Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1990, Qupperneq 32
Veðriðámorgun: Rigning um allt land Á morgun veröa skil á leiö yfir landið meö austan- og suðaustan strekkingi og rigningu á undan en suðvestanátt og skúrum í kjöl- farið. Rigna mun því um mestallt land, þó minnst norðáustanlands. Hlýnandi veður í bili. LOKI Það kemur sér vel ferða- grillið! Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrannafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjáist,óháÖ dagblað MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1990 Slagsmál 1 Keflavlk: Þrírfluttir á sjúkrahús — MikilölvunvarímiðbæKeflavíkur á föstudagskvöld. Mikið var um slagsmál og þurfti að flytja þrjá á sjúkrahúsið í Keflavík eftir líkams- árásir. Þar af var einn lagður inn með nefbrot og hugsanleg rifbrot. Unglingar söfnuðust saman í Hafn- argötunni og þar voru rúður brotnar og skemmdir unnar. Fjórir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar og alls voru þrír teknir fyrir ölvunar- akstur yfir helgina. Að sögn lögreglu koma upp vandamál í Hafnargötunni í Keflavík um hverja helgi. Alltaf eru einhverjar rúður brotnar og yfirleitt er mikið um slagsmál. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hafði hendur í hári tveggja manna á ^tvítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa skorið á dekk bíla. Þegar þeir náðust fannst á þeim stór veiðihníf- ur, brúsi og slanga sem grunur leikur á aö þeir hafi ætlað að nota við að stela bensíni af bílum sem standa við flugstöðinatilgeymslu. -BÓl Vestmannaeyjar: Próflausogfull- urástolnumbíl * Töluvert var um ölvun og pústra í Vestmannaeyjum um helgina. Þrír voru teknir við ölvunarakstur, þar af einn sem bæði var réttindalaus og hafði tekið bílinn ófrjálsri hendi. Tveir voru sviptir ökuleyfi fyrir of hraðan akstur innan bæjarins. Að sögn lögreglu er venjulega rólegt í Vestmannaeyjum í ágúst og kom það því lögreglunni á óvart hversu erfl- samtvarumhelgina. -BÓl Bílvelta I Staðarsveit Um sjöleytið á laugardagskvöld ^valt bíll við bæinn Brautarholt í Staðarsveit, vestan við Vegamót. Þrennt var í bflnum og slapp fólkið með minni háttar meiðsl. Bílhnn, sem er af gerðinni Honda Civic, rann til í lausamöl, fór nokkrar veltur og hafnaði utan vegar. Hann er talinn gjörónýtur. -BÓl Skjaldarmerki Islands á Alþingishúsið Skjaldamerki Islands verður fest upp fyrir ofan aðalinngang Alþingis- hússins. Skjaldarmerkið, sem verður 1,2 m á breidd og hæð, verður úr málmsteypu og landvættirnir úr kopar. Stefnt er að því að merkið ~-»verði komið upp fyrir þingsetningu í haust. -pj • / / / Bílstjóranum haldið og tugum þúsunda rænt Tveir menn um tvitugt réðust á leigubílstjóra hjá Bæjarleiöum og rændu hann tugum þúsunda króna i bíl sínum um fjögurleytið í nótt. Skömmu áður hafði bílstjórinn tekið mennina upp í bíl sinn við Skólavörðuholt, Oskuðu þeir eftir að þeim yröi ekið út í Granda- hverfi. Þegar bílstjórinn hafði ekið mönnunum að Flyðrugranda tók annar upp belti og herti um háls bílstjórans og hélt honum fóstum. Á meðan tók hinn veski bilstjór- ans. Við svo búið hlupu mennirnir eins og fætur toguðu í burtu. Að sögn bílstjórans tapaði hann um þrjátíu þúsund krónum. Hann slas- aðist ekki í árásinni. BOstjórinn telur að mennimir séu um tvítugt. „Ég myndi örugg- lega þekkja annan þeirra aftur,“ sagði hann við DV í morgun. Annar mannanna er mjög grannur með snöggklippt ljóst hár. Hinn er þybb- inn. Þeir vom báðir klæddir ijós- bláum gallafatnaöi. Þeir höfðu náð að hverfa út í myrkrið þegar lög- reglan kom á vettvang. Málið er nú komið til RLR. Eftir því sem DV komst næst í morgun hafði enginn verið handtekinn vegna málsins. -ÓTT íslensku gíslamir: Fara líklega með Svíum „Ef Svíar fara úr Kuwait þá gerum við fastlega ráð fyrir því að Islend- ingarnir far með þeim,“ sagði Finn- bogi Rútur Arnarson, sendiráðsrit- ari í íslenska utanríkisráðuneytinu, en írakar hafa nefnt að þeir séu til- búnir aö hleypa ríkisborgurum nokkurra „góðviljaðra" þjóða úr Kuwait. Svíar eru þar á meðal og telur utan- ríkisráöuneytið að íslendingarnir fari með. Hins vegar hefur hvergi komið fram að íslendingarnir verði þar með. Átta íslenskir ríkisborgarar eru nú í Kuwait, þar af fjögur börn. Þá hafa Svíar sagt að þeir flytji ekki ríkisborgara sína brott nema að það sé án skilyrða og að öryggi þeirra sé tryggt. Utanríkisráðuneytið hefur ekki heyrt neitt frá íslendingunum síðan á föstudaginn en að sögn Finnboga Rúts er talið að allt sé við það sama oglíðanþeirragóð. -SMJ Lambskotiðáfæri. skoridogétið Netaveiðar eru hafnar í Faxaflóa. Það var því mikið um að vera um borð í bátum menn voru að gera klárt fyrir vertiðina. Reykjavikurhöfn þegar sjó- - DV-mynd S Skammt frá bænum Teigarhorni innan við þorp við Djúpavog fannst um daginn dauður lambhrútur. Hann hafði verið skotinn af færi með stórum riffli, fleginn og skorin af honum lærin og hryggurinn. Allt bendir til þess að hann hafi verið skotinn af 40-50 metra færi frá vegin- um. Síðan var hann dreginn í hvarf þar sem gert var að honum og hræið skilið eftir. Málið er óupplýst og Sig- urður Gíslason lögreglumaður segir engan tilgang sjáanlegan með verkn- aðinum nema ef vera skyldi aö aðil- arnir hafi ætlað að fá sér að éta. -pj CDþjiTesMMe 18 DAGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.