Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1990, Side 27
LAUGARJp'MWR 181 •SEJH'KMBEK 1390. ! 39® LífsstHL Dýrar og ódýr- ar borgir Feröa- og uppihaldskostnaður fyr- ir mann í viðskiptaerindum eða fyrir hinn almenna ferðamann er ekki eins hár í New York og hingað til hefur verið látið af. Borgin hefur í mörg ár trónað á toppinum ásamt Tokyo sem ein dýr- asta borg heims en samkvæmt ný- legri könnun er hún nú komin niður í fimmta sæti, París, London og Stokkhólmur tróna hins vegar í þremur efstu sætunum. Áðurnefnd könnunin birtist í rit- inu Condé Nast Traveler og í henni er miðað við meðaltals ferða- og uppi- haldskostnað í einn sölarhring í við- komandi borg. Reiknað er með að búið sé á fyrsta flokks hóteli og snæddar þrjár máltíðir á dag, auk þess sem reiknað er með að viðkom- andi eyði einhverri smáupphæð í leigubíla og skemmtanir. Áð sjálf- sögðu er hægt að lækka þennan kostnað allverulega með því að búa á ódýrari hótelum og snæða á ódýr- um matsölustöðum eða kaupa pakkaferðir þar sem allt er innifalið. Hðest: Pans 18580 kr. Lægst: Jóhannesarborg 5000 kr. Slokkhólmur ^ O Moskva ^Kaupmannahöfn ■ Búdapest Jerúsalem Kairó% Móntreal. Chicagcr Denever v MxtíttCt. Phoemx Dubai SKYRINGAR O 5000 til 7700 kr. O 7700 til 10400 kr. © 10400 0113100 kr. ® 13100 0115800 kr. © 15800 0118500 kr. Siagapoœ jÉS(Íttl§|§i|: ipi HMH • - ■■'■ ■■.■,■■■■ 'J’r ' jC'- ~ - - ------*rT‘ K. 1 j '■■ '■■'■.. : iwÍNI aL •■ --.8 ^ 'li! fr ■ ■ í Það er dýrt að dvelja í París. Ferðir Ef borgir innan Bandaríkjanna eru bornar saman kemur í ljós að borgir eins og Dallas, Denver, Seattle, New Orleans og Las Vegas eru með þeim ódýrari í heiminum. Á meðan sólar- hringurinnn í New York er á 15.800 krónur kostar ekki nema um helm- ing þeirrar upphæðar að vera í áður- nefndum borgum. Og enn ódýrara er aö dvelja í Phoenix, þar kostar sólarhringurinn ekki nema 6.100 krónur og er hún í næstneðsta sæt- inu á listanum. Það kemur nokkuð á óvart hversu París er orðin dýr. Þó hún hafi raun- ar alltaf verið með dýrari borgum heims þá hefur hún ekki áður verið í fyrsta sætinu. Þar hefur Tokyo haft þann vafasama heiður að vera, en nú er Tokyo fallin niður í fjórða sæt- ið og búin að skjóta London og Stokk- hólmi upp fyrir sig. Raunar eru borgir á Norðurlönd- unum dýrar. Það er ódýrast að dvelja í Osló, þar leggur sólarhringurinn sig á 14.900 krónur, sólarhringurinn er 800 krónum dýrari í Kaupmanna- höfn en í Stokkhólmi er verðið kom- ið upp í 17.500 krónur. Glasgow: Vímulaus ferð til Ný tónlistarhöll verður vígö i Glasgow þann 5. október næst- komandi. Tónlistarhöllin tekur um 2.500 manns í sæti og þar er góð ráðstefnu- og sýningarað- staða svo og veitingasalur. Höilin er teiknuð af Sir Leslie Martin og kostaði bygging hennar 27 milijónir punda. Viö opnunarhátíðina, sem verð- ur mjög glæsileg, mun Skoska ffl- harmoníuhljómsveítin meðal annars leika tvö ný verk eftir skosk tónskáld, þau Thea Mus- grave og Thomas Wilson. Röð tónleika er svo fyrirhuguð í október. Þann 9. og 10. mun Fíi- harmoníuhijómsveit Berlínar leika, þann 12. veröur það Bolshoi hljómsveitin, Orchestra of the Age og Enligthenment kemur fram þann 15. og Fílharmoníu- hljómsveit Lundúna mun leika i höllinni þann 30. Bandarí kj anna „Það er talsvert stór hópur af fólki sem vill fara í vímulausa utanlands- ferð,“ segir Óli Jón Ólason, fram- kvæmdastjóri Lands og sögu, en ferðaskrifstofan býður nú í fyrsta sinn upp á rúmlega þriggja vikna vímulausa ferð til Bandaríkjanna. „Það hefur verið spurt mikið um ferðina og það hefur bókast vel í hana. Það er talsvert af AA-fólki sem ætlar sér að fara svo og ýmisir aðrir sem vilja ferðast án vímuefna." Það verður lagt upp í ferðina þann 3. nóvember og komiö heim þann 26. sama mánaðar. Héðan verður flogið til Orlando og gist þar og svo haldið áfram til Flórída þar sem búið verður á íbúðahóteli í 18 sólarhringa. Á heimleiðinni verður aftur gist í Or- lando. Ferðin kostar frá 87.220 krónum fyrir manninn miðað við að fjórir Farvís: Tímarit um ferðamál Sjötta tölublað tímaritsins Farvís er komið út en blaðið fagnar um þessar mundir tveggja ára afmæli sínu. Blaðið er sérrit um ferðamál og þar er að finna margs konar fróð- leik um ferðalög, áhugaverða staði og ferðaþjónustu. Meðal efnis í þessu tölublaði eru greinar um ítal- íu, Eiríksjökul, Afríku, Mallorca, Bretland, hótel um víða veröld, Hornstrandir og Kverkfjöll og ýmislegt íleira. Ritstjóri og útgefandi tímaritsins Farvís er Þórunn Gestsdóttir. deili með sér eins svefnherbergis íbúð og upp í 110.535 krónur miðað við að tveir séu í sams konar íbúð. Fyrir hvert barn, sem deilir íbúð með foreldrum sínum, greiðast 38.900 krónur. Land og saga mun einnig bjóða upp á allóvenjulega ferð í nóvember, en þá verður haldið í tveggja vikna ævintýraferð til Afríku. Ferðin hefst í París og þaðan verður flogið beint til Nairobi í Kenýa. Ekki verður höfð viðdvöl í borginni heldur haldið beint áfram meö flugvél til Turkana og gist á hóteli við vatn þar sem krókódílar svamla um. Boðið verður upp á veiðiferðir við vatnið og safa- ri-skoðunarferðir. Þá verður haldið af stað á jeppa að næsta áfangastað, sem ber nafnið Marala, áður en komið er til vinjar- innar Nakuru. Þar er dvalið næstu tvo daga innan um villt dýr í óspjall- aðria náttúru. Þjóðgarðurinn Masai Mara er næsti áfangastaður og verður dvalið þar í tjaldbúðum. Loks er haldið til strandar við Indlandshafið. Þá verð- ur ekið til Nairobi og síðan haldið til Mombasa þaðan sem flogið er aftur til Parísar. Ferðin kostar um 240 þúsund krón- ur og er flug, flugvallarskattur, allur matur nema í París, fararstjórn og þjónusta innifalin í verðinu. Boðið verður upp á vímulausa ferð til Bandaríkjanna i haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.