Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990. 15 Handhafar og staðgenglar Ekki viröast nein takmörk fyrir því hverju framámenn okkar finna upp á til aö skemmta þjóðinni meö gráglettni sinni. Síðasta uppátækið er launamál staðgengils handhaf- ans. í stuttu máli gengur það út á að staðgengill handhafa forseta- valds í lýðveldinu vill fá láun fyrir að hafa verið staðgengill hand- hafans í nokkra daga þegar hand- hafinn var ekki viðlátinn að gegna, ásamt tveimur öðrum framámönn- um þj óðarinnar, störfum forsetans. Og þetta, að því er virðist einfalda mál, er komið til ríkislögmanns þótt augljóst megi virðast aðsá sem starfinu gegnir fái laun fyrir það en ekki einhver sem ekki gegndi því. Spurningar um starfaskiptingu Þetta vekur óneitanlega ýmsar spumingar um hvernig háttað er starfaskiptingu í ríkinu, laun emb- ættismanna og almennar reglur í samfélaginu um laun og ábyrgð. Í fyrsta lagi: Er það réttlætanlegt að hinir og aðrir geti verið hand- hafar forsetavalds? Varaforsetar Alþingis eru aldrei annað en vara- forsetar. Ekki er ljóst hvort vara- menn geta gengið inn í slík störf sem þessi. Nú hefur komið fram að varaforseti hefir verið, athuga- semdalaust að því er virðist, gerður að handhafa forsetavaldsins. Ekki veit eg hvernig þetta er hugsað en líklegt er að hér sé um lítt hugsaða lausn á framkvæmda- atriði að ræða. Framkvæmdavald- ið tekur að sér að leysa mál sem í eðli sínu þarf að íhuga mjög vand- lega. Það er nefnilega ekki sama hvernig valdi forseta er fyrirkomið. Forseti lýðveldisins er kosinn í almennum kosningum og enginn annar en hann er forseti. Nú verð- ur að gera ráð fyrir að forsetinn forfallist á einn eða annan hátt og verður þá aö vera til staðgengill hans. Forsetinn heldur áfram að vera KjaUarinn Haraldur Ólafsson dósent forseti þótt hann sé ekki á landinu. Eðlilegt virðist því að ekki sé gripið til þess að aðrir fari með vald hans nema brýna nauðsyn beri til. - Þrí- eyki það, sem tekur að sér forseta- vald, er algerlega út í bláinn. Ekk- ert réttlætir slíkt fyrirkomulag. Hér er um fornan arf frá kon- ungsríkinu að ræða þar sem settur var ríkisstjóri þegar konungurinn var fjarverandi eða gat ekki vegna sjúkleika sinnt skyldustörfum sín- um. Lausnin, sem íslendingar völdu, var að sjóða saman einhvers konar sambreysking löggjafar- valds, framkvæmdavalds og dóms- valds. Hinn eðlilegi og rétti staðgengill Það er tími til kominn að breyta þessu fyrirkomulagi og setja í stjórnarskrána ákvæði um að í fjarveru eða alvarlegum forföllum forsetans fari einn aðili með for- setavald. Augljóst er hver gegna skuli því starfi. Enginn annar en forseti sameinaðs þings kemur til greina. Forseti sameinaðs þings gegnir elsta og söguríkasta emb- ætti landsins. Hann er beinn arf- taki lögsögumannsins á þjóðveldis- tíma og verkstjóri æðstu stofnunar lýðveldisins. Hann er hinn eðlilegi og rétti staðgengill forseta íslands ef nauðsyn ber til. Þetta nýjasta mál vegna hand- hafa forsetavalds rifjar upp hið kostulega mál eins handhafa for- setavaldsins fyrir nokkrum árum. Á þeim tíma minntist enginn á að það mál hefði varpað skugga á for- setaembættið heldur einungis Hæstarétt. Það sýnir kannski betur en nokkuð annað hve óraijarri flestum sú hugsun er að hand- hafarnir séu einhvers konar forset- ar. Þeir eru fyrst og síðast til staðar ef á þarf að halda en án allra þeirra raunverulegu valda sem forsetinn hefir þrátt fyrir