Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990. Fréttir Aflamiðlun refsar fimm fiskútflytjendum: Heimildir skornar niður um meira en helming Heimild fimm fiskútflytjenda til útflutnings á ferskum fiski var skor- in niður um rúman helming þegar Aflamiðlun úthlutaði útflutnings- leyfum. í gær. Samkvæmt fyrirmæl- um stjómar Aflamiðlunar var út- flutningsheimildin minnkuð hjá Gámavinum og Skipaafgreiðlsu Vestmannaeyja í Eyjum, Hrelli á Höfn, Skipaþjónustu Suðurlands í Þorlákshöfn og Jóni Ásbjörnssyni í Reykjavík. Útflutningsheimildir þessara aðiia voru minnkaðar þar sem þeir munu hafa flutt út um 900 tonnum meira en Aflamiðlun heimil- aði í júlí og fyrstu þrjár vikurnar í ágúst. í síðustu viku fengu Gámavinir alls heimild fyrir útflutningi á 47 tonnum en fá heimild til að flytja út 26 tonn í næstu viku. Heimild Jóns Ásbjörns- sonar minnkaði úr 26 tonnum í 13, heimild Skipaafgreiðslu Vestmanna- eyja úr 32 tonnum í 13, heimild Hrell- is úr 45 tonnum í 13 og heimild Skipa- þjónustunnar úr 46 tonnum í 13 tonn. Allur þessi útflutningur er til Bret- lands. Tveir síðastnefndu útflytjend- urnir koma verst út. Heildarúthlutun var verulega minni nú en í síðustu viku og því kemur niðurskurður heimilda þess- ara fimm aðila ekki hinum sem fá eðlilega úthlutun til góða í sama mæli og menn áttu von á. Úthlutað var leyfum til útflutnings á 195 tonn- um af þorski og 251 tonni af ýsu. í síðustu viku fengust hins vegar út- flutningsheimildir fyrir 315 tonnum af þorski og 303 tonnum af ýsu. Stjórn Aflamiðlunar mun funda um útflutning umfram heimildir á fundi sínum á mánudag og taka ákvaröanir um næstu skref í málinu. Þá munu liggja fyrir greinargerðir frá sjávarútvegsráðuneytinu og toll- yfirvöldum, auk talna yfir úthlutun heimilda á árinu. -hlh Útför Geirs Hallgrimssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu miklu fjöl- menni. Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson jarðsöng, Kammersveit Reykjavikur lék við athöfnina og félagar úr karla- kórnum Fóstbræðrum sungu, organisti var Marteinn Hunger Friðriksson. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæöis- flokksins; Davíð Oddsson borgarstjóri, Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, Matthías Johannessen ritstjóri, Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvá-Almennra, Styrmir Gunnarsson rit- stjóri og Björn Bjarnason aöstoðarritstjóri voru líkmenn. DV-mynd Brynjar Gauti Matfiskeldið hefur stöðvað hafbeitina: Höf um tapað sex millj- örðum á strandeldinu - segirdr.Bjöm Jóhannesson „Því miður hafa allir peningamir farið í matfiskeldið þannig að það hefur gengiö mjög erfiðlega að fá peninga í hafbeitarstarfsemi. í mat- fiskeldinu er nú allt að rúlla, enda skil ég ekki þá bjartsýni sem þar hefur ríkt og hef reyndar margoft varað við henni. Þaö er vægt til oröa tekið að segja að stefnan hafi verið óvenju glannaleg,“ sagði dr. Bjöm Jóhannsson sem nýlega sendi frá sér bækling sem heitir „Aðstaða til laxahafbeitar á ís- landi.“ Þaö sem vekur ef til vill hvað mesta athygli við grein Björns er gagnrýni hans á matfiskeldi í strandstöðvum. Segir hann á ein- um stað í bók sinni um þetta: „Það er nú alkunna að þessi starfsemi er í algerri rúst, fyrirtækin gjald- þrota eöa á barmi gjaldþrota. Er gróflega áætlað að heildartjón þjóð- félagsins, sem að mestu skellur á herðum varnarlausra skattborg- ara, mun neipa um 6.000 milljónum króna.