Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 14
Útgáíufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: x PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Járnhnefinn Ríkisstjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku veifar nú járnhnefa yfir stríðandi fylkíngum blökkumanna í landinu. Með þessum aðgerðum reynir de Klerk forseti til hins ýtrasta á þolrifin í Nelson Mandela og Afríska þjóðarráðinu og leggur í raun undir framtíð viðræðn- anna um breytta skipan suður-afrísks þjóðfélags þar sem hvíti minnihlutinn hefur farið með öll völd en blökkuihenn verið að mestu réttlausir. Það vakti miklar vonir um friðsamlega umbyltingu hins hataða aðskilnaðarkerfis þegar de Klerk leysti Nelson Mandela úr haldi í febrúar síðastliðnum og af- létti banninu sem verið hafði á starfsemi Afríska þjóðar- ráðsins um áratuga skeið. Viðræður de Klerks og Mand- elas leiddu meðal annars til þess að Afriska þjóðarráðið lýsti því yfir snemma í síðasta mánuði að það léti af vopnaðri baráttu gegn minnihlutastjórn hvítra manna. En eftir því sem viðræður Mandelas og de Klerks gengu betur þeim mun ófriðvænlegra varð á milli óhkra hópa blökkumanna. Þau átök hafa blossað upp af og til í Natal-héraði, þar sem um fjögur þúsund blökkumenn hafa fallið síðustu íjögur árin. Nú hafa átökin magnast og breiðst út til annarra héraða, ekki síst úthverfa Jó- hannesarborgar þar sem um 800 blökkúmenn hafa fall- ið síðustu vikurnar. Nelson Mandela og Afríska þjóðarráðið telja sig hina einu sönnu fulltrúa allra svartra manna í landinu, en þeir eru um 28 milljónir, í viðræðum við stjórnvöld á svipaðan hátt og samtök palestínuaraba, PLO, telja sig hinn eina sanna málsvara allra araba á herteknu svæð- unum í ísrael. En það eru ekki allir blökkumenn sáttir við slíka valdaeinokun. Sérstaklega ekki Zúlúmenn, sem eru um sjö milljónir talsins. Þeir lúta forystu Mangosut- hu Buthelezis sem vill fá aðild að viðræðum Mandelas og de Klerks. Langvarandi íjandskapur hefur verið milli þessara tveggja foringja svartra manna í Suður-Afríku. Mandela hefur stöðugt neitað að hitta Buthelezi til þess að semja um frið. Ein ástæðan er sögulegs eðlis. Á meðan Mand- ela og aðrir leiðtogar Afríska þjóðarráðsins sátu í fang- elsi og starfsemi ráðsins sjálfs var bönnuð átti But- helezi gott samstarf við hvitu minnihlutastjórnina og sætti sig þannig í reynd við aðskilnaðarstefnuna. Önnur ástæða er valdatafl: Mandela vill ekki hleypa Zúlúmönn- um að samningaborðinu. Liðsmenn Buthelezis héldu uppi árásum á félaga í Afríska þjóðarráðinu til þess að knýja á um að fá sæti við samningaborðið. Þau hatrömmu átök hafa nú neytt de Klerk til þess að sýna járnhnefann og nema um leið úr gildi sum þeirra mannréttinda sem hann veitti blökkumönnum í febrúar síðasthðnum. Mandela hefur sakað hvíta öfgamenn, meðal annars í her landsins og lögreglu, um að magna Qandskap mihi óhkra hópa blökkumanna og hefur nokkuð th síns máls. Þá er ljóst að suður-afrískir lögreglumenn hafa drepið marga blökkumenn án þess að um nauðvörn hafi verið að ræða. De Klerk hefur viðurkennt þetta með því að fyrirskipa rannsókn á framferði lögreglunnar. Mikilvægasta spurningin nú er hvort Mandela fæst th þess að ná sáttum við Buthelezi um að þeir hætti blóðsúthelhngum og einbeiti sér saman að viðræðum við de Klerk. Neiti hann því áfram þá hafa þær vonir sem bundnar voru við forystuhæfni Mandelas brugðist. Og harmleikurinn í Suður-Afríku mun halda áfram. Elías Snæland Jónsson FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. Sú