allt. Þá er eitt atriði sem þessi nýjasta handhafafrétt vekur athygli á. Það eru greiðslur til handhafanna. Samkvæmt því sem fram kom í sambandi við hæstaréttardómar- ann hér um árið þá er þessu þrí- eyki borgað rausnarlega fyrir að heita handhafar forsetavalds í nokkra daga á ári, enda þótt þeir hvorki geti né megi gera nokkurn skapaðan hlut nema láta aka með sig suður á Keflavíkurvöll til að „Tillaga mín er sú að litið verði á þetta handhafa- eða staðgengilsstarf sem skyldu forseta þingsins og fái hann engin laun fyrir það .. .. varaforseti hefir verið, athugasemdalaust að því er virðist, gerður að handhafa forsetavaldsins,“ segir greinarhöfundur. - Salome Þorkels- dóttir, alþm. og varaforseti á Alþingi. kveðja forsetann þegar hann fer og heilsa honum þegar hann kemur. Nú má ætla að fæstir handhafar hafi litið á þessar greiðslur sem styrk til að fjárfesta í áfengi en samt er þarna um allgóð viðbótar- laun að ræða Aðgreining valds óskýr Tillaga mín er sú að litið verði á þetta handhafa- eða staðgengils- starf sem skyldu forseta þingsins og fái hann engin laun fyrir það, en þurfi hann nauðsynlega að gefa gestum mat eða kafíi þá verði greitt af risnu forsetaembættisins. Á undanfórnum árum heflr mönnum - einkum þingmönnum - orðið tíðrætt um „virðingu Al- þingis". Sú skipan að gera forseta sameinaðs þings að staðgengli for- seta lýðveldisins mundi sjálfkrafa auka veg þingsins. Þar með væri viðurkennt að þaö er Alþingi sem er ofar ríkisstjórn og dómstólum vegna þess að þar eru sett þau lög og reglur sem dómstólar og ríkis- stjórnir verða að fylgja í störfum sínum. Forseti Alþingis og forseti lýð- veldisins eru æðstu embættismenn landsins og þeirra er að standa vörð um lýðræði og rétt hvers og eins í þjóðfélaginu. Aðgreining löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds er ekki nægilega skýr hér á landi og þyrfti að efla verulega skilning manna á hve nauðsynleg hún er í réttarríki. Þótt forseti sameinaðs þings sé úr hópi löggjafanna þá er staða hans svo sérstök að ekkert er eðlilegra en hann geti tekið að sér þau störf sem forsetanum eru ætluð þegar brýna nauösyn ber til. Hins vegar verður að varast að hann geti beitt valdi sínu um of. Forsetaembættið er vandasamt og í raun ákaflega flókið. Það skipt- ir því miklu að ekki standi um það deilur eða upp komi mál sem varpa rýrð á það. Fréttir af launamálum í sambandi við handhafa forseta- embættisins verða fremur en flest annaö til þess að draga úr áliti manna á þessu handhafakerfi sem sett var í stjórnarskrána 1944. Von- andi verður gerð gangskör að því að breyta þessu í skynsamlegra og virðulegra form. Haraldur Olafsson Ar læsis - Svona gerum við: Að byggja upp lesendur f ramtíðar „Snældur eru ómissandi i bilnum en ómældar stundir má finna þar til að hlusta á sögur og visur," segir m.a. i greininni Við íslendingar státum okkur af því að vera bókaþjóð og trúum því að hér á landi sé meira lesið en víðast annars staðar í heiminum. Það kann rétt að vera en í grunn- skólum á samt þó nokkuð stór hóp- ur nemenda í lestrarörðugleikum af ýmsu tagi. Einnig er algengt að nemendur lesi ótilneyddir mjög lít- ið nema námsefnið og verji frí- stundum í allt annað en lestur Margbreytilegur lestur í skólum er mikilvægt að laða fram áhuga allra nemenda á að lesa og skilja margbreytilega texta sér til fróðleiks og skemmtunar. Gott skólasafn er nauðsynlegt við hvern skóla til að unnt sé að