Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 26
34 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990. Fólk í fréttum Hannes Hlífar Stefánsson Hannes Hlífar Stefánsson, alþjóð- legur skákmeistari, vann alþjóðlegt mót í Gausdal í Noregi og náði þá fyrsta áfanga stórmeistaratitils. Hannes Hlífar er fæddur 8. júlí 1972 í Rvík og lærði að tefla fimm ára. Hann gekk komungur í Taflfélag Reykjavíkur og varð skákmeistari þess 1986, unglingameistari 1981 og 1987 og vann einstaklingskeppni í norrænni skólaskák 1983-1987 og 1990. Hannes varð skólaskákmeist- ari Reykjavíkur í yngri flokki 1984 og skólaskákmeistari íslands í Bol- ungarvík 1984. Hann varð drengja- meistari íslands í flokki fjórtán ára og yngri 1984-1986 og í þessum ald- ursflokki á skákþingi Reykjavíkur 1985 og haustmóti TR1985. Hannes varö skólaskákmeistari Reykjavík- ur í eldri flokki 1986,1987 og skóla- skákmeistari íslands sömu ár. Hann varð heimsmeistari unglinga í skák sextán áraog yngri í Innsbruch í Austurríki í maí 1987 og náði fyrsta áfangaalþjóðlegs meistaratitils í nóvember 1987 á alþjóðlegu skák- móti í Njarðvík, öðrum áfanga á Reykjavíkurskákmótinu 1988 og þriðja áfanga á íslandsmótinu í Hafnarfirði 1988, Hannes varð sig- urvegari á IBM skákmótinu í Rvík 1988. Hannes Hlífar á tvo hálfbræð- ur: Þráin Vigfússon, viðskiptafræði- nema í HÍ, og Friðrik Öm Egilsson raftæknifræðing. Foreldrar Hannesar: Stefán Hann- esson, kennari í Rvík, sem lést 1974, og Sesselja Friðriksdóttir matráðs- kona. Stefán var sonur Hannesar, póstfulltrúa í Rvík, Árnason, b. á Krossgerði á Berufjarðarströnd, bróður Gísla, afa Jóhannesar Gunn- arssonar, formanns Neytendasam- takanna. Móðir Árna var Málm- fríöur, systir Sigríðar, móður Jóns Helgasonar prentsmiðjustjóra og ömmu Vals Gíslasonar leikara, föð- ur Vals bankastjóra. Málmfríður var dóttir Gísla, b. í Krossgerði, Halldórssonar, b. í Krossgerði, Gíslasonar, bróður Brynjólfs, lang- afa Ólafs Daviðssonar hagfræðings. Móðir Hannesar var Hansína, systir Þórðar, fóður Bjama, bæjarstjóra á Neskaupstað. Hansína var dóttir Bergsveins, b. í Urðarteigi, Skúla- sonar. Móðir Stefáns er Hlíf Bjamadóttir, vinnumanns á Ósi í Breiðdal, Snjólfssonar. Móðir Bjarna var Hólmfríður, systir Jóhönnu, langömmu Más Elíssonar. Móðir Hlífar var Dagrún, systir Jónínu, ömmu Atla og Jóhannesar Eðvalds- sona knattspyrnumanna. Dagrún var dóttir Sigurðar, b. á Grjótáreyri í Seyðisfirði, Sveinssonar, b. í Mjóa- nesseli, Vigfússonar. Móðir Sveins var Þuríður Vigfúsdóttir, b. í Flögu, Hildibrandssonar. Móðir Þuríðar var Sigríður Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal, Bjarna- sonar, ættfóður Ásunnarstaðaætt- ar, fóður Þorbjargar, langömmu Vilhelms, afa Alberts Guömunds- sonar. Dóttir Erlendar var einnig Guðrún, langamma Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar. Sesselja er dóttir Friðriks, b. og hreppstjóra í Hvestu í Arnarfirði, Jónssonar, b. í Neðri-Hvestu, Jóns- sonar, b. í Neðri-Hvestu, Jónssonar, b. á Núpi í Dýrafirði, Magnússonar. Móðir Jóns eldra í Hvestu var Ástríður Gísladóttir, systir Odds, langafa Guðmundar G. Hagalín rit- höfundar. Móðir Ástríðar var Mar- en Guðmundsdóttir. Móðir Marenar var Sólveig Þórðardóttur, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættfoður Eyrar- ættar, langafa Jóns forseta. Móðir Friðriks var Sesselja Guðbrands- dóttir, b. og smiðs á Hvalskeri við Patreksfjörð, Magnússonar, og konu hans, Veróniku Árnadóttur. Móðir Sesselju var Sigríður, kenn- ari, Þórðardóttir, b. í Eystri-Hóli í Landeyjum, Tómassonar, bróður Ingibjargar, ömmu Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns. Móðir Þórðar var Jóhanna Jónsdóttir, prests í Kálfholti, Sigurðssonar, sem var talinn launsonur Jóns Þorláks- sonar, prests og