Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Blaðsíða 28
52
MiöViKl'ÖAGUR 5. SBI’TEMBKR 1990/
Merming
Píanótónlist
í Laugarnesi
David Tutt, pínóleikari frá Kanada, hélt einleikstón-
leika í Listasafni Siguijóns í gærkvöldi. Á efnis-
skránni var Chaconna eftir G.F. Hándel, Papillons eft-
ir R. Schumann og Sónata í h-moll eftir F. Liszt.
Sumir pínóleikarar hafa vanið sig á þann sið að
söngla með þegar þeir leika og hefur stundum þótt
fint einkum vestan hafs. í þessu felst þó nokkurt virð-
ingarleysi við tónskáld verkanna þar sem flytjandinn
bætir með þessu inn hljóðum sem tónskáldið hefur
alls ekki beðið um. Það þarf t.d. ekki að fara í grafgöt-
ur um að Schumann var fullfær um að skrifa söngl
inn í Papillons hefði hann viljað hafa það með. Þess
utan hefur þetta truflandi áhrif á hlustendur sem hafa
meiri áhuga á tónverkinu sjálfu en tiltækjum flytj-
ands. Andlitsgeiflur eru vandamál af svipuðu tagi.
Flytjandi sem gapir svo ógurlega meðan hann spilar
að við liggur að sjá megi í leifar síðasta málsverðar
verkar fráhrindandi á flest fólk. íslendingar eru a.m.k.
þannig gerðir að þeir hta undan þegar þeir sjá fólk í
aumkunarverðu ástandi og þykir annað ekki kurteisi
hér á landi.
Sem betur fer er í Siguijónssafni ýmislegt sem gest-
ir geta látið augu sín hvíla við annað en tónlistarmað-
urinn ef þörf krefur. Koma þar til hjálpar andhtsmynd-
ir Sigurjóns og ekki síst Fjallkonan góða sem gnæfir
yfir salnum. Kom þetta sér stundum vel í gærkvöldi.
Það er ekki vandalaust að halda lífi í síendurteknum
hljómagangi chaconnu Hándels. Góðir barokksspilar-
ar kunna ýmislegt fyrir sér í því efni. Aðferð herra
Tutts var heldur fábreytt, hægar langdregnar hraðan-
ir í samblandi við stigandi styrkbreytingar. í það heila
tekið var eins og verið væri að flytja léttmeti frá nítj-
ándu öld. Komst verkið aldrei almennilega í gang og
bar flest þess merki að tilgangurinn væri upphitun
fyrir það sem síðar kæmi. Verk Schumanns var mun
betur flutt og auk þess besta tónsmíðin á tónleikunum.
Píanótónlist Schumanns er skemmtilega heillandi í
hugmyndaauðgi sinni og fyrir það hversu laus hún
er við belging þann sem lýtir suma tónlist rómantísku
stefnunnar.
Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni hjá Liszt. Són-
ata hans í h-moll er mjög hávaðasöm tónsmíð en ekki
David Tutt, pínóleikari.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
að sama skapi auðug af frjóum hugmyndum. Stef eru
mjög endurtekin lítið eða ekki breytt og verður verkið
af þeim sökum heldur hjakkkennt. Kom ósjálfrátt upp
í hugann samanburður við sónötu Mozarts sem flutt
var í sömu húsakynnum í sumar og hafði aðeins brot
af þeim desibilum sem þarna voru á ferð en tónlist
þúsundfalda. Aðdráttarafl sónötu Liszts ér auðvitað
glæsileikinn og hinir miklu tæknilegu erfiðleikar sem
hljóðfæraleikarinn sýnist þurfa aö takast á við. Vand-
inn er auðvitað sá að glæsileiki er mjög leiðigjarn ef
ekki fylgir annað með og um tækniþrautir má segja
að þær ber að æfa fyrir tónleika en ekki endilega á
•þeim. David Tutt sýndi mikla færni og dug í að glíma
viö þetta allt saman og hefur margt til brunns að bera
sem píanóleikari þótt ekki sé hægt að komast hjá efa-
semdum um hstræna hæfileika.
Andlát
Ingimar Davíðsson, Stórholti 5, Ak-
ureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu
á Ákureyri mánudaginn 3. septem-
ber.
Jarðarfarir
Ástvaldur Jónsson rafvirkjameist-
ari, Beykihlíð 6, verður ajrðsunginn
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6.
september kl. 13.30. Jarðsett verður
í Fossvogskirkjugarði.
Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri
veröur jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni fóstudaginn 7. september kl.
13.30.
Ingólfur Jónsson bóndi, Nýlendi,
Skagafirði, verður jarðsunginn frá
Hofskirkju laugardaginn 8. septemb-
er kl. 14.
