Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990.
Fréttir
Tollskoðun í vélarrúmi Jökulfells við komu til landsins:
Tollverðir ásakaðir um
að hafa gangsett aðalvél
- lykli þarf að snúa til að ræsa vélina, segja skipverjar
Skipverjar á Jökulfelli telja að toll-
verðir hafi af einhverjum ástæðum
gangsett aðalvél skipsins þegar toll-
skoðun fór fram í vélarrúmi eftir að
það kom til Reykjavíkur síðastliðið
fóstudagskvöld.
Umrætt kvöld hafði tollleit staðið
yfir í nokkum tíma og flestir skip-
veijar famir til síns heima. Skyndi-
lega fór aðvörunarkerfið í gang og fór
vélstjóri strax niður í vélarrúm. Toll-
verðir höfðu þá verið þar við leit.
Við nánari athugun, sem var staðfest
af tölvuútskrift, kom í ljós að aðalvél
hafði verið gangsett. Tollverðimir
höfðu meðal annars, í samráði við
skipshöfn, fengið að leita við svokall-
aða ræsiloftskúta.
Vakthafandi vélstjóri á Jökulfelli í
gær sagði við DV aö ógerningur væri
að gangsetja skipið án þess að lykli
í stjórnklefa væri snúið. Tollverðir
hafa hins vegar neitað að hafa átt
hlut að slíku þegar þeir voru í vélar-
rúminu og aöalvélin fór í gang. Vél-
stjórinn sagöi að kollegi sinn hetði
mætt tollverði þegar hann fór niður
í vélarrúm eftir að aðvörunarhljóð
byijaöi að heyrast á fóstudagskvöld-
iö - þá hafi honum verið sagt að fyrra
bragði að tollverðirnir hafi „ekki
gert neitt“.
Brynjólfur Karlsson, yflrmaður hjá
Til að gangsetja aðalvél Jökulfells þarf að snúa lyklinum sem
sýndur er á innfelldu myndinni. Vél skipsins fór í gang þegar
tollskoðun stóð yfir í vélarrúmi. Skrúfan var þó ekki innkúpluð.
DV-mynd Brynjar Gauti
tollgæslunni, segir að fulltrúar frá
skipadeild Sambandsins og Tollgæsl-
unni hafi komið saman til að bera
saman bækur sínar vegna atviksins
um borð í Jökulfelli í fyrradag:
„Það kom upp sú staða þarna að
aðalvél fór í gang. En það er mein-
ingamunur hjá aðilum um hvemig
þaö átti sér stað. Tollverðir vom
þarna á svæðinu - en það liggur ekk-
ert fyrir ennþá hvemig þetta gerðist.
Að svo stöddu er því ekkert hægt að
segja frekar um málið. Það mun svo
ráðast hvað stjórnendur Sambands-
ins og Tollgæslunnar gera í fram-
haldinu," sagði Brynjólfur.
Skýrsla verður bráðlega send frá
tollvörðum til tollstjóra. Georg
Magnússon yfirvéistjóri mun einnig
útbúa skýrslu og senda sínum yfir-
mönnum. „Útgerðin tekur ákvörðun
um framhaldið," sagði Georg.
Jökulfell lagði af stað áleiðis til
útlanda á mánudagskvöldið. Stimpill
brotnaði er skipið hafði siglt í tvær
klukkustundir. Var því þá snúið til
Hafnarfjarðar. Viðgerð á stimplinum
og túrbínu stóð yfir þar til í gær-
kvöldi. Ekkert hefur komiö fram sem
bendir til að sú bilun eigi neitt skylt
við gangsetningu vélarinnar á fóstu-
dagskvöldið.
-ÓTT
Orkuverð til nýs álvers:
Landsvirkjun ekki af-
lögufær fyrstu 15 árin
- lágmarksverð á áli þarf að vera 1900 dollarar tonnið
Álverðið í New York 1971-90 og spá Þjóðhagstofnunar
Verð í Bandaríkjadölum miðaö viö eitt tonn
2500
[Lámarksverð til að orkusalan beri sig
1971 1975 1980 1985 1990
Haimildir: CRB Commodity Year Book 1989 og Wall Street Journai______
1995
2000
Til að Landsvirkjun fái hagnað af
viðskiptum sínum viö væntanlegt
álver Atlantsál þarf orkuverðið að
vera 18,3 mill að jafnaði á samnings-
tímanum. Þetta eru útreikningar
Landsvirkjunarmanna og sam-
kvæmt heimildum DV miöa þeir alla
sína grunnútreikninga við þessa
tölu. A sama tíma reikna þeir að
kostnaðarverð orkunnar til nýs ál-
vers verði 16,3 mill. Það á að standa
undir afskriftum og vöxtum vegna
virkjanaframkvæmdanna. Hagnað-
ur Landsvirkjunar verður því þessi
2 mill sem þarna er á milli.
Eins og kunnugt er þá er ætlunin
að tengja orkuverðið beint við heims-
markaðsverð á áli og samkvæmt því
sem DV kemst næst mun meöal-
heimsmarkaðsverð þurfa að vera um
1900 dollarar tonnið til að ná þessu
18,3 milla meöalverði.
í upphafi orkuverðssamningsins er
hugmyndin að veita verulegan af-
slátt sem gerir það að verkum að
orkuverðið verði í raun undir kostn-
aðarverði. Miðað við álverð upp á
1900 dollara yrði orkuverð þá á bilinu
12 til 14 mill. Þetta á síðan að vinna
upp á seinni helmingi samnings-
tímans. Þetta gerir það að verkum
að Landsvirkjun verður ekki aflögu-
fær fyrstu 15 ár samningstímans, í
það minnsta, eða alveg fram til 2010.
