Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Síða 5
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990.
5
Fréttir
Pétur og Páll grínuðust með leikfangabyssur:
Standið gleiðir með
hendur upp að veggnum
skipaði lögreglan og færði þá niður á stöð
„Þegar viö sáum lögregluþjóninn
koma aö okkur meö kylfu í hendinni
og skipa okkur aö standa gleiðir með
hendur aö veggnum héldum við aö
aö þetta væri eitthvert grín. Þetta var
nánast eins og þriöja flokks hasar-
mynd. En þegar lögi'egluþjónriinn
ítrekaði skipunina sáum við að al-
vara var á ferð og gerðum eins og
hann sagði. Það var kannski í lagi
en okkur óraði ekki fyrir að við yrð-
um færðir niður á lögreglustöð hvor
í sínum lögreglubílnum þar sem við
yrðum yíirheyrðir, myndir teknar
af leikfangabyssunum og ljósrit af
skilríkjunum," sögðu þeir Pétur og
Páll, átján ára menntskælingar, sem
lögregla handtók og færði niður á
lögreglustöð fyrr í vikunni fyrir það
eitt, að því er virðist, að leika sér
með leikfangabyssur.
Þeir félagar segjast hafa verið á
rölti í bænum eftir að Páll hafði feng-
ið orlofið sitt útborgað. Þeir áttu leið
um Skólavörðustíg og fóru „af rælni"
inn í leikfangabúð sem Pétur segist
oft hafa komið inn í þegar hann var
yngri. Þar skoðuðu þeir sig um og
komu auga á leikfangabyssur.
„Við sáum þama mjög sniðugar
byssur og í einhverju stundarflippi
ákváðum við að fá okkur eina byssu
hvor. Við fórum þá og borðuðum á
kafHhúsi og síðan heim til Páls á
Pétur og Páll með leikfangabyssurnar sem komu þeim i „biómyndaleg" viðskipti við lögregluna.
DV-mynd Brynjar Gauti
Laugaveginum. Þegar við komum skyndilega í hug að fara í „byssó" Skemmtum við okkur við það í um
inníbakgarðinnviðhúsiðdattokkur eins og þegar við vorum litljr. tíu mínútur. Þegar við ætluðum að
hætta og fara inn kom lögreglan síð-
an að okkur."
Pétur og Páll segja að lögreglan
hafi nær strax séð að þeir voru með
leikfangabyssur og áttu von á að
málinu yrði því fljótt lokið. En íljót-
lega voru sex lögregluþjónar komnir
að þeim og ákveðiö var að færa þá á
stöðina. Þar voru byssurnar og skil-
ríki piltanna mynduð og þeir látnir
tæma vasana.
„Það var eins og að þeir væru allt-
af að reyna að koma einhverju á
okkur. Þannig vorum við spurðir
hvort við hefðum nokkuð ætlað að
ræna banka með byssunum og svo-
leiðis. Þeim gat ómögulega dottið í
hug að 18 ára strákar ættu til að
ærslast eins og við og furðuðu sig á
því að við skyldum eyða peningum í
leikfangabyssur. Við þurftum að
gera grein fyrir ferðum okkar þenn-
an dag og eftir skamma stund var
okkur sleppt. Við furðum okkur
mjög á að hafa verið teknir fyrir akk-
úrat ekki neitt. Við ógnuðum engum
og skutum lengi hvor á annan án
þess að skaðast. Þetta var bara létt
grín og flipp af okkar hálfu. Hins
vegar hlýtur einhver sem sá okkur
að hafa hringt á lögguna og sagt ein-
hverjar ógurlegar sögur af tveimur
óðumbyssumönnum." -hlh
550króna bót
Launanefnd ASÍ, VSÍ og VMSÍ
er sammála um að bæta að fullu
verðlagshækkun umíram við-
miöunarmörk kjarasamninga í
september. Verðlagsuppbót
vegna október og nóvember
greiðist í einu lagi með 550 krón-
um í október. l. desember hækka
laun síðan um 0,27 prósent.
Verðlagsuppbótin í október
greiðist með fyrstu launaútborg-
un í mánuðinum, þeim sem eru
í fóstu starfi viö útborgunhennar
og hlutfallslega miðað við starfs-
hlutfall. Verðlagsuppbót í októb-
er skal þó ekki vera lægri en 275
krónur. -hlh
Þessi tafla er byggð á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins og sýnir
hvernig raunverð fjölbýlishúsaíbúða hefur fallið. Lækkunin frá 1. ársfjórð-
ungi 1989 til 1. ársfjórðungs 1990 er upp á 7,4% en er mun meiri ef miðað
er við það tímabil þegar verðið var hvað hæst, á 2. ársfjórðungi 1990.
Fasteignaverð fer lækkandi:
Raunverð íbúða lækkar um 7,4% á einu ári
ÐNAÐAR
Persnesk
munstur
með
kínverskri
áferð
Aigjör nýjung -
aðeins hjá okkur
Fasteignaverð hefur lækkað und-
anfarið ár en í Markaðsfréttum frá
Fasteignamati ríkisins koma fram
upplýsingar um lækkun á raunverði
íbúða upp á 7,4% á einu ári. Þetta
gerðist á tímabilinu frá 1. ársfjórð-
ungi 1989 til 1. ársfjóröungs 1990.
Á þessu tímabili hefur söluverð á
fermetra hækkað um 15%, fram-
reiknistuðullinn um rúm 12% og
lánskjaravísitalan um 21,3%. Þetta
gefur 7,4% lækkun að mati Fast-
eignamatsins.
Um helmingur þessarar lækkunar,
eða 3,75%, kemur fram milli 4. árs-
fjórðungs 1989 og 1. ársfjórðungs
1990.
Erfitt er að finna einhlítar skýring-
ar á þessari lækkun en á það hefur
verið bent að við breytingar á hús-
næðislánakerfi verði yfirleitt óvissu-
ástand sem veldur lækkun á íbúðar-
húsnæði. Þá hefur það sjálfsagt áhrif
hve treglega hefur gengið að koma
húsbréfakerfmu af stað en töluvert
mun vera um það að seljendur hafni
þeim.
Hér kemur fram verð á fjölbýlis-
húsaíbúðum en yfirleitt er talið að
verð á þeim sé hvað stöðugast þann-
ig að þessi verðsveifla segir sjálfsagt
ýmislegt um hvað gerist með annað
húsnæði. Það er að segja, gera má
ráð fyrir að verð á því lækki einn-
ig-
Þá má geta þess að á miðju ári 1989
náöi raunverð fjölbýlishúsa í Reykja-
vík hámarki. I lok þriðja ársfjórð-
ungs, eða þremur mánuðum síðar,
hafði það lækkað aftur í svipað verð
og var í upphafi ársins.
-SMJ
Stærðir
70x110
70x200
120x170
170x240
200x300
Verð kr.
5.120
9.700
13.750
28.500
39.600
^ Byggingarmarkaður
Vesturbæjar
teppadeild,
Hringbraut 120, símar 28605 og 28600