Páll Gíslason, Flatahrauni 16b, Hafn-
arflrði, verður jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju föstudaginn 7. september
kl. 15.
Ólafur P. Stefánsson fyrrverandi
prentsmiðjustjóri, Bólstaðarhlíð 45,
andaðist fóstudaginn 17. ágúst. Jarð-
arfórin hefur farið fram.
Skrifstofur bæjarfógetaembættisins
í Keflavík verða lokaðar eftir hádegi
fimmtudaginn 6. sept. nk.
vegna jarðarfarar
ESTHERAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Bæjarfógetinn i Keflavík, Njarðvík, Grindavík.
Sýsiumaðurinn í Gullbringusýslu.
Jón Sigurðsson frá Hrepphólum,
Hrunamannahreppi, verður jarð-
sunginn frá Hrepphólakirkju
fimmtudaginn 6. september kl. 14.
Ferð verður frá BSÍ kl. 11.30.
Gígja Vilhjálmsdóttir, Dalsgerði 7d,
Akureyri, verður jarðsungin frá
Glerárkirkju fóstudaginn 7. sept-
ember kl. 13.30.
Tilkyimingar
Junior Chamber
á íslandi
JC Árbær heldur sinn fyrsta kynningar-
fund á starfsárinu fimmtudaginn 6. sept-
ember kl. 20.30 að Laugavegi 178, Reykja-
vík (Gengið inn Bolholtsmegin). Junior
Chamber er félagsmálaskóli fyrir fólk á
aldrinum 18-40 ára. Á fundinum mun
Valdimar Hermannsson kynna markmið
og tilgang islensku hreyfingarinnar og
félagar í JC Árbæ munu segja frá starf-
semi félagsins. Boðið verður upp á léttar
veitingar og er ungt fólk sérstaklega
hvatt til að mæta.
Samtök áhugafólks um al-
næmisvarnir
Dagana 28. til 30. september nk. halda
HlV-jákvæðir Norðurlandabúar ráö-
stefnu í Osló. Á þessari ráðstefnu gefst
fólki tækifæri til að bera saman bækur
sínar og ræða sameiginleg viðfangsefni.
Samtök fólks um alnæmisvandann hafa
ákveðið að greiða fargjöld til Oslóar fyrir
tvo einstaklinga en fæði og gistingu veita
norskir gestgjafar. Umsóknareyðublöð
fást hjá stjómarmönnum og á skrifstofu
Rauða krossins, Rauðarárstíg 18, 105
Reykjavík.
ITC deildin Korpa
fyrsti deildarfundur ITC Korpu á þessu
starfsári verður haldinn í Félagsheimil-
inu Hlégarði, Mosfellsbæ, í kvöld, 5. sept-
ember, kl. 20.
Tónleikar
Bless í Duus-húsi
Rokkhljómsveitin góðkunna, Bless, held-
ur tónleika í Duus-húsi við Fishersund
fimmtudaginn 6. september. Hljómsveit-
in hefur í sumar klárað breiðskifuna
„Gums" sem væntanleg er síðar í sept-
ember og æft upp fjórða meðliminn, Pét-
ur Þórðarson, sem leikur á gítar. Tónleik-
arnir í Duus húsi eru þeir fyrstu með
Pétri. Ýmsir gestir munu einnig koma
fram og stytta áhorfendum stundir frá
kl. 22 þegar húsið opnar til kl. 23.50 þegar
Bless ríður á vaðið.
Irskur þjóðlagadúett
í Ölveri
Dagana 5., 6., 7. og 8. september nk. munu
írski þjóðlagadúettinn Sean Cannon og
Michaels Howards halda hljómleika í
Ölveri, Glæsibæ. Húsið verður opnað alla
dagana kl. 18 og verður boðiö upp á írsk-
an matseðil á írsku veröi. Hljómleikarnir
hefjast kl. 22 og er miðaverð kr. 500. Gest-
ir sem mæta fyrir kl. 21 þurfa ekki að
greiða aðgangseyri. Þeir félagar eru ís-
lendingum að góðu kunnir, þeir voru
meðlimir írsku þjóðlagahljómsveitarinn-
ar „The Dubliners" sem heimsótti ísland
í tilefni bjórdagsins, 1. mars 1989. Óhætt
er að fullyrða aö hér eru á ferðinni frá-
bærir skemmtikraftar sem unnendur ír-
skrar þjóðlagatónhstar ættu ekki að láta
fram hjá sér fara.
Fjóla Kristín Jóhannsdóttir andaðist
í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fóstudaginn 31. ágúst. Útfórin fer
fram frá Stærri-Árskógskirkju laug-
ardaginn 8. september kl. 14.
