Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Qupperneq 4
Er kvótasalan að þurrka út triUuflotann? ■f Þróunin mun hraðari en við áttum von á - segir Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Það er ekki víst að allir trillusjómenn vilji skipta á kvóta sínum og nýjum sumarbústað og jeppa. Þessi sjómaður í Reykjavikurhöfn virðist alla vega ætla að halda sigvið sjóinn. DV-mynd JAK „Eg sé ekki annað en að trillubáta- útgerð sé að hverfa hér við land í kjölfar þessarar kvótasölu þeirra. Þaö hefur enginn trillukarl efni á því að kaupa þennan kvóta þannig að það verða bara stóru bátamir. Menn verða að fara að svara því hvort það sé þessi flóra sem þeir vilja sjá - 100 tröll í kring um landið sem veiði all- an flsk. Við erum búnir að éta neta- bátana og nú er komið að því að gæða sér á trillupungunum,“ sagði Reynir Traustason, formaður skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar á Ísafirði. Reynir oröar þarna hugsanir margra út af þeirri þróun sem átt hefur sér staö í sumar í kjölfar kvóta- laganna frá 18. maí í vor en síöan hefur verið hamslaust kapphlaup um smábátakvótann. Það er auðvitað einnig spurning hvort nokkuð sé við þessu að gera - kvótinn er jú mark- aðsvara sem seld er hæstbjóðanda. Það er síðan skoðun margra að með þessu séu að verða miklar breytingar á íiskiskipaflota íslands og sú ró- mantíska mynd sem margir hafa í huga af trillu að sigla inn fjörðinn heyrir brátt sögunni til. Ekki á sjó á sumarbústaðnum „Þessi þróun hefur orðið mun hraðari og kröftugri en við áttum nokkum tímann von á. Sú hefur orð- ið raunin að þeir sem eru að kaupa kvóta era ekki trillukarlar sem eru að auka við sig heldur eingöngu frystitogarar og stóru útgerðimar úti á landi,“ sagði Öm Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda. Örn sagði að menn gætu séð þróun- ina í því sem væri að gerast með báta á bilinu 10 til 20 tonn. Þetta væru bátar sem nánast heyröu sög- unni til. „Menn virðast ekki standast þessi girpilegu tilboð en naga svo neglurn- ar eftir að allt er farið. Þú ferð ekki út á sjó á nýja sumarbústaðnum eða flotta bílnum þínum. Þú færð heldur ekki vinnu út á þetta. Viö höfum því verið að segja mönnum að fara hægt í þessum málum,“ sagði Örn Pálsson. Hann sagðist ekki treysta sér til að meta hve mikið hefði verið selt nú þegar. Það kom hins vegar fram hjá Erni aö kílóið af framseljanlegum kvóta væri nú komið upp í 130 krón- ur. Smábátarnir hafa 12,5% af þorsk- vótanum eða í kring um 40.000 tonn. Er áætlað verðmæti kvóta þeirra um 4,5 milljarðar króna. Það væri hægt að kaupa nokkra sumarbústaði. Trilluflotinn hverfur með tíð og tíma „Það er alveg ljóst að með tíð og tíma hverfa þessir bátar - á því er ekki nokkur vafi. En það er ekki hægt að ganga frá þeim á nokkrum árum. Við verðum án efa nokkuð margir sem höldum áfram að veiða á trillum. Ég hef nú verið sjómaður í rúmlega 20 ár og ég tel ekkert sniö- ugt við að selja," sagði Hjörtur Arn- finnsson sem gerir út 5 tonna trillu frá Neskaupstað. Hjörtur sagðist telja að mesti vind- urinn væri farinn úr þessari sölu núna, enda hefði þeim verst stöddu legið mest á að selja. Það væri hins vegar verst fyrir þessa útgerð að það kæmi engin í staðinn fyrir þá sem selja. -SMJ Sauðárkrókur: Frystihúsin í hár saman ÞórhaHur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Svo virðist sem búið sé með sam- vinnu fiskvinnslu- og útgerðarfyr- irtækja á Sauðárkróki um fisk- miðlun að minnsta kosti um sinn. Á dögunum sagði Fiskiðjan Skag- firðingur upp samningi við Skjöld en hann var geröur snemma á þessu ári. Ástæðuna segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri FISK, vera margendurtekin brot á samningnum af hálfu Skjaldar. Drangeyin er farin í slipp og kemur ekki til með aö landa á Sauðár- krókl næstu sex vikur, Það verður því erfitt fyrir Skjaldarmenn að ná í hráefni næstu vikumar. Ámi Guömundsson, fram- kvæmdastjóri Skjaldar, viöur- kennir brot á tveimur ákvæðum samningsins. Ekki var staðið að fullu við að kaupa kost Drangeyjar hjá kaupfélaginu og ekki tókst að halda ákveönum löndunardögum í nokkur skipti. „Samningurinn var gerður við þröng skilyrði á sínum tíma. Það var fullur vilji hjá okkur að kaupa kostinn hjá kaupfélaginu en aö mati matsveina skipsins fer ekki saman lágt matarverð til skip- verja og viðskipti við Kaupfélag Skagfirðinga. Því hefur þriðjungur kostsins