið.
- Þess vegna tóku þær líka þann
kost að hjúfra sig upp að íhaldinu
fremur en verða virkar í stjórnar-
samstarfi.
Að sjálfsögðu vissu þær að þaö
yrði ekki vinsælt verk að glíma við
vandann sem ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar arfleiddi komandi ríkis-
stjórn að og að taka þátt í slíku
vantaði þær allan vilja. Þrátt fyrir
skýr fyrirmæh frá kjósendum, sem
ætluðust til að Kvennahstinn yrði
ábyrgur stjórnmálaflokkur, en til
þess skorti þær hugsjónir og pólit-
ískt þrek. - Síðan hafa þær líka
fundið sér það einkar verðuga
verkefni að dansa hringdans við
íhaldið, bæði í stjórnarandstöðu og
í borgarstjórnarkosningunum. -
Þess vegna vildu þær engan þátt
eiga í sameiginlegu framboði allra
minnihlutaflokkanna gegn Sjálf-
stæðisflokki.
Þær töldu það reyndar alveg
ótrúlega kvenfyrirlitningu að bjóða
þeim slíkt. - Og eftir að hafa halldið
fund um málið sendu þær Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur - eöa var
það kannski Friðrik Sophusson? -
með skýrt og skorinort „nei“. - Þær
hefðu nú ekki átt annað eftir
íhaldskonurnar í henni Reykjavík
en fara að reyna að fella átrúnaðar-
goðið sitt, blessaðan drenginn hann
Davíð.
Svartir blettir samfélagsins
Hvað varðar samninga BHMR
sýnist ofureðhlegt að stéttarfélag
sem samið hefur um bætt kjör taki
því ekki eins og sjálfsögðum hlut
að þegar við er litið sé það afnumið
meö lögum, og varla getur ríkis-
stjórn, sem gerir samning, er kallar
á slíka neyðarráðstöfun, verið stolt
af vinnubrögðunum, - En hvað um
það... Við skulum vona aö hún
lendi ekki í fleiri umferðarslysum
á ferli sínum.
Það er ansi margt í okkar marg-
rómaða velferðarþjóðfélagi, sem
þarfnast endurskoðunar og lagfær-
ingar. - Einhver svartasti blettur-
inn er ranglát tekjuskipting.
Það ætti vissulega að vera lág-
markskrafa að dagvinnulaun
nægöu fyrir framfærslukostnaði. -
En svo hrikalegt er launamisréttið
að mánaðarlaunin geta verið allt
frá 50 þúsund upp í eina milljón
króna eða jafnvel meira.
Þetta er sameiginlegur smánar-
blettur verkalýðshreyfingar,
vinnuveitenda og ríkisvalds. Hvort
sem með völd hafa farið flokkar til
hægri eða sem telja sig verkalýðs-
flokka.
Það hlýtur að vera illa ráðstafað
tekjum þeirrar þjóðar sem telst
með tekjuhæstu þjóðum heims,
þegar þeir sem afla teknanna geta
ekki lífað af laununum sínum. -
Við vitum reyndar í stórum drátt-
um hvemig þeim er varið... Að
mörgum tugum milljarða er fleygt
í óarðbærar, afdankaðar og illa
reknar atvinnugreinar. - Og alltaf
er eins og hringavitleysan versni
með hverju ári.
Glataðar hugsjónir
Verkalýðshreyfingin mætti láta
meira til sín taka, en hún gerir,
hvernig þjóðartekjunum er varið.
En hún hefur því miður glataö
neistanum og virðist hafa þurrkað
út jafnréttishugsjónina. - Það er
hennar vandamál. Hún sættir sig
við að þeir sem eru í neðri þrepum
launastigans geti ekki hfað nema
leggja á sig óhóflega yfirvinnu.
Það er líka stórt vandamál að hér
er enginn raunverulegur verka-
lýðsflokkur til og þar er Kvenna-
listinn ekki undan skhinn enda
hefur hann fengiö sinn dóm hjá
kjósendum eins og hinir.
Kvennalistinn varð th fyrir
nokkrum árum vegna þess að hinir
flokkarnir höfðu brugðist. - Nú
skilst mér að hann hafl tæmt tíma-
glas sitt.
Kannski hafa konurnar nú áttað
sig á því að það er ekki traust fylgi
sem einungis byggist upp á óvin-
sældum annarra.
En þær áttu valið og vildu vera
ábyrgðarlausar... hins vegarmega
þær gjaman átta sig á að með
ábyrgðarleysi sínu bera þær að
hluta til ábyrgð á ófremdarástandi,
sem þær vildu engan þátt eiga í að
breyta.
Aðalheiður Jónsdóttir
„Fólk vill vafalaust sjá hvort ríkis-
stjórnin getur eða vill efna loforð sín
um eitt og annað, t.d. niðurfellingu
lánskjaravísitölu, svo eitthvað sé
nefnt.“