“ Bjöm sagði að hann hefði ekki notið vinsælda meðal fiskifræðinga fyrir skoðanir sínar en hann er með doktorspróf í jarðvegs- og ræktunarfræðum. Hann sagði að áhugi hans á fiskeldi hefði vaknaö þegar hann vann í 13 ár á vegum Sameinuðu þjóðanna við mat á nýtingu náttúruauðæfa. Bjöm segist hafa tröllatrú á haf- beit og telur það hafa verið mistök íslenskra fiskeldismanna að hafa ekki sinnt henni betur. Hann segist telja að með hafbeit á íslandi megi framleiða lax í hæsta gæðaflokki með minni tilkostnaöi en í öðrum löndum við norðanvert Atlantshaf. DV leitaöi áhts hjá einum fiskeld- ismanni út af þeim tölum sem Bjöm varpar fram og taldi hann að talan 6.000 milljónir væri allt of há. Hann staðfesti hins vegar að tjónið væri mjög mikið án þess að vilja nefna tölu í því sambandi en þess má geta aö samanlagt gjald- þrot stærstu strandeldisstöðvanna, íslandslax og Lindalax, nálgast helming þeirrar upphæðar sem Björn nefnir. Einnig benti þessi fiskeldismaöur á að hafbeitin hefði átt við sín vandamál að eiga eins og sannaöist hjá Vogalaxi. Þrátt fyrir þessa varnagla hlýtur hver maður að sjá að margt er til í oröum Bjöms, enda hafa gjald- þrotin í matfiskeldinu verið meö þeim stærri sem hafa dunið yfir þjóðina. -SMJ íslandsfiskur hf. Krefsttæpra 4,6 milljóna í skaðabætur Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður fiskur var að láta pakka fyrir sig og hefur nú krafist þess fyrir hönd selja á erlenda markaði stæðist ekki umbjóðanda síns, Islandsfisks hf., að gæðastaðla og voru meðlimir LFH Landssamband fiskeldis- og hafbeit- og laxakaupendur beðnir að snið- arstöðva greiði fyrirtækinu 4,6 millj- ganga fyrirtækið. Síðar dró stjórn ónir í skaðabætur vegna fjárhags- LFH hluta bréfsins til baka en vildi tjóns sem hann telur að fyrirtækið ekki fallast á kröfur um-greiðslu hafi oröið fyrir vegna bréfs sem skaðabóta. Enn hefur ekki náðst gæðamatsmaöur Landssambandsins samkomulag í málinu þrátt fyrir ritaði í sumar og sent var öllum mikil fundahöld og bréfaskriftir og meðlimum sambandsins og laxa- er nú allt útlit fyrir að það endi fyrir kaupendum. I bréfinu var meðal dómstólum. annars sagt að fiskur sá sem íslands- -J.Mar íslandsfiskur hf.: Kaupir þrotabú Faxalax - gerir tilboö 1 þrotabú Vogalax „Við gengum í gær frá samningi um kaup íslandsfisks hf. á þrotabúi Faxalax hf. Viö keytum reksturinn og þann fisk sem er í stöðinni og svo yfirtökum við kaupleigusamninga fyrirtækisins," segir Guðni Bjöms- son, annar tveggja eigenda íslands- fisks hf. „Við höfum einnig gert tilboö í þrotabú Vogalax hf. en því hefur enn ekki verið svarað. Ástæðan fyrir þvi aö við viljum kaupa þessi þrotabú er sú að við vilj- um tryggja okkur nægan lax til að flytja út til Bandaríkjanna og Japan. I kjölfar bréfs sem gæðamatsmaður Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstööva ritaði, en í því varaði hann menn viö að skipta við íslands- fisk þar sem hann taldi að sá lax sem við værum að selja stæðist ekki gæðakröfur, höfum við átt í nokkr- um erfiðleikum með að fá þann lax sem við þurfum á að halda. Með kaupunum erum viö þvi aö tryggja það að fyfirtækið hafi nægan lax á boðstólum í framtíðinni," segir Guðni. ,j.Mar Mógilsarmálið að leysast? Ekki reyndi á þann eindaga sem forstöðumenn Mógilsár gáfu fyrrver- andi starfsmönnum til að skila inn þeim- rannsóknargögnum sem þeir höfðu unnið að á Mógilsá. Ákveðið var að reyna að semja um málið í gær en þá rann út frestur sá sem starfs- mönnunum var gefinn. Ekki er ljóst hver niðurstaðan veröur en aðilar deilunnar voru bjartsýnni en áður á aö lausn fengist. -SMJ Fjöldi árekstra í Reykjavík Alls urðu 19 árekstrar og 4 slys í Reykjavík í gærdag og þurfti að flytja fimm á slysadeild. í þremur tilvikum var ekið á gangandi vegfarendur. Strætisvagn ók á gangandi vegfar- anda við Hlemm, ekið var á mann á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklu- brautar og þriðja slysið af sama toga varð þegar ekið var á gangandi veg- faranda á gatnamótum Réttarholts- vegar og Miklubrautar. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.