áætlun, sem nú liggur fyrir so- véska þinginu og verður afgreidd um svipað leyti og formleg samein- ing Þýskalands fer fram, markar endalok perestrojku Gorbatsjovs og upphaf að endinum á kommún- isma í Sovétríkjunum. Perestrojkan átti að endurbyggja sósíalismann en með þeim efna- hagsáætlunum, sem þingið á að velja á milli á næstu dögum, verður einfaldlega horfið frá sósíalisma og grunnur lagður að markaðskerfi. Kapítahsminn er um það bil að helja innreið sína í Sovétríkjunum. - Einhvem tímann hefði þetta ver- ið frétt aldarinnar en svo mikið hefur gerst á rúmu ári í málum kommúnistaríkjanna að jafnvel þetta fellur í skuggann af öðru. Það sem fyrir þinginu hggur eru tvær áætlanir um endurbætur á efnahagslífinu, önnur gerð á veg- um Ryskofs forsætisráðherra en „Breytingarnar í Sovétríkjunum eru komnar á lokastig, kommúnisminn er að líða undir lok“, segir m.a. i greininni. Endalok perestrojku hin gerð með stuðningi Jeltsíns, forseta Rússlands, og nú í seinni tíö með stuðningi Gorbatsjovs sjálfs og kennd viö Stanislav Shatahn hagfræðing, ráðgjafa Gorbatsjovs í efnahagsmálum. Þessar áætlanir ganga báðar í sömu átt en áætlun Shatalíns mikl- um mun lengra og aö líkindum verður hún samþykkt. Jeltsín hef- ur þegar lýst yfir að sú áætlun verði tekin upp í Rússlandi, hvað sem sovéska þingið ákveöur, og Gorbatsjov hefur séð sig tilneyddan að fallást á hana því að ekki getur gengið að stærsta og öflugasta ríkið fari í aðra átt en önnur ríki Sovét- ríkjanna. - Niðurstaðan kann að verða sú að áætlun Ryskofs verði felld og hann verði þar með aö segja af sér sem forsætisráðherra. 500 dagar Talan 5 er allt að því heilög tala í kommúnisma, endalausar fimm ára áætlanir marka þróunina sem hin síðari fimm ára tímabil hefur verið niður á við, ekki síst þau fimm ár sem Gorbatsjov hefur ráð- ið ríkjum. Nú hefur Shatahn gert fimm hundruð daga áætlun sem mun hafa algjör endaskipti á so- véska hagkerfinu. í þeirri áætlun er sósíahsmi tæpast nefndur á nafn, en þess er getið að frjálst markaðskerfi sé skilvirkasta efna- hagskerfi sem mannkynið hafi nokkru sinni komið sér upp. Nú er ekki lengur reynt að endur- bæta kommúnismann, nú er snúið baki við honum og jafnvel lögð drög að því að koma upp kauphöllum og hlutabréfamarkaði í Moskvu og Lehíngrad. Þessi áætlun er ekki aðeins efnahagsleg, í henni felast miklar póhtískar umbyltingar því að yfirstjóm efnahagsmála verður í höndum einstakra ríkja en mið- stýring á efnahagskerfinu hverfur. Áætlanastofnunin mikla, Gosplan, sem hefur verið allsráðandi um gerð efnahagsáætlana frá upphafi kommúnisma, verður lögð niður. Þetta þýðir skert völd miðstjómar- innar og Gorbatsjovs. - En það eru önnur atriði í 500 daga áætluninni sem ennþá meiri athygh vekja. Framgangur mála Fyrstu 100 dagana á að byrja á sölu á ríkiseignum undir yfirstjórn nefndar sem öh ríkin 15 eiga full- trúa í og verður undir beinni yfir- umsjón Gorbatsjovs og ofar öhum ráöuneytum. Bændur fá þá að yfir- gefa samyrkjubú og fá úthlutað landi ef þeir vilja. Útgjöld til varn- armáia verða skert um 10 af hundr- aöi og útgjöld til KGB um 20 pró- sent. Komið verður upp viöskipta- bankakerfi og alríkis seðlabanka, sem samanstendur af seðlabönkum ríkjanna. Á árinu 1991 verður verð á mörgu, þó ekki brýnustu lífs- nauðsynjum, gefið fijálst. Á næstu 150 dögum verður tekin upp vísi- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaöur tölubinding launa. Hlutafélög, sem mynduð hafa verið úr stórum ríkis- fyrirtækjum, ættu að vera orðin um 1500. Um helmingur af öllum