Útfor Kristjáns Hólm Jónassonar,
Laufskógum 41, Hveragerði, hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Esther Guðmundsdóttir, Suðurgarði
22, Keflavík, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6.
september kl. 14.
Kristján Jónsson frá Snorrastöðum,
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Kolbeins-
staðakirkju föstudaginn 7. september
M. 14. Bílferð verður frá Bifreiðastöð
íslands kl. 11 þann dag.
Stuðbandið Ó.M. og Garðar
4 starfsár Stuðbandsins O.M. og Garðars
er hafið. Hljómsveitin er með 200 laga
prógram og leikur gömlu dansana, gamla
góða rokkið, bítlalögin og fl. Hún tekur
að sér að leika á árshátíðum og þorrablót-
um. Upplýsingar gefa Garðar, s. 674526
og 83500, og Ólafur, s. 31483 og 985-27705.
Fjölmiðlar
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Geir Hallgrímsson
seðlabankastjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
7. september kl. 13.30.
Erna Finnsdóttir
Hallgrimur B. Geirsson Aðalbjörg Jakobsdóttir
Kristin Geirsdóttir Freyr Þórarinsson
Finnur Geirsson Steinunn Þorvaldsdóttir
Áslaug Geirsdóttir
og barnabörn
Alltaf fréttir, ólíkar f réttir
Við erum ff éttaþyrst þjóð. Á
hverjum degi eyðum viö drjúgum
hluta í að fylgjast með fréttum. Lít-
um á meðal „fréttaeftirtekf ‘ hins
dæmigerða íslendings. Það fyrsta
sem hann gerir er aö kveikja á út-
varpi og vita hvort fréttir séu ekki
einmítt á dagskrá. Jú, það líður
varla að löngu þangað til þær taka
aö hljóma í eyrum. Líklega nær
hver og einn að heyra fróttir tvisvar
til þrisvar áður en hann er kominn
inn á vinnustaö. Og lesa Moggann
vel og vandlega. Þar með er hægt
að byrja daginn, Með allt á hreinu.
Hvort sem það er beijauppskera á
Fáskrúðsfirði eða staða mála fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Margir hafa útvarp ómandi allan
daginn og heyra því fréttir jafnvel á
klukkutima fresti. Það fer sem sagt
ekkert framhjá okkur. Svo kemur
auðvitað DV upp úr hádegi og þá
bætast viö fréttir. S vona líður dag-
urinri. En í raun er „fréttadagur-
inn“ rétt að byrja um kvöldmatar-
leytið. Þá tekur við einn og hálfur
tími af látlausum fréttum. Frá
klukkan sjö til hálfátta sjá frétta-
haukar ríkisútvarpsins okkur fyrir
dágóðum skammti, þangaðtil sjón-
varpsstöðvarnar taka við. Þvi allir
sem geta horfa auðvitað á báðar
sjónvarpsstöðvarnar og margir
Ijúka fréttadeginum með því að
kíkja á ellefufréttirnar.
En klukkutími af sjónvarpsfrétt-
um. Skyldi ekki vera bara um
timasóun aö ræöa aö horfa og hlýða
á tvennar sjónvarpsfréttir í röð? Er
ekki bara nákvæmlega það sama í
fréttum á báðum stöðvum? Lítum á
fréttir sjónvarpsstöðvanna í gær-
kvöldi. Tökum fyrst fréttimar á
Stöð 2 í þeirri röð sem þær komu
fyrir: ágreiningur um álver?, írak-
Kúvæt, frumvarp um húsnæðis-
málastofnun, prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins, S-Afrika, umsækjendur
um þjóðleikhússtjórastöðuna, bið
eftir leikskólaplássi í Reykjavík,
áhyggjur flugumferöarstjóra, Jón
Baldvin sækir ekki utanríkisráð-
herrafúnd í Noregi, tilraunaverk-
smiðja, Kórea og íleiri erlendar,
Ingimundur flytur til Sigló og að
lokum skákfréttir. Þá tóku viðfrétt-
ir Sjónvarpsins í þessari röð: írak-
Kúvæt, lngimundur til Sigló, leið-
togafundurinn í Helsinki, Þorsteinn
Pálsson í Lítháen, Bandaríkjaher í
Saudi-Arabíu, nýr framkvæmda-
stjóri Sambands isl. sveitarfélaga,
kennsla að hefjast, landsleikurinn
við Frakka, smábátafréttir og loks
breytingarnar í Þjóðleikhúsinu.
Ekkisvolíkarfréttir.
Rósa Guðbj artsdóttir