Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990.
Útlönd
DV
Átökin í Suður-Afríku magnast á ný:
Lögreglan vill koma í
veg fyrir breytingar
- segir blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela
Mikill ótti ríkir nú meöal blökku-
manna í nágrenni Jóhannesarborgar
í Suður-Afríku um að lögregla og her
haldi áfram að ráðast með skotvopn-
um að saklausu fólki. Blökkumanna-
leiðtoginn Nelson Mandela segir að
lögregla og her ætli sér að koma í
veg fyrir breytingar á stjórnkerfi
landins með því að æsa til ófriðar
milli blökkumanna.
Seint í gærkveldi höfðu 36 blökku-
menn úr stuðningsliði Afríska þjóð-
arráðsins verið drepnir af hermönn-
um og zúlúmönnum sem margir eru
anstæðingar Mandela og Þjóðarráðs-
ins.
Her og lögregla hefur ekki beitt sér
af slíkri hörku í deilum blökku-
manna síðustu sex mánuðina. Vitni
eru fyrir því að hermenn haíi skotið
11 blökkumenn til bana í bænum
Sebokeng nærri Jóhannesarborg.
Þar hófu hermenn skothríð á hóp
mótmælenda.
Áður höfðu zúlúmenn drepiö 25
manns í átökum í bænum. Vitni segja
að herinn hafi flutt árásarlið zúlú-
manna til bæjarins. Mandela lýsti
átökunum sem villimannslegum og
lýsti ábyrgð á hendur her og lög-
reglu.
Eftir átökin átti hann skyndifund
með Adriaan Vlok, öryggismálaráð-
herra Suður-Afríku, í von um að
koma mætti í veg fyrir fleiri morð.
Nelson Mandela kom á fund blökku-
manna eftir átökin í gær. Hann lýsti
ábyrgð á hendur her og lögreglu.
Símamynd Reuter
F. W. de Klerk forseti kom til Soweto
1 gær og sagðist hneykslaður á því
sem gerst hefði í bæjunum við Jó-
hannesarborg en tók jafnframt fram
að engin einfóld lausn væri á deilun-
um þar. Hann hvatti fólk jafnframt
til að gæta stillingar.
Lögreglan segir að blökkumenn-
irnir hafi ögrað henni með vopnum
og steinkasti. Hún segist hafa reynt
að dreifa mannfjöldanum en á end-
anum hafl verið óhjákvæmilegt að
grípa til skotvopna og leita aðstoðar
hersins. Herinn hefur til þessa notið
meira trausts blökkumanna en lög-
reglan. Nú þykir sýnt að breyting
verði þar á.
í allt er talið að 580 menn hafi látið
lífið í átökum síðustu þriggja vikna
í nágrenni Jóhannesarborgar. De
Klerk hefur fyrirskipað að átökin í
gær verði rannsökuð sérstaklega og
þá einkum ásakanir um að her og
lögregla hafi beitt skotvopnum að
nauðsynjalausu.
Mandela segist sannfærður um að
hægrisinnar, einkum innan lögregl-
unnar, hiafl fullan hug á að koma í
veg fyrir áform de Klerks um að gefa
eftir ströngustu skilyrði aðskilnaðar-
stefnunnar í landinu. Hann segir að
lögreglan fari ekki lengur að boðum
stjórnarinnar.
Reuter
Fjöldi bílasala, bíla-
umboóa og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval
bíla af öllum gerðum og
í öllum veróflokkum meö
góóum árangri í DV-BÍLAR
á laugardögum.
Athugið aö auglýsingar í
DV-BÍLAR þurfa aó berast
í síóasta lagi fyrir kl. 17.00
á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er
hinsvegaropinalladaga
frá kl. 09.00 tiI 22.00 nema
laugardaga frá kl. 09.00 til
14.00 og sunnudaga frá
kl. 18.00 til 22.00.
Smáauglýsing í
HELGARBLAÐ veróuraó
berast fyrirkl. 17.00
á föstudögum.
Auglýsingadeild
t
Gott samkomulag ríkti á fyrsta samningafundi fulltrúa Norður- og Suður-
Kóreu í gær. Símamynd Reuter
Ferðafrelsi
á helgidögum
Fyrsta skrefið í átt til sátta milli
Suður- og Norður-Kóreu verður að
heimila fólki að ferðast milli ríkj-
anna á helstu hátíðisdögum. Þetta
varð niðurstaðan af fyrsta fundi for-
- sætisráðherra ríkjanna í Seoul.
