Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Síða 6
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990. Útlönd Viðskiptabannið farið að segja illilega til sín í Irak: Bandaríkjamenn haf na öllum málamiðlunum og vara þjóðir heims við að sýna íröskum þegnum samúð Bandaríkjamenn hafa varað ríki heims við að sýna írökum samúð þegar viðskiptabannið á landið virð- ist vera aö hafa tilætluð áhrif. Þeir hafna einnig öllum tilraunum til að miðla málum í deilunni við Saddam Hussein. Svo virtist í gær sem nokkur ríki hefðu hug á að fara fram hjá við- skiptabanninu af mannúðarástæð- um vegna frétta um að írösk börn sem og erlend lægju fyrir dauðanum vegna matarskorts. Indverjar fóru fyrir þessum þjóðum en um 170 þús- und Indverjar eru nú innlyksa í írak og Kúvæt. Hjá Sameinuðu þjóðunum var kröfu Indverja um að senda mat til íraks hafnað. Indverjar sögðu að Vesturlönd hefðu þegar brotið við- skiptabannið með því að leigja írask- ar flugvélar til að fytja flóttafólk frá landinu. Þeir sögðu að í upphafr hefði ekki verið gert ráð fyrir þeim hörm- ungum sem saklaust fólk yröi fyrir í írak og Kúvæt vegna viðskipta- bannsins. íranir og Kínverjar tóku undir kröfur Indverja og Tyrkir sögðust í gær ætla aö senda lyf til íraks ef beðið yrði um það. James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, áréttaöi hins vegar eftir fund með ráðamönnum í Saudi-Arabíu að und- anþágur frá viöskiptabanninu kæmu ekki til greina. „Við veröum að leita allra hugsan- legra leiða til að Saddam Hussein dragi her sinn frá Kúvæt og landið verði sjálfstætt á ný,“ sagði Baker. Bandaríkjamenn eru enn að efla her- styrk sinni í Saudi-Arabíu og hefur nú orðið verulega ágengt í að fá fleiri ríki til að deila með sér herkostnað- inum. Saudi-Arabar hafa lofað Banda- ríkjamönnum milljörðum dala til að standa straum af kostnaði við herset- una í Saudi-Arabíu. Bandaríkjamenn ætla sér því að þrengja enn frekar að írökum og allar tilraunir til mála- miðlunar virðast tilgangslausar og er ekki talið aö fundur Bush og Gor- batsjovs breyti nokkru þar um. Japanir hafa einnig ákveöið að taka á sig hluta af herkostnaðinum. Bandaríkjamenn hafa lagt fram kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 28 milljarða Bandaríkjadala. Utan- ríkisráðherrar ríkja Evrópubanda- lagsins hafa einnig fallist á að greiða hluta af kostnaöinum. Reuter Norður-írland: Séra Paisley rekinnúr söf nuði sínum Séra lan Paisley hefur veriö rekinn úr einum valdamesta söfnuöi sem mótmælendur á Norður-irlandi hafa með sér. Þetta var gert vegna deilna um alþjóðlegan sjóð sem mótmæl- endakirkjan hefur yfir að ráða. Séra Paisley hefur um árabil veriö fremstur í flokki öfgasinn- aðra mótmælenda á Norður-ír- landi og barist hatrammlega gegn öllum tillögum um málamiðlanir í deilum kaþólskra og mótmæl- enda þar. Fé úr sjóðnum átti að nota til að reisa menningarmiðstöð í Lon- donderry. Framlög í hann koma frá ýmsum löndum heims, þar á meöal Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og frá Evrópubandalag- inu. Honum er ætlaö að fjár- magna framkvæmdir bæði á Norður-írlandi og í írska lýðveld- inu. Séra Paisley hefur kallað fé sjóösins blóðpeninga og mótmælt því kröftuglega að bæði mótmæl- endur og kaþólskir verði aö deila því með sér. Bræður séra Paisleys í söfnuðinum segjast hafa rekið hann vegna óvarlegra