Það er því fátt sem bendir til þess
að hægt sé að veita landsbyggöinni
sárabót í formi lægra orkuverðs
nema að skerða stöðu Landsvirkjun-
ar þess meira.
Þetta hefur meðal annars komið
fram hjá Davíð Oddssyni borgar-
stjóra og staðfestu sérfræðingar
Landsvirkjunar þá skoðun í samtali
viö DV.
„Að hve miklu leyti við getum veitt
sárabót þegár þar að kæmi er allt
annað mál. Það fer eftir þvi hvers
konar verölagningarstefna er rekin
almennt séð og væri frekar ákvörðun
stjórnmálamanna heldur en for-
ráðamanna Landsvirkjunar," sagði
einn af sérfræðingum Landsvirkjun-
ar. -SMJ
Beðið eftir bréf i í fimmtán ár
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Stjómendum Slátursamlags Skaga-
fjarðar barst á dögunum bréf sem
þeir hafa beðið eftir í 15 ár. Innihélt
það löggiidingu á sláturhúsi félags-
ins, útgefna af lándbúnaöarráðherra.
Slátursamlagsmenn hafa lengi
staðið í stappi með að fá húsið lög-
gilt og er þjóðsagan af Eykon og
hrútnum nærtækasta dæmið því til
sönnunar.
Þrátt fyrir löggildingu iiefur þurft
aö fækka starfsfólki við slátrun um
þriðjung þar sem fermetrafjöldi á
hvem starfsmann þótti ekki nægjan-
legur. Nú vinna því 28 manns að
slátruninni í stað 42 áður. Þessu sam-
fara verður innmatur ekki hirtur í
eins miklum mæli og áöur tíðkaðist.
Slátrun verður svipuð í slátursam-
laginu og undanfarin haust eða um
14.400 flár. Ætlunin var að byrja á
fullu nú í vikubyrjun og er gert ráð
fyrir að sauðfjárslátrun ljúki um 20.
október.
Ríkisendurskoðun horflr 38 ár fram í tímann:
400 milljarða gat á
byggingarsjóðunum
- núverandihúsnæðiskerfigengurekkiupp
Ef óbreytt húsnæðislánakerfið fái einfaldlega ekki staðist Jafnvel
fengi að rúlla áfram allt til ársins þó útlánum úr þessum sjóðum
2028 þyrfti rikissjóður að greiða um veröi hætt er ekki hægt að komast
400 milljarða króna til að gera upp hjá því að þeir verði gjaldþrota;
skuldir Byggingarsjóða ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna árið
verkamanna. Þetta er meira en 2001 og Byggingarsjóður ríkisins
fiórfóld fjárlög islenska ríkisins og árið 2005. Fyrirséð er að Byggingar-
vei rúm öll landsframleiösla ís- sjóður ríkisins veröur rekinn með
lensku þjóðarinnar. um 460 milljón króna halla á ári
Þetta kemur meðal annars íram fram að þeim tíma og Byggingar-
í skýrslu ríkisendurskoðunar um sjóður verkamanna með 370 mifij-
ijárhagsstöðu Byggingarsjóðs rík- ón króna halla.
isins og Byggingarsjóös verka- í skýrslunni kemur jafnframt
manna. Af niðurstöðum stofnunar- fram aö stjómvöld hafa ekki staðiö
innar má lesa að það húsnæðis- við ýmsar forsendur íyrir þessu
lánakerfi sem tekið var upp árið kerfi. Ef það hefði veriö gert og ef
1986 fái ekki staöist. Jafnvel þó að lífeyrissjóðimir gerðu upp kaup-
skrúfað verði fyrir útlán úr þessum skyldu sína má ætla að um helm-
sjóöum strax þá þyrfti ríkissjóður ingur þeirra sem biöu eftir af-
að greiða um 62 milljarða árið 2028. greiðslu í kerfinu á fyrri helmingi
Þá er reyndar miöað viö engar þessaárshefðuþáþegarfengiðlán.
greiðslur úr ríkissjóði til sjóðanna Bein framlög ríkissjóðs til sjóð-
þann tíma sem er kannski eölilegt anna hafa lækkaö um 40 prósent
þar sem útlánum úr þeim yröi að raungildi frá 1986 til 1990 eða
hffitt. úr 4,2 milljörðum í 2,6 milljarða. Á
Skýrsla ríkisendurskoðunar er í móti hefur kostnaður ríkissjóðs
raun dauðadómur yfir almenna vegna skattaafsláttar og niður-
húsnæðislánakerfinu sem hannað greiðslna á vöxtura fjórfaldast á
var af aðilum vinnumarkaðarins. sama tíma eða úr 858 milljónum í
Af skýr slunni má lesa að þetta kerfi 3,?miHjarða. -gse
Akraprjón úrskuröaö gjaldþrota:
Skuldir áætlaðar 50 til 60 mil|jónir
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Pijónastofan Akraprjón hefur verið
úrskurðuð gjaldþrota. Fyrirtækið
var innsiglað af fógeta nú í vikunni.
Akraprjón freistaöi þess að ná
nauðasamningum við helstu kröfu-
hafa en tókst ekki. Skuldir fyrirtæk-
isins eru áætlaðar á milli 50 og 60
milljónir króna en uppgjör vegna
yfirstandanöT árs Uggur ekki fyrir.
Kunna þessar tölur því að hækka
eitthvað áður en yfir lýkur.
Akrapijón var 20 ára gamalt fyrir-
tæki og var í stööugum vexti allt fram
til ársins 1984. Eftir það fór að halla
undan fæti rétt eins og hjá flestum
pijónastofum landsins. Síðustu árin
gekk reksturinn mjög erfiðlega og
varð gjaldþrotiö ekki umflúið.