Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990.
Myndbönd
DV
Steve Martin leikur aðalhlutverkið I vinsælustu mynd vikunnar, Parent-
hood.
DV-listinn
Eina umtalsverða breytingin á
vinsældalistanum þessa vikuna er
sú að Road House verður að gefa
eftir fyrsta sætið eftir að hafa verið
þar í fjórar vikur, við tekur Parent-
hood sem var í öðru sætinu í síð-
ustu viku. Þaö er einnig merkilegt
að engin ný mynd kemur inn á list-
ann þessa vikuna en á því verður
væntanlega breyting í næstu viku
því út eru komnar myndir sem eiga
örugglega greiða leið inn á list-
ann.
1. (2) Parenthood
2. (1) Road House
3. (3) Worth Winning
4. (7) Blind Fury
5. (5) Action Jackson
6. (5) Lock up
7. (8) The Seventh Sign
8. (4) Honey, I Shrunk the Kids
9. (6) Back to the Future II
10. (10) Casualties of War
★★
#1
Kraftaverkalöggan
ACTION JACKSON
Útgelandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Craig R. Baxley.
Aðalhlutverk: Carl Weathers, Craig T.
Nelson, Vanity og Sharon Stone.
Bandarisk, 1989-sýningartími 96 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Það er greinilegt að aðstandendur
Action Jackson hafa haft það að
leiðarljósi að því meira ofbeldi því
betri mynd. Myndin er sannkölluö
hasarmynd frá upphafi til loka og
í öllum látunum hefur gleymst að
gera söguþráðinn þannig úr garði
að einhverja glóru væri að finna í
honum.
Aöalpersónan er lögregluforingi
sem kaUaður er Action Jackson og
ber hann það nafn með réttu. Þegar
myndin hefst hefur hann verið
lækkaður í tign um stundarsakir
vegna ofheldis en lætur það ekki á
sig fá og heldur áfram fyrri iðju að
lemja duglega á andstæðingum sín-
um.
Hans helsti óvinur er glæpafor-
inginn Peter Dellaplane sem mun-
ar ekki mikið um að myrða eigin-
konu sína þegar hann telur að hún
sé honum ekki nógu holl. Myndin
snýst fljótlega upp í einvigi milh
þessara hörkukarla og er þar ekk-
ert sparað og hggja tugir manna
og kvenna í valnum áður en yfir
lýkur.
Það besta sem hægt er að segja
um Action Jackson er að ahtaf er
eitthvað að gerast og fyrir þá sem
vhja hafa slagsmálin sem mest er
Action Jackson fundinn fiársjóður.
Þaö er Carl Weathers sem leikur
Jackson. Weathers þessi er þekkt-
astur fyrir að hafa leikið hnefa-
leikakappann sem Rocky barði sem
mest í tveimur eða þremur Rocky
myndanna. Weathers er stæðilegur
og ber sig vel í þeim atriðum þar
sem hnefarnir skipta máh. Hvort
hann hefur einhverja leikhæfileika
kemur aldrei í ljós.
-HK
Björgunarafrek
THE RESCUE OF JESSICA MCCLURE
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Mel Damski. Handrit: David
Eyre, jr. Framleióandi: Diana Kerew.
Aöalhlutverk: Beau Bridges, Patty Duke,
Pat Hingle, Roxana Zal.
Bandarisk 1989. 96 min. Öllum leyfð.
Frásagnir af björgun htíllar
stúlku í Texas flugu um heims-
byggðina fyrir örfáum árum enda
atburðarásin í meira lagi drama-
tísk. Þegar hin 18 mánaða gamla
Jessica datt niður um 8 tommu rör
hafði sjálfsagt enginn trú á að hægt
væri að bjarga henni.
Þessi mynd segir frá baráttu
björgunarmannanna sem höfðu
aldrei kynnst öðru eins. Þá fylgdust
öh Bandaríkin með þessu og máhð
vakti feikilega athygh.