yfirlýsinga í fjölmiðlum. Reuter Leiötogafundurinn í Helsinki á morgun: Lætur Bush korn fyrir stuðning? - Gorbatsjov þarf nauösynlega á því að halda Á fundi leiðtoga stórveldanna í Helsinki á morgun verður hefð- bundnum deilumálum þeirra vikið til hliðar og Persaflóadeilan sett efst á dagskrána. Menn þykjast líka vita að fleiri mál komi þar upp, þar á meðal að Gorbatsjov falist eftir komi frá Bandaríkjunum. Kornkaup kunna líka að verða eina niðurstaðan af fundinum. Embættismenn í Bandaríkjunum telja víst að Gorbatsjov beri sig upp við Bush vegna matarskortsins í Sov- étríkjunum. Kornverð fer þar hækk- andi og skortur er á brauði í Moskvu og fleiri borgum. Því er spáð að Bush taki vel í mála- leitan Gorbatsjovs og vilji launa hon- um stuðninginn við Bandaríkin í deilunni við Saddam Hussein. Sovét- menn hafa hingaö til látið orðin ein duga en Bandaríkjamenn vilja að Sovétmenn taki meiri beinan þátt. Þannig mælti Les Aspin, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í gær með því að Bandaríkin og Sovét- ríkin hefðu nánari samvinnu um að framfylgja viðskiptabanninu á írak. Aspin sagði að þetta væri eitt mikil- vægasta málið sem leiðtogamir hefðu að ræða í Helsinki. Sovétmenn láta hka að því hggja aö þeir muni taka ákveönari afstöðu gegn írak. Gennady Gerasimov, tals- Gorbatsjov i augum Luries. Hann hefði ekkert á móti því að ræða kornkaup við Bush. maður sovéska utanríkisráðuneytis- ins, sagöi að fundurinn í Helsinki væri sögulegur vegna þess að nú væm leiðtogar stórveldanna að ræða svæðisbundna deilu þar sem þeir væm á sama máli. Til þessa hafi þeir alltaf verið á öndverðum meiði hvert svo sem tilefnið væri. Bush i augum Luries. Hann kann að koma færandi hendi til Helsinki. Þetta þykir benda til að Sovétmenn geti hugsað sér að beita sér af meiri hörku við að framfylgja viðskipta- banninu á írak, ekki hvað síst ef eitt- hvað rofar th í erfiðustu vandamál- unum heima fyrir. Reuter/NTB Japanir vilja ekki enn vináttu Sovétríkjanna - þrátt fyrir fagurgala Eduards Sévardnadzes viö þá Stjón Japans treystir sér ekki til að taka undir yfirlýsingar Eduards Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, um að sambúð ríkj- anna fari mjög batnandi. Þetta var niðurstaða utanríkisráðherrans eftir fundaferð um Japan þar sem hann hitti helstu ráðamenn að máh. Kazuhiko Togo, yfirmaður Sovét- deildarinnar hjá utanríkisráðu- neyti Japans, sagði að staöan væri óbreytt og yrði það þangað til Sov- étmenn breyttu afstöðu sinni í deilu ríkjanna um yfirráð yfir fjór- um eyjum norður af Japan. „Ráöherrann haíði ekkert nýtt fram aö færa,“ sagði Togo. Sévardnadze haföi þó látið að því hggja að samkomulag kynni aö vera á næsta leiti. Sovétmenn hafa sótt fast á Japani að gera samning á sviði efnahagsmála þar sem Jap- anir gætu stutt við uppbyggingu á sovéskum iðnaði. Japanir hafa ekki ljáö máls á þessu meðan Sovétmenn neita að láta af hendi eyjarnar fjórar í Kúr- ileyjaklasanum. Sovétmenn hafa ráðið eyjunum allt frá stríðslokum og vilja ekki gefa þær eftir. Togo sagði að yfirlýsingar Sévardnadzes gætu haft þýöingu í framtíðinni en ekki fyrr en Sovét- menn hefðu breytt stefnu sinni. Það kann hka að gerast því Sovét- menn biðla nú ákaft til iðnríkjanna í Austu-Asíu um aöstoð við upp- byggingu iðnaöar. Sévardnadze hefur þegar lýst áhuga á að semja við