beina nem- endum þangað í leit að lesefni um ólík svið þekkingar. Sumir nemendur vilja helst lesa bókmenntir af ýmsu tagi; skáldsög- ur, ævintýri, þjóðsögur eða sér- stakar barna- og unglingabækur. - Aðrir vilja helst lesa fræðandi efni um dýr, náttúru, vísindi, tungu- mál, lönd og þjóðir heimsins, svo nokkur dæmi séu tekin. Enn aðrir kjósa að lesa um dægurmál hvers konar, t.d. tónlist, kvikmyndir og íþróttir. Frjáls lestur af ýmsu tagi án skuldbindinga og verkefna er mikilvægur til að auka áhuga nem- enda á lestri. Samstarf heimila og skóla Kennarar þurfa að rækta vel KjaHarinn Guðni Olgeirsson námsstjóri í menntamálaráðuneytinu og í stjórn Samfoks sambandið við foreldra og fá þá í lið með sér frá upphafl til loka grunnskóla, m.a. til að halda utan um heimanám og lestrarþjálfun á heimilum. Nauðsynlegt er að bæði foreldrar og kennarar leggi sig fram við að sinna þörfum hvers barns eins vel og kostur er. Kennarar þurfa reglulega að gera foreldrum grein fyrir skólastarf- inu, helstu markmiðum, aðferðum, skipulagi og námsefni og náms- mati, þannig að foreldrar eigi hæg- ara með að fylgjast með námi barna sinna. Foreldrastarf af þessu tagi þarf ekki að vera tímafrekt og er yfirleitt ákaflega gefandi þegar vel tekst til við uppeldi og menntun barnanna. Hér á eftir fara nokkur heilræði til foreldra um leiðir sem reynst hafa vel á heimilum við að und- irbúa lestramám barna og örva þau til máls: Bókasöfn • Fara reglulega á almennings- bókasöfn með börnunum og fá að láni bækur af ýmsu tagi til að skoða með þeim, lesa fyrir þau og ræða um efni þeirra. Börn geta ótrúlega snemma haft bæði gagn og gaman af slíkum ferðum og virðing þeirra vex fyrir bókum. Þannig aukast líkur á að bókin fylgi barninu á lífs- leiðinni. Friðarkrókur • Útbúa á heimilinu „friðar- krók“ til að eiga rólegar stundir með börnunum. Þangað er oft gott að fara þegar allir eru orðnir þreyttir, bæði á virkum dögum og í fríum og lesa t.d. fyrir börnin og syngja með þeim. í friðarkróknum geta bæði foreldrar og börn slakað á og átt saman notalega stund. Sögur á snældum • Lesa sögur inn á snældur eða kaupa snældur með sögum eða söngvum og leyfa börnunum að hlusta á þær. Börn hafa þann ein- staka hæfileika að geta hlustað aft- ur og aftur á sömu söguna. Með þessu móti eykst m.a. orðaforði þeirra og hæfileikinn til að hlusta og jafnframt læra börnin smám saman að segja sögurnar. Snældur eru ómissandi í bílnum en ómældar stundir má flnna þar til áð hlusta á sögur og vísur. „Kortér á dag“ • Hafa það fyrir fasta reglu að lesa fyrir börnin á hverju kvöldi eða syngja vísur og lög með þeim. Lesa má í 10 mínútur - kortér á dag, stundum lengur. Þannig næst a.m.k. ein og hálf klukkustund á viku. Enginn ætti að sjá eftir þessum tíma á degi hverjum sem er eins og ein bíómynd eða knattspyrnu- leikur að jafnaði á viku. „Kortér á dag“ er ótrúlega áhrifamikil leið fyrir foreldra til að kynna fyrir bömum fjölbreytilegt lesefni og um leið treysta tilfmningalegt sam- band við þau. Þegar börnin segja: „Ég fer ekki að sofa fyrr en þú ert búinn að lesa fyrir mig“ þá ætti foreldrum að líða vel. Minnumst þess að börnin eru mesti auður okkar, framtíð þjóðar- innar byggist á börnum. Ávöxtum þann auð sem best. Guðni Olgeirsson „Enginn ætti að sjá eftir þessum tíma á degi hverjum sem er eins og ein bíó- mynd eða knattspyrnuleikur að jafnaði á viku.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.