Það er kannski ekki mikið um
þessa heimildarmynd að segja enda
koma slíkar myndir sjaldan á
óvart. Myndin er þokkalega gerö
þó aö hún innihaldi flesta þá ann-
marka sem slíkar heimhdamyndir
hafa - ófullkoma persónusköpun
og slæma dramatík. Atburðurinn
sjálfur er hins vegar með þeim ein-
dæmum að það eitt sér dugar vel í
mynd.
-SMJ
★★
Með þrjár í takinu
WORTH WINNING
Útgefandi: Steinar hf.
Lelkstjóri: Will MacKenzie.
Aóathlutverk: Mark Harmon, Madeleine
Stowe, Lesley Ann Warren og Maria
Hoivöe.
Bandarísk, 1989-sýningartími 98 mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
Það getur stundum verið hættu-
legt að hafa of mikla kvenhylh eins
og aðalpersónan í Worth Winning,
Taylor Worth, kemst að raun um.
Hann er sjálfumglaður piparsveinn
sem skhur eftir brostin hjörtu hvar
sem hann fer án þess að blikna.
Vinum hans þykir nóg um og
þegar einn þeirra lofar honum Pic-
asso málverki ef hann geti á stutt-
um tíma fengiö þrjár konur, sem
vinurinn thnefnir, til að lofa því
að giftast honum stenst Wort-ekki
freistinguna og lætur til skarar
skríða.
Og eins og að drekka vatn heillar
★★
Sambúðar
raunir
HEARTBREAKER
Útgefandi: Arnarborg
Leikstjóri og framleiðandi: Robert Gre-
enwald. Handrit: Ernest Thompson.
Aðalhlutverk: Don Johnson, Jeff Dani-
els, Susan Sarandon og Elizabeth Perk-
ins.
Bandarisk 1988. 97 min. ölium leyfð.
Bandaríkjamenn eru dáhtiö upp-
teknir við að kryfia fiölskyldulífið
þessi árin og hafa íslenskir sjón-
varpsáhorfendur fengiö smjörþef-
inn af því í raunaþáttunum um
unga fallega fólkið sem er komið á
fertugsaldurinn.
Það er gefið í skyn að þessi mynd
dragi dám af Hrollinum mikla (The
Big Chih) en sú samlíking er ekki
fuhkomlega heiðarleg.
Að sönnu er sagt frá sambúöar-
raunum nokkurra gamaha skóla-
félaga sem eiga í dálitlum brösum
með að átta sig á því hvort stefna
eigi áfram eða til baka. Það er al-
kunnugt vandamál þeirra sem
komnir eru á fertugsaldurinn.
Handrit myndarinnar býr því
miður ekki yfir þeirri kjarnyrtu
spennu sem til þarf og samtöl eru
th dæmis ekki krydduð þeirri
fyndni né visku sem er svo nauð-
synleg í verkum sem segja frá
venjulegu fólki. Það, ásamt fremur
sviphtlum leik, verður fyrst og
fremst til þess að draga myndina
niður. Hún væri sjálfsagt einnar
kvöldstundar virði fyrir framan
sjónvarpsskjáinn en ég veit ekki
hvort það tekur því að leggja lykkju
á leið sína eftir myndinni.
Leikarar eru kunnir en frammi-
staða þeirra veldur vonbrigðum.
Johnson er greinilega aö reyna að
bijótast út úr viðjum Miami Vice,
sem er virðingarvert, en hann hefði
getaö verið heppnari með handrit.
-SMJ
Aö *n*ja$ n% ixtm&y nhmi a hwA irlur
ami ihm* itcar Mrs.
hann konurnar þrjár, sem áttu þó
ekki að vera auðveld bráö, upp úr
skónum og áður en vinur hans get-
ur áttað sig á hlutunum er Taylor
Worth búinn að fá allar þrjár kon-
urnar th að lofa aö giftast sér. En
kvennabósinn reiknaði ekki með
að hann yrði hrifinn af einni þeirra
og er hann nú thbúinn að giftast
þeirri en ekki þremur...