Suður-Kóreumenn vilja einnig að
stjórn Norður-Kóreu fækki í herliði
sínu sem er mjög fjölmennt og stöðug
ógn við Suður-Kóreu. Þá var mælst
til þess að samvinna á sviði efnahags-
mála verði aukin og fjölskyldur fái
að sameinast eftir áratuga aðskilnað.
Æðstu ráðamenn ríkjanna hafa
ekki ræðst við í öll þau ár sem liðin
eru frá því að Kóreuskaganum var
skipt árið 1945. Nú ríkti góður andi
á fundunum sem verður fram haldið
það sem eftir er vikunnar.
Reuter
Háskólamoröin í Gainesville í Flórída:
Námsmennimir
mæta vopnaðir
- morðinginn er enn ófundinn og hefur hægt um sig
Háskólanemar í Gainesville 1
Flórída eru nú að snúa aftur til náms
eftir að hafa þúsundum saman lagt
á flótta undan morðingjanum sem
enginn hefur þó séð og enginn veit
hvað ætlast fyrir. Það vekur þó at-
hygli aö námsmennirnir koma marg-
ir með varðhunda með sér og setja
upp viðvörunarkerfi í íbúðir sínar.
Þá hefur skólastjórnin nokkurn ótta
af að margir bera á sér vopn.
Lögreglan heldur áfram að rann-
saka morðin en verður lítið ágengt
og enginn hefur verið handtekinn
enn. Morðinginn eða morðingjarnir
hafa líf fimm námsmanna á sam-
viskunni. Notuð voru eggvopn við
morðin og líkin eru aö sögn lögregl-
unnar illa útleikin.
„Þessi bær verður aldrei samur
eftir þetta. Jafnvel þótt morðinginn
náist núna þá verður lífið hér aldrei
aftur það sama og áöur,í‘ sagði einn
óttasleginn bæjarbúi við fréttamann
Reuters.
í bænum búa um 135 þúsund
manns og í háskólanum eru 35 þús-
und nemar. Skólahald hefur allt ver-
ið í molum frá því í síðustu viku þeg-
ar líkin fundust. Námsmennirnir
koma illa sofnir í tíma, mörgum
verður ekki svefnsamt um nætur því
að helst er búist við að morðinginn
láti til skarar skríða í skjóh myrkurs.
Fyrstu tvö líkin fundust daginn
sem haustönnin átti að byrja og síðan
hefur öll skólastjórn verið í molum.
í gær átti að reyna að byija á önn-
inni upp á nýtt og flestir eru mættir
á ný.
Það dregur ekki úr óttanum að út-
varpsstöðvar á svæðinu útvarpa
stöðugt nýjum og nýjum sögusögn-
um um málið og eru reglulega með
ráðgjöf í hvaða varnartæki dugi best
til að mæta morðingja af þessu tagi.
Reuter
Morðalda hefur gengið yfir New York 1 sumar:
Jaf nvel börn eru
skotin í vöggu
- 888 menn myrtir á fyrri hluta ársins
í sumar eru morð i New York orð-
in 20% fleiri en síðasta sumar og
borgarbúar tala um að engin sé
óhultur lengur. Síðastur til að falla
í valinn var rúmlega tvítugur ferða-
maður frá Utha. Hann lét lífið þegar
hópur unglinga rændi fjölskyldu
hans á jámbrautarstöð í borginni.
í sumar hafa sex börn verið skotin
til bana, þar af eitt í örmun móður
sinnar og annað í vöggu. Morðin eru
framin á fjölförnum stöðum eins og
stórmörkuðum, járnbrautarstöðvum
og fólk hefur verið skotið í símaklef-
um.
Morðið á ferðamanninum frá Utha
hefur vakið upp meiri umræður en
önnur morð þessa síðustu mánuði.
Hann hét Brian Watkins og var í New
York til að fygjast meö opna banda-
ríska tennismótinu.
Hann beið eftir lest á járbrautar-
stöð á Broadway ásamt foreldrum
sínum og bróður þegar unglingar
vopnaðir hnífum veittust að þeim.
Tilgangurinn með ráninu var að fá
peninga til að komast á ball.
Sjónarvottar segja að Brian hafi
gert þau mistök að horfa á ungling-
ana þegar þeir réðust á foreldrana.
Reglan er að láta sem ekkert sé.
Brian var stunginn í brjóstið en
reyndi samt að veita unghngunum
eftirfór áður en hann féll til jarðar
og lést skömmu síðar.
Morðin í sumar virðast ekki hafa
sýnilegan tilgang. Fyrstu fimm mán-
uði þessa árs voru 888 morð framin
í New York og eftir það hefur síst
dregið úr morðöldunni í borginni.