skálds á Bægisá. Móðir Jóhönnu var Guðný Jóns- dóttir, b. á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar, föður Þórunnar, ömmu Jóhannesar Kjarval. Móðir Sigríðar var Guðrún, systir Boga yfirkennara og Jóns, bankastjóra. Hannes Hlífar Stefánsson. Guðrún var dóttir Ólafs, b. í Sumar- liöabæ í Holtum, Þórðarsonar, og konuhans, GuðlaugarÞórðardótt- ur, b. í Sumarliðabæ, Jónssonar. Móðir Ólafs var Helga Gunnars- dóttir, b. í Hvammi, Einarssonar, og konu hans, Kristínar Jónsdóttur, b. á Vindási, Bjarnasonar, b. á Vík- ingslæk, Halldórssonar, ættföður Víkingslækjarættarinnar. Afmæli Guðmundur Valberg Sigurjónsson Guðmundur Valberg Sigurjónsson vélfræðingur, Kambaseli 69, Reykjavík, er sextugur í dag. Guðmundur fæddist á Lindargötu 8E (nú 26), Reykjavík. Hann fluttist í Borgames 1936 með foreldrum sín- um, ólst þar upp og lauk bama- skóla. Síðast var hann hjá frænku sinni, Margréti Jónsdóttur í Dal, er foreldrar hans fluttust aftur til Reykjavíkur. Fyrsta starf Guðmundar í Reykja- vík var árið 1944, sendilsstarf í Þvottahúsi Reykjavíkur við Vestur- götu en þá átti hann heima á Sund- laugarvegi 10. Hann var seinna verslunarmaður hjá Silla og Valda á Vesturgötu 29. Guðmundur var í kvöldskóla KFUM1945 og gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskóla í Reykjavík árið 1949. Hann var í Iðn- skólanum í Reykjavík 1956, lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1957, í Vél- skóla Islands 1959 og fékk meistara- réttindi áriðl965. Lengst hefur Guðmundur starfað sem vélsfjóri á farmskipum. Sitt sjó- mannsstarf hóf hann 1948 sem kola- mokari (lempari) á es. Reykjafossi I (Katla I). Hann hefur verið skráður í skipsrúm í tæp 30 ár, síðast hjá Skipadeild Sambandsins 1979-1989. Guðmundur vann við vélaviðgerðir og eftirlit á Keflavíkurflugvelli um tíma og var með sjálfstæðan at- vinnurekstur í Reykjavík í nokkur ár. Hann hefur unnið töluvert viö skriftir, sögur, ljóð og síðustu ár hefur hann mikið unnið í ýmsum fróðleik um ættfræði. Guðmundur giftist þann 15. októb- er 1960 Dagný Jónsdóttur, bakara, Jónssonar, verkamanns, Halldórs- sonar, og Adile Ragnheiðar Christ- iansen. Guðmundur og Dagný slitu samvistum 1978. Systkini Guðmundar: Jóhann Val- berg, f. 23. janúar 1925, útvarpsmað- ur, kona hans er Lára Árnadóttir og eiga þau fimm börn, níu barna- börn og fjögur bamabarnabörn; Sigríur Þóra, f. 3. nóvember 1926, fyrrverandi matráðskona, hún á fiögur böm og fimm barnabörn; Olafur Valberg, f. 7. júní 1928, vél- stjóri og kaupmaður í Svíþjóð, kona hans er Ingibjörg Jóna Gunnlaugs- dóttir og eiga þau fiögur börn og tíu bamabörn; Jón Valberg, f. 9. ágúst 1932, matsveinn, hann á sex börn og átta bamaböm; Sigurjón Ari, f. 4. september 1937, stórkaupmaður, kona hans er Þóra Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn; og Erla, f. 16. janúar 1942, maður hennar er Guðmundur Gíslason aðstoðarbankastjóri og eiga þau tvær dætur og tvö barna- börn. Foreldrar Guðmundar era Sigur- jón Jóhannsson, fyrrverandi yfir- vélstjóri, f. 30. ágúst 1898 í Flatey á Breiðafirði, og Jóna Guörún Þóröar- dóttir, f. 3. september 1904 í Reykja- vík, d. 27. október 1985. Sigurjón var sonur Jóhanns Guð- jóns Arasonar, skipstjóra í Flatey, og Valborgar Sigrúnar Jónsdóttur frá Þormóðsey. Ari var smiður og skáld í Flatey, Steinsson, hákarla- Steins Sveinssonar. Kona Ara var Guðrún Jónsdóttir, Jónssonar, b. Grónesi og Guðrúnar Jónsdóttur, Einarssonar, frá Svefneyjum, Sveinbjarnarsonar, Gíslasonar, Sveinbjamarsonar, Árnasonar, prests í Hvallátrum. Jón b. í Gróu- nesi var Jónsson, hreppstjóra, Sig- urðssonar, og Guðrúnar Snjólfs- dóttur, Jónssonar, b. á Hallsteins- nesi, Snjólfssonar, bónda á Borg og Hríshóli í Reykhólasveit, Oddsson- ar, Jónssonar. Ari var sonur Eiðvarar