Worth Winniung er létt og sak-
laust gaman þótt kvenfólki þyki
kannski aö kynsystur þeirra séu
of auðveld bráð fyrir kvennabós-
ann. Mark Harmon leikur pipar-
sveininn síkáta og gerir það vel,
hefur nægan sjarma til að gera
kvenhyhina trúlega. Þá eru kon-
urnar hans ahar augnayndi hver á
sinn hátt. í heild er Worth Winning
saklaust grín og gaman sem heppn-
ast ágætlega. ____ -HK
★ i4
MM
Lífríkinu ógnað
AGENT ORANGE
Útgefandi: Laugarásbíó.
Leikstjóri: Robert Davies.
Aðalhlutverk: Phillip Brown og Michelle
Bestbler.
Bandarisk 1989 - sýningartími 96 min.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Þótt Agent Orange sé fyrst og
fremst sakamálamynd þá er boð-
skapurinn alvarlegur, sem' sagt
eyðing lífrænna efna með hættu-
legum efnum og er í myndinni lögð
áhersla á að koma því á framfæri
að lífríkið þurfi að hafa sinn gang
th að mannkynið getir lifað sæmi-
legu lífi.
Bandaríska leyniþjónustan hefur
uppgötvað að eiturefnum, sem not-
uð voru í Vietnam, hefur verið stol-
ið og tekst að rekja slóðina th Afr-
iku. Maður er sendur til að grafast
fyrir um hvað gert sé viö þau.
Hann kemst fljótt aö því að ríkur
landeigandi hefur efnin undir
höndum og lætur dreifa þeim yfir
akra smábænda til að eyðileggja
uppskeruna hjá þeim svo hann geti
fengið jarðirnar ódýrt. Eiturefnin
hafa samt meiri áhrif því að bam
fæðist vanskapað og telur Wood-
man engan vafa á því að þaö megi
rekja th eiturefnanna.
Agent Orange er frekar róleg
kvikmynd og greinilega gerð fyrir
lítinn pening en metnaðurinn er
fyrir hendi og er handritið ágæt-
lega skrifað þótt tæplega geti
myndin talist mikil skemmtun.
Leikarar, sem allir eru óþekktir,
eru stirðir og of augljósar sviðsetn-
ingar eyðileggja nokkuð fyrir
myndinni sem hefur þó þann kost
aðveraheiðarleg. -HK
★★
Skrímsli upp á grín
JABBERWOCKY
Útgefandi: Steinar
Leikstjóri og framleiðandi: Terry Gillam.
Aðalhlutverk: Michael Palin, Max Wall,
Harry H. Corbett, John Le Mesurier,
Warren Mitchell.
Bresk 1977. 95 mín. Bönnuö yngri en
12 ára.
Monthy Python hópurinn hefur
lengi verið í forystu breskra spaug-
ara og hefur þeim félögum tekist
með ágætum að nýta sér farsahefð
Breta. Þessir bresku Spaugstofu-
menn hafa gert nokkrar myndir í
gegnum tíðina en þessi mun vera
gerð á mihi Holy Grah (1974) og
Life of Brian (1979).
Myndin er í sama óþekktartónin-
um en kannski ekki eins lífleg og
þegar þeim félögum tekst sem best
upp. Mér finnst eins og þessi sé
meira fyrir hina hörðustu í stuðn-
ingsmannaliði þeirra félaga. Nú,
svo þola auðvitað sumir ekki þetta
spaug eins og gengur og gerist.
Auðvitað er hinn gráglettni húmor
ekki langt undan og sem fyrr eru
það breskir fornmenn sem fá að
finna til tevatsins.
Fáránlegt væri að ætla að fá ein-
hveija mynd í söguþráðinn en þess
má geta aö hann segir frá ægilegu
skrímsh sem herjar á almenning á
meðan kóngurinn er að hugsa ráð
sitt.
Því miður eru þeir félagar hættir
að vinna saman í Monthy Python
hópnum en mýndir þeirra hafa
haft mikil áhrif á gamanmynda-
gerð. Auðvitað skjóta þeir oft yfir
markiö og þá er töluvert um endur-
tekningar í leik og uppsetningu. Th
að halda uppi merki þeirra væri
að sjálfsögðu thvahð fyrir hina ís-
lensku Spaugstofumenn að gera
eina slíka mynd.
-SMJ