Suður-Kóreu- menn um viðskipti og látið sér fátt um aövaranir Norður-Kóreu- manna finnast, að allt makk með Suður-Kóreu væru svik við heims- kommúnismann. Sévardnadze virðist líka hafa áhuga á að söðla um í málefnum Suðaustur-Asíu og hætta aö styðja stjómina í Kambódíu. Stjómin hef- ur notið stuðnings Sovétmanna og Víetnama en nú hafa Víetnamar lýst því yfir að stjóm Kambódíu verði aö standa á eigin fótum. Slík skilaboð koma ekki nema Sovét- mennséumeðíráðum. Reutcr Leiðtogafundurinn: Finnarætlaað flaggaveloglengi Fixmar ætla að slaka á annars ströngum reglum um notkun þjóðfánans meðan þeir Georeg Bush og Mikhail Gorbatsjov funda í Helsinki. Þegar er búið að útnefna daginn í dag og morg- undaginn sem löglega fánadaga. Þetta er gert til að sýna hve Finnar meta það mikils að fá að hýsa leiðtoga stórveldanna á meðan þeir ræðast við á einum mikilvægasta fundi sem æðstu menn ríkjanna hafa haldið með sér. Finnar era yfirleitt mjög sparir á að nota fána þjóðar sinnar og yfírvöld leggjast gegn því að flaggað sé á öðram dögum en lög- skipuðum fánadögum. Því er sjaldgæft að sjá finnska fanann við hún nema þegar mikið stend- ur til. Finnar hafa ákveðið aö vikja einnig frá reglum um afgreiðslu- tíma verslana í tilefni af leið- togafundinum. Kaupmenn í höf- uðborginni mega hafa verslanir sínar opnar á morgun á sama tíma og Bush og Gorbatsjov taka tal saman í forsetahöhinni. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sp 6mán. uppsogn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsögn 5-5.5 Ib 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3.0 Allir Innlán verðtryggð ’ Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema Ib Innlán meðsérkjörum 3-3,25 Ib.Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,6-7 lb Sterlingspund 13-13,6 Sp Vestur-þýsk mörk 6,75-7.1 Sp Danskarkrónur 8,5-9,2 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavixlar(fon/.) (1) kaupgeng. Almenn skuldabréf 12,25-14,25 ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 16.5-17.5 Bb Utlán verðtryggö . Skuldabréf 6.5-8.75 Ib Utlántilframleiðslu Isl. krónur 14-14.25 Sp SDR 11-11.25 Ib Ðandaríkjadalir 9,75-10 Ib Sterlingspund 16,5-16,7 Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Sp Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Överðtr. ágúst 90 14,2 Verðtr. ágúst 90 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept. 2932 stig Lánskjaravisitala ágúst 2925 stig Byggingavisitala sept. 551 stig Byggingavisitala sept. 172,2 stig' Framfærsluvisitala júlí 146,8 stig Húsaleiguvisitala hækkaði 1,5% l.júll. VEROBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,071 Einingabréf 2 2.758 Einingabréf 3 3,340 Skammtimabréf 1.711 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5.026 Markbréf 2.674 Tekjubréf 2.021 Skyndibréf 1,499 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2,438 Sjóðsbréf 2 1,766 Sjóðsbréf 3 1,700 Sjóðsbréf 4 1,454 Sjóðsbréf 5 1,025 Vaxtarbréf 1.7205 Valbréf 1,6165 Islandsbréf 1,052 Fjóröungsbréf 1,052 Þingbréf 1,051 öndvegisbréf 1,047 Sýslubréf 1,055 Reiöubréf 1,038 HLUTABRÉF • Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 525 kr. Flugleiðir 205 kr. Hampiðjan 171 kr. Hlutabréfasjóður 167 kr. Eignfél. lönaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. 536 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.