verið keyptur annars staö- ar. Svo er bara alls ekkert auðvelt fyrir skipstjórnendur að binda sig við að koma inn einhvern ákveðinn dag til löndunar," segir Árni Guð- mundsson. Einar Svansson hjá Fiskiðjunni segir að framkvæmd samningsins hafi gengiö illa. Það kæmi sér ekki síður illa fyrir þá að Drangey skuli verða frá veiðum á næstunni því Fiskiöjan hefði þá orðið að sjá Skildi fyrir afla þann tíma. Það vægi þyngst í þessu máli. Aðspurð- ur sagði hann að þaö að Fiskiðjan væri komin með rekstur fi-ysti- hússins á Hofsósi hefði engu breytt um uppsögn samningsins. Þjóðleikhúsið: Samið án útbods um smíði á innréttingum Félag húsgagnaframleiöenda krefst skýringa frá byggingamefnd Félag húsgagnaframleiðenda hef- ur sent byggingarnefnd Þjóðleik- hússins bréf þar sem skýringa er óskað á því að ekki var stofnað til útboðs vegna kaupa á stólum í sal hússins og aðrar innréttingar. í stað útboðs hefur verið samiö beint við Stálhúsgögn. „Við sendum byggingarnefndinni bréf fyrir um hálfum mánuði en höf- um ekki fengið svar enn,“ sagði Er- lendur Hjaltason, formaður Félags húsgagnaframleiöenda. Hann sagði að eðlilegt hefði verið aö verkið heföi verið boðiö út þar sem fleiri en einn innlendur aðih væri fær um að vinna það. Þetta verk væri mjög stórt á innlendan mæli- kvarða og því skipti miklu að fram- leiðendur hefðu jafnan möguleika á aö hreppa það. Erlendur sagði það í sjálfu sér fagnaöarefni að íslenskur framleiðandi hefði fengiö verkið. Ef það hefði verið markmiðið hefði hins vegar veriö hægt að stofna til lokaðs útboðs fyrir innlenda framleiðendur. DV tókst ekki að ná í Árna John- sen, formann byggingarnefndar, í gær. Hjá Innkaupastofnun ríkisins feng- ust þær upplýsingar að ríkið byði stór verk út nær undantekningalaust ef samkeppnisaðstaða væri fyrir hendi. -gse Dagur læsis Dagur læsis verður haldinn hátíð- legur í dag og er hann liður í ári læsis 1990. Markmiðiö meö deginum er að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að vera læs. í tilefni dagsins verður víöa brugöið á leik. Maraþon- lestur verður í Iðnó þar sem leikarar Þjóöleikshússins lesa up úr ýmsum bókmenntaverkum. Lesið er allan daginn og hefst lesturinn klukkan 10.00 og stendur fram til klukkan 23.30. Hlé verður gert á lestrinum um hádegið. Dagskránni er skipt upp í klukkustundar löng atriði. Fyrir há- degi era tvö atriði ætluð yngstu börn- unum og þau endurtekin eftir hádeg- ið milli klukkan 13.30 og 15.30. Þá hefst unglingadagskrá og síðan um klukkan 16.30 verða lesnir kaflar úr Fjallkirkjunni og stendur sá lestur til klukkan 18.00 en þá verður ungl- ingaefnið endurtekið. Klukkan 20.00 hefst lestur úr ljóðabókum og klukk- an 21.00 hefst dagskrá sem nefnist Gluggað í bókaskápinnn. Þar á að lesa úr íslenkum bókmenntum þess- arar aldar. -J.Mar Akureyri: Piparsveinar ef na til landsmóts Gylfi Kristjánsson, DV, Akureýri: íslenskir piparsveinar munu vænt- anlega fjölmenna til Akureyrar 22. september en þá fer fram í Sjallanum þáð sem kallað er „Landsmót pipar- sveina". Skilyrði fyrir þátttöku í gleðskapn- um eru ekki önnur en þau að þátttak- endur mega ekki hafa veriö í „föstu sambandi“ undanfarna tvo mánuði. Piparsveinarnir ætla að snæði fjór- retta maltíð, horfa á fatafellu dilla sér og hlusta á Jóhannes grínara, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er vitað hvort „hleypt verður til“ er skemmtiatriö- um lýkur, þ.e. hvort veikara kyniö fær þá aðgang að gleðskapnum og sveinunum. Samningar munu hafa tekist við Flugleiðir um sérstaka „piparsveina- pakka" þessa helgi en þeir munu væntanlega innihalda flug, gistingu og aðgang að gleðskapnum. Endurbætur á Árna Friðrikssyni Nýlega er lokið umfangsmiklum endurbótum á rannsóknarskipinu Árna Friörikssyni. Samiö var viö skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi um breytingarnar og kost- uðu þær tæpar 100 milljónir króna. Árni Friðriksson var smíðaður í Bretlandi 1967. Skipið var upphaflega notað til síldarleitar en hin síðari ár við margs konar aðrar hafrannsókn- ir. Endurbæturnar felast einkum í því að byggt var yfir afturhluta skipsins og allt tog- og vindukerfi þess var endurnýjaö. Þá voru vélar skipsins yfirfarnar og endurnýjaðar eftir því sem þurfa þótti. Ný og full- komin rannsóknarstofa var smíðuö á milliþilfari og sjórannsóknarstofa á efra þilfari var endurnýjuð. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.