Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. 33 LífsstOI Brúðkaup: Drukknar rómantíkin í kostnaði? - hálf milljón ekki óraunhæf tala Kirkjubrúökaup meö öllu tilheyr- andi hafa á undanfórnum árum notið vaxandi vinsælda. Er þaö nokkuð sem fólk hugsar sér að gera aðeins einu sinni á ævinni, ef það á annað borð giftir sig. Það er líka eins gott því kostnaður við athöfnina og veg- lega 100 manna veislu er í kringum 500 þúsund krónur. DV tók úttekt á því hversu miklum fjármunum þyrfti að verja í athöfn- ina og veisluhöldin. Leitað var upp- lýsinga hjá aðilum víðs vegar um bæinn. Er dæmið, sem sett er upp, ímyndað og miðað við nokkurs kon- ar meðalverð. Kostnaður getur verið bæði meiri og minni en tölurnar sýna. Niðurstöður komu á óvart þar sem kostnaður reyndist verulegur og hugsa margir sig sjálfsagt tvisvar um áður en stóra skrefið er stigið. Brúðarkjóllinn, kjólfötin. . . Að mörgu þarf að gæta en það fyrsta sem kemur upp í hugann er brúðarkjóllinn. í dæminu er miðað við að kjóllinn sé saumaður og að saumaskapurinn kosti 25.000 krónur. Notað er tæsilki og fara um 5-6 metr- ar í kjólinn sjálfan. Þá er ótalinn kostnaður við slörið og höfuðbúnað- inn sem við bætist. Leigður kjóll er mun ódýrari og er hægt að fá mjög fallegan kjól, alskreyttan perlum og slaufum, fyrir 15.000-17.000 krónur. Kostnaður við fatnað herrans er ekki minni og er reiknað með aö hann sé hinn glæstilegasti í kjól og hvítu. Fötin og allt tilheyrandi; hvítt vesti, skyrta, hanskar, slaufa og fleira, kostar um 48.000 krónur. Leigð föt eru hins vegar mun ódýrari og er hægt að fá góð fót á 3.700 krónur. Skór á hjónakornin verðandi kosta litlar 20.000 krónur. 10.000 krónur á hvort um sig. Þau hafa með sér eina brúðarmey og einn brúðarsvein en leigja á þau fötin. Kostar það samanlagt tæpar 4.000 krónur. Hringarnir eru að sjálfsögðu ómissandi og ef keyptir eru þriggja millimetra gullhringar, sem viröist vera algengt, kostar parið um 16.000 krónur. Púða undir hringana er gaman að hafa og heyrir kostnaður við það undir liðinn annaö. Brúðurin þarf að skarta síríu feg- ursta og leitar þar af leiðandi til fag- manna sem sjá um snyrtingu og hár- greiðslu. Á laugardegi er taxtinn 20% hærri en á virkum degi og eru greidd um 4.500 fyrir þjónustuna. Oft á tíð- um fara væntanlegar brúðir í auka- lega snyrtingu, svo sem handsnyrt- ingu éða andlitsbað. Aukinn kostn- aður fylgir því að sjálfsögðu. Til að auka á stemninguna eru blómaskreytingar ómissandi. Brúð- urin þarf að bera blómvönd og brúð- guminn þarf að vera með blóm í barminum. Bíllinn er skemmtilegri skreyttur borðum og þarf að sjá til þess að hann sé sem fallegastur. Blómaverslanir sjá um þjónustu sem þessa og ef reiknað er með fallegum skreytingum og aö annaö sé vel úr garði gert er hægt að reikna með 25.000 krónum. Hitt er svo annað mál að margir leggja út í mun meiri kostnað vegna þessa og greiða allt að 50 þúsund krónur. Gefin saman Nú er kærustuparið komið í sitt fínasta púss og þá er eftir að gefa þau saman. Presturinn tekur 3.000 krón- ur fyrir þjónustu sína og bætast um 1.800 krónur við þegar greitt hefur verið fyrir afnot af kirkjunni. Organ- isti, sem fenginn er til að spila, kost- ar 3.500 krónur, en