Sveins- dóttur, hreppstjóra, smiðs og sjó- manns í Hergilsey, Einarssonar, Jónssonar, hrekks, lrm. Einarsson- ar á Hreggstöðum og Steinunnar Eggertsdóttur, betri b. og sjómanns, Ólafsson, er átti Hergilsey. Valborg Sigrún Jónsdóttir var dóttir Jóns Þorvaldssonar, b. á Ref- stöðum í Laxárdal og Sigurlínu Ing- veldar Jónsdóttur. Móðir Guðmundar var Jóna Guð- rún Þórðardóttir, Jónssonar, b. á Skipanesi í Melasveit, síðast í Borg- arnesi, Benediktssonar, b. í Grísa- tungu, Jónssonar, b. á Balaskarði í Engihlíðarhreppi, Hún., Jónssonar, b. s. st., Einarssonar, b. Efri-Mýri, Marteinssonar. Móöir Jóns Ben. var Þórdís Halldórsdóttir, Jónssonar, b. á Kalastöðum, Þorsteinssonar, frá Miðfelli í Kjós. Móðir Þórdísar var Rannveig Jónsdóttir, b. á Brekku, Hvalfiarðarströnd, Klemenssonar, Oddssonar frá Engey. Kona Jóns Ben. var Guðrún Þórðardóttir, Ás- mundssonar, Þórðarsonar, prests í Hvammi, Þorsteinssonar, prests, Þórðarsonar, prests, Þórðarsonar. Móðir Guörúnar Þóröardóttur var Þóra Egilsdóttir, b. á Þorgautsstöð- Guðmundur Valberg Sigurjónsson. um, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Kolstöðum, Guðmundssonar. Móðir Jónu Guðrúnar var Sigríð- ur, f. á Traðarbakka, Akranesi, Ól- afsdóttur, f. í Hlíðartúni, Miðdölum, Ólafssonar, f. Tungutúni í Andakíl, Vigfússonar, b. á Kvígsstöðum í Andakil, Magnússonar. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. Sigrún Viktorsdóttir Til hamingju meö afmælið 20. ágúst Sigrún Viktorsdóttir verslunarmað- ur, Laugalæk 58, Reykjavík, er sex- tugídag. Sigrún fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún hóf verslunarstörf fyr- ir 45 árum. Fyrst vann hún hjá föð- ur sínum, Viktori Kristjánssyni, rafvirkjameistara á Akureyri, og síðar hjá Jóni Bjarnasyni, úrsmiö á Akureyri. Árið 1970 fluttist Sigrún ásamt foreldram sínum til Reykja- víkur og hóf störf í Apóteki Kópa- vogs. Frá 1972 til 1988 starfaði hún í gjafadeild Húsgagnaverslunar Kristjáns Siggeirssonar. Eigenda- skipti að versluninni urðu 1988 og fékk hún þá heitið Karel og starfar Sigrún þarnú. Systkini Sigrúnar era Viktoría B. fótsnyrtifræðingur og Haukur A. arkitekt. Foreldrar Sigrúnar eru Viktor A. Kristjánsson rafvirkjameistari, f. 19. júlí 1898, d. 5. desember 1973, frá Ölversgerði í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, og kona hans Friöfinna Hrólfsdóttir, f. 2. apríl 1909 að Ábæ í Skagafirði. Viktor var sonur Kristjáns Jósefssonar og konu hans, Sigrúnar Pálsdóttur, frá Vatnsenda í Eyjafirði. Friðfinna er dóttir Hrólfs Þorsteinssonar, bónda Skatastöð- um, Austurdal, Skagafirði, ogkonu hans, Vaigerðar Kristjánsdóttur, Ábæ, Austurdal, Skagafirði. Kristj- án, faöir Valgerðar, var Kristjáns- son. Sigrún tekur á móti gestum á Sigrún Viktorsdóttir. heimili sínu að Laugalæk 58 á af- mælisdaginn klukkan 17.00. 70 ára Sigrún Runólfsdóttir, Engihjaila25, Kópavogi. 60ára Ally Aldís Lárusdóttir, Munkaþverárstræti 35, Akureyri. Guðmundur Jónsson, Þorvaldsstöðum, Breiðdalshreppi. PéturÁrnason, Baröaströnd 14, Seltjamarnesi. Jón Adolf Páisson, Hrauntungu 105, Kópavogi. Hann verður aö heiman á afmælisdaginn. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Garði 1, Skútustaðahreppi. 50ára_______________________ Ólöf Ragna Pétursdóttir, Grundargötu 64, Grundarfirði. 40ára Helga Gréta Ingimundardóttir, Furugrund 56, Kópavogi. Þór Jóhannsson, Álfhólsvegi 114, Kópavogi. BáraJensdóttir, Flúðaseii 95, Réykjavík. Valgerður Magnúsdóttir, Kvíabala 1, Kaldrananeshreppi. Þorgeir Gunnlaugsson, Hjallabrekku 31, Kópavogi. Frímann Ingólfsson, Bylgjubyggð 11, Ólafsfirði. Hörður Hafsteinn Bjarnason, Lyngheiði 10, Hveragerði. Þorvaldur Aðalsteinsson, Stekkjarbrekku 18, Reyðarfirði. Pétur Ingibergsson, Ölduslóð 19, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.