veitingahúsum og smáverslunum verður kominn í einkaeign. Á næstu 150 dögum þar á eftir er gert ráð fyrir að um 40 prósent af öllum framleiðsluiðnaði, helming- ur af byggingariðnaði og um 60 prósent af verslun verði kominn i eigu hlutafélaga, eða í eign eða leigu einkaaðila. Tekin verða fyrstu skref í þá átt að gera rúbluna að skiptanlegum gjaldmiðli. Á síðustu 100 dögunum ættu um 70 prósent af öllum iðnfyrirtækjum og um 90 prósent af byggingariðn- aði og smásöluverslun að vera komin úr höndum ríkisins til ein- stakhnga og hlutafélaga. Þessi áætlun Shatalíns er ákaflega djörf, svo mjög að marga sundlar við, þeirra á meðal Ryskof forsætisráð- herra. Hans áætlun er miklu hefð- bundnari og snýst um í fyrstu aö koma stöðugleika á efnahagslífiö með verðlagsstjómun og áætlar ekki að aflétta ríkisyfirráðum yfir efnahagslífinu fyrr en 1992. í áætlun Ryskofs er líka gert ráð fyrir aö eignarréttur einstaklinga, sem afnuminn var í kommúnisma, verði tekinn upp á ný, en hvergi nærri gengið jafnlangt og í áætlun Shatahns. En meginmunurinn varðar yfirstjórnina. í áætlun Shatahns munu einstök Sovétríki veita miðstjórninni mjög takmörk- uð völd yfir heildarstjóminni, en Ryskof gerir ráð fyrir að miðstjórn- in hafi síðasta orðið. Af þessari ástæðu fyrst og fremst er óhugs- andi að finna málamiðlun, það verður áætlun Shatalíns sem verð- ur samþykkt á sovéska þinginu. Rússneska þingið hefur þegar sam- þykkt hana með öllum atkvæðum gegn einu. Gorbatsjov hefur neyöst tii að ganga í bandalag við Jeltsín um að fá þessa áætlun innleidda, sem ætti að tryggja framgang hennar. Verðbólga Ein ástæðan fyrir þvi hversu mikil áhersla er lögð á að selja rík- isfyrirtæki til hlutafélaga og ein- staklinga er hin gífurlega sparifjár- myndun í Sovétríkjunum þar sem skort hefur vömr til að eyöa fé í. Hugmynd Shatahns er að koma í veg fyrir verðsprengingar og verð- bólgu með því að fá einstaklinga til að leggja sparifé sitt í hlutafélög, auk einkareksturs. Uppsafnað sparifé, sem hvergi kemur fram nú í efnahagslífinu, er áætlað um 200 milljarðar rúblna sem samsvarar hálfum fjárlögum Sovétríkjanna. Þetta fé verður best virkjað með því að leggja í hlutafé- lög, segir Shatalín. Stórfyrirtæki verða seld á uppboði, þar sem starfsmenn hafa forkaupsrétt á að minnsta kosti 10 prósentum hlut- afjár, en smærri fyrirtæki með allt að tíu starfsmenn verða seld ein- stakhngum. Ætlunin er aö búa til allt að 150 þúsund býli úr sa- myrkjubúum. Að auki verður slak- að á hömlum í utanríkisviðskipt- um. Það má nú gera því skóna að þetta verði samþykkt á sovéska þinginu. Þar með er ekki aðeins tilraun Gorbatsjovs til að endurreisa kommúnismann með perestrojku heldur kommúnisminn sjálfur far- inn veg allrar veraldar. í þessari áætlun er fólgið hvorki meira né minna en brotthvarf Sovétríkjanna frá kommúnisma og fyrsta skref þeirra í átt til raunverulegs mark- aðsþjóðfélags. Hálfkák er lagt á hihuna, það er allt lagt undir. Þessu mun fylgja mikih órói og trúlega þrengingar á meðan á þessu stendur, en svo virðist sem Gorbatsjov veðji á það að betra sé að fara þessa leið í einu stökki en mörgum smáskrefum. - Ef þessi áætlun stenst verður það fyrst og fremst að þakka þrýstingi frá Jelts- ín, breytingarnar í Sovétríkjunum eru komnar á lokastig, kommún- isminn er aö líða undir lok. Gunnar Eyþórsson „I þessari áætlun er fólgið hvorki meira né minna en brotthvarf Sovétríkjanna frá kommúnisma og fyrsta skref þeirra 1 átt til raunverulegs markaðsþjóðfé- lags.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.