verðið hækkar ef hann leikur einnig fyrir athöfnina og er þá orðið 5.000 krónur. Nú viija margir hafa söngvara að auki og kostar hann 4.500 krónur. Það er þó ekki nauðsynlegt að kaupa alla þessa þjónustu og er hægt að koma með þann prest, söngvara eða organista sem menn kjósa sjálfir. Góða veisiu gjöra skal Að lokinni athöfn er boðið til veislu og er kalt borð á boðstólum. Dreypa skal á kampavíni og koníak drukkiö með kaffinu. Kransakakan er með súkkulaðiskreytingum. Salarleiga er innifalin svo og gos, freyðivín, matur, kaffi og koníak. Er reiknað með að herlegheitin kosti 2.700 krónur fyrir manninnn sem gerir 270.000 krónur ef reiknað er með að 100 manns komi til veislunn- ar. Það er ekki óraunhæf tala þó margir reikna með í upphafi að veislugestir verði færri. Þegar boð eru send út komast flestir að raun um að fjölskyldan er stærri en hugað var og að vinsældir í vinahópi meiri en ætlað var í fyrstu. Ef reiknað er síðan með tveimur 50 manna kransakökum, sem hvor um sig kostar tæpar 10.000 krónur, Kostnaður vegna brúðkaups Kr. Brúðarkjóll 42.000 Kjólföt 48.000 Brúðarmeyjarkjóll 2.000 Brúðarsveinsföt 1.900 Herraskór 10.000 Dömuskór 10.000 Hringar 16.500 Brúðarvöndur og skreytingar 25.000 Hárgreiðsla og snyrting 4.500 Prestur 3.000 Kirkja 1.800 Organisti 3.500 Kalt borð, drykkir, kaffi (100x2.700)... ...270.000 Kransakaka (2x10.000) 20.000 Boðskort 5.000 Myndataka 15.000 Hótel Annað 10.000 Samtals ...495.700 Miðað er við 100 veislugesti hefur nokkrum tugum verið bætt við dæmið. Niðurstöðutalan verður lægri ef reiknað er með pinnamat, sem marg- ir kjósa að veita gestum sínum nú til dags. Að sama skapi hækkar verð ef boðið er upp á heitan mat og ef vín er ríflega veitt. Annað? Hvað meira! Ekki má gleyma í upphafi að senda út boðskort því annars eru líkur á því að enginn mæti. Þau kosta um 5.000 krónur og er þá ekki innifalinn kostnaður við frímerki. Margir senda einnig þakkarkort eftir brúð- kaupið til þeirra sem komu og er sá kostnaður ekki reiknaður inn í dæm- ið. Myndatöku má ekki sleppa ef minningarnar eiga að lifa og er reiknað með 15.000 krónum í þann kostnaðarlið. Fá menn fyrir þann pening um það bil 12 blandaðar Brúðkaup með hefðbundnu sniði hafa notið vaxandi vinsælda síðustu ár en kostnaðurinn kemur eflaust mörgum til að hugsa sig tvisvar um. my ndir, svartar og hvítar. Kostnaður við myndatöku er þó jafnmisjafn og uppstillingar eru margar og þarf að fá góðar upplýsingar um hvað í boði er þegar spáð er í verð. Að lokum er reiknað meö að ný- gifta parið stingi af og njóti nýfeng- innar sælu í fínasta hótelherbergi sem völ er á. Það kostar 7.500 krónur og er innifalið í því verði falleg ávaxtakarfa og freyðivínsflaska. Lúxusferðirtil framandi landa Kostnaður getur orðið mun meiri eða mun minni en þessar tölur sýna og fer það eftir efnum og aðstæðum hverju sinni hver endanleg tala verð- ur. Það má hins vegar geta þess í gamni að fyrir sömu upphæð má fljúga í kringum hnöttinn, fara í lúx- usferðir til Tælands, Brasilíu og til ótal annarra áfangastaða. -tlt niottu og TIPPA 20*50% Gram Tcpp« afsláttur FRKKIKBEKTBSEN TEPPAVERSLUN FMDRIKS BERTELSEN FÁKAFEN 9 - SlMi 686266 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.